Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 33

Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 33 Þorvaldur Guðmundsson, kaupmaður og varaformaður KÍ: Stjórnmálamenn ekki bezt fallnir til að stjórna atvinnurekstri landsins ÞORVALDUR Guömundsson, kaup- maöur og varaformaður Kaup- mannasamtaka íslands, ritar skemmtilegan leiðara i nýjasta hefti Vcrzlunartíðinda, fréttablaðs sam- takanna, undir heitinu „Eining er afl“. Þar fjallar Þorvaldur m.a. um þá skoðun sína, að stjórnmálamenn séu ekki manna bezt fallnir til þess að stjórna atvinnurekstri, en annars fer leiðarinn hér á eftir: „Eg er ekki stjórnmálamaður og ég ætla ekki að gera neina tilraun til þess að boða stjórnmálastefnu, hvorki nýja né gamla. En ég hefi lifað það langa ævi og fengist við svo margt um dagana, að ég hlýt að hafa skoðanir á ýmsu því sem er að gerast í kringum okkur — hvað ætti að gera og hvað ætti ekki að gera — og þess vegna leyfi ég mér að setja hér fram nokkur atriði, sem ég tel athugunarverð, fyrir þá sem standa í svokölluðum frjálsum atvinnurekstri. Auðvitað viljum við öll búa í frjálsu þjóðfélagi og ég held ekki að frelsi okkar og lýðræði sé nein hætta búin. Við viljum að allir búi við góð lífskjör og þau geti farið síbatn- andi. En spurningin er, hvort að svo geti orðið, hvort lífskjör okkar geti haldið áfram að batna á kom- andi árum og áratugum? Ég á hér ekki við þá hefðbundnu erfiðleika í efnahagsmálum, sem nú er við að glíma vegna afla- brests, versnandi viðskiptakjara og hárra vaxta af erlendum skuld- um. Ég er að reyna að líta lengra fram í tímann. Er það ekki svo — þegar til langs tíma er litið — að allar framfarir eru fyrst og fremst komnar undir því, að fyrirtækjun- um, sem framleiða lífsgæðin og dreifa þeim, sé stjórnað af mönnum, sem hafa þekkingu á rekstrinum, kunna að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma, fá nýj- Þorvaldur Guðmundsson, kaupmað- ur, varaformaður KÍ. ar hugmyndir um framleiðslu- og dreifingaraðgerðir, láta sér detta í hug að framleiða nýjar vörur, sem neytandinn metur mikils að geta keypt? Er íslenskur atvinnurekst- ur í dag í nægilega ríkum mæli í höndum slíkra manna? Hafa stjórnendur fyrirtækja í dag nægilegt olnbogarúm til þess að hagnýta þekkingu sína og reynslu. Hafa þeir nægilegt skil- yrði til þess að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd? Ég held því miður, að þessum spurningum verði að svara neit- andi. Ýmsir opinberir aðilar hafa nú í verulegum mæli hönd í bagga með því hvers konar atvinnurekst- ur er hér stundaður og hvernig honum er stjórnað. Það skiptir nú oft á tíðum ekki mestu máli, hvort atvinnurekstur er arðbær, heldur hvar hann er stundaður. Ég hef auðvitað ekkert á móti stjórn- málamönnum, þeir eru nauðsyn- legir í lýðræðisþjóðfélagi. En ég tel, að þeir séu ekki manna best fallnir til þess að stjórna atvinnurekstri. Ég tel að þeir eigi ekki að ráða því, hvar hann er stundaður eða hvernig. En það er þetta, sem hefur verið að gerast hér á landi í vaxandi mæli á undanförnum árum. Stjórn atvinnu- og viðskipta- lífsins hefur verið að flytjast úr höndum þeirra, sem hafa þekk- ingu og reynslu á þegsu sviði, í hendur stjórnmálaaðila, ríkis- valds, sveitarstjórna og ýmissa opinberra stofnana. Þessari þróun verður að snúa við, því tel ég að þeir sem fást við framleiðslu, viðskipti og verzlun, ættu jafnvel að líta á það sem höf- uðhlutverk sitt á næstu árum, að vinna að auknu atvinnu- og við- skiptafrelsi, að tryggja þeim aukið olnbogarúm í efnahagslífinu, sem hafa þekkingu og reynslu til að stjórna fyrirtækjum, þannig, að þau framleiði þá vöru og veiti þá þjónustu sem neytandinn óskar eftir, við sem lægstu verði. Stjórnmálaöflin í landinu verða að skilja að þau eiga að helga sig þeim verkefnum, sem eru á þeirra sviði. Við þurfum, auðvitað, gott heil- brigðiskerfi, gott skólakerfi, víð- tækt tryggingakerfi, trausta lög- gæslu og svo framvegis. Um þetta eiga stjórnmálamennirnir að fjalla. En þeir eiga ekki að stjórna at- vinnu- og viðskiptalífinu. Það eiga þeir menn að gera sem á því sviði hafa þekkingu og reynslu. Með þeim hætti verða tryggðar stöðug- ar framfarir, þegar til lengri tíma er litið, með þeim hætti geta lífs- kjör á þessu landi farið síbatn- andi. Því tel ég, að nú megi ekki drag- ast öllu lengur að þeir sem treysta og trúa á einstaklinsframtakið