Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1983: Atriði úr „Hljómsveitaæfingu“ Fellinis. Úr mynd M. Shabazz, „Blekkingunni léttir' Tæpt á nokkrum myndum Það kennir margra grasa þegar litið er á lista yfir myndir kvik- myndahátíðar Listahátíðar 1983. Ný mynd Werner Herzog, Fitzcarr- aldo, er þar á meðal, einnig „Týnd- ur“ (Missing), Costa Gavras. Þá verður M. von Trotta með mynd á sýningunni, „Blóðbönd" eða „Þýsku systurnar". Tyrkneska myndin „Leiðin" (Yol) eftir þá Gören og Giiney er á hátíðinni en hún hefur hlotið mikla athygli þar sem hún hefur verið sýnd. „Hljómsveitaræfing“ F. Fellinis er sýnd og einnig mynd Saura, „Ljúf- ar stundir" (Dulces Horas) og svo mætti lengi telja. Eru margar myndanna gerðar á síðasta ári en aðrar nýlegar. Lönd, sem við eigum sjaldan kost á að sjá myndir frá, eiga sína fulltrúa á hátíðinni. Það eru myndir frá löndum eins og Sri Lanka, Mexico, Egyptalandi, Tyrklandi, Ungverjalandi, Kúbu og Kína. Myndirnar verða sýndar í Regnboganum utan ein, sem er „Týndur“ (Missing). Hún verður sýnd í Laugarásbíói. - O - Sagt er að Fitzcarraldo sé metnaðarfyllsta verk leikstjór- ans Werner Herzog. Eflaust er það hans erfiðasta verk. Myndin greinir frá draumóramanni nokkrum um aldamótin á þeim tíma þegar gúmmí var eftirsótt verslunarvara. Maðurinn, Fitz- carraldo, sem heldur til djúpt inni í myrkviðum Amazon- frumskógarins, umkringdur hættum á alla vegu, á sér þann draum stærstan að reisa stór- kostlegt óperuhús inni í miðjum frumskóginum fyrir sig og inn- fædda þar sem hann getur hiýtt á snillinga eins og Verdi eða Caruso og Söru Bernhardt. Þrátt fyrir sífelld moskítóbit, hita og veikindi tekst honum hið ómögu- lega. Með hjálp hundruða indí- ána hefst hann handa við að flytja stóran fljótabát frá einni ánni til annarrar, yfir fjöll og firnindi, yfir á svæði þar sem nóg er til af gúmmíi, sem hann tekur að selja. Hann verður rík- ur og kemur draumnum sínum í framkvæmd. Fitzcarraldo er löng mynd, um þrír tímar. Aðalhlutverk í mynd- inni leikur Klaus Kinski. - O - Kvikmynd Costa Gavras, „Missing", hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hún segir frá Horman-fjölskyldunni frá New York sem býr í ríki herforingja- stjórnar í Suður-Ameríku. Horman er blaðamaður og hverfur sporlaust einn daginn. Enginn veit hvað um hann hefur orðið en mannshvörf í landinu eru ekki óalgeng. Kona hans Beth (Sissy Spacek) og faðir Ed (Jack Lemmon) hefja leit að Horman en erfiðlega gengur að fá upplýsingar um hann og af- drif. Þau ganga úr einu fangelsi í annað, milli Heródesar og Pílat- usar, án árangurs. Þetta er saga um harm fjölskyldu og hörm- ungar fólks. Myndin hlaut Gullpálmann á Cannes 1982. - O - Tyrkneska myndin „Leiðin" eða Yol fékk æðstu verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cann- es — Gullpálmann — með „Miss- ing“. Leikstjóri myndarinnar er Serif Gören en sá sem á veg og vanda að gerð hennar er Yilmaz Guney. Hann skrifaði handrit hennar meðan hann dvaldi í Is- parta-fangelsinu í Tyrklandi og sá um klippingu hennar þegar hann slapp þaðan út. Hann býr nú í V-Evrópu. Gúney hefur löngum verið upp á kant við yfirvöld í