Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 29.01.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 45 \/ÍL?AtOkNDI SVARAR j SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI nvmmápivnrmvi Eitt skipa Hafskips hf. Svo einfalt var það! — Saga af viðskiptum við Hafskip hf. andverkamaður (malari). Hann kvæntist árið 1842 og var kona hans, eins og fram kom í Mbl., María Anna Schickgruder. Hún hafði hinn 7. júní 1837, fimm árum áður en hún giftist, alið óskilget- inn son, sem hún skírði Alois, og bar hann ættarnafn móðurinnar. W.L. Shirer er nokkuð viss um, að Jhann Georg Hiedler hafi verið faðir Alois. Anna dó 1847. Maður hennar, Jóhann, hvarf þá af sjón- arsviðinu í 30 ár, en kom í leitirn- ar, þegar hann var 84 ára gamall og hafði þá breytt ættarnafni sínu í Hitler. Hann viðurkenndi fyrir borgarlögmanni og þremur vitn- um, að hann væri faðir Alois Schicklgruder. Alois sagði vinum sínum seinna, að gamli maðurinn hefði gert þetta til þess að hann (Alois) fengi arf eftir frænda sinn. Frá þessum tíma 1876, hætti hinn fertugi Alois að bera ættar- nafn móður sinnar, Schicklgruder, en nefndist hér eftir Alois Hitler. Það er margt ótrúlegt um ævi Adolfs Hitlers, en einkennilegast- ur finnst mér þó þessi atburður, sem varð 13 árum fyrir fæðingu hans. Hefði farandverkamaðurinn gamli ekki komið fram t dagsljósið til að gangast við fertugum syni sínum, tæpum 30 árum eftir lát móðurinnar, hefði Adolf Hitler heitið Adolf Schicklgruder. Þjóð- verjar hafa að sjálfsögðu velt því fyrir sér, hvort hann hefði orðið sá sem hann varð, hefði faðir hans haldið ættarnafni móður sinnar, Önnu Schicklgruder. Suður-Þjóðverjar rúlla errið nokkuð í framburði og vekur nafn- ið Schicklgruder jafnan kátínu hjá fólki, þegar það er borið fram. Því spyrja menn sig, hvort hinn tryllti lýður í Núrnberg hefði á sínum tíma geta hrópað „Heil Schicklgruder". „Breiðhyltingur“ skrifar: „Velvakandi! Oftast er lesendadálkar dag- blaðanna fullir af efni, þar sem fólk er að bera fram kvartanir, eða þá að benda á það sem betur má fara í þjóðfélaginu. Vissulega er gott að menn hafi vakandi auga fyrir slíku, en hér langar mig þó til að gera undantekningu, og þakka það sem vel er gert: Svo er málið vaxið, að fyrir skömmu þurfti ég að fá send heim til ísiands gömul húsgögn frá Norður-Þýskalandi, gamla muni tilheyrandi fjölskyldu minni. Ekki virtist einfalt að koma því í kring héðan að heiman, að þetta gæti komið hingað, vel inn pakkað og áfallalaust, án þess að ég færi sjálfur utan. Mér datt þó í hug að hafa samband við flutningafyrir- tæki, og hringdi í Hafskip til að kanna málið. Þar var mér tjáð að ekkert væri einfaldara en að koma þessu í kring. Úti í Hamborg væri skrifstofa með starfsmönnum Hafskips, íslenskum, og myndu þeir glaðir annast málið. Er ekki að orðlengja það, að ég hringdi í íslenskan starfsmann félagsins úti, skýrði málið fyrir honum og verðmæti varningsins. Hann tók öllu vel, sagðist myndu senda þetta um hæl, og ég skyldi ekki hafa frekari áhyggjur. Ahyggjur hafði ég að vísu nokkrar, en þær hurfu eins og dögg fyrir sólu er ég fékk