Morgunblaðið - 29.01.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
3
Afleiðingar flóðanna
að Árbakka í Bæjarsveit:
„Heyið baneitrað
og ekki gefandi
nokkurri skepnu“
Víða farið að hitna í heyjum og
fregnir berast af fleiri bæjum um
tjón vegna flóðanna í Borgarfirði
Horgarnesi, 28. janúar.
„ÞAÐ flæddi hcrna inn í hlöduna og
er neðsta lagið alveg ónýtt. Einnig
fla'ddi fremst í fjárhúskrærnar en þaö
vildi tii, að rnikið tað er í þeim þar
sem ekki hefur viðrað til að stinga
þær út, sem ég annars hefði verið bú-
inn að gera,“ sagði Ketill Jóhannes-
son bóndi á Árbakka í Bæjarsveit í
samtali við Morgunblaðið.
Ketill var þá með hjálp nágranna
sinna að grafa geilar í heyið og
moka því til í hlöðunni, þar sem
farið var að hitna í heyinu. Þegar
þeir höfðu grafið niður að neðsta
laginu rauk þar úr og var heyið þar
brennandi heitt. Ketill sagðist
fylgjast með hitanum í heyinu með
teini, sem hann stingi niður. Hann
sagðist ætla með góðri hjálp granna
sinna að reyna að grafa geilar í það
og einnig að moka ofan af því og
jafna þannig í hlöðunni. Síðan yrði
að sjá til, en ljóst væri, að þetta
væri gífurlegt verk.
Ketill sagði, að flóðið hefði farið
40 sentimetrum hærra en nokkru
Var unnt að
afgreiða lögin
á fimmtudag?
Alexander Stefánsson (F)
gegndi forsetastarfi í neðri deild
er bráðabirgðalögin komu þar til
annarrar umræðu sl. fimmtudag.
Ef hann hefði fram haldið umræð-
unni þann dag og/eða um kvöldið,
sem verið hefði í samræmi við það
kapp sem stjórnarliðar lögðu í orði
kveðnu á framgang málsins, sýn-
ast þeir hafa getað, eftir 3ja
klukkustunda umræðu, knúið
fram lyktir málsins, þó sú máls-
meðferð hefði verið óvenjuleg.
I 38. grein þingskaparlaga
stendur m.a.: „Eigi má þó, með-
an nokkur þingmaður kveður
sér hljóðs, takmarka ræðutíma
við nokkra umræðu svo, að hún
standi skemur en 3 klukku-
stundir alls.“ Síðar í greininni
segir: „Sömuleiðis geta 3 þing-
menn í efri deild, sex í neðri
deild og níu í sameinuðu þingi
krafizt þess, að greidd séu at-
kvæði mað það umræðulaust,
hvort umræðu skuli lokið, um-
ræðutími eða ræðutími hvers
þingmanns takmarkaður ....“
sinni áður í sinni tíð, en hann er 59
ára gamall. Ekki hefði verið hægt
að fara á klofstígvélum á milli
húsa. „Neðsta lagið er sjálfsagt orð-
ið baneitrað og ekki gefandi nokk-
urri skepnu. Vatn fór upp á miðjan
galta, sem hér stendur fyrir utan og
er hann sjálfsagt ónýtur líka,“
sagði Ketill. „Ég er með hey í hlöðu
í Þingnesi, en komst ekki þangað í
flóðinu. Allt eins má búast við því,
að það hafi farið eins.“
Hætt er við að hitna fari í heyj-
um á fleiri bæjum þar sem víða
flæddi inn í hlöður í flóðunum.
Ráðunautar Búnaðarsambandsins
eru þessa dagana að kanna hey-
skemmdirnar. Árnar eru komnar í
farvegi sína, en eftir sitja ísjakar á
túnum og engjum og hætt er við að
þeir sitji þar fram á vor. Jakarnir
eru ekki mjög þykkir, en eru óvenju
víða vegna þess hve flóðin voru
mikil. Búast má við, að neðan í
þeim sé möl, sem erfitt getur orðið
að hreinsa af túnum í vor. Á engj-
um Hvítárbakka og víðar er 5 senti-
metra lag af leir, sem barst með
flóðinu og ljóst er, að hann verður
ekki hreisaður af, heldur verður
grasið að gróa upp úr leirnum.
