Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
Skoðanakannanir,
prófkjör og forval
hjá þremur flokkum
KRAMSÓKNARMENN viðhafa skoð-
anakannanir í þremur kjördæmum um
helgina, Vestfjarðakjördæmi, Austur-
landskjördæmi og Norðurlandskjör-
dæmi vestra. Prófkjör eru á vegum Al-
þýðuflokksins i tveimur kjördæmum,
Reykjaneskjördæmi og Norðurlandi
eystra. Hjá Alþýðubandalaginu er síð-
ari hluti forvals í Reykjavík um helg-
ina, einnig stendur nú yfir síðari hluti
Ljósm. Mbl., Ó.K.M., tók þessar myndir á Alþingi í gær er bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar vóru til annarrar umræðu: Siggeir Bjömsson (S), sem víkur
væntanlega af þingi í dag, en hann er varamaður Eggerts Haukdal (S), Sverrir
Hermannsson, forseti neðri deildar, og Steingrímur Herraannsson, formaður
Framsóknarflokksins. ________________
Bráðabirgðalögin geymd fram yfir helgi:
Viimustjórn veldur töfum
— sagöi Matthías Á.
Mathiesen
— Kaupskerðingin 1600
m.kr. á ári, sagði Sig-
hvatur Björgvinsson
Stjórnarfrumvarp til staðfestingar á
bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar
kom til annarrar umræðu í síðari þing-
deild í gær. Afbrigði vóru samþykkt til
að taka málið fyrir með 20:3 atkvæðum.
Matthías Á. Mathiesen (S) greindi frá
því, að ekki hefði verið staðið við sam-
komulag milli stjórnar og stjórnar-
andstöðu við afgreiðslu málsins í efri
deild, þ.e. að gefa upplýsingar sem vant
var, varðandi ráðgerðar skuld-
breytingar í sjávarútvegi, framkvæmda-
galla sem fram hefðu komið á úthlutun
láglaunabóta og hvern veg yrði áfram-
haldandi að þeim staðið 1983, sem heit-
ið var að gefa tæmandi við umfjöllun
málsins f neðri deild. Hann hefði af
þessum sökum ekki getað gengið frá
nefndaráliti sínu. Hér væri þó hvorki
við nefndarformann fjárhags- og við-
skiptanefndar að sakast né starfsmenn
í riítiskerfinu, heldur einvörðungu við-
komandi ráðherra. Umræða stóð til kl.
3 er þingflokksfundur sjálfstæð-
ismanna um kjördæmamálið hófst, en
þá tók forseti málið út af dagskrá og
frestaði þvf til nk. mánudags.
Nýr viðmiðunargrundvöllur
nauðsynlegri nú en nokkru sinni
Halldór Ásgrímsson (F), formaður
þingnefndarinnar, mælti fyrir nefnd-
aráliti sínu, Guðmundar J. Guð-
mundssonar (Abl.) og Ingólfs Guðna-
sonar (F) sem leggja til að frumvarp-
ið verði samþykkt og bráða-
birgðalögin staðfest. Halldór sagði
viðskiptahalla sl. árs hafa numið
3.800 m.kr., verðbólgu hafa verið um
60% og meðalbreytingu gengis um
90%. Þetta sýnir að ákvæði fyrstu
greinar, sem draga úr víxlverkunuut
launa og verðlags, vóru nauðsynleg-
ar, sagði Halldór, en jafnframt að
þessar ákvarðanir hefði þurft að taka
fyrr á sl. ári en gert var. Hann höfð-
aði og til hliðarráöstafana, sem gera
þyrfti, ekki sízt nýs viðmiðunarkerfis
(vísitölugrundvallar). Halldór sagði I
athugun, hvern veg staðið yrði að
framhaldandi framkvæmd láglauna-
bóta.
