Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 48
____yglýsinga- síminn er 2 24 80 i0fi0íW4iMafcilí> ^/\skriftar- síminn er 830 33 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 Kópasker: Atvinnuleysi — en vonir bundnar við rækjuveiði í vetur RÆKJUVEIÐAR hefjast frá Kópaskeri í næstu viku, en nú eru tvö ár liðin frá því að rækju- veiðar voru síðast stundaðar í Öxarfirði. Sjávarútvegsráðuneyt- ið hefur gefið leyfi til að veiða allt að 100 tonnum í firðinum í Patreksfjörður: Sameiginleg útfararathöfn á þriðjudag SAMEIGINLEG útfararathöfn þeirra fjögurra, sem létust í krapa- flóðunum á Patreksfirði síðast- liðinn laugardag verður í Félags- heimilinu á Patreksfirði á þriðju- dag. Séra Þórarinn Þór, prófastur á Patreksfirði, annast athöfnina, sem gerð verður á vegum sveitar- félagsins og hefst klukkan 13. Félagsheimilið verður skreytt á viðeigandi hátt fyrir þessa at- höfn og altari flutt úr kapellu sjúkrahússins. Sigurbjörg Sig- urðardóttir verður jarðsett á Patreksfirði síðar sama dag. Maeðginin Valgerður Jónsdóttir og Marteinn Olafur Pétursson verða jarðsett að Haga á Barða- strönd, en þau bjuggu á Skriðnafelli á Barðaströnd þar til fyrir fáum árum, að þau fluttu til Patreksfjarðar. Sigrún Guðmundsdóttir, sex ára gömul, verður jarðsett í Reykjavík. vetur og hefur 50 tonna bátur frá Raufarhöfn verið fenginn til Kópaskers til að stunda veiðarn- ar og síðan djúprækju í vor og sumar. Atvinnuástand hefur ver- ið mjög bágborið á Kópaskeri í vetur og 9 manns á atvinnuleys- isskrá síðan sláturtíð lauk í nóv- ember. Á Kópaskeri búa um 200 manns og binda menn vonir við að rækjuveiðarnar hjálpi upp á sakirnar. Sigurður Óskarsson á Kópa- skeri sagði í gær, að þegar mest- ur kraftur var í rækjuveiðunum hefðu sex bátar verið gerðir úr á rækju frá Kópaskeri. Einn þess- ara báta fórst, þrír voru seldir, eigandi eins bátsins flutti í burtu með sinn bát og sjötta bátnum hefur verið lagt. Með hvarfi rækjunnar hefði færzt doði yfir atvinnulífið og það aldrei verið bágara en nú í vet- ur. Kópaskersbúar hefðu of lengi þrjóskast við á sínum tíma og haldið of lengi áfram að reyna að veiða rækju. Þegar menn hefðu síðan hætt hefðu þeir ekki haft bolmagn fjár- hagslega til að búa báta sína á aðrar veiðar en handfæri yfir sumartímann. Helga Björnsdóttir hefur með skráningu atvinnulausra að gera á Kópaskeri og sagði hún, að 5 konur og 4 karlar væru nú atvinnulausir á staðnum. Þetta væri meira en í fyrravetur og trúlega meira en nokkru sinni áður. Ketill Jóhannesson bóndi að Árbakka í Bæjarsveit í Borgarfirði kannar hita í heygalta, en hann varð fyrir verulegu tjóni í flóðunum um síðustu helgi. Sjá nánar um tjón af völdum flóðanna á blaðsíðu 3. MorgunhlaAiA Helgi Bjarnason. Umræðu um bráða- birgðalögin frestað Stjórnarfrumvarp til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar frá því í ágústmánuði sl. kom til annarrar umræðu í síð- ari þingdeild í gær, enda þótt öll nefndarálit væru ekki fram komin. Langir biðlistar eftir sím- um í Reykjavík og víðar Símgjöld hækka um 14% um mánaðamótin, en farið var fram á 17% SÍMGJÖLD hækka um 14% frá 1. febrúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra, en Póstur og sími sótti um 17% hækk- un. Jón Skúlason, póst- og síma- málastjóri, sagði í gær, að síendur- tekinn niðurskurður á hækkana- beiðnum stofnunarinnar gerði henni mjög erfitt um vik. — Okkur er uppálagt að framkvæma svo og Góður afli togara en tregt í netin Akranesi, 28. janúar. TOGARARNIR hafa verið að landa hér í dag og í gær. Harald- ur Böðvarsson landaði 150 tonn- um, Skipaskagi 100 tonnum og Óskar Magnússon 85 tonnum. Afli línubáta hefur verið misjafn síðustu daga, eða frá 7—12 tonn. Bátarnir róa með tvöfaldan gang eða 80 bjóð. Afli netabáta er tregur. — J.G. svo mikið samkvæmt fjárlögum og aö veita ákveðna þjónustu. Við bendum síðan á hvað við þurfum mikið fé til að unnt sé að standa við þessar ákvarðanir Alþingis, en aðrir menn ákveða hvað við fáum, enda bera þeir ekki ábyrgð á rekstrinum, sagði símamálastjóri. Hann sagði áð stofnunin