Annars er erfitt að átta sig á
hversu mikið tjón hefur orðið á
landi, ræktun og girðingum vegna
klakans og einnig er snjór yfir öllu.
Vitað er að margir kílómetrar af
girðingum liggja niðri og sjálfsagt
meira og minna skemmt, en engar
tryggingar bæta það tjón. Alltaf er
að fréttast af fleiri og fleiri bæjum
þar sem flóðin hafa valdið skemmd-
um.
Á Krossi í Lundarreykjadal stífl-
aðist til dæmis bæjarlækurinn og
flæddi í gegnum fjós og hlöðu.
Stóðu kýrnar í að minnsta kosti
fetsdjúpu vatni og skemmdir urðu á
heyi. Vegaskemmdir eru enn ekki
fullkannaðar, en nú er unnið að lag-
færingum vega.
— H.Bj.
JNNLENT
Frá fundi JC í gömlu kirkjunni ( Grindavík.
Félagsheimili JC-Grinda-
vík er í gömlu kirkjunni
(irindavík, 28. janúar.
Fimmtudagskvöldið 27. janúar var
haldinn 6. félagsfundur JC Grinda-
vík í nýja félagsheimilinu þeirra í
Grindavík. Það sem gerir þennan
fund sögulegan er fyrst og fremst
það að nýja félagsheimilið þeirra
er gamla kirkjan, sem félagið fékk
á leigu eftir að sú nýja var vígð í
haust.
Gömlu kirkjunni hefur verið
breytt að innan og er nú fundar-
aðstaða bæði uppi og niðri. Fé-
lagarnir unnu að breytingunum í
sjálfboðavinnu og mæddi mest á
þeim Magnúsi Olafssyni, forseta
félagsins, og Guðjóni Sigurðs-
syni, varaforseta, með stjórnun-
ina.
Félagið hefur skuldbundið sig
með leigusamningi til að hugsa
vel um húsið og sjá um allt við-
hald á því að utan og að ytri
umgerð þess haldist óbreytt.
Á þessum fyrsta fundi í nýja
heimilinu hóf félagið titilvörn
síná í ræðukeppni Reykjanes-
svæðis, en í þeirri keppni sigraði
félagið í fyrra með sigri yfir
stofnfélagi sínu, JC Suðurnes. í
þessari keppni stíga nýliðar í
JC-félögum sín fyrstu spor í
ræðukeppni. Þess utan voru
haldnar margar ræður frá félög-
um og gestum, félaginu til heilla.
Það eru um 70 ár liðin frá því
að kirkjan var byggð og þá hefur
sjálfsagt engan grunað, að hún
ætti eftir að verða félagsheimili
fyrir félagsskap, sem hefur það
að markmiði að efla og þroska
einstaklinga sjálfum sér og sínu
byggðarlagi til heilla. Þetta er
vel við hæfi.
— Gudfinnur
*
Sighvatur Björgvinsson um bráðabirgðalögin, ASI og ríkisstjórn:
„Náið samband um
alla tilhögun málsins“
SIGHVATUR Björgvinsson segir í áliti sínu sem annar minni-
hluti fjárhags- og viðskiptanefndar, þar sem fjallað er um
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, að lagðar hafi verið spurn-
ingar fyrir aðstoðarmann fjármálaráðherra um samráð milli
ASÍ og ríkisstjórnarinnar og ábyrgð ASÍ-forystunnar á bráða-
birgðalögunum og innihaldi þeirra. í nefndaráliti Sighvats
segir orðrétt:
„í þessu sambandi voru eftirfar-
andi spurningar lagðar sérstak-
lega fyrir aðstoðarmann fjármála-
ráðherra, sem þátt hafði tekið í
umræddu samráði af hálfu fjár-
málaráðuneytisins:
• „1. Hvaða fulltrúar Alþýðu-
sambands íslands sátu á sam-
ráðsfundum við starfsmenn fjár-
málaráðuneytisins um þessi mál?