Tyrklandi. Possession eða „Haldin illum anda“. Sam Neill og Isabelle Adjani í hlutverkum sínum. Hann var fyrst handtekinn 1961 og dæmdur í 18 mánaða fangelsi og sex mánaða útlegð fyrir bók sína, „Equations with Three Strangers", sem þarlendum yfir- völdum þótti fullkommúnískt rit. Áratug seinna var hann aft- ur handtekinn við gerð einnar af mörgum mynda sinna, „The Poor Ones“, nú fyrir að skjóta skjólshúsi yfir eftirlýsta stjórn- leysingja. Hann var settur í fangelsi án réttarhalda. Árið 1974 var hann svo dæmdur í 24 ára þrælkunarvinnu fyrir að skjóta af slysni á hægrisinnaðan dómara, sem margir voru í efa um að hann hafi gert. Dómnum var seinna breytt í átján ára fangelsisvist. Gúney var orðinn frægur fyrir kvikmyndir sínar og bækur og í fangelsinu var honum leyft að sýna kvikmyndir og skrifa handrit m.a. að Yol. Hann flýði úr fangelsi í október 1981. Gúney segir um Yol: „Sorgin á sér marga skugga, margar hlið- ar, eins og vindarnir, fuglarnir og blómin. í þessari mynd hef ég og nokkrir vinir mínir reynt að sýna sorg, ást og iðrun. Ég held að svo lengi sem menn lifa mun sorgin, ástin og iðrunin lifa, því maðurinn, hvort sem hann veit af því eða ekki, er sá eini sem ber þessar tilfinningar." - O - Fulltrúi Ítalíu á kvikmynda- hátíðinni er enginn annar en meistari Fellini. „Hljómsveitar- æfing" (Prova D’Orchestra) heitir hún og er gerð 1978, nokkru á undan Kvennaborg- inni, sem nýlega var sýnd í Regnboganum. Fellini gerði mynd þessa fyrir sjónvarp. Hún er 70 mínútna löng og sýnir ein- faldlega stóra hljómsveit æfa sinfóníu eftir Nino Rota í kirkju. Hljómsveitina notar Fellini sem tákn fyrir þjóðfélag. Fljótlega koma upp ágreiningsmál innan sveitarinnar, sumir vilja hærra kaup, aðrir neita að spila það sem þeir eiga að spila, einhverjir mála slagorð á veggi kirkjunnar og ofbeldi nær hámarki þegar flautuieikarinn nauðgar píanó- leikara undir píanóinu. Allt er í upplausn. Hljómsveitin nær aft- ur sönsum þegar veggir kirkj- unnar rifna í sundur og inn skellur stálkúla, sem kranabíll hefur sveiflað á kirkjuna. - O - Ljúfar stundir (Dulces Horas) er heitið á mynd Carlos Saura, sem verður á hátíðinni. Saura er fæddur 1932 á Spáni. Hann hóf snemma að gera kvikmyndir og er nú einn af frammámönnum í spænskri kvikmyndagerð. I mörgum mynda hans hefur ná- inn vinur hans, Geraldine Chapl- in, leikið aðalhlutverkið. Söguþráður í „Ljúfar stundir" er lauslega á þessa leið. Juan kemur seint heim eitt kvöldið þar sem foreldrar hans bíða og fara þegar að skamma hann fyrir seinlætið. Það trúir honum enginn þegar hann segist hafa þurft að vera svo lengi í skólan- um. Frændi hans tekur upp sím- ann og segir Juan að segja skóla- stjóranum sömu sögu. Hann seg- ir þeim þá sneyptur að hann hafi verið í bíói. Skammirnar rigna yfir hann. Juan er enginn skóla- strákur lengur heldur fullorðinn maður. Hvers vegna þarf hann að vera að ljúga þó hann komi seint heim? Er hann að dreyma? Hvaða fólk er þetta eiginlega í kringum hann. Juan stendur á vegamótum. Af öllu fólkinu í „leiknum" hefur ein mesta þýðingu í lífi hans. Það er móðir hans, aðlaðandi og ráðandi kona, sem hefur mikla ást á Juan. Kannski