Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Fjölbreytni, frjáls- lyndi og ritleikni Bókmenntír Guömundur Heiöar Frímannsson Matthías Johannessen: FÉLAGI ORÐ Bókaútgáran Þjóðsaga 1982, 508 bls. Það hefur nokkuð færzt í vöxt á síðustu árum að safna saman greinum úr dagblöðum og tímarit- um í bækur. Þetta tekst nokkuð misjafnlega, eins og við er að bú- ast, því að efni í dagblöðum og tímaritum er mjög misjafnt. Þó held ég, að jafnvel sæmilega sam- vizkusömum blaðalesendum eins og mér, komi það á óvart, hve mik- ið efni í dagblöðum stenzt tímans tönn. Þótt stundum virðist vera lítið annað en rusl í íslenzkum dagblöðum, þá leynist þar furðu- lega mikið af góðu og vönduðu efni, sem heldur gildi sínu lengur en daginn, sem blaðið kemur út. Þegar tekst að safna slíku efni saman í bók, stenzt hún samjöfn- uð við hvaða annars konar bók sem er. Fyrir jólin kom út bókin Félagi orð, þar sem Matthías Johannes- sen safnar saman greinum, sem hann hefur ritað á undanförnum árum og birt flestar hverjar í Morgunblaöinu. Úr þessu verður mikil bók, rúmlega fimm hundruð síður, og það er ekkert áhlaupa- verk að komast í gegnum hana. En útgefandinn, Þjóðsaga, hefur vandað allan frágang, eins og frekast má vera, og bókin er því fallegur gripur og gott að hand- leika hana. Það er einungis einn ljóður á prentvinnunni. Prentvill- ur eru of margar og kemur jafnvel fyrir, að línur eru inndregnar, sem ekki eiga að vera það. En lýti get- ur þetta ekki talizt á bókinni. Bókin skiptist í sex hluta. Sá fyrsti nefnist „Af mönnum og málefnum" og er fyrirferðarmest- ur, uppá tæpar tvö hundruð og fimmtíu síður. í honum er komið víða við, eins og gefur að skiija. Þessir þættir eru nokkuð misjafn- ir, en yfirleitt þótti mér skemmti- legra að lesa þá þætti, sem fjöll- uðu um menn fremur en málefni. Það þarf engum að koma á óvart, því að Matthías er sá maður í blaðamannastétt og bókamanna-, sem hefur hvað næmast auga fyrir sérkennum manna, þeim dráttum í fari þeirra, sem skilja þá frá öðr- um mönnum. Hann tekur vel eftir, hvað fólk segir og hvernig, og kemur því yfirleitt prýðisvel til skila. Hann segir til að mynda um Auden, þar sem þeir hittast á fundi með ungu fólki: „Auden var vanur að vera primus inter pares, fremstur meðal jafningja, og sá ég ekki betur en hann gengist upp við því. Hann þjáðist ekki af neinni minnimáttarkennd, frekar en önn- ur skáld sem trúa á list sína og köllun.“ Auden var þekktur fyrir að kinoka sér ekki við því að segja hluti, sem öðrum fannst erfitt að hlusta á. Það var því ástæðulaust annað en taka mark á því, sem hann sagði. Frá ræðu, sem hann hélt í ráðherrabústaðnum, segir Matthías meðal annars svo: „Hann gat þess, að ísland hefði verið honum heilög jörð, þegar hann var ungur og hann hafði ávallt litið þannig á það „frá því ég kynntist því af ritum, barnung- ur — og sömu augum lít ég á það enn.“ Areiðanlega mun enginn, sem viðstaddur var, gleyma skáld- inu þar sem hann stóð óuppábúinn einn allra, bindislaus, í köflóttri skyrtu, en á þeirri stundu var reisn íslenzkrar menningar stað- reynd, en hvorki orðagjálfur né holtaþokuvæl, enda var Auden þekktur að því að segja hug sinn umbúðalaust." (Bls. 142—143.) Þessar línur gefa ágæta, einfalda mynd af Auden. Önnur ritgerð í þessum hluta, sem er afbragðsgóð, er um Björn Kristjánsson, fyrrum ráðherra, og er frásögn af því, hvernig lygum er beitt til að ófrægja mann. Þetta er stutt saga „e.k. dæmisaga um pólitískt návígi á íslandi" eins og höfundur orðar það. Hún mætti verða mörgum manninum áminn- ing. Þótt Matthíasi sé stundum mikið niðri fyrir