Morgunblaðið - 29.01.1983, Side 7

Morgunblaðið - 29.01.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 7 Hugheilar þakkirfæri ég öllum þeim sem minntust min á 80 ára afmælisdegi mínum 30. desember 1982. Viggó K.Ó. Jóhannesson. Nú fer öll fjölskyldan saman í helgarinn- kaupin — verzlar í rólegheitum í helgarmat- inn í Kjötmiðstööinni. Sest svo niður og borðar og hefur það gott — og á ánægjulega kvöldstund. Og maturinn er auövitaö frá Kjötmiðstöö- inni — því þessi fjölskylda veit — hvar hagkvæmustu kaupin eru. Opiö í dag frá kl. 7—4. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.$. 86SII FORMOSA TÖLVAN ER KOMIN Sýning laugardag og sunnudag Kl. 13.00 til 16.00 í Ármúla 46, (Selmúlamegln). Þessi glæsilega samstæöa samanstendur af: Formosa tölvu með 48K notendaminni, 53 lykla takkb., stór- um og litlum stöfum, möguleiki á tengingu viö ýmsa aukahluti. Super 5 diskadrif meö stýrispjaldi fyrir diskettur 5V«“ meö 143 KB geymslurými. Intra tölvuskjár Hann er 12 tommu meö grænu letri. KYNNINGARVERÐ AÐEINS KR. 31. 000.-. hff. Verkalýðs- flokkur? Frjálst.óháð dagblað « tm -Tl.s.f. ARO -FIMMTUO^OUW»JANÚAWW Verkamannaflokkur? i|| iNi iil|‘ |"* Liöur í átökunum Átökin í Alþýöubandalaginu hafa tekiö á sig margvíslegar myndir undanfarna daga og vikur. Haröast er barist í Reykjavík þar sem fylkingarnar sækja hver gegn annarri og þeir skiptast á stórskotahríö Svavar Gestsson, flokksfor- maöur, og ÓI& jr R. Grímsson, þingflokksformaöur. Eitt dæmiö um sviptingarnar voru fréttirnar í síðustu viku um verkamanna- eöa verkalýösflokk. I>að vakti athygli í sí<V ustu viku, að nokkrir al- kunnir alþvöubandalags- menn voru bornir fyrir þeirri hugmynd á opinber- um vettvangi, að til þess kynni að koma, að stofnaö- ur yrði verkalýðsflokkur. Meðal þeirra, sem nefndir voru í þessu samhengi, var Skúli Thoroddsen, lögfræð- ingur hjá Guðmundi J. Guðmundssyni þingmanni Alþýðubandalagsins og verkalýðsforingja. Frétt um þetta efni kom meðal annars í hljóðvarpinu og hún hafði ekki fyrr verið lesin en Skúli Thoroddsen hringdi og bar af sér alla aðild að málinu, að minnsta kosti við svo búið, ef efni leiðréttingarinnar í lok kvöldfrétta er rétt munað. Þetta flokksbrölt hefur ekki verið f fréttum síðan og telja sumir, að þarna hafi nýir jónsteinar byrjað að velt um fjölmiðlana með alkunnum gaura- gangi. En hvað bjó að baki þessum fréttum um verka- lýðsflokkinn? Svarsins er að leita í forvalsbaráttunni innan Alþýðubandalagsins. Verkalýðsarmurinn í flokknum var að minna á tilvlst sína og koma því milliliðalaust til skila, að hann sætti sig illa við að fá ekki stuðning í forvalinu, svo illa að nýr flokkur kæmi til álita ef Guðmund- ur J. og Grétar Þorsteins- son hlytu ekki það brautar- gengi í forvalinu nú um þessa helgi, sem verkalýðs- aðallinn telur viðunandi. Svar „gáfumannahópsins" í Alþýðubandalaginu við þessari hótun Guðmundar J. mun vera þetta: „Farið hefur fé betra. Ólaf Ragnar á þing!