l. 600 m.kr. á yfirstandani ári
Sighvatur Björgvinsson (A) mælti
fyrir nefndaráliti sínu, sem hann
sagði þó vart komið úr vélritun. Efn-
isatriði laganna taldi Sighvatur vera
lækkun verðbóta á laun en hækkun
vörugjalds, m.a. á matvöru, sem
hækkaði verðlag og gæfi ríkissjóði
fimm- til sexföld útgjöld vegna lág-
launabóta. Skerðing verðbóta tók 135
m. kr. af launafólki I desembermán-
uði og skerðingin þýðir á ársgrund-
velli (1983) 1.600 m.kr. tekjumissi
fólks. Ríkisstjórnin hefur ekki gripið
til né boðað neina verðbólguhemla,
aðra en þessa kaupskerðingu. Engu
að síður standa spár Þjóðhagsstofn-
unar til 70% verðbólgu um mitt þetta
ár og 65% veröbólgu frá upphafi til
loka árs. Fórn launþeganna í jóla-
mánuðinum og síðan fór því fyrir lít-
ið.
Sighvatur sagði að þinglið Alþýðu-
flokksins væri andvígt frumvarpinu
og myndi greiða atkvæði gegn 1.
grein þess til að mótmæla efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar.
Loforð í efri deild vanefnt
Matthías Á. Mathiesen (S) taldi ekki
hafa verið staðið við samkomulag um
upplýsingar, sem heitið hafi verið að
gefa við umfjöllun neðri deildar. Enn
eru ókomnar upplýsingar sem beðið
var um, varðandi framkvæmd og
framhald láglaunabóta, og upplýs-
ingar varðandi skuldbreytingar í
sjávarútvegi komu fyrst nú um há-
degið. Nefndarálit sjálfstæðismanna
í stjórnarandstöðu liggur því ekki
fyrir.
Tefja og trufla málið
Gunnar Thoroddsen, forsætisráð-
herra, sagði síðasta ræðumann og
flokksmenn hans hafa tafið og trufl-
að málið með málþófi við fyrstu um-
ræðu. Þingnefndir beggja deilda
hefðu starfað saman til þess að hægt
væri að flýta málinu í síðari þing-
deild. Starfshættir þeirra væru eins-
dæmi. Forsætisráðherra tók fram að
ekki væri við forseta þingdeildarinn-
ar að sakast sem sýnt hefði lipurð í
málinu.
Ekki talað áður í málinu
Matthías Á. Mathiesen (S) sagðist
ekki hafa talað fyrr í þessu máli en i
dag. Rangt væri því, sem forsætis-
ráðherra segði, að hann hefði tafið og
truflað málið í þingdeildinni. Ég
bendi hinsvegar á, sagði Matthías, að
sjávarútvegsráðherra, sem flutti
breytingartillögu við frumvarpið,
flytur hana í síðari þingdeild sem
þýðir að málið þarf aftur til fyrri
þingdeildar. Varla flýtir það málinu,
sem ekki var raunar lagt fram fyrr
en mánuður var af þingtíma.
forvals í Vcstfjarðakjördæmi, og hefur
þaó verið framlengt til 6. febrúar nk.
FRAMSÓKNARFLOKKUR
Aukakjördæmisþing framsókn-
armanna í Norðurlandskjördæmi
vestra verður haldið á sunnudag í
Miðgarði, við Varmahlíð og hefst
það kl. 10 árdegis. Þar fer fram skoð-
anakönnun meðal aðal- og vara-
manna um röðun framboðslista
flokksins. Skoðanakönnunin er bind-
andi fyrir 3 efstu sætin. í framboði
eru þrír þingmenn flokksins í kjör-
dæminu, þeir Páll Pétursson, Stefán
Guðmundsson og Ingólfur Guðna-
son. Auk þeirra Jón Ingi Ingvarsson
Skagaströnd og Sverrir Sveinsson
Siglufirði.
