Morgunblaðið - 14.12.1982, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982
Utvegsmenn á Norðurlandi:
Ríkisstjórnin standi
við gefín fyrirheit
ÚTVEGSMENN á Norðurlandi
komu saman til fundar á Akureyri
síðastliðinn laugardag og lögðu með-
al annars áherzlu á, að ríkisstjórnin
stæði við skuldbindingar sínar varð-
andi skuldbreytingu, sem næmi 10%
af vátryggingarverði skipa. Eins og
kunnugt er af fréttum voru útvegs-
menn á llúsavik komnir í vandræði
vegna olíuskulda, en því máli hefur
nú verið kippt í lag í bili.
Vegna þessara mála ræddi
Morgunblaðið við Sverri Leósson,
formann Utvegsmannafélags
Norðurlands. Sagði hann, að þetta
hefði verið líflegur fundur og
skuldbreytingin megin efni hans.
Sagði hann, að skuldbreytingin
væri aðeins tímabundin björgun-
araðgerð. Það sem megin máli
skipti væri, að um áramótin yrði
gengið þannig frá málum að
rekstrarskilyrði útgerðarinnar
væru tryggð og menn gætu þá
staðið við skuldbindingar sínar. Ef
ekki yrði tekið á þessum málum af
festu stöðvaðist útgerð í landinu.
Vandanum yrði ekki endalaust
fleytt á undan sér. Þá yrði það að
fara að koma í ljós hverjir stæðu
sig og menn yrðu þá að standa
frammi fyrir áætlunum sínum
sjálfir. Nauðsynlegt væri að í
þessum málum yrði jafnrétti kom-
ið á og ef svo yrði færu hlutirnir
væntanlega að lagast, þegar í ljós
kæmi hverjir stæðu sig og hverjir
ekki og mál þróuðust í samræmi
við það.
Hér fer á eftir samþykkt fundar
útvegsmanna á Norðurlandi:
„Fundur í Útvegsmannafélagi
Norðurlands, haldinn á Akureyri
laugardaginn 11. desember 1982,
tekur undir ályktun stjórnar LIÚ
frá 8. desember síðastliðnum, þar
sem skorað er á ríkisstjórnina að
standa við gefin fyrirheit um
skuldbreytingu til viðskiptaaðilja
útgerðarinnar, sem ekki nemi
lægri upphæð en 10% af vátrygg-
ingarverði skipanna ásamt því að
rekstrarskilyrði útgerðarinnar
verði bætt frá næstu áramótum,
þannig að hægt verði að greiða
rekstrarkostnað útgerðarinnar og
standa í skilum með greiðslur á
uppsöfnuðum vanskilum, skuld-
breytingalánum og öðrum lánum,
sem á útgerðinni hvíla."
Byssan munduð. Enn eru hinar nýju byssur Landhelgisgæzlunnar í geymslu
hennar, en hér má sjá einn starfsmanna hennar við eina af byssunum fimm.
I.josmynd Mbl. ÓI.K.M.
Landhelgisgæzlan
fær nýjar byssur
LANDHELGISGÆZLAN hefur nú
fengið til landsins nýjar byssur fyrir
varðskipin. Eru þær af Bofors-gerð
og upphaflega upprunnar í Banda-
ríkjunum, en hingað fengnar frá
danska sjóhernum. Eru þær nokkuð
gamlar eða frá síðari heimsstyrjöld-
inni, en nýuppgerðar.
Að sögn Gunnars Bergsteins-
sonar, forstjóra Landhelgisgæzl-
unnar, voru byssurnar notaðar af
danska sjóhernum, sem hafði þær
á láns- og leigukjörum frá Banda-
ríkjunum. Eftir að danski herinn
hætti að nota þær hefði verið
hægt að fá þær á mjög góðum
kjörum og nýuppgerðar fra hon-
um. Gunnar sagði ennfremur, að
þetta hefði átt sér langan aðdrag-
anda, enda væru núveradi byssur
skipanna orðnar mjög gamlar og
erfitt að fá í þær skotfæri. Því
hefði verið farið að huga að þessu
fyrir allnokkru og þó nýju byss-
urnar væru nokkuð gamlar væru
þær mjög víða í notkun og því auð-
velt að fá í þær varahluti og skot-
færi. Ekki væri ljóst hvenær skipt
yrði um byssur og hann vonaði, að
ekki þyrfti að nota þær mikið, þær
væru að minnsta kosti ekki keypt-
ar vegna hugsanlegra átaka á
sviði gæzlunnar.