hefði lengi verið svelt og það hefði eðli- lega komið niður á rekstri Póst- og símamálastofnunarinnar. Hann benti á, að langir biðlistar væru eftir símum í Reykjavík, Keflavík, Garði og víðar um land. Einnig nefndi Jón, að sífelldar breytingar á gengi væru erfiðar viðfangs vegna tækjakaupa og þá eru símreikningar frá útlöndum greiddir eftir á. Jón Skúlason sagði að í fjár- lögum hefði verið gert ráð fyrir, að símgjöld yrðu hækkuð fjórum sinnum á ári. Slíkt gerði stofnun- inni hins vegar erfitt fyrir. Hann benti á, að þannig breyttust póstburðargjöldin fjórum sinn- um á ári. Hálft ár þyrfti til að gefa út nýtt frímerki og eðli- legast væri, að alltaf væri til frí- merki fyrir algengustu póstburð- argjöld. Þegar hins vegar væri ekki hægt að átta sig á hvaða póstburðargjöld yrðu í gildi eftir hálft ár, væri mjög erfitt að hafa alltaf til frímerki, sem svöruðu til algengustu póstburðargjalda. Umræða stóð í rúman klukkutíma eða þar til þingflokksfundur sjálfstæðismanna um kjördæma- málið hófst kl. 3 miðdegis. Forseti þingdeildarinnar, Sverrir Her- mannsson, frestaði þá umræðunni fram yfir helgi. Haft var eftir Egg- ert llaukdal í gær að hann myndi taka sæti sitt á þingi nk. mánudag. Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, bar þær sakir á sjálfstæðismenn í stjórnarand- stöðu að þeir hefðu truflað og tafið málið með málþófi. Tals- menn stjórnarandstöðu töldu hinsvegar að málið hefði fyrst og fremst tafist vegna þess, hvern veg ríkisstjórnin hefði haldið á því. í fyrsta lagi hefði málið ekki verið lagt fram fyrr en mánuður var af þingtíma. í annan stað hefði ekki verið staðið við sam- komulag, sem gert var við af- greiðslu málsins í efri deild, þess efnis, að leggja í síðari þingdeild fram upplýsingar og tillögur vegna framkvæmdagalla á lág- launabótum. Auk þess komu fram í þingnefnd í neðri deild efasemdir um lagaheimildir til greiðslu láglaunabóta 1983. í þriðja lagi hafði sjávarútvegs- ráðherra kunngert í sjónvarpi breytingartillögu um ráðstöfun gengismunar, sem ekki fékkst rædd í efri deild. Sjávarútvegs- ráðherra hafi síðan flutt breyt- ingartillögu við frumvarpið (ráð- stöfun gengismunar) í síðari þingdeild, sem þýddi að málið þyrfti sérstakrar athugunar við þess vegna og upplýsingar því viðkomandi væru ekki allar komnar fram. Þetta væri töf rík- isstjórnar á málinu, sem ætlað væri að taka breytingu í síðari þingdeild, og þyrfti því aftur til meðferðar í fyrri þingdeild ef breytingin næði fram að ganga. Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag. Kaupmáttur kauptaxta með lægsta móti í október 1982 KAUPMATTUR kauptaxta „allra“ launþega var 102,4 í október 1982 miðað við vísitöiu framfærslukostnaðar en var 107,1 í febrúar 1980, þegar sú ríkisstjórn sem enn situr tók við völdum. Af töflum í nýútkomnu fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar, þar sem sitja full- trúar launþega og atvinnurekenda, má ráða, að aðeins tvisvar síðan í maí 1977 hefur kaupmátturinn verið lægri, í mái 1981 og í maí 1982. í október 1982 var kaupmátt- ur kauptaxta verkamanna 104 en 106,3 í febrúar 1980, kaup- máttur kauptaxta verkakvenna var 107,9 í október 1982, en 111,6 í febrúar 1980, hjá iðnaðar- mönnum var kaupmátturinn 95,6 í október 1982 en 95,5 í febrúar 1980, hjá verslunar- og skrifstofufólki var kaupmáttur- inn 99,7 í október 1982, en 110,2 í febrúar 1980, hjá landverkafólki ASÍ var kaupmátturinn 101,3 í október 1982 en 105,1 í febrúar 1980 og hjá opinberum starfs- mönnum var kaupmátturinn 105 í október 1982 en 111,9 í febrúar 1980. Kaupmáttur kauptaxta versl- unar- og skrifstofufólks hefur ekki farið niður fyrir 100 síðan í maí 1977, en þá um sumarið voru sólstöðusamningarnir svonefndu gerðir. Síðan hefur kaupmáttur fólks í þessum starfsgreinum orðið mestur í júní 1979 en þá varð hann 118,5. Sé litið yfir þróun kaupmáttar kauptaxta „allra" launþega síð- an í maí 1977, kemur í ljós, að hann var mestur í september 1978, 118,7, en var 102,4 í októb- er 1982 eins og áður sagði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.