Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 Jón I>. Arnason: __________________________ — Lífríki og lífshættir LXXXV. Spurningin er: Hvers vegna halda Vestur- landahúar dauðahaldi íþá trú, að mannbæt- ur séu siðleysi og að ósvinna væri að gera mcnntunar- og hæfniskröfur til löggjafa sinna? í>ótt vel sé hlustað, og eftirtekt sé að öðru leyti lika vakandi, verður ekki merkt annað en að söngur bjartsýnisfugla hafi skyndilega þagnað. Þeim verður ekki með réttu legið á hálsi út af því. Ástand og horfur, nánast hvar sem um er litazt, gefa raunalega fá tilefni til fagnaðar- söngs. Að því hlaut þess vegna að koma, að jafnvel þeir fengju snert af raunsýni og hinir greindari þeirra teldu hyggilegt að staldra við og líta í kringum sig. Ástæðurnar til þess hafa gefizt ærnar. Svo kvíðvænlegt telur fjöldi framúrskarandi vísinda- manna stöðu og útlit þegar orðið, að afar hæpið sé — sumir segja reyndar vonlaust — að komizt verði hjá hnattfeðmum ósköpum, sem beri endalok jarðlífs í sér. Aldrei fyrr munu jafnmargir hugsuðir og lærdómsmenn hafa hallazt að þeirri skoðun, að mannkyninu sé fyrirmunað að það komst á legg og fram á dag- inn í dag. Ef gildisdóm ætti að kveða upp yfir því, eingöngu reistan á frammistöðu þess í baslinu við að skipa sambúðar- háttum sínum eitthvað nálægt því, sem telja má að skaparinn hafi ætlazt til af lífverutegund gæddri vitsmunum og tilfinning- um fyrir muninum á góðu og illu, þá gizka ég á, að dómsorð yrðu sorglega fjarri þeirri einkunn, er það hefir talið sér sjálfgefna: að manneskjan sé „kóróna sköpun- arverksins" og „herra náttúru- lögmálanna". Víst er a.m.k. að leiftrandi dæmi þess eru sárafá, að hin brennandi ósk og ólýðræðislega krafa íslenzka stórskáldsins og spekingsins, sem kvað nMeð vísindum alþjód eflist til dáða, það æðra því lægra skal ráða. “ hafi spurzt mjög víða. Öðru er nær — og að því er lýðræðis- heiminn varðar sérstaklega, af sjálfu sér — sem engum öðr- um en þroskaheftum fannst einskisvirði. En nú, þegar milljarðafúlgum fjármuna er árlega sökkt í skólahald, þykir menning ekkert keppikefli leng- ur, heldur stjórnskipunarlegt skaðræði. Um þá sannfæringu eru þroskaheftir um allan heim eða blaðamerðir við ríkissjóðs- blaðið „Tímann" upp við Norður- heimskautsbaug ekki látnir einir í friði. Því er siður en svo að heilsa. Skærari ljós og skörulegri í bar- áttunni fyrir lokasigri úrkynjun- ar og villimennsku gefa auðvitað tóninn svikalaust. Á meðal þeirra þekktari hérlendis, þökk sé rauðvarpi okkar, mun vera hinn fyrrverandi, austurríski óeirðakommúnisti Karl Raimund Popper. í sjálfsævisögu sinni segir hann: „Ég var skelfingu lostinn yfir og mig hryllti við framkomu lögreglunnar," þegar yfirvöld í Vín snerust til varnar og lækkuðu rostann í vitstola götulýð kommúnista árið 1919, „og líka hneykslaður á sjálfum mér, því að mér varð ljóst, að ég sem marxisti bar hluta af ábyrgðinni á harmleiknum." Að svo búnu sneri hetjan baki við félögum sínum, gerði víðreist, Hume, Spinoza, Kant og Hegel. Fúkyrði hans um Hegel, sem hann kallar „heimspekilegan svikara", „fyrirhugsuð harð- stjórnar" og „blygðunarlausan skrípatrúð", eru náttúrlega orð- bragð, er illa sæmir siðuðum manni. Þau leyna hins vegar ekki ætterni sínu, enda finnst Popper hið „ósigrandi mannúðlega hug- arþel" Marx rökrétt andsvar við annmörkum þjóðfélagsins. Sennilega lýsir Popper sjálfum sér og því, sem fyrir honum vak- ir, með einna þakkarverðustum hætti í ummælum sínum um Platon, er hann hefir m.a. þetta um að segja í heilsíðugrein sinni í „Die Welt“ hinn 1. júlí 1978: „Platon, hinn mesti, djúpúðg- asti og frábærasti allra