Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
TEIKNARI
óskast tíl starfa
Þarf- aö hafa starfsreynslu
og geta unnið sjálfstætt aö
verkefnum. Góö aöstaða
Laun eftir samkomulagi.
Upplýsingar i síma 22866.
eb
Auglýsingastofa
Lagerinn
Smíðjuveg 54
Kópavogi
brýtur blað í sögu íslenskra
verslunarhátta. Nú þarft þú
ekki lengur aö hlaupa á út-
sölur einu sinni á ári til að fá
vörur á útsöluveröi.
Lagerinn er opinn allt árið.
Dæmi um verð:
frá kr.
Herraflauelsbuxur 295
Herragallabuxur 345
Herraúlpur 490
Vinnujakkar 295
Dömuflauelsbuxur 155
Dömugallabuxur 345
Peysur 195
Barnabuxur 195
Barnaúlpur 295
Barnaföt, regngallar,
blússur, sokkar, hanskar,
nærföt, gjafavörur,
hljómplötur, allt á óvenju
lágu veröi.
Borgaðu
ekki meira
Opið mánudaga,
þriðjudaga, miðviku-
daga og laugardaga
frá 12—19. Fimmtu-
daga og föstudaga frá
12—22.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Spjall um útvarp og sjónvarp
Hvað um íslenskan gaman-
leik í stað draugagangs?
Fréttir fjölmiðla í lok janú-
armánaðar af ótíð til lands og
sjávar, af mannskaða í snjóflóði
á Patreksfirði minna okkur á þá
staðreynd að við búum í landi
þar sem náttúruöflin hafa hvað
eftir annað leikið landsmenn
grátt. Sem betur fer eru þó ekki
allar fréttir slæmar fréttir, við
fáum einnig fréttir af prófkjör-
um stjórnmálaflokkanna og
fréttir af innlendum og erlend-
um íþróttaafrekum, sem verið er
að segja frá allan daginn frá
morgni til kvölds. Á fréttastofu
útvarps og sjónvarps starfar ein-
vala lið. Eg er þeirrar skoðunar
að það leysi sín verkefni vel af
hendi miðað við þröng húsa-
kynni og að mörgu leyti erfiða
vinnuaðstöðu.
í kvöldfréttum útvarps sagði
Kristján Guðlaugsson, fréttarit-
ari í Peking, höfuðborg Kín-
verska alþýðulýðveldisins, frá
vaxandi áfengisneyslu og sið-
ferðisupplausn í ríki sósíalism-
ans og er þá fokið í flest skjól.
Kínverskir borgarar undir þrúg-
andi miðstýringu marxismans
vilja sem sagt komast í vímu-
ástand. Ja hérna. Mao látinn og
menningarbyltingin að engu orð-
in. Hvað er nú til varnar vorum
sóma, félagi Karl Marx? í síð-
asta spjalli sagði ég að þáttur
þeirra Eddu Björgvinsdóttur og
Helgu Thorberg í útvarpi, „A
tali", væri saklaust grín, skop
um náungann í næsta húsi. Eftir
að hafa hlustað á fleiri þætti tel
ég að þátturinn sé dulbúinn
áróður fyrir kvennaframboðið. I
þessum þætti fer mest fyrir háði
og lítilsvirðingu um íslenska
karlmenn, og ég sem hélt að þeir
ættu nú annað skilið.
Fimmtudagur 20. janúar:
Eftir kvöldfréttir hófst í út-
varpi þátturinn „Duggugrautur".
Umsjónarmaður Stefán Jóhann
Stefánsson, fréttamaður. Hann
taldi þáttinn ekkert eiga skylt
við orðin dugga eða grautur.
Víða var komið við í þessum
þætti, fjallað um það merkilega
fyrirbæri ástina og vitnað í
skáldin og ljóð þeirra. 94 ára
gömul kona sagði í viðtali það
vera skoðun sína að ástin sé
kærleikur, vinátta manna á milli
og geta líklega flestir tekið undir
þá skoðun gömlu konunnar.
Spjallað var um fyrirhugaðar al-
þingiskosningar, áfengismál,
tunglferð og margt fleira.
„Duggugrautur" er hvorki betri
né verri en tugir þátta á liðnum
árum sem fjallað hafa um ekki
óskyld efni.
Fyrir miðnætti þegar tunglið
óð í skýjum var flutt í útvarpi
leikritið „Drakúla", eftir ein-
hvern Bram Stoker sem ég veit
engin deili á. 1. þáttur af þrem.
„Þeir dauðu fara hratt", leik-
stjóri Jill Brook Árnason. Nei
takk. Frásagnir af blóðsugunni
Drakúla greifa eru ekki fyrir
minn smekk. Ég hlustaði þó á
leikritið og var lítið hrifinn.
