Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö.
Áfangi
í öldrunarþjónustu
jónustumiðstöð fyrir
aldraða og öryrkja,
Múlabær við Ármúla í
Reykjavík, var opnuð í fyrra-
dag. Hér er um mjög mikil-
vægan þátt og áfanga í öldr-
unarþjónustu að ræða, sem
næst fyrir framtak félaga-
samtaka. Það er Reykjavík-
urdeild Rauða kross íslands,
SÍBS og Samtök aldraðra í
Reykjavík sem standa að
þessu stórvirki.
Rauði kross íslands ákvað
að öldrunarmál væru for-
gangsverkefni á ári aldraðra.
Að höfðu samráði við öldrun-
arþjónustu Reykjavíkurborg-
ar, öldrunarlækningadeild
Landspítala og landlæknis-
embættið var ákveðið, að
dagvistarþjónusta, skamm-
tímavist og hvíldardvöl yrðu
meginviðfangsefnið.
Þjónustumiðstöð sú, sem
nú hefur störf, er einkum
ætluð öldruðum og öryrkjum
sem búa í heimahúsum en
þurfa á tiltekinni þjónustu að
halda. Miðstöðin verður opin
frá því klukkan átta árdegis
til sjö að kveldi, fimm daga í
viku fyrst um sinn, og verða
þar á boðstólum málsverðir,
sjúkraþjálfun, sjúkraleik-
fimi, gigtarmeðmerð, ljósböð,
iðjuþjálfun, snyrtistofur o.fl.
Starfsemin verður í náinni
samvinnu við öldrunarlækn-
ingadeild Landspítala. Stofn-
unin er þó ekki skilgreind
sem hjúkrunarstofnun, en
trúnaðarlæknir og hjúkrun-
arfræðingur hafa sérbúna að-
stöðu á staðnum til að veita
viðtöl eftir samkomulagi.
Þessi mikilvægi áfangi í
öldrunarþjónustu er enn einn
árangurinn af framtaki ein-
staklinga og samtaka þeirra
á þessu sviði, framtaki sem er
mjög mikilvægt að verði
áframhaldandi virkjað.
Hjúkrunarheimili aldraðra í
Kópavogi, Hrafnistur DAS
og síðast en ekki sízt Grund í
Reykjavík og Ás í Hveragerði
eru og talandi dæmi um þetta
framtak. Eignaríbúðir aldr-
aðra, sem Seltjarnarneskaup-
staður hefur haft forgöngu
um, er og stórmerk nýjung á
þessum vettvangi, sem og
samtök fólks hér í Reykjavík,
er stefna að byggingu eigin
íbúða miðað við æviskeið
hinna efri ára. Við værum
vissulega komnir skemmra
áleiðis í öldrunarmálum, og í
öðrum félagsmálaþáttum, ef
miðstýrt og seinvirkt ríkis-
vald réði eitt ferð, en framtak
einstaklinga og félaga þeirra
væri fjötrað.
íslendingar ná hærri aldri
en gerizt með öðrum þjóðum,
þökk sé gjörbreyttum þjóð-
lífsþáttum að því er varðar
vinnuskilyrði, húsnæði, mat-
aræði og heilbrigðisþjónustu,
þó enn megi mjög margt
bæta á þessu sviði. Breytt
aldurshlutfall þjóðarinnar
kallar á margskonar aðstöðu,
sem hægt en sígandi kemur.
Það er mælikvaði á menningu
þjóðar, hvern veg hún býr að
hinni öldruðu sveit, sem skil-
að hefur ævistarfi til þjóðar-
búsins. Rauði krossinn, SÍBS
og Samtök aldraðra í Reykja-
vík hafa nú lagt þungt lóð á
vogarskál menningar og
mannúðar í íslenzku þjóðfé-
lagi líðandi stundar,
Könnun á
almannavilja
Samtök áhugamanna um
jafnan kosningarétt
gangast nú fyrir því að gefa
kjósendum í Reykjavíkur- og
Reykjaneskjördæmum tækif-
æri til að tjá sig um kjör-
dæmamálið í almennri skoð-
anakönnun. Þau beindu þeim
tilmælum til stjórnarskrár-
nefndar þegar í októbermán-
uði sl. „að opna umræðu um
kjördæmamálið", eins og
Valdimar Kristinsson form-
aður samtakanna komst að
orði, og um „víðtæka skoðan-
akönnun þar sem landsmenn
fengju að taka afstöðu til
þeirra leiða sem völ er á“.
