Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
5
Eftir undirritun samnings
um Keldur og Keldnaholt:
Reykjavíkurborg
getur strax hafið
framkvæmdir
Davíð Oddsson, borgarstjóri, með þeim Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúa, Þórði Þorbjarnarsyni, borgarverk-
fraeðingi, og Markúsi Erni Antonssyni, borgarfulltrúa, en þeir skipuðu viðræðunefnd borgarstjórnar við fulltrúa
menntamálaráðuneytisins um málefni Keldna og Keldnaholts. (Ljósm. Mbi. rax>
BORGARRÁÐI Reykjavíkur var í
gær kynnt samkomulag mcnnta-
málaráðherra og borgarstjóra um
málefni Keldna og KeldnaholLs og
makaskipti á löndum, sem undirrit-
að var á fimmtudag. Verður sam-
komulagið tekið fyrir á fundi borgar-
stjórnar 3. febrúar næstkomandi.
Samkvæmt samkomulaginu getur
Reykjavíkurborg þegar við undir-
skrift þess hafið framkvæmdir á því
landi sem í hennar hlut fellur á hinu
umsamda svæði. Samkomulagið er
háð staðfestingu fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs, samþykki al-
þingis og borgarstjórnar Reykjavík-
ur. I tengslum við samkomulagið var
gengið frá afmörkun lóðar Háskóla
Islands báðum megin við Suðurgötu.
Samkvæmt samkomulaginu
falla í hlut Reykjavíkurborgar
lönd i eigu ríkissjóðs vestan Vest-
urlandsvegar, samtals 155,46
hektarar þar á móti fær ríkissjóð-
ur í sinn hlut 155,46 hektara lands,
einnig vestan Vesturlandsvegar og
úr landi Reynisvatns. Eru þær
landspildur sem falla í hlut hvors
aðila nákvæmlega tilgreindar í
samkomulaginu. Svæðið úr landi
Reynisvatns, milli Reynisvatns-
vegar og Úlfarsár að undanskildu
50 m breiðu belti meðfram ánni er
ætlað til túnræktar og beitarnota.
Ákvæði eru um það, að samn-
ingsaðilar muni setja á laggirnar
4ra manna samvinnunefnd um
skipulagsmál Keldna og Keldna-
holts, skipaða 2 fulltrúum frá
hvorum aðila. Verkefni samvinnu-
nefndarinnar skal vera að láta
Afmörkun
háskóla-
lóðarinnar
SAMKOMULAGl menntamála-
ráðherra og borgarstjóra um mál-
efni Keldna og Keldnaholts fylgir
yfirlýsing um afmörkun og skipu-
lag lóðar Háskóla íslands, sem
undirrituð var um leið og sam-
komulagið.
I yfirlýsingunni segir, að
skipulagstillaga fyrir miðsvæði
háskólans, sem fyrir liggur hjá
borgaryfirvöldum, verði tekin
til afgreiðslu fyrir 1. apríl 1983.
Reykjavíkurborg mun nú þeg-
ar láta gera nákvæman upp-
drátt af háskólalóðinni, þar sem
hún verði afmörkuð á grundvelli
tillögu borgarverkfræðings frá
1973. í því sambandi verði at-
huguð afmörkun friðlands fugla
norðan og austan Norræna
hússins.
Aðilar eru sammála um að
stefnt skuli að gerð íþrótta-
aðstöðu í Vatnsmýri í stað Mela-
vallarins.
Þá er ráðstafað til Háskóla ís-
lands landi vestan Suðurgötu á
horni hennar og Hjarðarhaga,
þar sem búið er að byggja verk-
fræðihús 1 og 2 og hafin bygging
3ja áfanga. Á landinu stendur
skemma sem háskólinn á að
77,5%, en borgarsjóður 22,5%,
og mun háskólinn rífa skemmu
þessa borgarsjóði að kostnaðar-
lausu. Háskóli íslands greiðir
ekki gatnagerðargjald af þeim
byggingum, sem byggingarleyfi
hefur verið veitt fyrir, en endur-
greiðir borgarsjóði kaupverð
húseignarinnar Klappar við
Suðurgötu, sem borgarsjóður
keypti á árinu 1982 og er á landi
þessu.
vinna deiliskipulagsáætlun fyrir
þau lönd sem ríkið fær í sinn hlut.
Á að leggja áætlunina fyrir skipu-
lagsyfirvöld í Reykjavík til sam-
þykktar innan 2ja ára. Skal ríkis-
sjóður kosta sérfræðivinnu við
skipulagið.