Mývatnssveit:
Vel heppnuö Lúsíuhátíð
Karlakórs Akureyrar
Mývalnssveit, 13. desember.
KARLAKÓR Akureyrar var í gær
með Lúsíuhátíó í Skjólbrekku kl. 13.
Alls tóku á milli 60—70 manns þátt í
þessari samkomu, bæði karlar og
konur. Söngstjóri var Guðmundur
Jóhannsson, undirleikari Ingimar
Eydal. Einsöngur: Inga Maria Eyj-
ólfsdóttir, Helga Alfreðsdóttir og
Óskar Pétursson.
Efnisskráin var fjölbreytt, bæði
andleg og veraldleg lög. Var lista-
fólkinu frábærlega vel tekið af
áheyrendum, sem hefðu mátt vera
miklu fleiri. Varð að endurtaka
mörg lög. Að lokum sungu allir
saman „Heims um ból“.
Þetta var sannarlega mikill
tónlistarviðburður hér og má
raunar svo að orði kveða, að hann
lýsi upp bláskammdegið. Ber að
þakka þessu ágæta fólki fyrir
ánægjulega dagstund, sem lengi
verður þeim minnisstæð sem
viðstaddir voru. Kristján
MorgunblaðiA/ Ólafur
í Egilsstaðakirkju.
Frá aðventutónleikunum
Egilsstaðir:
Aðventutónleikar
EKÍIsNlöðum, 11. desember.
í GÆR hélt Tónkór Fljótsdalshér-
aðs aðventutónleika í Egilsstaða-
kirkju. Efnisskráin tók vitanlega
mið af tilefni tónleikanna, aðvent-
unni, og voru bæði flutt verk er-
lendra og innlendra höfunda.
Kórnum til aðstoðar voru
klarinettuleikararnir Armann Ein-
arsson og I.udwig Eckhard og sell-
óleikararnir Katrín Magnúsdóttir
og Ruth Magnúsdóttir. Undirleik-
ari með kórnum var Kristján Giss-
urarson — sem jafnframt lék ein-
leik á orgel kirkjunnar. Ennfremur
léku þeir Jón Ólafur Sigurðsson og
David Knowles einleik á kirkju-
orgelið.
Tónkór Fljótsdalshéraðs hóf
nýlega sitt 12. starfsár — en kór-
inn hefur starfað nær óslitið frá
haustnóttum 1971 undir stjórn
Magnúsar Magnússonar, skóla-
stjóra Tónskóla Fljótsdalshér-
aðs. Kórinn æfir að jafnaði
tvisvar í viku yfir vetrarmánuð-
ina og hefur frá upphafi haft að-
stöðu til æfinga í Egilsstaða-
skóla. Tíðindamaður Morgun-
blaðsins náði sem snöggvast tali
af formanni kórstjórnar, Einari
Halldórssyni, að afloknum tón-
leikunum í gærkvöldi.
„Starf okkar sem af er vetri
hefur að mestu farið í æfingar
fyrir þessa aðventutónleika,"
sagði Einar. „Hvað síðan tekur
við skal ósagt látið, en við höfum
hingað til verið óþreytt til tón-
leikahalds og ferðalaga," bætti
hann við.
Þess skal getið í þessu sam-
bandi, að Tónkór Fljótsdalshér-
aðs hefur víða haldið tónleika á
starfsferli sínum. Má þar til
nefna stærstu þéttbýlisstaði inn-
an fjórðungs, Akureyri og
Reykjavík. Þá hélt Tónkórinn
upp á 10 ára starfsafmæli sitt
með söngferðalagi til Danmerk-
ur og Noregs. I Noregi söng kór-
inn á Eiðsvöllum, en í Danmörku
í Kaupmannahöfn og Soro. í
Kaupmannahöfn söng kórinn í
Grundtvigskirken 10. júní 1981
og var til þess tekið að hartnær
300 manns sóttu þá tónleika.
Kórinn fékk mjög góðar undir-
tektir í þessari fyrstu utanlands-
ferð sinni. Þá hefur Tónkórinn
komið fram í Ríkisútvarpinu.
Fjölmenni var á tónleikunum í
gærkvöldi og flytjendum mjög
vel tekið.