Ekki var orðið við þessum til-
mælum og hafa því samtökin
tekin frumkvæði um skoðan-
akönnun.
Ástæða er til að hvetja fólk
til þess að taka þessari skoð-
anakönnunni vel, enda for-
svarsmenn hennar kunnir af
vönduðum vinnubrögðum.
Á hitt ber þó að líta að ein-
mitt þessa dagana sýnast
stjórnmálaflokkarnir vera að
ná samstöðu í kjördæmamál-
inu.
Auðvitað er mikilvægast að
sem víðtækust samstaða ná-
ist um sem mest mannrétt-
indi og sem jafnanstan kosn-
ingarétt fólksins í landinu.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Eftir bætt og breytt samskipti Ara-
fats og Husseins hefur staða Mub-
araks breytzt á sviði alþjóðamála.
Heimsókn Mubaraks
til Bandaríkjanna er
kannski ekki eins þýð-
ingarmikil og ætlað var
Heimsókn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands til Bandaríkjanna nú
er hin mikilvægasta, það þarf ekki að orðlengja. En ýmsir fréttaskýrend-
ur eru þó þeirrar skoðunar, að þessi ferð muni ekki hafa jafn mikla
þýðingu og vænzt var þegar hún var ákveðin og koma þar til ýmis atriði.
Hussein Jórdaníukonungur, sem var í Bandaríkjunum fyrir ekki ýkja
löngu og fer þangað aftur bráðlega, hefur dregið til sín ýmis þau atriði
Miðausturlandamála, sem Mubarak taldi sjálfsagt að væru f höndum sér.
Mubarak mun ekki ráða ýkja miklu um það, hvort friðarviðræður komast
á milli ísraela annars vegar og Jórdaníumanna og Palestínumanna hins
vegar. Aöur en Hussein Jórdaníukonungur náði þeim klókindalega
áfanga að verða sá aðili í Miðausturlöndum, sem allir horfa nú til í
eftirvæntingu, hafði Mubarak gengið út frá því sem gefnu, aö Egyptar
myndu leika meiriháttar hlutverk f hugsanlegum friðarviðræðum milli
þessara aðila og ekki óeðlilegt með tilliti til þróunar í samskiptum ísraela
og Egypta síðustu árin. En eftir að mál skipuðust á þennan veg stendur
Mubarak uppi, ívið einangraðri en fyrr og var þó vart á bætandi.
egar það liggur svo fyrir
hafa menn snúið sér að því
að huga meira að samskiptum
Egypta og Bandaríkjamanna og
þýðingu þeirra.
Mubarak hefur nú verið við
völd f Egyptalandi í fimmtán
mánuði. Fyrstu mánuðina var
látið mikið með hann af erlend-
um fréttastofnunum, hann hefur
borizt minna á í daglegu lífi en
forveri hans, Anwar Sadat, hann
þótti í flestu líklegur til þess að
verða dugandi og vinsaell. En
margir hafa orðið fyrir von-
brigðum með stjórn hans. Telja
hann óákveðinn og reikulan, hik-
andi og úrræðalausan. Ekki hef-
ur tekizt að greiða hið minnsta
úr efnahagsöngþveiti landsins, •
atvinnuleysi hefur aukizt án
þess að dregið hafi úr verðbólgu
og svo mætti áfram telja. Ein-
hvern veginn hefur framvindan
orðið sú að landar hans líta nú
til hans með nokkurri tortryggni
og samhliða þessu verður Sadat
meiri í augum þeirra. Um þessa
gagnrýni segir Mubarak sjálfur í
viðtali við Time á dögunum og
kennir nokkurrar kaldhæðni í
orðum hans: „í Egyptalandi hef-
ur fólk verið vanið á rafmagns-
sjokk, en sá tími er liðinn að þau
eigi við. Ég gæti auðvitað haldið
stórbrotnar mergjaðar ræðúr yf-
ir þegnum mínum, en ég er ekki
þannig manngerð. Ég vil vinna í
kyrrþey. Fólk vill fá að borða,
það vill fá þak yfir höfuðið og
það vill vatn. Ég gæti auðvitað
útvegað einhver deyfilyf handa
þjóðinni, en ég er maður sem lít
til lengri tíma í áætlunum mín-
um — og ekki gefinn fyrir raf-
magnshögg."