A Vestfjörðun fer einnig fram
skoðanakönnun um val í fjögur efstu
sæti framboðslistans. Atkvæðisrétt
hafa allir íbúar Vestfjarðakjördæm-
is, sem fæddir eru fyrir 1. janúar
1966 og eru ekki félagar í öðrum
stjórnmálaflokkum og skrifa undir
yfirlýsingu um stuðning við stefnu
Framsóknarflokksins. Framsóknar-
félögin hvert á sínu svæði sjá um
framkvæmd skoðanakönnunarinnar,
kosið verður um helgina og einnig
hefur verið ákveðið að kjósa mánu-
dag, þriðjudag og miðvikudag vegna
samgönguerfiðleika. í framboði eru
eftirtaldir: Benedikt Kristjánsson
Bolungarvík, Guðmundur Kristjáns-
son Bolungarvík, Gunnlaugur Finns-
son Hvilft, Önundarfirði, Magðalena
Sigurðardóttir ísafirði, Magnús
Björnsson Bíldudal, Magnús Reynir
Guðmundsson ísafirði, Olafur Þórð-
arson Suðureyri, Sigurgeir Magnús-
son Patreksfirði, Steingrímur Her-
mannsson Garðabæ, Sveinn Bern-
ódusson Bolungarvík, Össur
Guðbjartsson Láganúpi.
Á Austfjörðum fer fram prófkjör
um helgina. Reglur um það hverjir
eiga atkvæðisrétt eru þær sömu og á
Vestfjörðum. Kjörstaðir eru opnir
báða dagana. Framsóknarfélögin á
hverjum stað sjá um framkvæmd-
ina. 1 framboði eru: Einar Baldurs-
son Reyðarfirði, Halldór Ásgríms-
son Höfn, Guðmundur Þorsteinsson
Búðum, Guðrún Tryggvadóttir
Egilsstöðum, Aðalsteinn Valdimars-
son Eskifirði, Sveinn Sighvatsson
Höfn, Þórdís Bergsdóttir Seyðisfirði,
Hafliði Pálsson Hjarðar, Hjarðar-
haga, Sveinn Guðmundsson Sellandi,
Jón Kristjánsson Egilsstöðum, Tóm-
Prófkjör
Alþýöuflokksins
um helgina
Ég vil hvetja flokkssystkin mín og ykkur sem eruð
óflokksbundin til að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi nú um helgina. Hvert
atkvæði hefur áhrif, en í prófkjöri flokksins í
kjördæminu árið 1979 réð eitt atkvæði úrslitum um
skipan eins sætis.
Ég vil með framboði mínu leitast við að efla
frumkvæði til framkvæmda og verka. Ég treysti fólki
til þess að velja á milli manna og sæta svo best þjóni
baráttu Alþýðuflokksins fyrir endurreisn og bættum
lífskjörum.
Kosningaaldur: Þeir sem eru 18 ára 25. júní nk. og eldri.
Kjörstaöir: Mosfellssveit JC salur, Verslunarmiöstöðin Pverholt 2 h ♦ Seltiarnarnes Fornaströnd 8 ♦ Kópavogur: Hamratxirg 7,2.h. ♦ Garðabær-Bessastaðahr, Goðatún 2.
Hafnarfirði. Alþýðuhústð ♦ Vogum: Heiðargerði 12 ♦ Njarðvik-Hafnir: Kaupfélagshúsinu ♦ Keflavik-Garður: Tjarnargata 7. ♦ Sandgerði: Dagheimiliö. ♦ Grindavík: Kvenfélagshúsið
Prófkjörið stendur yfir laugardag 14-19 og sunnudag 14-22 Kosið verður á sunnudegi í Vogum og Sandgerði.
as Árnason Kópavogi, Hermann
Guðmundsson Vopnafirði.
ALÞÝÐUFLOKKUR
Prófkjör Alþýðuflokksins í
Reykjaneskjördæmi fer fram laug-
ardag og sunnudag. Kosningarétt
hafa þeir sem búsettir eru í kjör-
dæminu, hafa náð 18 ára aldri og eru
ekki flokksbundnir í öðrum stjórn-
málaflokkum. Kosið er um skipan
þriggja efstu sæta á framboðslistan-
um. Fjórir bjóða sig fram í 1.—3.
sæti, þeir Ásgeir Jóhannesson Kópa-
vogi, Gunnlaugur Stefánsson Hafn-
arfirði, Karl Steinar Guðnason
Keflavík, og Kjartan Jóhannsson
Hafnarfirði. Kristín H. Tryggva-
dóttir, Garðabæ, býður sig fram í
2. -3. sæti. Á laugardag verða kjör-
staðir opnir kl. 14—19, en á sunnu-
dag kl. 14—22. í Sandgerði og Vog-
um verður þó aðeins kosið á sunnu-
dag. Kjörstaðir við prófkjörið eru:
Mosfells- og Kjósahreppur J.C.-sal-
urinn verzlunarmiðstöðinni Þver-
holti. Seltjarnarnes: Fornaströnd 8.