Svar: Ásamt forseta og varafor-
seta Alþýðusambands íslands
sátu þessa fundi yfirmenn á
skrifstofu Alþýðusambandsins og
ýmsir verkalýðsforingjar svo sem
eins og Guðmundur J. Guðmunds-
son o.fl. Sumir komu aðeins á einn
samráðsfund; aðrir voru á þeim
öllum.
• 2. Voru einhverjar af hinum
fjölmörgu útfærsluhugmyndum
og tölvukeyrslum, sem gerð voru í
sambandi við athugun málsins,
sem fulltrúar Alþýðusambandsins
ekki fengu í hendur til skoðunar?
Svar: Nei.
„Þessi mynd er ekki hrollvekjaa
— segir Andrsej
Zulawski
KVIKMYNDAHÁTÍÐ Listahátíöar
verður sett í dag í kvikmyndahús-
inu Kegnboganum og mun hátíðin
standa til 6. febrúar. Sýndar verða
32 myndir frá 17 löndum, en auk
þess verða nokkrar íslenskar mynd-
ir á hátíðinni.
Þær tvær myndir sem skiptu
með sér gullverðlaununum á
kvikmyndahátíðinni í Cannes í
fyrra verða meðal þeirra sem
sýndar verða, en það eru tyrkn-
eska myndin Leiðin (Yol) og
bandaríska myndin Týndur
(Missing).
Gestir hátíðarinnar að þessu
sinni verða Helma Sanders
Brahms, en mynd hennar, Þýska-
land, náföla móðir, verður opnun-
armynd sýningarinnar, banda-
ríski leikstjórinn Connie Field og
pólski leikstjórinn Andrsej Zul-
awski.
Blm. Mbl. átti stutt spjall við
hinn síðastnefnda um myndina
„Haldin illum anda“ eða „Poss-
ession", sem hann sýnir á kvik-
myndahátíðinni.
„Þó ég geri myndirnar mínar í
Frakklandi, þá er ég fyrst og
fremst pólskur leikstjóri," sagði
Zulawski í upphafi. „Það er vegna
þess, að myndirnar mínar eru
fangelsaðar í Póllandi og ekki
leyfðar til sýninga, að ég verð að
Andrsej Zulawski. Morgunblaðið/KE
fara burtu til að starfa. Eg hef
unnið í Frakklandi og búið þar
síðustu tvö ár. Ég gerði þar mynd
með Romy Schneider í aðalhlut-
verki fyrir fimm árum og nú
þessa þar sem Isabella Adjani
leikur aðalhlutverkið. Hún hlaut
mjög góða dóma fyrir leik sinn og
fékk verðlaun á hátíðinni í Cann-
es og einnig frönsku óskarsverð-
launin. Þessi mynd, Possession,
er ekki hrollvekja, þetta er trú-
verðug mynd, en hún virðist hafa
slegið áhorfendur mjög. Kannski
að fólk í dag vilji ekki horfast í
augu við sannleikann, ég veit það
ekki. En ég vona innilega að ég
geti snúið aftur til Póllands og
mun gera það um leið og myndir
mínar verða leyfðar þar.“
• 3. Voru einhverjar hugmyndir
eða tillögur, sem fulltrúar Alþýðu-
sambands fslands komu með um
útfærslu kerfisins, ekki kannaðar
og skoðaðar? Svar: Nei.
• 4. Voru einhverjar hugmyndir
eða tillögur um fyrirkomulag lág-
launabótanna sem fulltrúar Al-
þýðusambands fslands settu fram,
sem ekki var fallist á? Svar: Nei.
• 5. Voru einhverjar hugmyndir
eða tillögur um'útfærsluna sem
fulltrúar Alþýðusambandsins
andæfðu eða mótmæltu, sem engu
að síður voru framkvæmdar? Svar:
Nei.
Ástæðulaust er að orðlengja
þetta frekar, en ljóst er af þeim
upplýsingum sem fjárhags- og
viðskiptanefnd hlaut, að ítarlegt
og náið samband var milli fjár-
málaráðuneytisins og forystu Al-
þýðusambands íslands um alla til-
högun málsins og stóð það samráð
í tvær til þrjár vikur.“ “