Morgunblaðið - 29.01.1983, Side 35

Morgunblaðið - 29.01.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 35 Um flugmál Vestfirðinga í Hólmadrangi, eins og útgerðar- stjórinn upplýsti okkur um nýver- ið. Mismunun — eftir Halldór Jónsson, verkfrœðing Um flugmál Vestfirdinga Mörg eru þau að verða afreks- verkin hans Steingríms á sviði flugmála landsins. Vegna „ann- arrar flugmáiastefnu" hans hafa skrifleg loforð íslenzka ríkisins um það, að utanlandsflug Islend- inga skyldi vera á einni hendi, Flugfélag íslands og Loftleiðir sameinuðust, verið ómerkt. Fyrir mér er það umhugsunar- efni hvers virði loforð persónunn- ar „íslenzka ríkið" verða eftirleið- is, svo sem loforð um að greiða spariskírteinin að fullu skatt- frjálst, loforð um að virða mann- réttindi og þess háttar í væntan- legri stjórnarskrá. Hvaða strákur sem er á ráðherrastóli virðist geta breytt því sem hann breyta vill. Þetta er svo sem í stíl við það sem við erum farin að leggja í vana okkar, en það er að fela t.d. hags- munahópum að framfylgja lögum eða undanþiggja þá lögum eins og Sigurður Líndal hefur margbent á. Enn eitt dæmi hér um er það, að stjórn Vinnueftirlits ríkisins, sem er skipuð af slíkum aðilum, er fal- ið æðsta dómsstig í málefnum þess og borgaranna hinsvegar og stofnuninni fengið refsivald. En Steingrímur er ekki einn á báti með að hafa sérstæða flug- mála- og fyrirgreiðslustefnu. Hann á sálufélaga í öllum flokk- um, sem sameinast í vitorði með starfshóp Fjórðungssambands Vestfjarða um málefni flugs á Vestfjörðum. Ernir hf. á ísafirði Fyrirtæki heitir Ernir hf. (fleirtala af Örn?). Það hefur að yfirlýstum tilgangi að stunda sjúkra-, neyðar- og póstflug á Vestfjörðum. Áreiðanlega hefur margt og mikið gott hlotist af starfsemi félagsins á Vestfjörðum og flugþjónusta nauðsynleg til björgunar mannslífum þar sem annars staðar á landinu. En þarna hafa skipast veður í lofti. Félagið tók greinilega kol- rangar fjárfestingaráætlanir fyrir fáum árum, sem hafa komið því í óleysanlegan vanda. I stað þess að einbeita sér að yfirlýstum tilgangi félagsins keypti það stóra og fína flugvél af Cessna Titan-gerð á er- lendu láni. Erlend skuld félagsins er nú 481.000 bandaríkjadalir eða um 9 milljónir króna auk inn- lendra skulda, sem nema um 5 milljónum króna. Deila má um verðmæti eigna félagsins eins og gengur, en ætla má að þær liggi á bilinu 8—12 milljónir króna. Vext- ir af erlenda láninu eru 15,35% og á að greiða það upp á 6 árum frá og með 1984. Þá verður greiðslu- byrðin af láninu um 156.000 doll- arar eða um 3 milljónir króna. esió reglulega af ölmm fjöldanum! vextir og afborganir af innlendu lánunum gætu hæglega orðið ann- að eins að óbreyttu, samtals 6 milljónir króna. Rekstur félagsins frá 1.1. 1982 — 1.11. 1982 skilaði því 4,9 millj- ónum króna í tekjur. Breytilegur kostnaður einn nam hinsvegar um 5,4 milljónum króna, þ.e.a.s. þá er ekki farið að huga að skuldunum eða hvernig eigi að greiða þær. En til hvers var þessi dýra flugvél keypt, sem getur aðeins lent létthlaðin á 7 af 22 lend- ingarstöðum í Vestfirðingafjórð- ungi en á 3 af 22 sé hún fullhlaðin, að því að mér virðist? Árið 1982 lenti þessi flugvél 348 sinnum í Reykjavík, sem svarar til þess að hún hafi flogið 6—700 klukku- stundir milli ísafjarðar og Reykjavíkur. Þetta er langmestur hluti heildarflugtíma vélarinnar á því ári. Hún hefur því ekki verið að þjóna markmiðum Vestfirðinga skv. skilgreiningunni. Ernir hf. hafa því stundað ólöglegt „áætlun- arleiguflug" milli Isafjarðar og Reykjavíkur á sérleið Flugleiða hf. sem allir vita að rekur innan- landsflug sitt með tapi skv. ákvörðun Verðlagsstofnunar. Tap Flugleiða jókst því vegna þessarar starfsemi Arna hf. Ernir hf. hafa ennfremur rekið 2 aðrar flugvélar, Islander-vél, sem