— Ólafur
Ráðherraskipuð rannsóknarnefnd:
Styrkja þarf samgöngu-
þætti á Norðurlandi
Samræma má ferðir skóla- og póstbifreiða
Ráðherraskipuð nefnd hefur kom-
izt að þeirri niðurstöðu að gera þurfi
bragarbætur á samgöngukerfi Norð-
lendinga til að stuðla að auknum
samskiptum og samvinnu milli
svæða í landshlutanum. Nefndin
leggur m.a. til að komið verði upp
þrennskonar flutningamiðstöðvum í
Norðlendingafjórðungi.
Austurland:
Tólf bjóða sig
fram 1 profkjor
Framsóknarmanna
TÓLF manns gefa kost á sér
í opið prófkjör Framsóknar-
flokksins í Austurlands-
kjördæmi, sem fram fer dag-
ana 29. og 30. janúar. Þeir
eru: Aðalsteinn Valdimars-
son, Eskifirði, Einar Bald-
ursson, Reyðarfirði, Guð-
mundur Þorsteinsson, Fá-
skrúðsfirði, Guðrún Tryggva-
dóttir, Egilsstöðum, Hafliði
Pálsson Hjarðar, Hjarðar-
haga, Halldór Asgrímsson,
Höfn, Hermann Guðmunds-
son, Vopnafirði, Jón Krist-
jánsson, Egilsstöðum, Sveinn
Guðmundsson, Sellandi,
Sveinn Sighvatsson, Höfn,
Tómas Árnason, Kópavogi.
Þórdís Bergsdóttir, Seyðis-
firði.
í fyrsta lagi almennum vöru- og
pakkaafgreiðslum, sem opnar
verði alla virka daga, á Akureyri
og Húsavík. í annan stað flutn-
ingamiðstöðvum, „sem heppi-
legast er að reka í tengslum við
sjálfstæða veitingaþjónustu", á
Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði,
Sauðárkrók, Varmahlíð, Blönduósi
og Staðarskála í Hrútafirði. í
þriðja lagi miðstöðvar, með lág-
marksþjónustu og aðstöðu fyrir
ferðamenn, á Þórshöfn, Raufar-
höfn, Kópaskeri, Mývatnssveit,
Grenivík, Hofsósi, Skagaströnd og
Hvammstanga.
Nefndin telur að í ýmsum til-
fellum aki póstbifreiðir og skóla-
„ÉG HEF ekki tekið neina
ákvörðun um hvort ég sæki um stöð-
una aftur,“ sagði Sveinn Einarsson
þjóðleikhússtjóri, er Mbl. innti hann
eftir, hvort hann myndi sækja um
stöðu þjóðleikhússtjóra á ný, en hún
hefur verið auglýst laus til umsóknar
frá 1. janúar nk. Umsóknarfrestur
rennur út 29. desember nk.
Samkvæmt lögum er ráðn-
ingartími þjóðleikhússtjóra fjögur
ár og rennur ráðningartími Sveins
bifreiðir svipaðar leiðir á svipuð-
um tíma dags og þar megi koma
við samræmingu. Skólaflutningar
á Norðurlandi 1981 kostuðu kr.
6.820.000.- Á sama tíma greiddi
Póst- og símamálastofnunin kr.
2.987.000.- fyrir póstdreifingu út
frá póststöðum.
Þá kom fram í áliti nefndarinn-
ar að vöruflutningar á sjó frá
Reykjavík til hafna á Norðurlandi
hafa ekki verið nægilega reglu-
bundnir. Einnig sé þörf á beinum
vöruflutningum frá öðrum löndum
til hafna á Norðurlandi.
Nefndin var skipuð fulltrúum
ráðuneytis, Fjórðungssambands
Norðlendinga, Áætlunardeildar
Framkvæmdastofnunar, auk sér-
hæfðra ráðunauta.
út um áramótin. Sveinn sagði að
samkvæmt lögum veitti mennta-
málaráðherra stöðuna. Þar er og
gert ráð fyrir að fráfarandi þjóð-
leikhússtjóri sé í starfi með nýjum
fyrstu mánuðina. Sveinn sagði í
lokin að það væri alls óljóst, hvort
hann myndi sækja um annað
ráðningartímabil, eða hvort hann
hlyti starfið á ný ef hann sækti
um það.
Staða Þjóðleikhússtjóra laus til umsóknar:
Ekki tekið ákvörðun um
hvort ég sæki um stöðuna
— segir Sveinn Einarsson Þj'óðleikhússtj’óri,
en ráðningartími hans rennur út um áramótin