Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 31

Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 31 Isabelle Adjani í sannkölluðu banastuði i hryllingsmyndinni Haldin illum anda. Kvikmyndahátíð 1983 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson HALDINN ILLUM ANDA (Prossession) Leikstjóri: Andrzej Zulawski. Handrit: Zulawski, Frédéric Tut- en. Kvikmyndataka: Bruno Nuytten. Tónlist: Andrzej Korzynski. Aðalhlutverk: Isabelle Adjani, Sam Neill, Heinz Bennent, Margit Carstinsen, Frönsk/- vestur-þýsk. Sýningartími: 127 mín. Possession er torráðin mynd, svo ekki sé tekið dýpra í árina, og tilgangur þessarar blóði- drifnu hryllingsmyndar óljós. Boðskapur hennar hefur graf- ist í offramleiðslu óhugnaðar. Isabelle Adjani er gengin af göflunum og æðir um Berlín- arborg í ærðum, djöffullegum dásvefni. Milli þess eldar hún grátt silfur við eiginmann sinn, (Sam Neill), sem hún er að skilja við eftir langvarandi ástarsamband við annan mann, furðufuglinn Heinz Bennent. í auðri, niðurníddri íbúð elur hún svo í tómstund- unum eitthvert viðbjóðslegt af- styrmi á volgu blóði lögreglu- manna. Ég reyni ekki að lýsa atburðarás nánar. í leikskrá er Zulawski sagður „villtur Pólverji", og eftir þessu afkvæmi hans að dæma, virðist sú lýsing dáindis góð. Það þarf óbeislaða andagift, vægast sagt, til að koma þess- um brjálæðislega efnivið sam- an svo úr verði verk sem á er horfandi og hvað sem öðru líð- ur verður ekki annað sagt um Possession. Leikstjórnin er ör- ugg þrátt fyrir ruglingsleg aft- urhvörf, (flashbacks), og myndavélinni er oft beitt á skemmtilegan, ágengan hátt. Þá er og ein góð og gild ástæða (fyrir óflökurgjarnt fólk) að sjá myndina þar sem er magnþrunginn leikur Isa- bellu Adjani í hlutverki þeirrar bandóðu. Brjálæðislegt fas hennar líður seint úr minni. Og síst á myrkum miðvetr- arkvöldum... STJÚPI (Beau-Pére) Leikstjórn og handrit: Bertrand Blier. Kvikmyndataka: Sacha Viemy. Klipping: ('laudinc Merlin. Tónlist: Philippe Sarde. Aðalhlutverk: Patrick Dewaere, Ariel Bessc, Maurice Ronet. Frönsk, sýn.tími 120 mín. Efni Stjúpa hefði einhvern- tíma hneykslað viðkvæmar sálir og gerir sjálfsagt enn. Patrick Dewaere er tæplega þrítugur þriðja flokks píanóleikari sem í myndarbyrjun missir sambýl- iskonu sína í bílslysi. Átti hún fjórtán ára dóttur úr misheppn- uðu hjónabandi. Stúlkan heldur til föður síns eftir fráfallið, gegn vilja sínum og snýr fljótlega til baka til sins myndarlega fóstra. Ekki líður á löngu uns „eðlið er vakið í ung- meyjarbarmi", þessi þroskaða stúlka verður bálskotin í stjúpa og gengur fast eftir að Dewaere verði sinn fyrsti elskhugi. Eftir karlmannlega vörn, lengi vel, fellur svo stjúpi fyrir „Lolitu freistingunni" og upphefst nú illsnúinn þáttur í lífi þeirra. Það hefði verið sáraauðvelt að klúðra þessu vandmeðfarna efni, en Bertrand Blier tekst að draga upp, í aðra röndina næsta háðs- lega mynd af ástandinu og í hina, heita mannlega og ástríðu- fulla. Á svo eðlilegan hátt byggir hann upp erótíska spennu á köfl- um, að áhorfandinn fær samúð og væntumþykju með þessu merkilega pari. Því er heldur ekki að neita að Blier hefði gjarnan mátt stytta handritið — sem hann byggir á eigin skáldsögu — með því móti hefði hann einnig undirstrikað skopið í myndinni sem stundum líður um of fyrir hversu löng hún er. Annars er handritið óvenju vel skrifað og flest samtölin hnitmiðuð og skynsamleg — og einræðurnar við myndavélina meinfyndnar. Margir kannast eflaust við roskinn, ágætan leikara, Bertr- and Blier, en leikstjóri þessarar myndar er einmitt sonur hans og alnafni. Blier yngri hefur vakið mikla eftirtekt víða um lönd og þykir einn athyglisverðasti leik- stjóri Frakka um