heim- spekinga, hafði þær skoðanir á mannlegu lífi, sem ég tel við- bjóðslegar og beinlínis skelfi- legar. Þó var hann ekki aðeins mikill heimspekingur og stofn- andi þýðingarmesta, reglulega heimspekiskólans, heldur líka skáld af andans náð, er ásamt öðrum dásamlegum verkum samdi „Varnarræðu Sókratesar". „Veikleiki hans, eins og svo margra heimspekinga að ævi- starfi eftir hans dag, var sá, að hann, þveröfugt við Sókrates, að- hylltist kenningu um úrval. “ heimspekingar hafa verið og eru stjórnmálum nátengdari en Karl Raimund Popper." Vinsældir Sir Karls á meðal enskumælandi þjóða, segir Konrad Adam, að hafi verið gíf- urlegar, en með seinni skipunum í Þýzkalandi, þar sem þær hafi þó síðar náð háflugi — og afmæl- isbarnið hafi við ýms tækifæri verið titlað „ríkisheimspekingur Sambandslýðveldisins", og áhrif- anna gæti alla leið „niður í dæg- urþras og flokkalægðir". En vinsældir einar eru lítils virði, ef áhrifa gætir ekki í verk- um. Undan áhrifaleysi hafa Popper og lærisveinar ekki þurft að kvarta. Áhrifin hafa orðið slík, að allur ótti við að „veik- leiki" Platons — óskin um, að hæfustu mennirnir veldust til forystu — væri smitandi og ylli skemmdum á lýðræðinu á sér ekki flugufótarstoð í veruleikan- um. Reglan um heilagleika hins öfuga úrvals hefir fyrir löngu fest svo djúpar og digrar rætur á Vesturlöndum, að jafnvel meðal- heimskan er ekki lengur alveg öruggt persónueinkenni til að geta komizt í mjúkinn hjá al- menningi, æðsta handhafa dómgreindar og vizku. Þar sýnist reginheimskan vera hagstæðara veganesti. Máttur menning- Allir eru undrandi Tilburðir og umsvif svokall- aðra stjórnmálamanna styðja þessa skoðun undantekningalítið. Vanmáttur þeirra og hirðuleysi lýsir sér vanalega bezt í því, að varla lýkur neinni vandræða- ráðstefnu þeirra — og þær hafa hvorki verið fáar né fámennar — með öðru en samþykkt um, hvar og hvenær næsta ráðstefna skuli haldin. Út af fyrir sig er máski ekki ástæða til að harma þau leikslok hástöfum. Að venjtt hristir almenningur höfuð yfir ráðaleysinu, finnur fráleitt nokkra sök hjá sér, held- ur bara áfram því, sem Schop- enhauer taldi honum eðiilegast: að eta, drekka, sofa og auka kyn sitt; og hugsar ekki neitt fremur en fyrri daginn, en segist vera aldeilis hissa. Margt hugsandi fólk er einnig hissa, hreinskilnislega hissa, en einmitt á því, að það skuli vera hissa, er ég hissa. Ástæðan er sú, að mér finnst næstum allt, sem nú stendur til mestra ógna, vera rökréttar og að mestu óhjá- kvæmilegar afleiðingar þeirra andlegu/sálrænu misþyrminga, sem Evrópuþjóðir hafa ofurselt sig af einhverri yfirskilvitlegri sjálfsmorðshvöt. Ef fótur kynni að vera fyrir bollaleggingum á svipuðum nótum, væri auðvitað innan verkahrings hæfra geð- lækna og sálfræðinga að sökkva sér niður í rannsóknarefnið. Þáttur þessa rannsóknarefnis, og hreint ekki veigalítill, hlytu stjórnmálaviðhorfin og -vinnu- brögðin að sjálfsögðu að verða. Ákaflega fátt, sem á þeim vett- vangi gerist, bendir til að mann- kyninu hafi lærzt að bæta og fullkomna umgengnishætti og samskipti sín til muna frá því að Sir Karl Popper: Platon er viðbjóðslegur og skelfilegur. Brandt-Jugend Fylkir sér undir merki múrveldisins. Verkefni handa geðlæknum Frjálslyndi ber ávöxt Brandt-Jugend óttast úrval liggja fyrir óteljandi yfirlýsingar sakhæfra ábyrgðarmanna hans um, að mannbætur séu í hróp- andi „mótsögn við ríkjandi réttlætistilfinningu og siðgæð- ishugsjónir" og að sérhver sá, sem léti sér til hugar koma að gera „menntunar- og hæfniskröf- ur til stjórnmálamanna almennt séð“, hefði þar með gert sig sekan um syndsamlegt „brot á lýðræð- isreglum". Menntun var