gangi sameinaðir til starfa, því að eining er afl. Útflutningur Japana dróst saman um 8,7% Vöruskiptajöfnuður jákvæður um 6,88 milljarða dollara VERÐMÆTI útflutnings Japana á síðasta ári var 8,7% minna, en á ár- inu 1981, að sögn talsmanns fjár- málaráðuncytis landsins, en þetta er í fyrsta sinn síðan 1952, sem útflutn- ingsverðmæti Japana dragast saman milli ára. Talsmaður fjármálaráðuneytis- ins sagði aðalástæðurnar vera hinn almenni efnahagssamdráttur í heiminum, auk þess sem inn- flutningshömlur í Bandaríkjunum og Evrópu á japönskum vörum hefðu haft afgerandi áhrif. Þrátt fyrir samdrátt í útflutn- ingsverðmæti náðu Japanir því, að vera með jákvæðan vöruskipta- jöfnuð. Vöruskiptajöfnuður Jap- ans var jákvæður um 6,88 millj- arða dollara á síðasta ári, en hann var hins vegar jákvæður um 8,74 milljónir dollara á árinu 1981. Verðmæti útflutnings á árinu 1982 var um 138,85 milljarðar dollara, sem er um 8,7% sam- dráttur frá fyrra ári eins og áður sagði. Verðmæti innflutnings var hins vegar um 131,97 milljarðar dollara. Út- og innflutningur dróst sam- an í desembermánuði sl., ellefta mánuðinn í röð. Útflutningurinn dróst saman um 13,4%, en inn- flutningurinn hins vegar um 15,9%. Vöruskiptajöfnuðurinn var jákvæður um 1,60 milljarða doll- ara í desembermánuði. Ef viðskipti Japans og Banda- ríkjanna eru skoðuð kemur í ljós, að útflutningur frá Japan til Bandaríkjanna dróst saman um 5,9% á árinu 1982 og var samtals að upphæð um 36,34 milljarðar dollara. Innflutningur á banda- rískum vörum til Japans dróst saman um 4,5% og var samtals að upphæð um 24,16 milljarðar doll- ara. Útflutningur Japans til landa Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, dróst saman um 9,6% á síðasta ári og var að upphæð um 17,07 millj- arðar dollara. Innflutningur á vör- um frá löndum EBE til Japans dróst saman um 11,6% og var að upphæð samtals 7,56 milljarðar dollara. Talsmaður fjármálaráðuneytis- ins japanska sagði athyglivert, að útflutningur hefur aukizt stöðugt til Saudi-Arabíu á síðustu misser- um og nefndi, að tæplega 13% aukning hefði orðið á síðasta ári, en útflutningsverðmætið hefði verið um 6,6 milljarðar dollara. Um árið í ár sagði talsmaður fjármálaráðuneytisins, að stjórn- völd reiknuð með nokkurra pró- sentustiga aukningu í útflutningi, en tilgreindi aukninguna ekki frekar. Hádegisjazz íBlómasalnum Hótel Loftleiðirfara nú af stað með skemmtilega skammdegis skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sambland af morgun- og hádegisverði með léttri og lifandi tónlist. „JAZZ FYRIR ÞÁ SEM EKKERT GAMAN HAFA AF JAZZ!“ Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu að þessu sinni: KM KVARTETTINN - Kristján Magnússon og félagar LITLA STÓRABANDIÐ - Friðrik Theódórsson og félagar SÉRSTAKUR HÁDEGISGESTUR: STEINI STEINGRÍMS Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og Ijúffengum réttum í Blómasalnum. Við byrjum kl. 12 á hádegi. Verð kr. 190 - Borðapantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR SUPERFIRE ARINNINN ÝMUS H.F. Hefur verið reyndur á ís- landi í öllum veöráttum og virkað óaöfinnanlega. Hentar vel í nýbyggingar, sumarbústaði og eldri hús. Hitar útiloftið áður en það fer út í herbergið, og virkar þá bæöi sem loft- ræstikerfi og hitunartæki. Fæst í mismunandi út- færslum. Þremur stærö- um. í horn eða á vegg. Þér klæöið arininn að eig- in ósk. Við leiöbeinum með val og veitum allar upplýsingar. Góðar leiöbeiningar um uppsetningu fylgja. Sam- þykktur af Brunamála- stofnun íslands. Hringið og við sendum upplýs- ingar. P. O. BOX 330 - 202 KÓPAVOGI - ICELAND Kvöld- og helgarsími 46100. Tilkynning til eigenda Verðskrár húsasmiða Veröskrá húsasmiða hefur veriö gefin út að nýju samkvaemt siöasta kjarasamningi. Verðskráin hefur veriö send í póstkröfu til þeirra eigenda, sem leystu út útgáfu 1981. Þeir handhafar verðskrár bóka, sem ekki fá senda þessa útgáfu, eru beðnir aö hafa samband viö af- greiðslu Veröskrár húsasmiöa, hjá Trésmiðafélagi Reykjavikur Suöurlandsbraut 30, simar 86055 og 39122, til aö fá nýju útgáfuna. Við pöntun eöa kaup á verðskrárblöðum veröur að tilgreina númer bókarinnar, en þaö er grópaö innan á aftari kápusíöu. Allar eldri útgáfur verðskrárinnar féllu úr gildi 31. des. sl. Verðskrá húsasmiöa, Suðurlandsbraut 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.