Svæði ríkisins er skipt í tvo
flokka eftir nýtingu, annars vegar
er um að ræða svæði fyrir opin-
berar stofnanir og iðnað (98,4
hektarar) og hins vegar græn
svæði (57,06 hektarar). Á grænu
svæði við Grafarlæk skal gera ráð
fyrir rannsóknastöð á sviði
fisksjúkdóma og vatnalíffræði í
tengslum við fiskeldistöð í eigu
ríkisins, sem nú er sunnan Graf-
arlækjar og verður þar áfram.
Göngu- og reiðstígur á að mestu
að verða sunnan lækjarins. Hluta
af grænu svæði (12 hektarar) vest-
an Keldna á að girða samkvæmt
nánari ákvörðun og þar mun til-
raunastöðin hafa túnnytjar og að-
stöðu til að viðra skepnur. Al-
menningi skal heimil umferð um
svæðið bæði að vetri og sumri á
göngustígum sem gerðir skulu í
því skyni. Þá á að haga skjólbelt-
um og trjálundum þannig að þeir
afmarki tilraunastöðina gagnvart
íbúðabyggðinni, sem þarna rís.
Við sérstakar aðstæður, til dæmis
þegar verið er að rannsaka og fást
við bráða sjúkdóma að Keldum og
þegar ástæða þykir til skal heimilt
að banna umferð almennings um
svæðið tímabundið. Skal það gert í
samráði við borgaryfirvöld. Inni á
svæðinu er ríkinu heimilt að reisa
byggingar fyrir rannsóknastarf-
semi, allt að 1500 fermetrum i
gólffleti og skal eðli starfseminn-
ar vera þannig að vel fari á grænu
svæði. Þessi byggingarréttur skal
þó eigi nýttur nema brýna nauð-
syn beri til, og að öðrum mögu-
leikum nýttum á landi í eigu ríkis-
ins, sem samkomulagið tekur.
Á svæðinu úr landi Reynisvatns
(19,66 hektarar) mun borgarsjóð-
ur rækta 10 hektara tún og af-
henda tilraunastöðinni að Keldum
sem bætur fyrir þau tún sem til-
raunastöðin missir úr landi
Keldna. Þessu skal lokið á næstu
fimm árum. Undanskilin eru
vatnsréttindi og jarðvarmarétt-
indi á landinu nema til eigin nota
tilraunastöðvarinnar á svæðinu. í
samráði við skipulagsyfirvöld
borgarinnar er tilraunastöðinni að
Keldum heimilt að reisa þær
byggingar á landi Reynisvatns
sem nauðsynlegar eru til nýtingar
þess samkvæmt samkomulaginu.
í aðalatriðum skal við það mið-
að, að borgarsjóður annist gerð,
rekstur og viðhald tengibrauta,
safngatna og stofnræsa á landi
ríkisins. Ríkisjóður á að annast
gerð, rekstur og viðhald aðkomu-
gatna, bílastæða og heimæða frá
stofnræsum. Ríkissjóður á að
leggja borginni að kostnaðarlausu
til land undir þessi mannvirki.
Reykjavíkurborg tekur að sér
rekstur og viðhald vegar heim að
Keldum nú þegar, enda flokkist sú
gata til safngata. Af byggingum
sem rísa á landi ríkisins skal
greiða gatnagerðargjald eins og
það verður ákveðið af borgaryfir-
völdum á hverjum tíma. Gatna-
gerðargjald skal ekki greitt af
þeim byggingum sem hafa verið
reistar, þegar samkomulag þetta
er gert.
Vegna mikillar
aösóknar aö
Jane
»Fonda
námskeiðunum
okkar höfum viö ákveöiö aö fjölga morguntímum. Þeir eru nú kl.
9.30 og 10.30 alla virka daga.
Framhaldsflokkar kl. 10.30—11.30 mánudaga — miövikudaga
og föstudaga.
Frjáls mæting
Kennari er Inge Lise Holmenlund frá Danmörku en hún hefur
sýnt og kennt leikfimi og dans víöa um heim.
Jane Fonda-
námskeiöin
henta konum á
öllum aldri.
A morgunana kl. 9—12 bjóöum viö uppá aö
kostnaöarlausu barnagæzlu þar sem börnin
leika sér viö góöar aöstæður.
Æfingastööin er opin virka daga kl. 8—22
og um helgar kl. 10—18.
Verið velkomin í vandaða stöð.
ÆriNGASTOÐlN
ENGIHJALLA 8 * ®46900