hús- gögnin heim nú í vikunni, heil og óskemmd, þannig frá gengin að ég hefði ekki getað gert betur. Hafið þökk fyrir, starfsmenn Hafskips!" Óska eftir pennavinum Þættinum hefur borist eftirfar- andi beiðni um pennavini: „Dr. Marian Milkowski, 49 ára gamall verkfræðingur og 23 ára gömul dóttir hans, Joanna, sem er á fimmta ári í tækniháskóla í Wroclaw í Póllandi, óska eftir því að skrifast á við Islending. Dóttir- in talar frönsku, dálitla ensku og rússnesku, en faðir hennar aðal- lega frönsku. Marian segir, að þau hafi mikið ferðast um heiminn og haft áhuga á öðrum þjóðum, þekki nokkuð öll Evrópulönd utan Norðurlanda, m.a. Grikkland, Albaníu, svo og Mongólíu og Marokkó, af ferðum sínum, og faðir hennar hafi verið efnahagsráðunautur á vegum Sameinuðu þjóðanna í Afríku og séð þá 22 Afríkulönd. ísland þekkja þau ekki, en áhug- inn vaknaði við að lesa þýdda grein um ísland úr vestur-evr- ópsku blaði og viðtal við forset- ann, Vigdísi Finnbogadóttur, í blaðinu Forum. Komi bréfavinurinn síðar til Póllands er hann velkominn á heimili þeirra. Eiginkona Milk- owskis, Maryala, vinnur hjá stúd- entasamvinnustofnun. Borgin Wroclaw (framborið: Vro-slave), er fjórða stærsta borg Póllands, með 640 þúsund íbúa, og liggur við ána Oder í suðvesturhluta Pól- lands. Skrifið til: Dr. ing. Marian Mil- kowski, Oficerska 8/35, Pl. 53-331 Wroclaw 14.“ X i í' Þessir hringdu . . . Fuglakorn helm- ingi ódýrara í sekkjum en smærri pakkningum I»orbjörg Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir skömmu hafði samband við þig fuglavinur í Grindavík og kvaðst mikið hafa leitað að fuglakorni í verslunum, en án árangurs. Ég get bent fuglavini þessum á að fuglakorn fæst í Kötlu h/f Vatnagörðum 14, sem sér um pökkun fyrir Sólskríkju- sjóð, og einnig hefur Mjólkurfé- lag Reykjavíkur á boðstólum fuglafóður. Ef verslanir, hvar sem þær eru staðsettar, hafa ekki áhuga á að gera innkaup á fuglakorni, verða þeir sem hafa löngun og vilja að taka sig sam- an og panta kornið í sekkjum, sem er líka helmingi ódýrara en í smærri pakkningum. Einnig vil ég koma því á framfæri, að ekki má gefa fuglunum haframjöl eða hrísgrjón. Hvort tveggja er hættulegt fuglunum. Hrísgrjón- in bólgna í maganum og í hafra- mjöli er lím. Það má gefa öllum fuglum brauð og kjötsag og gott er að útbúa stóra tólgarköku með korni og brauðmylsnu í. Þá er nauðsynlegt að minna fólk á að loka vandlega skorsteinum húsa, því að þeir reynast fuglun- um oft dauðagildrur. Og loks er það staðreynd, sem við verðum að muna, að krummi þarf líka mat. ALLTAF Á SUNNUDÖGUM Næturdrottningin Rætt við Lydiu RCicklinger Beethoven og dansmærin Hér átti að myrða Honecker Banatilræðið sem reynt er að þegja í hel Ein þjóð, eitt ríki, einn foringi — Á sunnudag eru 50 ár frá valdatöku nazista Hertir vel á hafi ströngu Rætt við Aðalstein Th. Gíslason, togarasjómann Trevor Francis — Knattspyrnumaðurinn frægi Gulaþing og Glastonburg Pottarím — Poppopna — Á förnum vegi — Reykjavík- urbréf — Á drottinsdegi — Velvakandi — Hugvekja Sunnudagurínn byrjará sídum Moggans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.