Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
Virkjuð vatnsorka að verðmæti
40 millj. dollara rennur óseld
til sjávar á næstu fjórum árum
„Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, góðir félagar og gestir.
Viðskiptaþing er ætlað að
marka stefnu Verzlunarráðs ís-
lands í þjóðmálum og taka til
meðferðar þau málefni, sem hæst
ber í atvinnulífinu hverju sinni.
Um þessar mundir er okkur ofar-
lega í huga stefnuleysi sem ein-
kennir stjórnmálin og það
úrræðaleysi sem blasir við í
efnahagsmálum.
Flestum er nú að verða ljóst, að
endurreisnar er þörf á báðum
þessum sviðum. Svo mikilvæg mál
getum við ekki látið afskiptalaus.
Við þurfum að lýsa skoðunum
okkar á stjórnmálunum og efna-
hagsmálunum eins og þau snerta
atvinnulífið og leggja okkar af
mörkum til að losa það undan
óþarfa afskiptum stjórnmála-
manna.
Meðal stjórnmálamanna okkar
nú um stundir er ekki að finna
forystu eða nýjar hugmyndir, sem
eru líklegar til að leysa þau
vandamál og viðfangsefni sem við
blasa í atvinnulífinu. Atvinnulífið
sjálft verður því að setja fram
leiðir til lausnar. Það er tilgangur
þessa Viðskiptaþings.
Hgmyndir, en ekki hagsmunir,
stjórna heiminum sagði Keynes
lávarður í frægasta hagfræðiriti
sínu. Okkur íslendingum hefur
iðulega verið illa við nýjar hug-
myndir. Hugmyndir geta leitt til
breytinga og breytingar raska
þjóðlífinu. Hins vegar verða engar
framfarir án breytinga, og án
framfara getum við ekki átt
glæsta framtíð. Jónas Hallgríms-
son orðaði þetta snilldarlega:
l»aA er svo bágt aó slanda í staA,
og mönnunum munar
annaóhvort aftur á bak
ellegar nokkuA á leiA.
Eins og stundum áður, vantar
okkur frumkvöðla nýs tíma nýjar
hugmyndir og nýja endurreisn,
þannig að fólk í landinu fái að
njóta sín sjálfu sér og landinu til
heilla.
Upplausn í stjórn-
málum og efna-
hagsmálum
Frá því snemma á síðasta ári
hefur mönnum verið ljóst að við
mikla efnahagserfiðleika er að
glíma. íslendingar geta ekki
blekkt sig með því að segja að
þessi vandi sé eingöngu afleiðing
af söluerfiðleikum og minni sjáv-
arafla en árið áður. Ef við gerum
það, lokum við augunum fyrir
langvarandi óstjórn og aðgerðar-
leysi í efnahagsmálum, sem er
höfuðorsökin. Hinir ytri erfiðleik-
ar hafa aðeins dregið skýrt fram,
að við getum ekki lifað í blekking-
unni áfram.
Þeir sem fyrstir áttu að bregð-
ast við, stjórnvöld landsins, hafa
kosið að lifa áfram í blekkingunni,
eða svo virðist, þrátt fyrir tal
þeirra um það að nú þurfi að taka
á málum. Arum saman hafa menn
beðið eftir raunhæfum aðgerðum í
efnahagsmálum. Allt sem þó er
hægt er að segja um frammistöð-
una til þessa er einungis: Of lítið
og of seint. Og enn stöndum við í
sömu sporum.
Það ríkir upp lausn á stjórn-
málasviðinu, þrátefli milli stjórn-
ar og stjórnarandstöðu annars
vegar og innan ríkisstjórnarinnar
hins vegar. Meðan þessu fer fram
magnast vandinn. Við þessar að-
stæður eru vel við hæfi áminn-
ingarorð verkstjórans til letingj-
ans: „Tala minna, gera meira".
