Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 HWBMj Ofeaveður í Kaliforníu íbúar í bænum Aptos í Kaliforníu huga hér að húsi sínu, sem eyöilagðist f sjávarflóðum og ofsaveðri, sem gekk yfir Norður-Kaliforníu nú í vikunni. AP New York, 28. janúar. AP. FJÖGUR héruð í Kaliforníu hafa lýst yfir neyðarástandi eftir ofsarok og rigningar, sem þar geisuðu í dag.í þriðja skipti á einni viku, og sópuðu með sér veikbyggðum húsum og öllu lauslegu og þúsndir fjölskyldna urðu að flýja heimili sín. Níu manns létust af völdum veðursins. Ofsaveður þetta hófst á mið- vikudag með gífurlegu roki og rigningu og hefur eyðilagt meira en þúsund heimili í suðurhluta Kaliforniu og einnig hafa orðið nokkrar skemmdir á húsum í norðurhluta ríkisins. Indland: Stjórnar- breyting í aðsigi Nýju-Delhí, 28. janúar AP. BREYTINGA er að vænta á ind- vérsku ríkis.stjóminni, eftir að Indira Gandhi forsætisráðherra skipaði flokki sínum, Kongress- flokknum, aðstoðarforseta, sem á að gegna forsetastörfum í flokknum í forföllum hennar. Sá orörómur var á kreiki í dag, að allir 59 ráðherrarnir í stjórn hennar hefðu lagt fram lausnar- beiðni. I'egar fréttamenn spurðu frú Gandhi um hugsanlegar stjórnarbreytingar, brosti hún aðeins og sagðist ekki hafa heyrt á þær minnst. Kongressflokkurinn beið mikinn ósigur fyrr í þessum mánuði í kosningum í tveimur fylkjum í suðurhluta Indlands, það er Andhra Pradesh og Karnataka, og hefur það valdið miklu uppnámi innan Kon- gressflokksins í nágrannafylk- inu Maharashatra. Andstæð- ingar frú Gandhi innan flokks- ins í þessu fylki vilja, að maður úr þeirra eigin röðum verði valinn sem forsætisráðherra í fylkinu en ekki Babhasahed Bhosale, sem frú Gandhi hefur valið til embættisins. Kommúnistar róa á kapitalísk mið Ungverjar gera fjármagnseigendum á Vesturlöndum gylliboð 28. janúar. AP. „PAÐ skiptir engu hvað þú heitir og okkur er alveg sama um vega- bréfið þitt.“ Ætla mætti að það væri svissneskur banki, sem þannig auglýsti, en því er nú ekki aldeilis að heilsa. Þetta er dálítið sýnishorn af auglýsingaherferð, sem banki einn í því kommúníska Ungverja- landi stendur nú fyrir á Vesturlönd- um í því skyni að laða til sín kapit- alískt fjármagn. Frá þessu segir í síðasta hefti af Time Magazine. Þegar bankamenn á Vesturlönd- um áttuðu sig á hvernig komið var fyrir Pólverjum biðu þeir ekki boðanna með að taka út allt það fé, sem þeir áttu í bönkum í Austur-Evrópu. Ungverjar hafa hins vegar áhuga á að fá eitthvað af þessu fé aftur og það ætla þeir að gera með því að hefja beina samkeppni við svissneska banka um viðskiptin við þá menn, sem af einhverjum ástæðum vilja láta sem minnst fara fyrir fjárfúlgun- um. Svissneskir bankar eru ekki sama gósenlandið og áður var eft- ir að stjórnvöld skipuðu þeim að gefa upplýsingar um bankareikn- inga ef ástæða væri til að ætla, að eigandinn væri glæpamaður. Ung- verjar lofa aftur á móti aigjörum trúnaði og það, sem meira er, þeir ætla að greiða 13,5% vexti af árs- innstæðu á móti 8,6% í Sviss. Ungverjar byrjuðu á þessari þjón- ustu í nóvember sl. og síðan hafa um 2.000 Vesturlandabúar falið þeim að ávaxta fyrir sig um 30 milljónir dollara. Æðsta ráðsins til að fá svar við bón sinni. Scharansky, sem hefur verið í haldi fyrir njósnir, er í fangelsi u.þ.b. átta hundruð kílómetra austur af Moskvu. Grunaður um svik Ósló, 2X. janúar. Krá fréttaritara MorgunblaóNÍns, Jan-Krik I-aurI EINAR Fr. Nagell-Erichsen, fram- kvæmdastjóri stærsta blaðahrings Noregs er grunaður um að hafa svik- ið að minnsta kosti eina millj. nkr. undan skatti. Hann er framkvæmda- Heitasti 27. jan. í 200 ár Prag, 28. janúar. AP. FIMMTUDAGURINN 27. janúar var sá heitasti í Tékkóslóvakíu í tvöhundruð ár, með hitastigið 12,5 gráður á Celsíus. Síðasta hitamet fyrir þennan dag var 1,2 gráðum lægra árið 1896, samkvæmt frétt- um frá tékknesku fréttastofunni CTK. ítalskur hermdar- verkamaður hand- tekinn í London Isindon, 2X. janúar. Al’. DÓMSTÓLL í London kvað í gær upp úrskurð um viku gæzluvarðhald á hermdarverkamanninum Luciano Petrone, en gert er ráð fyrir, að hann verði framseldur til Ítalíu bráðlega. Petrone, sem er 24 ára, var handtekinn á fimmtudag í Chealsea-hverfinu í London og var leiddur fyrir dómara hand- járnaður við lögreglumann. Ilefur Petrone verið leitað á Italíu vegna