flaug 380 tíma til 1. nóv. og Aztec-vél, sem flaug 360 tíma til sama tíma. Þessar vél- ar virðast því fljúga það flug, sem skilgreiningin stefnir að. Þær geta lent á fleiri stöðum en stóra vélin. Islander-vélin á þeim öllum með fullan þunga og Áztecinn á flest- um. Samt beinast áætlanir fjórð- ungssambandsins að því að halda Titan-vélinni, „að ósk eigenda fé- lagsins" (sic!) en selja Islanderinn, sem nú stendur óseldur á flugvéla- sölu erlendis. I áliti Þorsteins Thorlacius kemur fram að þessi leið leiðir til áframhaldandi halla- reksturs þó að til komi „nýtt fjár- magn“ upp á 150.000 dollara. Áuk þessa er ekki trúlegt að hægt sé að selja Titan-vélina á meira en 250.000 dollara vegna offramboðs- ins á flugvélum. Flugfélagið Ernir hf. hefur starfað í ein 14 ár með skikkanleg- um árangri að manni skilst. Síð- ustu 2 árin hefur svo snarast al- gerlega um hjá því, eða jafn- snemma og það fer fjármagns- laust út í kaupin á „áætlunarflug- vélinni" og leggur út í ólöglega samkeppni við Flugleiðir hf. Fé- lagið hefði getað og gæti með endurskipulagningu og endur- fjármögnun sinnt áðurnefndum tilgangi sínum með 2 minni vélum, t.d. 2 Islander, Islander og Aztec eða þ.h. vélum. Þannig mætti reka þetta félag á hagkvæman hátt og Halldór Jónsson verkfr. „í krafti 5-faIds atkvæð- isréttar Vestfirðinga um- fram mig getur Þorvaldur Garðar vaðið svona fram í mína skattpeninga. Og af- sannar um leið þá kenn- ingu dreifbýlisþingmanna að atkvæðavægið skipti engu máli, þeir séu þing- menn alls landsins. Því ef svo væri, hvers vegna væri þeim ekki sama þótt allir kysu þá jafnt?“ með þjónustu við Vestfirðinga að leiðarljósi. Svona vélar er hægt að fá núna fyrir 50—100.000 dollara stykkið, ef núverandi vélar eru ekki taldar nógu góðar. En hvað er ég að skipta mér af þessu, atkvæðislaus Reyknesing- urinn? Af hverju mega menn ekki fá að fara á hausinn ef þeir vilja? Ástæðan er einföld. Það ber svolítið á því í þessu þjóðfélagi, að sumir mega ekki fara á hausinn ef þeir eru rétt staðsettir á landinu eða þá í pólitíkinni, sbr. nýliðin flugmálaævintýri Steingríms. í fjárlögum 1983 stendur nefnilega í 6. gr. lið 7.15. að ríkisstjórninni sé heimilt að leggja 2 milljónir króna óafturkræft í þennan rekstur Arna hf. í skýrslu starfshóps Fjórðungssambandsins er ákveðið að biðja sveitarfélög á Vestjförð- um um að leggja 150—180 krónur á íbúa í reksturinn á Titan-vél- inni, þrátt fyrir að Þorsteinn Thorlacius telji þetta óráðlegt og Guðmundur E. Kjartansson hafi greinilega töluverðar efasemdir, þegar hann segir að „rekstrar- áætlun 1983 er mjög veikbyggð að því leyti, að ef tekjur eru ofmetnar eða gjöld vanmetin um ca. 10.000 Bandaríkjadollara eða meira, verður greiðslustaða neikvæð á nokkrum árum. Geta skal þess að stærstu óvissuþættirnir í rekstr- aráætluninni eru tekjurnar og gjaldaliðirnir, laun og launatengd gjöld og viðhald. Þessir liðir ráða mestu um hvort áætlunin stenst eða ekki.“ En er eitthvað í þessu sem mér kemur við? Jú. í fyrra tilfellinu er um að ræða skattpeninga okkar þéttbýl- isbúa og okkur er ekki sama hvernig þeim er ráðstafað. í seinna tilfellinu kemur fram í skýrslu starfshópsins, sem fjallað hefur um málefni félagsins undir forsæti Þorvaldar Garðars alþing- ismanns, að fjár heimamanna eigi að afla með iáni frá Byggðasjóði. Lán Byggðasjóðs eru nú til 10 ára mest með 38% vöxtum, óverð- tryggð með öllu. Það sjá því allir, að hér er líka verið að taka skattfé þéttbýlisins og gefa það í þeirri 80—100% verðbólgu, sem ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen ætlar að skilja eftir sig. Leiguflug Sverris Þóroddssonar í Reykjavík, svo tekið sé dæmi um hliðstæðan rekstur, rekur 3 flug- vélar af svipaðri stærð og Titan- vél Arna hf. Hefur það fengið