Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 22

Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öilum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Vilhjéhmir Cinar Laugardaginn 19. fsbrúar vsrða til viötals kl. 10—12 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Einar Hákonarson. L IANDSVIRKJUN Grjótmulnings- og flokkunarsamstæða til sölu Landsvirkjun áformar aö selja, ef viöunandi tilboö berast, grjótmulnings- og flokkunarsamstæöu sem fyrst var sett upp viö Búrfell áriö 1966. Síöar var hún flutt aö Sigöldu þar sem hún var síðast í rekstri sumariö 1981. Lýsing: Samstæöan er í járn- og timburklæddu stálgrindarhúsi, grunnflötur 4x15 m, hæö 15 m. Unnt er aö mylja grjót í 5 mismunandi stærö- arflokka. Afköst, um 60 tonn á klukkustund. Vélbúnaöur, aöallega frá Swedala-Arbrá. Rafbúnaöur, tegund ASEA. Helstur hlutir samstæöunnar eru: 2 matarar. 3 mulningsvélar. 2 tvöföld hristisigti. 1 tvöfalt þvottasigti. I sandþvottavél (spiral classifier). II færibönd, ýmsar stæröir. 4 geymsluhólf, stærö samals 75 m3 Væntanlegum bjóöendum veröur gefinn kostur á aö taka þátt í skoðunarferð aö Sigöldu þar sem sam- stæöan er nú. Þátttöku þarf aö tilkynna eigi síðar en 25 þ.m. Nánari upplýsingar gefur Sveinbjörn Sveinbjörnsson, byggingardeild Landsvirkjunar, Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83058. Bladburöarfólk óskast! Úthverfi Hjallavegur fKtnmm ÚR VÖNDU AÐ RÁÐA NOKKRIR baejarstarfsmenn í Austin í Texas lentu í dálitlum vandræðum fyrir skömmu þegar þeir voru að aka um á nýja kranabílnum sínum. Kraninn flæktist nefnilega í háspennuvírum, sem ekki vildu slitna eins og vírar eiga að gera heldur drógu bílinn til sín þar til hann var nærri kominn á hliðina. Allt fór þó vel að lokum en það tók bæjarstarfsmennina um klukkutíma að greiða úr flækjunni og koma bílnum á réttan kjöl. Simone de Beauvoir fær Sonning-verðlaun Kaupmannahófn, 18. febrúar. AP. FRANSKI rithöfundurinn og heimspekingurinn, Simone de Be- auvoir hlaut í dag Sonning-verð- launin dönsku fyrir framlag sitt til Stuttfréttir Englandsdrottning í Mexikó Acapulco, 18. febrúar. AH. ELÍSABET Englandsdrottning kom í gær til Acapulco í Mexikó og var það fyrsti áfangi hennar í átta daga opinberri heimsókn. Drottningu var tekið meö miklum virktum við komuna og stóð flest allt stórmenni í landinu á strönd- inni þegar hana bar aó garði. Francis Pym, utanríkisráðherra Breta, átti i gær fund með starfsbróður sínum mexikönskum, Bernardo Sepulveda, og höfðu þeir um margt að spjalla, ekki síst olíuverðið, ólguna í Mið-Ameríku og gífurlegar skuldir mexikönsku þjóðarinnar. Frá Mexikó mun drottning með konungsskipinu Britannia til Bandaríkjanna og Kanada. HrossiÖ enn á írlandi Dyflinni, 18. febrúar. AP. ÍRSKA lögreglan telur að gæða- klárinn hans Aga Khans, sem rænt var á dögunum, sé enn á ír- landi en hefur þó haft samband við Interpol, alþjóðalögregluna, og heöið hana um að svipast um eftir hrossinu á meginiandinu. „Við teljum að hesturinn sé enn í landinu,“ sagði lögregluforing- inn, sem stjómar leitinni, en ókunnur maður, sem hafði sam- band við BBC á Norður-írlandi, sagði að hesturinn hefði verið fluttur til Miðausturlanda þar sem hann væri notaður til undaneldis. Prövdu nóg boðið PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, birti í dag forsíðuleiðara þar sem harkalega var ráðist á ástandið hjá hinum opinheru fyrirtækjum, sem stunda mannflutninga