“ GG-listi Þegar konunum í AF þýðubandalaginu varð Ijóst hvað bjó að baki fréttunum um verkalýðsflokkinn, töldu þær sér þann kost vænstan í baráttunni við verkalýðsarminn að láta krók koma á móti bragði. Kvenframbjóðendur í for- vali Alþýðuhandalagsins munu nú láta það berast til þess fámenna hóps, sem þátt tekur í forvalinu, að Ijái menn konum ekki at- kvæði við skipan fram- boðslistans muni þær grípa til þess ráðs eftir talningu atkvæða og hugsanlegt af- hroð að bjóða fram Gtl-lista í Reykjavík þar sem konur sitji í öllum sæt- um. Svar „gáfumannahóps- ins“ í Alþýðubandalaginu við þessari hótun kvenna mun vera þotta: „Kjósum fulltrúa jafnréttis og kvenna. Ólaf Ragnar á þing!“ Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalags- ins, hefur ekki lagt sig fram um að leita sátta milli kvennanna, verkalýðs- armsins og Ólafs R. Grímssonar. Svavar vill deila og drottna og væntir stuðnings frá öllum fylk- ingum við sig í fyrsta sætið, sem hann telur öruggt tií að ná inn á þing þótt verkalýðsflokkur yrði stofnaður og konur byðu fram GG-lista. Seinheppnir leiöara- höfundar í leiðara Tímans í gær stóð þetta meðal annars: „Þá var farið að ræða um svonefnda meðaltalsreglu sem Halldór Elíasson pró- fessor hafði skrifað um í Mbl. Morgunblaðið fag- naði þessari reglu ákaft, því að hana var ekki að flnna í skýrslu stjórnar- skrárnefndar, sem Gunnar Thoroddsen stóð að. Blaðið kallaði hana reglu Hall- dórs Elíassonar. en síðar var upplýst að hún væri meira en 100 ára gömul. Henni mun yflrleitt ekki fylgt við útreikninga á kosningaúrslitum." Höfundur hinna tilvitn- uðu orða er Þórarinn Þór- arinsson en á síðasta flokksþingi framsóknar- manna var ályktað á þann veg, að hann væri „besti leiðarahöfundur landsins". í orðunum hér að ofan staðfestir Þórarínn vænt- anlega þessa ályktun að mati framsóknarmanna, því að þar eru allar for- sendur rangar. Það vakti athygli í Tímanum á flmmtudag að Steingrímur, flokksformaður, sagði Tómas samráðherra sinn og flokksbróður misskilja hugmyndirnar í kjördæma- málinu. Þórarinn Þórar- insson hefur greinilega skilið orð Steingríms á þann veg að misskilningur- inn værí besta forsendan fyrír stefnu Framsóknar í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Morgun- blaöið hefur ekki sagt eitt aukatekið orð um „reglu Halldórs Elíassonar" í rit- stjórnargreinum. Þessi misskilningur Þór- aríns lórarinssonar er sama merki brenndur og leiðari Jónasar Kristjáns- sonar dagblaðsritstjóra á flmmtudaginn, þar sem hann gerir því skóna að Morgunblaðið muni fjalla með öðrum hætti ura úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna á Suðurlandi en á Vestur- landi eða Norðurlandi vestra. Þessi lciöari Jónas- ar er skrífaður gegn betri vitund, því að daginn áður en hann birtist hafði Morg- unblaðið sagt álit sitt á prófkjörinu á Suðurlandi auðvitað án þess að hvika frá fyrri skoðunum. Er greinilegt að ályktun fram- sóknarþingsins um „besta leiðarahöfund landsins" hefur haft áhrif á Jónas Kristjánsson og er hann þegar byrjaöur að feta í fótspor Þórarins Þórarins- sonar. Sambandið langstærst ís- lenzkra fyrirtækja 1981 RM (i svlgum roð 1980) Fynrtsoki Voiiai mlllj. kr. Brayting veltu l.t.