Á vettvangi stjórnmálanna eru
nú fleiri mál í umræðunni en
varða atvinnulífið, en efnahags-
mál. Þar ber hæst stjórnarskrár-
málið. Sá hluti þess sem lýtur að
kjördæmamáli og kosningarrétti
er nú ofurseldur tölvuvæddum
hrossakaupum milli þingmanna
og þingflokka. Þó er jöfnun kosn-
ingaréttar, án tillits til búsetu,
ekki aðeins sjálfsagt jafnréttis-
mál, heldur einnig mikilvægt bar-
áttumál þeirra sem vilja heil-
brigðan markaðsbúskap. Margir
talsmenn misvægis halda því full-
um fetum fram í þessu réttinda-
máli, að þeir séu að standa vörð
um aðstöðu þingmanna til þess að
úthluta efnahagslegum gæðum án
kröfu um arðsemi.
Við íslendingar búum nú við
upplausn í stjórnmálum og efna-
hagsmálum. Fátt er þó svo með
öllu illt að ekki boði gott nokkuð
gott.
Aðgerðarleysið og getuleysið
hefur gefið þeirri skoðun byr und-
ir vængi, langt inn í raðir stjórn-
málaflokkanna allra, að nálgast
þurfi efnahagsvandann frá nýjum
sjónarhóli svo að kostir einka-
rekstrar og markaðsbúskapar fái
að njóta sín. Við þekkjum sem sé
orsakir vandans og við getum unn-
ið bug á honum.
Þörf endurreisnar
Hvert sem litið er í efnahagslífi
þjóðarinnar blasa við alvarlegar
staðreyndir, sem sýna okkur að
ekki verður lengur vikizt undan að
hefja endurreisn í efnahagslífinu:
★ í ár er spáð meiri verðbólgu en
við höfum áður þekkt í íslands-
sögunni.
★ Þjóðartekjur hafa ekki vaxið
síðan á árinu 1978 og nú lækka
þær um hátt í 5% annað árið í
röð.
★ Viðskiptahallinn hefur ekki ver-
ið meiri um langt árabil.
Setningar-
ræða Ragnars
S. Halldórs-
sonar
á Viðskipta-
þingi 1983
★ Erlendar skuldir eru komnir yf-
ir hættumörk, enda nálgast
greiðslubyrði erlendra lána
þriðjung útflutningstekna.
★ Skattheimtan eykst sífellt og
nálgast nú, að við vinnum hálft
árið til að standa skil á sköttum
til ríkis og sveitarfélaga.
★ Við stundum rányrkju á fiski-
miðum okkar og afréttarlönd-
um.
★ Við virkjum orku fallvatnanna
án þess að kaupendur séu í sjón-
máli.
★ Mikil lánsfjárkreppa er nú í
landinu, og alvarlegir greiðslu-
erfiðleikar hjá fyrirtækjum.
Við sem störfum í atvinnulífinu
höfum lengi bent á hvert stefnir.
Til þessa höfum við talað fyrir
daufum eyrum. Það er miður, því
að aðgerðarleysið eykur á
vandann og gerir okkur erfiðara
fyrir að vinna okkur út úr honum.
I febrúarhefti News from Ice-
land vekur dr. Þráinn Eggertsson
athygli á reynslu annarra þjóða í
að ná niður verðbólgu. Reynsla
sögunnar sýnir, að beztur árangur
næst, þegar beitt er snöggu sam-
ræmdu átaki.
Miðað við reynslu annarra,
bendir flest til að við íslendingar
eigum að geta náð góðum árangri.
Víðtæk verðtrygging fjárskuld-
bindinga auðveldar okkur barátt-
una, og tíðar verðbreytingar
vegna þess hve verðbólgan er kom-
in á hátt stig, tryggir að flestir
aðilar efnahagslífsins eru stöðugt
að aðlaga sig breyttum aðstæðum.
Samræmt átak til verðhjöðnunar
skapar því ekki sama vanda og
víða annars staðar.