eins og í grein- inni „Býsnavetur í íslenzkri póli- tík“, og þar falli stundum þung orð, þá gætir hann alltaf sóma síns. Ég vil nefna eina ritgerð til viðbótar úr þessum hluta. Hún er „Dáið er allt án drauma" og fjallar um minningarskáldsögur Halldórs Laxness, þar sem nefndar eru at- hugasemdir á borð við þá, sem höfð er eftir Guðjóni í Laxnesi, þegar hann sá vísu eftir Halldór, son sinn, sem byrjaði eins og heit- ið á ritgerð Matthíasar „Dáið er allt án drauma ... “ . „Þetta er þekkileg vísa,“ sagði hann. „Ég vissi alltaf að þú værir dálítið hagmæltur Dóri minn.“ Það er margt fleira góðgæti í þessari rit- gerð um Halldór Laxness. Ég sakna nokkurra ritgerða, sem hefðu átt erindi í þennan hluta bókarinnar. T.d. ritgerð Matthíasar, sem birtist f Lesbók Morgunblaðsins um Möðrudals- Möngu og kvæði Kristjáns Karls- sonar, „Maður kemur í Möðrudal á Fjöllum". Annar kafli bókarinnar fjallar um Buckminster Fuller. Ég efa það ekki, að Fuller geti talizt merkur maður, en mikið dæma- laust er hann leiðinlegur. Flestar af staðhæfingum hans um eðli og tilgang vísinda eru fremur einföld vísindaheimspeki og ekki sérlega merkileg. Og stundum segir hann ekki annað en hreint bull: „Heil- inn er móttökustöð fyrir lykt og tilfinningu og sjónboð, sem honum berast, og meðhöndlar þau eins og sérstök reynslutilfelli. En aðeins mannshugurinn getur einnig skynjað sambandið, sem er á milli þessara sérstöku tilfella. Heilinn meðhöndlar eingöngu hið líkam- lega og hugurinn eingöngu hið frumspekilega, þ.e. dýpstu rök til- verunnar (hið metafýsíska)." (Bls. 258.) Hefði ég nú heldur mátt biðja um Möðrudals-Möngu. Þetta var eini kaflinn í bókinni, sem olli mér vonbrigðum. En það er ekki við Matthías að sakast í því efni. Þriðji kafli nefnist „Rispur" og er almennar hugleiðingar, sem eru nokkuð háðar samtíma sínum, og er vafamál, hvort þær eiga erindi á bók. „Bréf til Gils“ er fjórði kafli. Það eru bréf til Gils Guð- mundssonar, fyrrum alþing- ismanns, þar sem eru margar ágætis athugasemdir. Fyrir minn smekk er fullmikið af kumpán- Matthías Johannessen legheitum og greinarnar stundum ekki nógu beinskeyttar. Fimmti kafli bókarinnar nefnist „Andóf og öryggi". Hann fjallar að mestu um Rússa, sem flestir eru landflótta. Það á þó ekki við um Tal, skákmann, og Nadezjda Mandelstam, sem bjó alla sína ævi í Sovétríkjunum og tókst að skrifa endurminningar sínar og koma þeim úr landi, sem eru einhver þyngsti dómur um ættland henn- ar, sem menn geta lesið. Að síð- ustu er grein um Eugene Ionesco. Þessi hluti er kóróna bókarinn- ar. Þar sameinast allir kostir Matthíasar. Hann lýsir persónum fágætlega vel. Við það blandast andúð hans á hinu austræna al- ræði, sem allir þessir einstakl- ingar hafa komizt í tæri við, þótt Tal vilji ekki viðurkenna það. Það blasir við af frásögninni, hvaða rök hníga til andúðarinnar. Ion- esco hefur svipaðar skoðanir á al- ræðinu og Matthías. Sumar þessar greinar verða mjög magnaðar myndir af sérkennilegum mann- eskjum. Greinin um Bukovsky er dæmi um þetta. „Hann hló hátt og lengi. Ég fann það var einhver ósigrandi villimennska í þessum hlátri; einhver ómótstæðileg krafa um allt að því ómannúðlegt raunsæi. „Ég á góðan vin í París,“ sagði hann. „Það er leyndarmál. En ég trúi ykkur fyrir því.“ „Af hverju ertu að segja okkur það?“ spurðum við. „Er það vegna þess að þú treystir okkur?" „Ekki endi- lega,“ sagði hann og hvessti á okkur augun, „heldur vegna þess að þið getið ekki skaðað mig. Hatrið og fyrirlitningin gáfu mér styrk og það getur enginn króað mig af. Kannski er ég villidýr. Kommúnistar búa til andrúm morðsins í kringum andstæðinga sína.