Morgunblaðið - 29.01.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983
39
fólk í
fréttum
Hjúskaparheit endurnýjuð ...
Sænski tennisleikarinn Björn Borg og eiginkona hans Maríanna sjást hér þar sem þau liggja og endurnýja
húskaparheit sín að Thailenskum sið í Bangkok í síðastliðinni viku. Björn Borg er í Thailandi um þessar raundir
til að sýna og kenna tennisíþróttina.
Hann tilkynnti sem kunnugt er í síðastliðinni viku að hann hygðist hætta þátttöku í meiri háttar
mótum. Hann lét þess ekki getið hvað við tæki, en kunnugir telja að ekki ætti að vera sulturinn og seyran
á þeim bænum ...
E.T. íSvíþjóð:
Aldurstakmarkið
veldur óánægju
+ Börn í Svíþjóð hafa mótmælt
kröftuglega að undanförnu og ástæð-
an er sú, að þau sem eru undir ellefu
ára aldri fá ekki aðgang að sýningum
á kvikmyndinni E.T., sem víða um
heim er nú auglýst sem barnamynd
og hlýtur metaðsókn sem slík. Oll
börn virðist langa að berja þessa ein-
mana geimveru augum, en kvik-
myndaeftirlitið í Svíþjóð telur ekki
ráðlegt að þau sem ekki hafa náð
ellefu ára aldri sjái hana á þeim for-
sendum að fullorðnum sé stefnt
gegn börnum í myndinni.
Bandaríkjamenn virðast hafa
haft mesta skemmtun af þessari
ákvörðun sænska kvikmyndaeftir-
litsins og sagt er að Svíþjóð hafi
ekki verið þar meira til umræðu í
langan tíma ...
„Heillandi
lélegir"
— segir Ingmar
Bergman um
Dallas-þættina
Ingmar Bergman sem nú ný-
lega hefur hlotið frábæra dóma
hjá gagnrýnendum fyrir mynd
sína „Fanny og Alexander“ lýsti
því yfir fyrir skömmu að honum
fyndist þættirnir „Dallas" svo
heillandi lélegir að hann reyndi
umfram allt að sjá hvern einasta
þátt.
„Þættirnir eru illa kvik-
myndaðir, þeim er illa leik-
stýrt og þeir eru hræðilega illa
leiknir af gjörsamlega hæfi-
leikalausu fólki,“ sagði hann
brosandi og kvaðst hafa fengið
andsvör úr ýmsum áttum ...
— Þetta er ekki þvottaskál, Róbert, þetta er súpudiskurinn.
Játvarðurí
Cambridge
+ Játvarður prins, yngsti sonur El-
ísabetar drottningar og sá bók-
hneigðasti að því er sagt er, mun
hefja nám í Cambridge á hausti
komanda, samkvæmt fregnum frá
yfirmönnum innan Buckingham-
hallar.
Prinsinn, sem er átján ára gam-
all, kennir um þessar mundir í
gagnfræðaskóla í Wanganui á
Nýja Sjálandi, en hann mun
leggja fyrir sig nám í sagnfræði,
mannfræði og fornfræði.
Þarftu aöstoö?
Minnum á, aö auk almennrar blikksmíöi, smíöi og
uppsetningar á loftræsti- og lofthitakerfum, erum viö
— vegna tæknideildar okkar og góöra fagmanna —
vel í stakk búnir til aö leysa fjölda annarra verkefna,
svo sem:
Útsogskerfi fyrir mengun af ýmsu tagi
Kælingu fyrir tölvubúnaö
Ýmsa þjónustu fyrir fiskvinnslu og landbúnað
t.d. fiskþurrkun og hitara fyrir súgþurrkun.
VERKFRÆÐIÞJÓNUSTA
Tökum mál, hönnum, teiknum, gerum tilboð sam-
kvæmt aösendum teikningum.
Lagersala.
ALLT Á EINNI HENDI
Antik
10—20 prósent afsláttur þessa viku. Útskorin eikar-
húsgögn, mahonihúsgögn, málverk.
Húsgagnasýning laugardag og sunnudag kl. 1—6.
Antik-munir,
Laufásvegi 6, Týsgötu 3.
sími 20290.
Já nú er hann byrjaður blessaður
þorrinn eina ferðina enn. Að
sjálfsögðu bjóðum við okkar
landsþekkta þorrabakka.^^^^
sem flestir þekkja
að góðu ^
einu. w]
1
S 111
Nú bjóöum viö
heimsendingarþjónustu
Já viö sendum þorramatinn í
heimahús. Tilvalið í velzluna hvort
sem hún er af stærri eöa smærri
gerðinni og hægt er aö fá matinn í
trogunum okkar góöu.
Verðiö er ótrúlega lágt þaö er aö segja
aaa sem er hlægilegt verö
Z&U Kl ■ miöaö viö gæöi.
Á bökkunum okkar eru; allir vinsælu
þorraréttirnlr s.s. rúgbrauð, flatkökur,
hanglkjöt, rófustappa, sviöasulta,
haröfiskur, lundabaggar,
bringukollar og
hrútspungar.
Aö sjálfsögðu
'veröur þorramaturinn
á boðstólum hjá okkur í
Naustinu, og þaö er ekki I
amalegt umhverfi til að
snseöa öll herlegheitin í
Pantiö nú timanlega í sima 17758