í landinu. „Biðsalir járnbrautarstöðva og flugstöðva eru yfirfullir, langar biðraðir eru við miðasöluna og fólk verður svo að bíða dögum saman eftir brottförinni,“ sagði l’ravda og upplýsti, að í ágúst sl. hefði sjöunda hver ferð í innan- landsflugi tafist vegna skringilegr- ar afgreiðslu á eldsneytinu. Fyrir aldrað fólk, fatlaö og foreldra með börn er það hrein frágangssök að ferðast innan Sovétríkjanna, sagði Pravda. Miðasalarnir fengu einnig að heyra það því að sagt var, að þeir seldu aðeins miðana gegn „sérstakri aukaþóknun". evrópskrar menningar. Verðlauna- féð nemur um 455.000 ísl. kr. Sonning-verðlaununum er út- hlutað annað hvert ár og er það nefnd manna á vegum Kaup- mannahafnarháskóla, sem velur verðlaunahafann. í tilkynningu nefndarinnar sagði, að de Beau- voir, sem er 74 ára gömul, hefði verið valin vegna „mikilvægis hennar í evrópsku menningarlífi sem rithöfundar, heimspekings og mannvinar og ekki síst vegna þeirra áhrifa, sem hún hefur haft á kvenréttindamál nú á dögum." Það var danski ritstjórinn og útgefandinn C.J. Sonning, sem stofnaði til verðlaunanna en þau voru fyrst veitt árið 1950. Þá fékk þau Winston Churchill og síðar dr. Albert Schweitzer en 1981 hlaut þau ítalska leikrita- skáldið Dario Fo. Einn íslend- ingur hefur fengið þessi verð- laun, Halldór Kiljan Laxness, og varð þá nokkur hvellur meðal róttækra landa hans i hópi stúd- enta, sem fundu út, að tekjur Sonning-sjóðsins voru að nokkru leiga fyrir íbúðarhús- næði í Kaupmannahöfn. ERLENT Veður víða um heim Akureyri 4 rigníng Amsterdam 3 heiósklrt Aþena 3 snjókoma Barcelona 10 místur Berlín 0 skýjaö BrUssel 3 heióskírt Chicago 3 skýjaö Dublm 6 mistur Feneyjar 7 heiöskirt Frankturt +7 heiðskírt Færeyjar 8 skýjað Genl +1 skýjaö Helsinki 3 heióakírt Hong Kong 32 akýjað Jerúsalem 6 rigning Jóhannesarborg 29 heióskírt Kaupmannahöfn 3 skýjaö Kairó 18 skýjaö Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 10 skýjaó London 6 skýjaö Los Angeles 26 heióskfrt Madrid 10 skýjaó Mallorca 12 hátfskýjaó Malaga 13 alskýjaó Mexíkóborg 23 akýjaó Miamí 25 heióskirt Moskva +7 heióakfrt Nýja Delhí 22 heióakirt New York 6 heiðskírt Osló +7 heiöskirt París 5 heiöskírt Peking 1 heióskfrt Perth 35 heiöskfrt Reykjavík 2 skúrír Rio de Janeiro 40 heiöskírt Rómaborg 9 heióskfrt San Francisco 20 skýjsó Stokkhólmur 3 heióskírt Tel Aviv 15 rigning Tókýó 10 skýjað Vancouver 11 skýjaó Vínarborg +3 heiöskírt V etrarríki í Grikklandi \|»cnu, 18. fcbrúar. AP. í (iRIKKLANDI ræður nú kulda- boli ríkjum með snjókomu og hörkugaddi. Aþenubúar ösla snjó- inn í ökkla og eiga fullt í fangi með að fóta sig í norðanbálinu, símalín- ur hafa slitnað og flug- og ferjuferð- ir hafa lagst niður. Hitastigið í höfuðborginni var um eitt stig á celcíus og spáðu veðurfræðingar kólnandi veðri á morgun, laugardag. í Norður- Grikklandi var víða mikið frost, allt að 15 stig, og mörg fjallaþorp voru einangruð vegna snjóalaga. í Aþenu var stanslaus ofankoma í alla fyrrinótt og var það nýstár- leg sjón fyrir margan manninn, sem blasti við um morguninn. Götur, hús og bílar hulin fann- hvítri mjallarbreiðu. í Vestur- og Mið-Tyrklandi er veðrið ekki skárra. Snjólagið mældist 15 sm í Istanbul og um tíma lokaðist brúin yfir Bospor- us-sund, sem tengir Evrópu og Asíu. Samgöngutruflanir hafa orðið miklar í öllu vestanverðu landinu og allt til Ankara í Anat- ólíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.