Kópavogur: Hamraborg 7. Garðabær
og Bessastaðahreppur: Goðatún 2.
Hafnarfjörður: Alþýðuhúsið. Vogar:
Heiðargerði 12. Njarðvlk og Hafnir:
Kaupféíagshúsið á horni Grundar-
vegar og Reykjavegar. Keflavík og
Garður: Hús iðnsveinafélagsins
Tjarnargötu 7. Sandgerði: Dagheim-
ilið. Grindavík: Festi.
f Norðurlandskjördæmi eystra fer
prófkjör krata einnig fram báða
dagana. Sömu reglur gilda og í
Reykjaneskjördæmi, og er þar einn-
ig kosið um skipan þriggja efstu sæt-
anna. Þrír bjóða sig fram í 1,—3.
sæti, þeir Árni Gunnarsson, Arnljót-
ur Sigurjónsson og Jósef Guð-
bjartsson, Hreinn Pálsson býður sig
fram í 2.-3. sæti. Kjörstaðir eru eft-
irtaldir: Akureyri: Alþýðuhúsið frá
kl. 11—18 laugardag og kl. 11—19
sunnudag. Árskógshreppur: Árni
Ólafsson Klapparstíg 14, Hauganesi.
Dalvík: Gunnskólanum kl. 14—18
sunnudag. Grenivík: Gamli skólinn
kl. 14—17 sunnudag. Hrísey: Skrif-
stofa Einingar laugardag og sunnu-
dag kl. 14—18. Húsavík: Félagsheim-
ilið báða dagana kl. 10—18. Mý-
vatnssveit: Helluhraun 9 báða dag-
ana kl. 14—16. Raufarhöfn: Jóhann-
es Guðmundsson Aðalbraut 67. Þórs-
höfn: Jóhann Guðmundsson Pálm-
holti 4. Ólafsfjörður: Jónfna Óskars-
dóttir Ægisgötu 10. Kelduhverfi:
Skúlagarður laugardag kl. 14—16.
Þá er hægt að kjósa utankjörstaðar í
Reykjavík á skrifstofum Alþýðu-
flokksins í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu. Opið er í dag, laugardag, kl.
16—17, og á sama tíma á morgun,
sunnudag.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Seinni hluti forvals Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík fer fram um
helgina. Kjörfundur verður haldinn í
dag, laugardag, kl. 10—19 og á morg-
un, sunnudag, kl. 16—19. Kosið er á
skrifstofu Alþýðubandalagsins að
Grettisgötu 3. Kjósandi skal merkja
við 6 frambjóðendur með tölunum
1—6. Kosningarétt hafa félagar í al-
þýðubandalagsfélögum, sem ekki
skulda meira en eitt gjaldfallið ár-
gjald og þeir sem ganga í félagið á
kjördag. Frambjóðendur eru eftir-
taldir: Arnór Pétursson, Álfheiður
Ingadóttir, Bjargey Elíasdóttir,
Elísabet Þorgeirsdóttir, Esther
Jónsdóttir, Grétar Þorsteinsson,
Guðmundur J. Guðmundsson, Guð-
rún Hallgrímsdóttir, Guðrún Helga-
dóttir, Gunnar H. Gunnarsson,
Margrét S. Björnsdóttir, Ólafur
Ragnar Grímsson, Ragna Ólafsdótt-
ir, Svavar Gestsson, Tryggvi Jak-
obsson og Vilborg Harðardóttir.
Síðari hluti forvals á Vestfjörðum
stendur enn yfir. Því átti að Ijúka 30.
janúar, en hefur verið framlengt til
6. febrúar nk. Þar er kosið um þrjá
efstu menn á framboðslistann. Kjós-
endur eiga að snúa sér til kjörstjóra
á viðkomandi stöðum. Þá er unnt að
kjósa utankjörstaðar f Reykjavik i
skrifstofum flokksins að Grettisgötu
3.