Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
23
Myrkir músikdagar nr. 3
Tónlist
Jón Ásgeirsson
ÞRIÐJU tónleikar myrkra
músíkdaga voru haldnir í hálf-
byggðri kirkju Langholtssókn-
ar. Það verður að segjast eins
og er, að ef ekki á að einangra
veggi eða með einhverjum
hætti að hamla gegn gífurlegri
hljómgun hússins, verður kirkj-
an að teljast óhæf fyrir meiri-
háttar tónflutning. Svo völdug
hljómgun, sem hér á sér stað,
getur komið fáum hlóðfærum
til góða og þeirri tónlist sem er
einföld í hljómgerð. Mikil not-
kun sterkra málmblásturs-
hljóðfæra og slaghljóðfæra
hljómkæfir þau hljóðfæri er
minna mega sín í tónstyrk. Það
má segja að verk Áskels Más-
sonar og Magnúsar Blöndal Jó-
hannssonar nytu góðs af sterkri
hljómgun hússins. Octo nov-
ember eftir Áskel Másson naut
sín virkilega vel í þessari miklu
hljómgun og var auk þess vel
leikið af hljómsveitinni undir
stjórn Páls P. Pálssonar. Til-
einkum eftir Jón Nordal er fal-
legt og vel unnið verk, en ein-
hverjum hætti ekki gætt hátíð-
arblæ, þvert á móti dapurlegt í
bestu merkingu orðsins. Þar
sem sem verkið reis hæst var
það hljómgun hússins við efri
mörkin. I verki Hallgríms
Helgasonar keyrði um þverbak,
því vel má segja, án þess að
hallmæla verkinu, að allt hafi
runnið saman í graut.
Athmos eftir Magnús Blön-
dal Jóhannsson, er eitt af þess-
um langtónaverkum sem nú eru
í tísku, en hjá Magnúsi bregður
þó fyrir fallegri rómantík í ein-
földum tónhendingum, sem
voru vel leiknar bæði af
hljómsveit og einleikara,
Bernhard Wilkinson. Síðasta
verkið, konsert fyrir óbó og
hljómsveit eftir Leif Þórarins-
son, er varla hægt að kalla kon-
sert. Hlutverk óbósins var
nærri því eins og hjá óbóunum
í hljómsveitinni, nema í seinni
hluta verksins, þar sem skipt-
ast á stuttar „kadensur" og
ósamtengdir „effekta“-kaflar í
hljómsveitinni, frekar sundur-
laus samsetningur, en á köflum
áheyrilegur. Bestu hlutar
verksins og sumir hverjir snjall-
ir eru hljómsveitarþættirnir
um miðbik verksins. Það er orð-
ið nokkuð áberandi í tónverk-
um hér á landi að byrja tónverk
á hugmyndalausu langtóna-
stagli. Þetta lang- og eintóna-
stagl er einskonar uppþornuð
„mónodía", ákaflega viðburða-
litil og leiðinleg til lengdar.
Knappleiki og sparsemi í
notkun tóna er að því leyti til
varasöm, að hætt er við að
verkin verði svo viðburðalítil að
jaðri við að ekkert hafi í raun
og veru skeð og hlustandinn
uppskeri aðeins leiða og von-
brigði. Konsertinn var á marg-
an hátt vel leikinn, enda er Páll
P. Pálsson drjúgur við að ná því
besta fram í nýjum verkum og í
rauninni hefur Páll unnið
merkilegt starf, því segja má að
nær hvert einasta íslenskt
hljómsveitarverk hafi verið
mótað og uppfært af honum og
sum þeirra nokkuð oft. Einleik-
arinn í konsert Leifs var
Kristján Þ. Stephensen, er lék
verið svo vel sem frekast er
unnt, enda frábær hljóðfæra-
leikari.
Leikarinn á bak
við ET látinn
MICHAEL Patrick Bilon, dvergur-
inn, sem lék ET í samnefndri mynd,
lést í fyrradag af völdum lungna-
bólgu, 35 ára gamall. Bilon hafði
leikið í nokkrum kvikmyndum, en
átti annars mjög litríkan lífsferil að
baki. Hann þótti nokkuð ölkær á
árum áður og hávaðamaður hinn
mesti og var oft mjög óróasamt f
kringum hann á börunum. f eina tíð
var hann sendiboði sýslumannsins f
Mahoning-sýslu og knattleiksþjálf-
ari við kirkjuskóla og aldrei lét
hann það aftra sér, að hann var ekki
jafnhár í loftinu og fólk er flest.
AP
Leggur sjálf
til peninga
fyrir nýjum
hempum
l/ondon, 28. janúar. AP.
ELÍSABET II Bretlandsdrottning,
sem er æðsti maður ensku bisk-
upakirkjunnar, hefur í hyggju að
leggja fram 3.000 pund úr eigin
sjóði til kaupa á nýjum hempum
fyrir presta fjögurra dómkirkna,
sökum þess aö henni er það ekki
að skapi, að þeir klæðast purpura-
rauðum hempum. Var frá þessu
skýrt í brezka kirkjuritinu í gær.
Venjulegast eru hempur enskra
presta svartar, en vissir menn
innan kirkjunnar mega klæðast
rauðum hempum, eins og t.d. kon-
unglegir hirðprestar. Drottningu
mun hafa mislíkað það á síðasta
ári, er hún heimsótti eina dóm-
kirkjuna, að sjá þar prófastinn og
kórbræður klæðast rauðum hemp-
um án leyfis, segir kirkjuritið.
Nú hefur mál þetta verið leyst
með þeim hætti, að drottningin
hefur boðizt til þess að leggja sjálf
fram fé handa próföstum og
kórbræðrum dómkirknanna í Ex-
eter, Winchester, Leicester og
Ripon til kaupa á hempum, sem
ekki eru rauðar. Aðrir prestar,
sem klæðast purpurarauðum
hempum verða að taka upp hemp-
ur öðru vísi að lit en rauðar, er
núverandi hempur þeirra eru út-
slitnar orðnar.
Athygli þeirra lántakenda, sem inna áttu af hendi
ársgreíðslur af íbúðalánum sínum
í nóvember-mánuði sl., skal vakin á því,
að 5% dráttarvextir leggjast á þær í mánuði hverjum sem
líður án þess að þær séu greiddar.
Eru því samtals 15% dráttarvextir komnir
á þær ársgreiðslur, sem verið hafa í
vanskilum frá því í nóvember-mánuði sl.,
og munu þeir hækka í samtals 20% hinn 2. febrúar nk.
Þá skal einnig vakin athygli
á því, að í febrúar-mánuði nk.
verða ársgreiðslur þær,
sem verið hafa í vanskilum frá því í nóvember 1982,
sendar fógeta til innheimtu.
Mun það leíða til enn aukins kostnaðar
ÍYrir lántakendur ef ekki verður að gert í tæka tíð.
Lántakendur eru því eindregið hvattir til að inna af hendi
ársgreiðslur sínar hið allra fyrsta og láta það ekki
dragast lengur en orðið er.
^Húsnæðisstofnun ríkisins