Til þess að breyta verðbólgu-
hugsunarhætti fólks við þessar
aðstæður, er mikilvægast að að-
gerðirnar fari strax að bera
árangur.
Viðreisnin 1960
Við íslendingar höfum áður
framkvæmt markvissa kerfis-
breytingu í efnahagsmálum með
góðum árangri. Viðreisnin 1960
var slík aðgerð. Þá eins og nú voru
menn vantrúaðir. Aðgerðin tókst
hins vegar svo vel, að nú hafa
flestir gleymt hversu róttæk hún
var í reynd:
stjórn í rúman áratug, og enn í
dag dettur engum í hug sem til
þekkir að snúa aftur til haftakerf-
isins. Svo alræmt var það orðið.
Þegar við metum stjórn efna-
hagsmála síðustu árin ætti okkur
að vera ljóst, að þau úrræði sem
til þessa hefur verið beitt, duga
ekki til lausnar. Vandinn er stærri
en svo. Einungis með kerfisbreyt-
ingu og snöggu átaki, líkt og 1960,
þar sem samræmdum og heild-
stæðum aðgerðum er beitt, náum
við árangri. Þær tillögur, sem við
leggjum hér fram eru þessa eðlis.
Hugmyndir Verzl-
unarráðs íslands
Þessar hugmyndir eru ekki nýj-
ar af nálinni. Margar þeirra hafa
' erið reyndar erlendis með góðum
árangri. Það sem er nýtt við þær
er, hvernig þær eru settar fram
hér sem samræmd lausn sniðin að
innlendum aðstæðum og þeim
vanda sem hrannast hefur upp.
Með samræmdum aðgerðum er
lagt til að vinna á verðbólgunni
með fyrirfram yfirlýstum lækkun-
um á óbeinum sköttum og sam-
svarandi lækkun opinberra út-
gjalda. Sjálfvirk tengsl verðlags
breytingum verið óvenju sterk.
Við vitum, að það voru þjóðfé-
lagslegar takmarkanir vaxtar,
sem komu í veg fyrir að íslend-
ingar nytu góðs af iðnbyltingunni,
fyrr en I lok síðustu aldar. Þessar
skorður voru fólgnar í því að
bannað var að gera verbúðir að
föstum íverustöðum allt árið.
Bændasamfélagið var að halda í
það kerfi að senda vinnumenn á
vertíð og tryggja að þeir skiluðu
sér heim aftur með því að heimila
ekki fasta búsetu við sjávarsíðuna.
f löndum, sem ekki hafa byrjað
að þróast, er ávallt sterk ósk um
að varðveita það gamla og þekkta,
en tiltölulega veik ósk um að
breyta og innleiða nýjungar. Við
íslendingar þekkjum þetta, m.a.
frá deilunni um Laxárvirkjun, og
nú síðast um Blönduvirkjun. Ekki
virðist mega leggja afréttarlönd
eða gróið land undir miðlunarlón.
Þá er sauðfjárbúskapur í hættu.
Þetta gerist, þótt allir viðurkenni,
að við framleiðum allt of mikið af
dilkakjöti, og gróðureyðing á af-
réttum af völdum ofbeitar sé
ógnvekjandi.
Kyrrstaða er
afturför
Við fslendingar erum ekki einir
um að óttast að standa í vegi fyrir
breytingum. Ef menn hefðu verið
spurðir í lok seinni heimsstyrjald-
arinnar, hvoru eylandinu mundi
vegna betur eftir stríðið Bretlandi
eða Japan, hefðu flestir veðjað á
Bretland. Brezkur iðnaður var
mun sterkari í stríðslok en í upp-
hafi styrjaldarinnar. Hann réð yf-
ir endurnýjuðum verksmiðjum,
nýrri tækni og var leiðandi f fram-
leiðslu fjölmargra iðnaðarvara.
★ Víðtækt uppbóta- og milli-
færslukerfi í sjávarútvegi var
afnumið, en raunhæf gengis-
skráning tekin upp.