““ (Bls. 424.) Aðrir Rússar, sem hér er lýst, verða ljóslifandi. Ashkenasy góðgjarn og velviljað- ur og sannur listamaður. Brodský er hlédrægur og merkilegt ljóð- skáld, sem hefur andúð á stjórn- málum. Þótt ekki væri annaö en þessi eini hluti, þá er það þess virði að lesa þessa bók. Að síðustu eru nokkur ljóð, sem flest tengjast andófsmönnum og örlögum þeirra. Þar má finna þessa sérkennilegu mjúku hrynj- andi, sem einkennir kveðskap Matthíasar. í kvæðinu „Andófs- maður" segir: í raun er hver ein skepna eyhieyja og einn mun sérhver daudastríA .sitt heyja og enginn vinnur annar slyrjold hans. Og í „Danskvæði um Bierman" stendur: Kn þú bíður færis aA finna fúinni rót þrjózku og dagdrauma þinna þela í jörAu, en múrinn er grjót, gaddavír sement og grjót. Þótt mjúkt sé kveðið, er mjög harkalegur sannleikur í þessum línum um Bierman. Það er margt í þessari bók, ótrúlega margt, og erfitt að gera heillega grein fyrir henni, enda komið víða við. En alls staðar má þó finna í henni frjálslyndi, mann- úð og ritleikni. Það er meira en sagt verður um margar aðrar bækur. Kaffisala Dómkirkjukvenna á Loftleiðum NÆSTKOMANDI sunnudag, 20. febrúar, verður Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar með kaffisölu á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, og hefst hún kl. 3 e.h. að lokinni messu í Dómkirkjunni. Allur ágóði af kaffi- sölunni mun renna til kaupa á nýju orgeli fyrir Dómkirkjuna. Við messuna kl. 2 þennan dag predíkar Páll Gíslason, yfirlæknir og borgarfulltrúi og sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari, einnig aðstoða fermingarbörn. Góður vinur Dómkirkjunnar, Kristinn Hallsson, óperusöngvari syngur einsöng. Það er ástæða til að hvetja til góðrar kirkjusóknar, og síðan er tilvalið að bregða sér suður að Hótel Loftleiðum og fá sér þar góðan kaffisopa, og enginn verður svikinn af meðlætinu, sem þar verður fram borið. Það vita þeir, sem þekkja vinnubrögð þeirra Dómkirkjukvenna. Strætisvagn mun fara frá Dómkirkjunni að lokinni messu kl. 3 fyrir þá, sem það vilja notfæra sér og fer vagninn til baka frá hót- elinu kl. 4. Eins og fyrr segir mun allur ágóði af kaffisölunni renna í Orgelsjóð Dómkirkjunnar. Það er orðið mjög brýnt að Dómkirkjan fái nýtt orgel og eru allir organist- ar samdóma um þörfina á því. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar vill leggja þessu þarfa máli lið af fremsta megni. Kirkju- nefndin hefur um áratuga skeið unnið Dómkirkjunni ómetanlegt gagn með fórnfúsu starfi sínu. Allt starf kvennanna beinist að því að fegra og prýða Dómkirkj- una, þennan fagra þjóðarhelgi- dóm, og nú er nýtt orgel fyrir Dómkirkjuna efst á baugi. Við hvetjum vini og velunnara Dómkirkjunnar að fjölmenna bæði í kirkju og á kaffisöluna á sunnudaginn og njóta góðra veit- inga um leið og góðu máli er veitt- ur verðugur stuðningur. Hjalti Guðmundsson í sérf lokki 4. Skoda 105 S árg. 1981. Fal- lega blár, sumar- og vetrardekk, útvarp, ekinn aöeins 11.000 km. 5. Alfa Romeo Alfasud árg. 1978. Rauöur, 5 gíra, veltistýri, sumar- og vetrardekk. -5 JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 1. Citroen CX 2400 Pallas árg. 1978, ekinn aðeins 55.000 km. Sjálfskiptur, vökvastýri, rafmagn i rúöum og speglum. Litað gler Draumabíll. Citroen mannsins. 2. Chevrolet Nova V8 350 árg. 1974, sjálfskiptur í gólfi, vökva- stýri og fl. Mjög góöur bíll. 3. Skoda 120 L árg. 1977. Ekir 47.000 km. Rauöur, vetrar- c sumardekk. Toppbill. MAHAOt. 4BYRGÐ CHRYSLER cmecr Opíð í dag 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.