rík- isstyrk fyrir sjúkraflug? Hefur Flugfélag Norðurlands hf. eða Flugfélag Austurlands hf. fengið ríkisstyrk? Svarið er nei. Hvers vegna leitar ekki starfs- hópurinn til sérfræðinga um flugrekstur áður en hann gerir slíkar tillögur um ráðstöfun al- mannafjár? Sérstaklega þegar rekstraráætlanir og niðurstöður hinna viðskiptafróðu manna, Þorsteins Thorlacius og Guð- mundar E. Kjartanssonar stang- ast svona á. Það er alls ekki víst, að þær flugvélar séu arðbærastar, sem flugmönnum þykir mest gam- an að fljúga. Hér er einfaldlega um að ræða enn frekari sönnun þess, hversu hrikalegar afleiðingar atkvæða- misvægið hefur fyrir allt efna- hagslíf landsins. I krafti 5-falds atkvæðisréttar Vestfirðings um- fram mig getur Þorvaldur Garðar vaðið svona fram í mína skattpen- inga. Og afsannar um leið þá kenningu dreifbýlisþingmanna að atkvæðavægið skipti engu máli, þeir séu þingmenn alls landsins. Því ef svo værk, hversvegna væri þeim ekki sama þótt allir kysu þá jafnt? Þetta sýnir að Steingrímur er langt frá því að vera nokkurt einsdæmi þó að hann hjálpi kjós- endum sínum um einn lítinn tog- ara uppá 130 milljónir, sem á að sanna að öll útgerð og fiskvinnsla á Islandi er tóm vitleysa, því af- linn verði svo verðmætur um borð Það er staðreynd að hvers kyns mismunun á sér stað í þjóðfélagi okkar og fer vaxandi. Þessi mis- munun er stöðugt réttlætt með byggðasjónarmiðum þar sem tí- undaðir eru ókostir þess að búa í dreifbýlinu. En um leið er vand- lega þagað yfir kostunum. Hita- veituleysi á Vestfjörðum kallar á olíustyrki þangað. Um mikið styttri leið á fiskimiðin er þagað. Strætófargjöld eru verulegur þáttur hjá mörgum íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Það er hins veg- ar aldrei talið til hlunninda að ge- ta gengið í vinnuna og farið heim í mat og kaffi. Né það að geta alið upp börn fjarri sollinum. Allt er tínt til að viðhalda stærsta mis- muninum, misvægi atkvæða eftir búsetu. Samt er þetta misvægi lík- lega frumþáttur í öllum óförum okkar á efnahagssviðinu og for- senda afreka manna eins og Steingríms, Þorvaldar Garðars, Hjörleifs o.s.frv Nú er enn verið a dreifa huga manna frá meginvandanum með því að drekkja okkur í stjórn- arskrárumræðum, sem hvergi taka þó á þessu mikilvægasta máli þegnanna. Þar er ég sammála Þorvaldi Garðari, að þessar um- ræður snúist um aukaatriði en ekki aðalatriði og að „í þeim sé hrærst í tilveru sveimhugans". Þessar umræður, og flokksstofnun Vilmundar, eru nú notaðar bein- línis til þess að framlengja líf gjaldþrota ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Ég held að gamla skráin hefði alveg getað dugað okkur áfram ef til hefði komið bann við afturvirkni skattalaga. Til dæmis komast Bretar prýði- lega af án þess að hafa skrifaða stjórnarskrá. Það er nefnilega nóg að hafa lýðræði. En það er bara það, sem er eitur í beinum dreif- býlisþingmannanna. Ég held að það eigi að leita ann- arra leiða til þess að leysa flugmál Vestfirðinga en ríkisframlög í taprekstri. Ég held að einkafram- takið leysi það átak best eins og einkaframtaksmaðurinn Hörður Guðmundsson sýndi framá fyrir 14 árum. Vonandi meinar ríkisstjórnin eitthvað með niðurlagi liðs 7.15., en hann hljóðar svo í heild: „Að veita í samráði við fjárveitingar- nefnd fjárhagsaðstoð allt að 2,0 milljónum króna til að tryggja rekstrargrundvöll sjúkra-, neyð- ar- og póstflutninga á Vestfjörð- um að undangenginni ýtarlegri at- hugun.“ Ályktun starfshóps Fjórðungs- sambands Vestfjarða er ekki fuli- nægjandi athugun að því að ég best fæ séð. 19.1. 1983, SVEFNHERBERGISHUSGÖGN Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin afturí miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum gerðum. Opiö 10—5 KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.