★ Innflutningsskrifstofan var lögð
niður, innflutningshöft afnum-
in, og stærstur hluti innflutn-
ings gefinn frjáls.
★ Vísitölukerfið var afnumið og
bannað að miða kaupgjald
sjálfkrafa við breytingar á vísi-
tölu.
★ Vöxtum var breytt og jafnvægi
komið á í peningamálum.
★ Tekjuskattur var verulega lækk-
aður, en 3% söluskattur tekinn
upp.
★ Gjöld á innflutning voru ein-
földuð og samræmd og ný
tollskrá tekin upp 1963.
Byrjað var að innleiða frjálsa
verðmyndun.
Árangurinn af þessum aðgerð-
um lét ekki á sér standa. Jafnvægi
komst á utanríkisviðskiptin og ný-
ir straumar vaxtar og framfara
fóru um allt atvinnulífið. í hönd
fór eitt mesta uppgangsskeið í
sögu þjóðarinnar. Svo afgerandi
var breytingin í hugum lands-
manna,að andstæðingum hennar
var ekki treyst til að mynda ríkis-
og launa eru rofin, en sparnaður
efldur til að draga úr eftirspurn.
Frjáls verðmyndun lækkar
vöruverð, þar sem hún stuðlar að
aukinni samkeppni og hagræð-
ingu. Jafnframt eru fyrirtækjum
opnaðar leiðir til að treysta fjár-
hagsstöðu sína og takast á við ný
verkefni. Það eykur framboð á
vöru og þjónustu og eftirspurn eft-
ir vinnuafli, sem dregur úr hætt-
unni á að hjöðnun verðbólgu fylgi
atvinnuleysi.
Loks eru settar fram tillögur
um nýtingu auðlynda, en vandi
okkar á því sviði kallar á tafar-
lausar aðgerðir. Á næstu 4 árum
mun virkjuð vatnsorka að verð-
mæti um 40 milljónir dollara
renna óseld til sjávar. Við höfum
ofgert fiskimiðunum og ofbeitt af-
réttarlöndin. Á þessum mála-
flokkum verður að taka af festu og
einurð, ef við ætlum afkomendum
okkar að byggja landið með fullri
reisn.
Hræðsla við breyt-
ingar
Öllum breytingum fylgir viss
vantrú. Menn þekkja það sem þeir
sjá, en óttast það óþekkta. Hér á
landi hefur þessi andstaða gegn
Tæknikunnáta Breta, menntun
þeirra og efnahagslegur árangur
hafði yfirburði. Þeir vöktu aðdáun
og réðu yfir viðskipta- og fjár-
málakerfi, sem náði til alls heims-
ins. Japanskur iðnaður var hins
vegar í rúst. Stórveldið, sem Jap-
anir höfðu ráðið yfir, var hrunið.
20 árum síðar höfðu Japanir
samt náð Bretum og standa nú
tæknilega mun framar. í hverju
liggur munurinn á þessari fram-
þróun? Japanir leituðu nýjunga,
en Bretar viðhéldu því hefð-
bundna. Á vörusýningum sýna
Bretar enn gamalgrónar fram-
leiðsluvörur: whisky, ullarvörur,
postulín — allt sérstakar gæða-
vörur, en framleiðsla fortíðarinn-
ar. Japanir sýna hins vegar tækni-
nýjungar í framkvæmd, sem ofan
á allt annað eru margar hverjar
fundnar upp í Bretlandi.
Við íslendingar erum á sama
báti og Bretar. Nýjar atvinnu-
greinar sitja í öskustónni, meðan
þær hefðbundnu njóta forgangs.
Efnahagskerfið er allt sniðið að
þörfum þeirra. Landsmenn fá
jafnvel ekki að njóta sama kosn-
ingaréttar, hvar sem þeir búa í
landinu. Það gæti haft of miklar
breytingar í för með sér.
Deilurnar, sem nú eru uppi um