á. Slyutr. vlkur Meðal- l|öidl •tartam Beinar launa- grelðalur aamt Meðal éralaun — i þua. kr. Magn- aður ( tap) 1 c D ;Samb. ís! samvirnufél. 2 363 4 45°é 79 785 1534 177.5 116 3.1 2 C 2) Soíjmiöst. hraðfrystih 1.392.0 280/o 4.108 79 9.6 121 2 i' 3) Landsbanki islands 1.166.0 66 °ö 70 075 1348 107.0 81 83.3 4 ( 5) So'usamb. isl. fiskframl. 1.173.0 89% 2 607 50 5.7 113 5 ( 6) Oliufélagið hf 940.0 52% 14.742 282 34.3 121 4.4 6 ( 7) Kaupfél Eyfirðinga 792.4 56% 53.115 1021 105.8 104 0.8 7 ( 8) Flugleiöir hf 789.6 61% 53.228 1024 152.0 148 -2 1 8 ( 10) Oiíufel Skeljungur hf 741 4 58% 13 958 268 29.8 111 8.5 9 ( 9) Afengis & tóoaksv rikisins 735 6 51% 10 ( 4) ísl. alfélagið hf 725.9 1ó-ó 37 804 727 117.5 162 - 208.0 '1 ( 13) Eimsk:pafé« is! í)f «51 0 ;6% 47.796 919 124.1 135 19 C 12 ( 11) M|OlkjrsamsO!on. Rvk. 690 1 61% 13 1S6 254 27.9 110 0.3 13 ( 12) Gliuverslun isl hf OLÍS 537.8 44% 12 381 238 26.5 111 -0 6 14 ( 14) Postur & simi 464 5 55% - 28 6 15 ( 16) Bunaöarbanki ísiands 428.3 76% 27.940 537 42.5 79 25.2 16 ( 19) Sláturfel Suóurlands 426.9 52% 28 879 555 56.3 102 5.1 17 ( 25) Sarnl. skreiöarframleiðenda 324.0 119% 255 5 1.2 230 18 ( 18) Kaupfel Borgfirómgo 306.2 51% 13 774 265 27 0 102 0.4 19 ( 20) Útvegsbank' Islands 295 8 67% 23.468 451 37.4 83 24.2 20 ( *) ísl. umboðssalan hf 295.3 474% 21 I -) Rafmagnsveitur ríkiS'OS 287 8 423 24.0 22 ( •) Raf^agnsveita Reykjavikur 279 9 -24.9 23 í 17) Siidarverksmj 'ik'sms 276.8 30'.. 9.388 181 26 0 144 24 ( -) Landsvirkjun 276.5 15 676 301 55.7 185 5.3 25 ( 24) Hagkaup hf Rvk 265.0 79': 14 264 274 27« 101 SAMBAND íslenzkra samvinnufé- laga var stærst íslenzkra fyrirtækja árið 1981 samkvæmt samantekt tímaritsins Frjálsrar verzlunar. I skrá yfir stærstu fyrirtækin er velta fyrirtækjanna lögð til grundvallar við uppröðunina. Skrá yfir 25 stærstu fyrirtækin, sam- kvæmt athugun Frjálsrar verzlun- ar, fer hér á eftir. Innan sviga er greint frá því hvar viðkomandi fyrirtæki var í röðinni í úttekt tímaritsins fyrir árið 1980. Leiðrétting ÞAU mistök urðu í fyrirsögn á forsíðu í gær, að þar sagði að SALT-viðræður væru hafnar á ný í Genf. Hið rétta er að sjálfsögðu að viðræðurnar snúast um fækkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. SALT-viðræðunum lauk fyrir nokkrum misserum með sam- komulagi milli Rússa og Banda- rikjanna sem nefnist SALT II. Það samkomulag hefur Bandaríkja- þing hins vegar ekki staðfest.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.