máttur Mannbætur, menntun og hæfni hafa frá upphafi menning- ar verið talin eftirsóknarverð og göfug markmið — menning í og unz hann settist að í Englandi, iagði sér til „marxisma með mannsandliti" með því að ganga í Verkamannaflokkinn, var aðlað- ur fyrir vikið og heitir síðan Sir Karl Popper. Um allmörg undan- farin ár hefír hann verið átrún- aðargoð allra frjálslyndinga, enda lagt sig í framkróka við að ófrægja og níða niður á jafn- sléttu marga þeirra mætu heim- spekinga, sem um aldir hafa miðlað samtíð sinni og framtið ómetanlegum andlegum auði, allt fram að þeim tíma, er mannbæt- ur, menntun og hæfni urðu af- brot og lestir. Alveg sérstaka andúð og fyrir- litningu álítur Popper sig hafa ofni Ó O A Infn í IÍÁq 9 PlntfHl Ríkisheimspekingur Óþarft er að geta þess, að Sir Karl Popper er sprenglærður og afkastamikill rithöfundur á sviði heimspeki og þjóðfélagsmála, og nýtur geysimikilla vinsælda og virðingar víðast hvar í frjáls- lyndisheiminum þótt sumar kenninga hans þyki skrítilegar og aðrar séu umdeildar. Um- deildur hlaut hann ennfremur að verða vegna áratuga afskipta sinna af stjórnmálum, og mun vera ástæðulaust að efa upphafs- orð Konrad Adam að viðhafnar- afmælisgrein sinni í tilefni af 8Ó. afmælisdegi Sir Karls, er birtist í „Frankfurter Allgemeine Zeit- ung“ hinn 24. júlí f.á.: „Fáir arleysis bæta úr böli án þess að bíða ann- að meira, það sé þeim örlögum háð að geta ekki leyst eitt vanda- mál nema tvö ný verði til um leið. Fjáraustri fylgir örbirgð Áhrifa frjálslyndinga gætir því með einhverjum hætti alls staðar í þjóðfélaginu, ekki sízt á sviði uppeldis- og menntamála eins og að líkum lætur. Það má m.a. ráða af nýjustu skoðanakönnun rannsóknar- stofnunar frú Noelle-Neumann í Allensbach á viðhorfum háskóla- stúdenta í Vestur-Þýzkalandi, kjarnríkis NATO í Evrópu, til kommúnismans. Niðurstöður voru lauslega kynntar hinn 16. f.m. og leiddu í ljós, að 74% stúd- enta telja hugsjón kommúnism- ans „góða“. M.a.s. 10% álíta stjórnarhætti í ríkjum kommún- ismans geðþekkari en þjóðfé- lagsskipan Vesturlanda. Þessi árangur af gegndarlaus- um fjáraustri Bonnverja í skóla- göngufólk og dekri við náms- tossa, sem margir hverjir heimta nú eftirlaun að loknu stúdents- prófi, sýnir afbragðsvel að and- leg örbirgð dafnar með ágætum í peningaflóði og eykst nokkurn veginn í hlutfalli við vöxt þess, en í námsstyrki og námslaun var varið í Vestur-Þýzkalandi: Árið 1970: DM 629.000.000. Árið 1982: DM 3.900.000.000. Hækkun: DM 3.271.000.000 eða 520%. Nú hyggst hin nýja ríkisstjórn reyna að gera hina rauðu háskóla landsins að menntastofnunum á ný. Spor í þá átt munu t.d. vera áform um, að frjálslynd skólaal- þýða, þ.e. þeir nemendur, sem af eðlishvöt eru haldnir décadence- veilum og því einkar næmir fyrir hjarðfræðum Poppers og steppu- systkina hans, hljóti einkunnir við hæfi og gefist gott tóm til að hugleiða, hvort atgervi sitt kunni ekki að njóta sín bezt við hugsun- arlitla líkamsvinnu. Eins og búast mátti við, ætlaði Brandt-Jugend að tryllast jafn- skjótt og þessi tíðindi spurðust. Samstundis var efnt til útifunda og andspyrnuhreyfinga, þar sem það var lýst ómengað íhald að ætlazt væri til að (vaxtalaus) lán yrðu endurgreidd — og hrein- ræktaður fasismi, ef meiningin væri að „framleiða úr okkur úr- valsstúdenta". „Frankfurter Allgemeine Zeit- ung“ tekur óværðina til meðferð- ar í forystugrein hinn 17. f.m. og lýkur henni með þessum huggun- arorðum: „Það er engin „hætta" á að hún (þ.e. Brandt-Jugend, innskot mitt) komist nokkurn tíma í úr- valið — hvorki með né án styrkja." Halleluja!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.