Hvað um íslenskan gamanleik í
stað draugagangs? Nóg er
myrkrið í mannheimi og ekki á
bætandi. Drakúla greifi kann að
æra viðkvæmar sálir. Eitthvað
er til hjá útvarpinu á segulbandi
með Haraldi Á. Sigurðssyni, Al-
freð Andréssyni og Brynjólfi eða
öðrum meisturum skopsins. Upp
með húmorinn í skammdegi og
veðraham.
Föstudagur 21. janúar:
Prúðuleikararnir skemmtu
þjóðinni í sjónvarpi í tæpan
hálftíma með ærslagangi, að
loknum fréttum og veðurfregn-
um. Heiðursmennirnir, Statler
og Waldorf stjórnuðu sýning-
unni í þetta sinn á meðan frosk-
urinn sat í stúku og leit yfir svið-
ið. Hlúnkur, Svínka, Gunnsi,
Bósi og aðrir snillingar fóru á
kostum. Gestur þáttarins, Hal
Linden, bandarisk sjónvarps-
stjarna, gleymdist. Var þó leyst-
ur út með blómum og húrra-
hrópum í lok sýningar. í
áhyggjulausri veröld Prúðuleik-
aranna er léttleiki og gleði ríkj-
andi, þar er engin verðbólga,
Lilja Þórisdóttir
engin skuldasöfnun eða önnur
vandamál er hrjá mannfólkið.
„Kastljós", þáttur um innlend
og erlend málefni kom á skjáinn
strax á eftir Prúðuleikurunum.
Guðjón Einarsson og ögmundur
Jónasson stjórnuðu þættinum.
Ögmundur beindi kastljósinu að
Póllandi og fjallaði um herlög
stjórnvalda, afnám alls þess er
við íslendingar teljum almenn
mannréttindi. Bann við starf-
semi Samstöðu sett í haust
stendur enn óbreytt. Hringnum
hefur verið lokað. Andófsmaður-
inn er ofurseldur duttlungum
hins sósíaliska kerfis. Ögmundur
sagði einnig frá starfsemi
bresku útvarpsstöðvarinnar BBC
World service, fréttaflutningi
hennar í dag og í siðari heims-
styrjöld og spjallaði við Pétur
Guðjónsson, stórkaupmann, sem
hlustar að staðaldri á útvarps-
stöðina. Guðjón Einarsson sá um
innlenda vettvanginn og þar var
fyrst fjallað um húsbyggingar á
íslandi. Guðjón tók tali ungan
mann sem er að eignast sína
fyrstu íbúð og margt var ófagurt
er hann sagði um reynslu sína af
húsbyggingu og lánastofnunum.
Davíð Oddsson og Svavar Gests-
son ræddu hækkun fargjalda
Strætisvagna Reykjavíkur og
voru mikið ósammála. í heild
var þátturinn mjög góður.
Laugardagur 22. janúar:
Fyrsti þáttur af tíu í dönsku-
kennslu sjónvarpsins hófst
klukkan sex síðdegis. Skömmu
fyrir hádegi í rigningu og roki
skaust ég út í bókabúð og náði í
eintak af kennslubókinni „Hild-
ur“. Síðan leit ég á þáttinn þegar
hann var sendur út, fletti bók-
inni og fylgdist með Lilju Þór-
isdóttur á danskri grund. Ekki
þarf að hafa mörg orð um gagn-
semi slíkra þátta. Ég hvet fólk
til þess að notfæra sér dönsku-
kennslu sjónvarpsins.
„Tígur í veiðihug", heitir
bandarist bíómynd frá árinu
1967 sem var á dagskrá sjón-
varpsins þetta laugardagskvöld
klukkan níu. Einhleypur póst-
útburðarmaður, miðaldra, Ben
Harris að nafni, gerir nokkrar
örvæntingarfullar tilraunir til
að ræna kvenmanni í von um að
lífga upp á ömurlega tilveru
sína. Loks tekst það, hann rænir
miðaldra konu á götu úti og flyt-
ur í greni sitt í kjallaraíbúð í
fjölbýlishúsi. Mannkertið er ein-
staklega leiðinlegt og á við geð-
Vilmundur Gylfason
ræn vandamál að striða. Fyrir
framleiðanda vakir sennilega að
sýna í kvikmynd þessari fram á
einmanaleika i stórborg nútím-
ans og er það virðingarvert, en
það tekst engan veginn. Myndin
er misheppnuð og þeim tíma illa
varið sem fór i að horfa á raunir
þessa póstútburðarmanns.
Sunnudagur 23. janúar:
„Listbyltingin mikla." Annar
þáttur. Valdatafl. Breskur
myndaflokkur í átta þáttum um
nútímalist var á dagskrá sjón-
varps klukkan fimm. Breskur
þulur í myndinni sagði frá Dada-
ismanum og helstu áhrifa-
mönnum þeirrar stefnu sem var
fyrirrennari súrrealismans. Sagt
var frá list Weimar-lýðveldisins
og nýjungum í málaralist á þeim
tíma. Einræðisöfl sósíalismans
og fasismans misnotuðu lista-
menn í þágu markmiða sinna.