þessar mundir. Því kemur sú spurning upp í hugann, eftir þessa skemmtilegu og fallegu sýningu — hvenær fáum við að sjá þá frægu mynd Bliers Preparez vos Mon- choirs/ Get Out Your Handker- chief? Fræðsluþættir frá Gedhjálp Hlutverk félagsráðgjafa Spurning: Hvert er hlutverk fé- lagsráðgjafa á sjúkrahúsum? Svar: Starfssvið og hlutverk félags- ráðgjafa afmarkast af því, á hvers konar sjúkrahúsi eða sjúkradeild hann eða hún starf- ar. Félagsráðgjafinn annast þó yfirleitt ákveðin verkefni, án til- lits til tegundar sjúkrahúsa eða deilda. Þessi verkefni eru: 1. Kanna félagslegar og per- sónulegar aðstæður sjúklingsins. Her er m.a. átt við: — fjöl- skylduhagi, atvinnu við innlögn, og atvinnumöguleika við út- skrift, e.t.v. endurhæfingu til nýrrar atvinnu, efnahag, að- stæður í fjölskyldu sjúklingsins með tilliti til þátttöku hennar í endurhæfingu eða umönnun sjúklingsins o.fl. 1. Að fengnum þessum upp- lýsingum og með vitneskju um batahorfur sjúklingsins á hverj- um tíma, aðstoðar félagsráðgjaf- inn viðkomandi og fjölskyldu hans til að nýta sér þau bjargráð sem fyrir hendi eru. Þeir kraftar og þau úrræði, sem kunna að liggja ónýttir í hæfileikum sjúklingsins og fjöl- skyldu hans, eru nýttir eftir bestu getu, auk þeirra samfé- lagslegu aðstoðar sem til boða stendur í hverju tilviki. Eins og áður er nefnt, eru verkefni félagsráðgjafanna nokkuð mismunandi eftir deild- um spítalanna. Þannig er nokkur verkefnamunur, t.d. á geðsjúkra- húsum annast félagsráðgjafar bæði langtíma- og skammtíma- meðferð sjúklinga og aðstand- enda þeirra, auk þess sem þeir leiðbeina um ýmis úrræði. Með- ferðin er veitt ýmist í formi ein- staklingsviðtala, hjóna- eða fjöl- skylduviðtala, ellegar í hópvinnu með sjúklingnum. Á almennum deildum beinast kraftar félags- ráðgjafans að því að vinna úr félagslegum og persónulegum vanda sjúklinganna svo að bati dragist ekki á langinn af þeim orsökum, sömuleiðis að hindra endurinnlögn vegna félagslegra og persónulegra vandkvæða. Ráðstafanir við útskrift er stór hluti verkefnanna. Á lang- legudeildum eru vistunarúrræði, samband við fjölskyldumeðlimi og félagsleg virkni gjarnan í brennidepli. Meginverkefni fé- lagsráðgjafanna eru þó alltaf þau sömu án tillits til deilda. — Það er að vinna að félagslegri og andlegri endurhæfingu og benda einstaklingum, hópum og yfir- völdum á leiðir til að ná því markmiði. Spurning: Ég hef heyrt að þeir (félagsráðgjafar) útskrifi sjúkl- inga. Hver hefur gefið þeim það vald? Svar: Félagsráðgjafar hafa ekki vald né umboð til að útskrifa sjúklinga. Það er aðeins yfir- læknir sem tekur þá ákvörðun, eða deildarlæknir í umboði yfir- læknisins. Kátir kokkar í eldhúsi Esjubergs; Gérard Mathes frá Luxemborg annar frá hægri. Mynd. Mbl./KÖE. Helgarhorn á Hótel Esju FOSrriJDAGINN 28. janúar opnar svokallað helgarhorn í Esjubergi. í þessum þiljaða hluta veitingabúðar verður þjónað til borðs og lagt kapp á að hafa eitthvað nýstárlegt hverja helgi, verður höfðað til ýmissa borga víða um veröld, sem og til einstakra staða hér innanlands. Á boðstólum verður jafnan glæsilegur salatvagn og brauðborð er gestir geta fengið að vild. Ætl- unin er að verðlag verði á þessum stað, lægra en gerist í veitinga- húsum með svipaða þjónustu, en þó heldur hærra en í sjálfsaf- greiðslunni á Esjubergi. Þá verður afgreiðslufyrirkomulagi í Esju- bergi breytt og mun svokallað viðbitaborð fylgja öllum réttum framvegis. Nýr inngangur verður opnaður í Esjubergi að framan- verðu þ.e. um hóteldyr. Helgarhornið verður vígt þann 28. janúar með dagskrá og mat- seðli frá Luxemborg. Karl Steinar Guðnason Prófkjör Alþýöuflokksins 29.—30. janúar STUDNINGSMENN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.