Morgunblaðið - 14.12.1982, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
39
Brennuvegur 8,
sjálfsævisaga Hen-
riks Tikkanens
ÚT ER komin á vegum 15-
unnar bókin Brennuvegur 8,
Brennu, sími 35 eftir finnska
höfundinn Henrik Tikkanen.
Ólafur Jónsson þýddi.
Bók þessi er fyrsti hluti
sjálfsævisögu höfundar sem er
sænskumælandi Finni. Segir
hann hér frá bernsku sinni og
unglingsárum á eynni Brennu úti
fyrir Helsingfors. „Hann er
sprottinn af fjölskyldu betri
borgara og lýsir hér lífi hennar
eins og það var undir fáguðu yf-
irborði," segir m.a. í kynningu
forlags á kápubaki.
Henrik Tikkanen er fæddur ár-
ið 1924 og er kunnur rithöfundur
Henrik
Tikkanen
BRENNUVEGUR 8
BRENNU
SÍMI 35
og myndlistarmaður. Brennuveg-
ur 8 er fyrsta bók hans sem út
kemur á íslensku. Bókin er 130
blaðsíður. Prenttækni prentaði.
Sagnaþætt-
ir mjólkur-
bílstjóra á
Suðurlandi
BÓKAFORLAG Odds Björnssonar
Akureyri hefur gefið út bókina Ysjur
og austræna, sem er fyrsta bindi
sagnaþátta mjólkurbílstjóra á Suður-
landi.
í bókinni eru skráðir 27 sagna-
þættir eftir mjólkurbílstjórum og
fleirum. Á bókarkápu segir m.a. um
mjólkurbílstjórana; „Hér áður fyrr
fluttu þeir mjólkina frá bændum til
mjólkurbúa, eins og enn þann dag í
dag, en þeir gerðu meira; þeir út,-
réttuðu fyrir bændur, keyptu fyrir
þá áburð, mat og jafnvel tvinna og
saumnálar fyrir húsfreyjurnar.
Stundum þurftu þeir að borga víxla
og þannig voru þeir í senn sendlar
Sagnaþættir mjólkurbílstjóra
á Suðurlandi
1. bindi
og bjargvættir bændanna. Þeir
börðust áfram í hríð og ófærð og
lögðu nótt við dag til að koma varn-
ingi sínum í áfangastað."
Bókin er 360 blaðsíður. í henni
eru ljósmyndir og nafnaskrá. Bókin
er unnin hjá Prentverki Odds
Björnssonar hf.
Fööurland vort
hálft er hafiö
i Bókaúlgáfa
/MENNING4RSJÖÐS
Skálholtsstíg 7 - Reykjavík
Út er komið annað bindi hins mikla
ritverks Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska
sjávarhætti, en fyrsta bindi þess kom út
1980 og hlaut mikla athygli og viðurkenn-
ingu. Meginkaflar þessa bindis eru:
Verstöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertíðir,
Verleiðir og verferðir, Verbúðir og Mata og
« mötulag.
í bátakaflanum eru 363 myndir, smíða-
teikningar og yfirlitsteikningar báta,
skýringamyndir og Ijósmyndir. Ókunnugt er,
að fyrr eða annars staðar hafi því efni verið
gerð viðlíka skil. Alls eru í bókinni 482
myndir, þar af milli 50 og 60 litmyndir.
MICROMA
| er framtíðarúrið þitt
| - því getur þú treyst.
| Þetta er aðeins hluti
af úrvalinu.
MK IIII Sl N
I w
áæþlónusta
| FRANCH MICHELSEN
URSMiOAMEISTARI
= LAUGAVEGI39 SIM113462
.........................................................................................................................................................................................................Hllllllllllllllllllll.lll.llll..