Morgunblaðið - 14.12.1982, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
33
málara skömmu síðar og mjög
greinilega á sýningu Eiríks Smith
vorið 1976 — hvort samband hafi
verið þar á milli, er næsta líklegt,
þótt ekkert skuli fullyrt.
Þrátt fyrir áhrif frá Andrew
Wyeth, sem Eiríkur afneitar ekki,
þá eru þeir listamenn af gjörólíku
upplagi — litirnir hjá Wyeth eru
mildir og yfirvegaðir og myndir
hans einkennast af dularfullri ró
og tærleika. Hann á ekki til í sír
hvatir til að ná fram glæsilegum
áhrifum með yfirdrifnum hraða,
hvellum litahljómum né aðskálda
hulduverur inn í myndimar. Allt,
sem hann málar, er það, sem hann
hefur í næsta sjónmáli hverju
sinni, og ekki agnarögn þar fram
yfir. Ahrif frá þessum listamanni
hafa einnig komisc inn í íslenska
myndlist eftir krókaleiðum en þau
eru annars eðlis.
Allar götur frá fyrrnefndri sýn-
ingu hefur Eiríkur verið bergnum-
inn af þeim möguleikum, sem
hann hefur uppgötvað í þessu nýja
raunsæi sínu, og hann hefur lifað
sig svo inn í myndir sínar, að hann
er farinn að trúa stíft á yfirskil-
vitlega hluti, endurholdgun, fram-
þróun, tröppugang þróunarinnar
og að menn séu fæddir með ákveð-
inn farangur í lífsmalnum.
Við gerð þessara mynda kann
hann mjög vel að hagnýta sér
reynslu sína frá árunum í auglýs-
ingahönnun og prentmyndagerð-
inni. Hann er vafalaust vélvædd-
asti myndlistarmaður þjóðarinn-
ar, kann manna best að notfæra
sér hvers konar hjálpartæki og
þekkir vel þau efni, sem hann hef-
ur á milli handanna. Hér er sem
sagt á ferð maður, er kann að hag-
nýta sér menntun sína og reynslu
út í ystu æsar í myndgerð sinni.
Um bókina sjálfa er það að
segja, að hún er til fyrirmyndar að
allri gerð, stærðin hæfileg fyrir
meiri háttar listaverkabók, lit-
greining mynda hefur tekist vel,
þótt vatnslitamyndirnar séu
sumar ívið daufari í bókinni eftir
því, sem ég hef samanburð. Upp-
setningin er góð, en fullmikið af
smárissum samfara ritmálinu,
sem ekki eru í samræmi við text-
ann. Dæmi um góða lausn er t.d.
þurrnálsmyndin „Höfnin" (1962),
sem er ein albesta teikningin í
bókinni, sterk og einföld í út-
færslu. En í lok bókar vantar til-
finnanlega skipulega efnisskrá yf-
ir lífsferil listamannsins.
Hvað þurrnálsmyndina áhrærir
þykir mér skaði, að Eiríkur skuli
ekki hafa ráðist í frjálsa grafíska
myndgerð eftir alla stöðluðu vinn-
una í prentmyndagerðinni. Hefði
ekki verið ómældur léttir að því,
að beita hér frjálsum listrænum
vinnubrögðum í stað þreytandi
kerfisbundinnar nákvæmnis-
vinnu? Að öllu samanlögðu er
mikill fengur að þessari bók, sem
af sjálfu sér eykur ris íslenzkrar
myndlistar. Einstaka myndum
hefði þó mátt sleppa — þær koma
eins og þruma úr heiðskíru lofti,
svo sem portrettmyndin af séra
Garðari Þorsteinssyni. Þar spurði
ég sjálfan mig: „Hvort er betra, að
málari reyni að líkja eftir ljós-
mynd eða ljósmyndari eftir mál-
verki?“ Hér komst ég að þeirri
niðurstöðu, að Jón Jónsson Kaldal
væri máski besti portrettmynda-
smiður þjóðarinnar á þessari öld.
Þá tel ég að fjórar hrifmestu
myndirnar úr þjóðsögunum á heil-
síðu hefðu verið betri lausn en
nítján myndir á fjórum síðum.
Það er ofhleðsla, ekki síst vegna
þess að myndirnar eru áberandi
misgóðar.
Æskilegt hefði verið, að hin
stórskemmtilega frásögn Eiríks af
sjálfum sér og lífsferli sínum
hefði notið nákvæmari yfirlestrar.
Óþarfa villur og rangfærslur hafa
slæðst með, t.d. var hin fræga
Rómarsýning haldin vorið 1955 en
ekki 1956. Rangfærslur varðandi
ummæli gagnrýnenda er engum
til sóma í listaverkabók, þær hitta
fyrr eða síðar viðkomandi sjálfan.
Dregið saman í hnotskurn þá er
Eiríkur Smith vel að þessari bók
kominn, hún er útgefendum til
sóma og ómissandi öllum þeim, er
fylgjast vilja með íslenzkri mynd-
list.
HEIMILISTÖLVAN
FJÖLDI FYLGIHLUTA OG FORRITA:
Minnisaukar — Sebulbandstæki — Diskettustöö — Prent-
ari — Super Expander — Programmers Aid — Alien —
Mole Attack — Jelly Monster — Skák — Super Slot —
Road Race — Rat Race — Super Lander — Vic Graf — Vic
Stat — Vic Rel — Forth — Pirate Cover — Mission
Impossible — Raid on Fort Knox — Omega Race —
Woodoo Castle — The Count o.fl o.fl. Leiöbeiningabækur.
★ 24 LITIR
★ RITVÉLALYKLABORÐ
★ MIKLIR STÆKKUNARMÖGULEIKAR
★ BYRJENDANÁMSKEIÐ
^“JÓLATILBOÐ
ÞÓRf
SÍMI 81500 'ÁRMÚLA11
■J
Sófasett í úrvali.
Leöur og tauáklæði
Gullverðlaun
fyrir hönnun
og stíl
símar 37010