ákæru um morð á tveimur lögreglumönnum í Róm 7. júní sl. auk fleiri glæpaverka. járnbrautarstöðinni í Bologna 2. ágúst 1980, en í þeirri sprengingu fórust 85 manns og yfir 200 manns slösuðust. Petrone hefur einnig verið ákaft leitað í Frakklandi, Vestur- Þýzkalandi og á Spáni, en þar í landi er talið, að hann hafi skipu- lagt rán á 15 millj. dollurum í pen- ingum og gimsteinum í Marbella- banka um síðustu jól. Lögmaður Petrone fór ekki fram á, að hann yrði látinn laus að sinni gegn tryggingu, enda hefði slíkt vart verið leyft vegna gruns um, að Petrone myndi nota tæki- færið til þess að flýja. ítalska lögreglan heldur því fram að Petrone tilheyri öfgasinn- uðum hópi hægri manna og að hann sé náinn samstarfsmaður Stefano delle Chiaie, sem leitað hefur verið vegna sprengingar í stjóri Schibsted-hringsins, sem er eigandi tveggja stærstu blaða Nor- egs, en þau eru „Verdens Gang“ og „Aftenposten“, auk prentsmiðja og bókaforlags. Skattayfirvöld gruna Einar um að hafa gefið rangt upp til skatts. Á hann að hafa byggt hús og skemmtisnekkju fyrir mörg hundruð þúsund nkr., en féð til þessara hluta hafi verið bókfært sem kostnaður við tölvuútbúnað og efniskostnaður við smíði nýrrar prentsmiðju. Með þessum hætti hafi hann komizt hjá að greiða skatt. Aðalritstjóri Aftenposten er einnig grunaður um skattsvindl. Eiga einkaferðalög hans til Kan- aríeyja, og ýmislegt fleira þess konar, að vera bókfærð sem ferða- lög á vegum blaðsins. Lögreglan hyggst nú rannsaka nánar þessi meintu brot mann- anna, en margt þykir benda til þess, að þeir verði að láta af störf- um sínum innan skamms. Veðrinu slotaði í Los Angeles og San Francisco í nótt, en spáð var auknu hvassviðri með kvöldinu og fólk var varað við að vera á ferli. Nokkurra jarðskjálfta varð einnig vart í Malibu árla í morg- un, en ekki er vitað hvort eitthvert tjón hlaust af. Móðir Shcharanskys sendi Andropov skeyti l’arf.s, 28. janúar. AP. AVITAL Scharansky, eiginkona Anatoly Scharansky, sem situr í fangelsi í Sovétríkjunum, sagði í dag að tengdamóðir sín hefði sent Yuri Andropov skeyti, þar sem hún fer fram á, að sonur hennar verði fluttur á sjúkrahús, þar sem hann sé nú illa haldinn vegna hungurverkfalls, sem hann hefur verið í. Avital kom til Parísar í dag frá Ottawa í Kanada, og sagði að tengdamóðir sín hefði sent áður- nefnt skeyti á fimmtudagskvöld. Hún hefði síðan í hyggju að fara á mánudag á fund forsætisnefndar ERLENT Ógiftir njóta eins vel ásta ( hicago, 28. janúar. AP. ÓGIFT fóik nýtur eins mikils kynlífs og gift fólk og þeir, sem að lögum eru einhleypir en búa með unnustum sínum, eru mjög ánægðir með kynlíf sitt. Kemur þetta fram í skoðanakönnun í tímaritinu „Playboy". Segir þar, að fólk í sambúð njóti ásta oftar og með meiri ánægju en þeir sem búa í hjónabandi. Meðal- aldur þeirra sem spurðir voru og bjuggu í óvígðri sam- búð, var 25 ár fyrir karlmenn en 24 ár fyrir konur, en 34 ár fyrir karlmenn og 29 ár fyrir konur í hjónabandi. Hóta að ógna öryggi páfa Port-au-Prince, llaiti, 28. janúar. AP. Hryðjuverkahópur hótaöi í gær að „ógna öryggi" Jóhann- esar Páls II páfa ef hann hitti Jean-Claude Duvalier forseta að máli meðan á stuttri heim- sókn hans til Haiti stendur í næsta mánuði. Hryðjuverkahópur þessi, „Hector Riobe", hefur aðal- bækistöð sína á Miami í Flor- ida og berst gegn Duvalier forseta. Skilaboðum þessum var komið á framfæri við franska fréttastofu. Jóhannes Páll II páfi mun hafa tólf klukkustunda við- dvöl á Haiti 9. mars næst- komandi, en þar verður þá ráðstefna rómversk-ka- þólskra biskupa frá Suður- Ameríku. Aðeins 24 tjaldstæði í gæðaflokki í Evrópu Miinchen, 28. janúar. AP. EVRÓPA hefur upp á 7.395 tjaldstæði að bjóða, en aðeins 24 þeirra eru í gæðaflokki, og helmingur þeirra er í Þýska- landi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð hefur ver- ið af ADAC, stærsta bifreiða- klúbbi Vestur-Þýskalands. Þar kemur einnig fram að miklar framfarir hafi samt sem áður átt sér stað í þessum efnum og þá sérstaklega hvað varðar hreinlætisaðstöðu. Tólf tjaldstæði í Vestur- Þýskalandi fengu hæstu ein- kunn fyrir aðstöðu sína, fjög- ur í Frakklandi, þrjú á Ítalíu og í Austurríki og eitt á Spáni og í Grikklandi. Ekki kom fram hvar er að finna verstu tjaldstæðin í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.