of mikla. Hún vill öllu ráða í lífi hans. Svo hittir hann stúlku. - O - Bandaríkin eru með tvær myndir á hátíðinni auk Fitzcarr- aldo og Missing. Önnur er „Líf og störf Rósu rafvirkja“ (Life and Times of Rosie the Riveter) gerð 1980. Það er heimildarmynd um störf kvenna í stríðsiðnaði á stríðsárunum og er ekki dregin upp falleg mynd af aðstöðu þeirra á þeim vígstöðvum. Hin myndin er um unga stúlku, Wren að nafni, sem leitar að frægð og frama í stórborginni New York. - O - Átta myndir eru frá Frakk- landi. Skal hér greint frá efnis- þræði einnar þeirra, „Varfærin úttekt á ofbeldi", eða (Douce Enquete Sur La Violence). Leik- stjóri hennar er Gérard Guerin, en aðalhlutverkið í myndinni leikur hinn frægi leikari, Micha- el Lonsdale. Hann leikur Ash nokkurn, sem er einn af valda- mestu fjármálamönnum í heimi og er rænt af hryðjuverka- mönnum. Auk lögreglumanna leitar kvikmyndamannahópur að hryðjuverkamönnum. Hringurinn þrengist hægt og bítandi um verustað hryðju- verkamannanna. Þeir eru taldir fela sig i einum af byggingum Ash sjálfs, stórum skýjakljúf. Hverjum átti að detta í hug að hann væri í haldi í einum af sín- um eigin byggingum? - O - „Þýskaland náföla móðir", eða (Deutschland Bleiche Mutter) er ein af þremur myndum frá V-Þýskalandi og er hún opnun- armynd hátíðarinnar. Viðstödd frumsýningu myndarinnar verð- ur leikstjórinn í boði Listahátíð- ar, Helma Sanders-Brahms. Myndin segir frá nýgiftum hjón- um í byrjun stríðsins 1939. Rétt eftir giftinguna er maðurinn sendur í stríðið, á víglínuna. Konan hans, Lene, verður eftir ein heima með barni sínu. Hún berst fyrir lífi sínu og barnsins öll stríðsárin. Það er erfitt. Hún á í sífelldri baráttu. Þegar svo maðurinn hennar snýr heim úr stríðinu þarf hún ekki lengur að berjast eins og áður en það reyn- ist henni erfitt að ganga aftur inn í sitt venjulega húsmóður- hlutverk. - O - Hér hefur aðeins verið tæpt á efni nokkurra þeirra 32 alþjóð- legra kvikmynda sem verða til sýnis á Kvikmyndahátíð Lista- hátíðar 1983. Allar eru myndirn- ar forvitnilegar. Endar þessi samantekt á kínversku mynd- inni „Sagan af Ah Q“, sem leikstýrt er af Cen Fan. Myndin er gerð eftir frægri smásögu í Kínaveldi eftir Lu Xun og gerist í Weizhuang-þorpi í Zhejiang- héraði í byltingunni 1911. Segir hún frá bóndanum Ah Q, sem er fátækur, gamaldags og heimsk- ur. Hann hefur enga fasta vinnu, heldur tekur að sér störf fyrir hina og þessa. Dag einn reynir hann að komast yfir þjónustu- stúlku hjá Chao-fjölskyldunni þar sem hann hefur fengið vinnu. Honum er stranglega refsað og af honum eru teknar allar hans litlu eigur svo hann á ekkert annað en buxur eftir. Eina undankomuleiðin fyrir Ah Q, sem á sér ekki einu sinni eft- irnafn, er að halda til þorpsins og leita sér að vinnu. Hann hittir þar þjóf og fer að stela með þeim afleiðingum að hann verður moldríkur. Þegar byltingin brýst út vill hann ganga í lið með bylt- ingarmönnum en er handtekinn áður en hann kemur því í fram- kvæmd ... Er ekki að efa að kvikmynda- hátíð þessi falli í góðan jarðveg kvikmyndaáhugamanna og ann- arra- Samantekt: — ai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.