í sjónvarpsþættinum var það
rakið hvernig Stalín drap frjálsa
listræna túlkun eftir að hann
komst til valda og skipaði síðan
myndlistarmönnum að mála
sjálfan sig í dýrðarljóma og um-
fram allt að hafa nú skeggið
nógu glæsilegt. Mussólíní virkj-
aði einnig myndlistarmenn í
þágu fasismans. Þá var viðtal
við Albert Speer, skipulagsmála-
ráðherra Hitlers-Þýskalands um
byggingarlist á dögum þriðja
ríkisins. Þátturinn var afar fróð-
legur og vel unninn af breska
sjónvarpinu. Frá Akureyri kom í
útvarp klukkan hálf átta spurn-
ingaleikurinn „Veistu svarið".
Stjórnandi var Guðmundur
Heiðar Frímannsson. Þessi þátt-
ur hefur verið á dagskrá síðan í
haust og mér finnst hann vera
orðinn þreyttur og lúinn. Þá tel
ég að þáttur þessi sé ekki svipur
hjá sjón miðað við það sem var
þegar Ólafur heitinn Hansson
samdi spurningar í samskonar
þátt er Jónas Jónasson stjórnaði
um árið.
Mánudagur 24. janúar:
Það var fátt á dagskrá útvarps
og sjónvarps þennan dag sem
ástæða sem til að geta. Einhver
doði yfir dagskránni og svo fast-
ir liðir eins og venjulega, Dag-
legt mál, Um daginn og veginn,
og íþróttaþáttur í sjónvarpi und-
ir stjórn manns er sigraði í for-
vali Alþýðubandalagsins í Norð-
urlandskjördæmi eystra.
„Tommi og Jenni", kötturinn og
músin héldu áfram að hrekkja
hvort annað í sjónvarpi. Oft er
búið að berja köttinn illa á með-
an músin sleppur þolanlega. Ég
held með kettinum, hann hefur
orðið að þola miklar kvalir og
ofsóknir.
Þriðjudagur 25. janúar:
„Við köllum hann róna“, heitir
þáttur sem Ásgeir Hannes Ei-
ríksson stjórnaði í útvarpi seint
um kvöldið. Var það annar þátt-
ur af þremur um utangarðsfólk.
Ásgeir Hannes ræddi við lög-
regluvarðstjóra sem sagði þau
tíðindi að i dag sæust varla
utangarðsmenn á götum úti,
þeim hefði verið komið fyrir á
stofnunum. Það sem vakti mesta
athygli mína í þessum þætti
voru viðtöl við tvo unga menn,
fyrrverandi eiturlyfjasjúklinga,
og þær fullyrðingar þeirra að
enginn skortur sé á eiturlyfjum
hér á landi og að útbreiðsla fari
vaxandi. Hér er mikið alvörumál
á ferð og lögregluyfirvöldum ber
skylda til þess að stöðva þennan
óhugnað í tíma. Ásgeir Hannes
Eiríksson á þakkir skyldar fyrir
að vekja athygli þjóðarinnar á
áfengis- og eiturlyfjavandamál-
um.
Miðvikudagur 26. janúar:
„Líf og heilsa." Þáttur um
meltingarsjúkdóma, umsjón og
stjórn Maríanna Friðjónsdóttir,
var á dagskrá sjónvarpsins
klukkan hálf níu á miðvikudags-
kvöld. Þriðji sjónvarpsþátturinn
um heilbrigðismál, áður voru á
dagskrá þáttur um krabbamein
og þáttur um hjartasjúkdóma. í
þessum þriðja þætti var spjallað
við læknana Bjarna Þjóðleifs-
son, Hjalta Þórarinsson og Tóm-
as Á. Jónasson og farið í heim-
sókn á Landspítalann og Landa-
kotsspítala. Þessir þættir um
heilbrigðismál eru með því at-
hyglisverðasta sem hefur verið á
dagskrá sjónvarpsins í vetur.
Þeir eru fróðlegir og veita fólki
innsýn í ýmsa erfiða sjúkdóma.
Vilmundur Gylfason, formað-
ur miðstjórnar hins nýstofnaða
Bandalags jafnaðarmanna, sat
fyrir svörum í þætti Ingva
Hrafns Jónssonar „Á hraðbergi"
síðar um kvöldið. Spyrjandi
ásamt Ingva var Guðmundur
Árni Stefánsson, ritstjóri. Vil-
mundur komst vel frá þeim
þætti, var yfirvegaðri en oftast
áður og er kominn með svipmót
roskins stjórnmálamanns.
Olafur Orms.son
Hvaö eru Schwarzkopf f
hárgreiösluvörur?
Aöeins fagfólkiö á stofunni getur svaraö því — en því mátt þú líka treysta.