Sjálfsagt er engin ástæða til
að draga í efa góðan og vænan
vilja Mubaraks til að bæta hag
þegna sinna, og það ber auðvitað
að hafa í huga að hann tók við
erfiðu búi af Anwar Sadat. Á
stjórnarárum Sadats, einkum
hinum seinni, var Egyptaland í
sviðsljósinu, erlendir þjóðarleið-
togar hömpuðu honum og veg-
sömuðu hann fyrir stjórnvizku
og speki. En þegar yfirborðið var
gárað komu í ljós bágindi og erf-
iðleikar alls þorra manna og að
Sadat vann af meiri elju að því
að efla álit Egyptalands út á við
en að huga að innviðum ríkisins.
Og sjálfsagt átti þetta sinn þátt
í falli hans, þó að þar væru á
ferð ofstækisfullir múslimar,
sem ekki njóta umtalsverðs fylg-
is í Egyptalandi. Eftir morðið á
Sadat óttuðust margir að
Egyptaland væri að taka stefnu
til sömu áttar og íran. En það
hefur Mubarak alltjent tekið
föstum tökum og sjálfur segir
hann að fæstir hafi trú á því að
trúarofstækismenn eigi ekki upp
á pallborðið hjá Egyptum. Hann
álítur að efnahagsvandinn kunni
að eiga nokkurn þátt í því að þó
hefur þetta skotið rótum, þótt
lausar séu. Hafa beri í huga, að
þessar tilhneigingar geri vart
við sig í flestum löndum múham-
eðstrúarmanna í mismunandi
ríkum mæli og af mismunandi
þunga. Mubarak hefur kveðið
upp úr með það að sú islam, sem
öfgahóparnir boða höfði ekki til
Egypta nema fámennra hópa.
Enda myndi það brjóta í bága
við alla skynsemi ef sú khom-
einska sem er að riðla öllu í íran
næði tökum í Egyptalandi. Þrátt
Hosni Mubarak
fyrir mikla fátækt og margan
snautleika í egypzku þjóðfélagi
hafa þó orðið þar drjúgar fram-
farir, ekki hvað sízt hefur
breytzt staða konunnar og það er
ekki sennilegt að egypzkar konur
sætti sig við að verða þær horn-
kellingar í samfélaginu sem
þeirra myndi bíða ef þessi teg-
und islam breiddist út.
Það er trúlegt, að Reagan
Bandaríkjaforseti muni í þessari
ferð Mubaraks til Bandaríkj-
anna leggja kapp á að sýna
heimi og sanna, hversu traust og
mikil vinátta sé milli ríkjanna
og auðvitað er hugsanlegt, að
Reagan búist við því að Mubarak
kunni að geta komið inn í vænt-
anlegar samningaviðræður um
Miðausturlönd. Hann sér einnig
mikilvægi þess að treysta vin-
skapinn við Mubarak, og ýmsir
hafa litið það tortryggnisaugum,
að Egyptalandsforseti hefur í
ýmsu reynt að bæta samskiptin
við Sovétríkin, sem Sadat klippti
algerlega á. Én Mubarak hefur
þó alltjent staðið sig mæta vel í
því að fara bil beggja, hann hef-
ur áfram trúnað og vináttu
Bandaríkjamanna og hann hefur
líka lagt kapp á að vingast við
Sóvétríkin. Hann sér fram á að
slíkt sé hagkvæmt Egyptum. Og
segist hugsa um það helzt og
fremst.
(Ileimildir m.a. Time, Kconomist,
Jerusalem Po.st, AP.)