Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 23 Eiturvopnadeild- ir eru alls staðar New York, 18. Tebrúar. Al*. SEX sovézkir hermenn, sem gerzt hafa liðhlaupar í stríöinu í Afganistan, hafa skýrt frá hlutskipti sínu í sovézka hernum og vonbrigöum sínum meö tilliti til hernáms sovézka hersins 1 la Komu þeir fram í sjónvarps- þætti, sem bandaríski fréttamað- urinn Bill Redeker tók upp fyrir ABC-sjónvarpsstofnunina fyrir tveimur vikum í búðum frelsis- sveitanna í Afganistan, sem berj- ast gegn Rússum og her stjórnar- innar í Kabúl. Er þetta í fyrsta sinn, sem rússneskir liðhlaupar í Afganistan eru spurðir í þaula í sjónvarpsviðtali. Þar lýsa þeir því, hve kjarkurinn er lítill og stemmningin léleg á meðal sov- ézku hersveitanna og ennfremur, að með hernaðaraðgerðum sínum hafi Sovétherinn orðið fjölda sak- lausra manna að bana. „Yfirmenn okkar sögðu okkur, að í Afganistan væri allt fullt af erlendum málaliðum og að við yrðum að hjálpa afgönsku þjóð- inni að hrinda árás þeirra," sagði Valery Kissilev, tvítugur hermað- ur, í þessu viðtali. „En þetta er hrein lygi,“ sagði Kissilev enn- fremur. „Hvaða árás? Við komum ekki auga á nokkra árás hér, held- ur aðeins afgönsku þjóðina, sem greip til vopna til þess að vernda sitt eigið lana.“ Kissilev sagði ennfremur, að sovézki herinn í Afganistan hefði „alls staðar eiturvopnadeildir". Annar sovézkur hermaður, Sergei Neshcherlyakov, 26 ára gamall, sagði i þessu sama sjónvarpsvið- tali, að notkun á hass væri mjög algeng á meðal sovézku hermann- anna. „Þeir ná í það með því að skipta á því og persónulegum munum sínum, jafnvel skotfær- um.“ Sotheby’s selur friðarverðlaun London, 18 febrúar. AP. FRIÐARVERÐLAUN Nóbels fyrir árið 1933, áriö sem Hitler komst til valda, voru í gær seld á uppboöi hjá Sotheby’s í London fyrir um 240.000 kr. íslenskar. Þessi verðlaun féllu á sínum tíma í skaut blaðamanninum, frið- arhreyfingarmanninum og Verka- mannaflokksþingmanninum Sir Norman Angell fyrir bók hans „Blekkingin mikla", að tilgangs- laust væri að standa í styrjöld vegna efnahagslegra afleiðinga hennar. Bókin kom fyrst út árið 1908 en var endurútgefin árið 1933. Hún seldist í meira en millj- ón eintökum og var þýdd á 25 tungumál. Angell ánafnaði einkaritara sín- um medalíuna þegar hann lést ár- ið 1967 en á uppboðinu í gær keypti hana frændi Angells, Eric Angell að nafni. Tékkóslóvakía: Komið í veg Prag, 18. fcbrúar. AP. TÉKKNESKIR öryggisverðir skutu í dag til bana mann, sem reyndi aö ræna flugvél í innanlandsflugi, aö því er hin opinbera fréttastofa lands- ins skýrði frá. Sagt var að 26 ára gamall karl- maður, Marian Pesko að nafni, hefði ráðist á flugfreyju um borð í farþegaþotu af gerðinni TU-134 og reynt að komast inn í flugstjórn- arklefann. „Þegar Pesko neitaði að gefast upp fyrir öryggisvörðunum skutu þeir á hann og lést hann af sárum sínum," sagði í tilkynningu fyrir flugrán CTK-fréttastofunnar. Engan ann- an sakaði. Þetta er fyrsta tilraunin til flugráns í Tékkóslóvakíu síðan 17. maí 1978, en þá var flugræninginn yfirbugaður. Sjö dögum áður tókst hins vegar nokkrum mönnum að ræna tékkneskri flugvél og neyða hana til að lenda í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi, þar sem þeir báðust hælis. Ströng gæsla er á öllum tékkneskum flugvöllum og alsiða er að óeinkennisklæddir ör- yggisverðir séu á meðal farþeg- anna. ÖRLAGARlKUR FUNDUR Þjóðarráð Palestínumanna situr nú á rökstólum í Alsírborg og virð- ist sem heldur halli á Yasser Arafat og hófsama stefnu hans í málefnum þjóðar sinnar. Þessi mynd var tekin við setningu fundar- ins og er það Arafat, sem situr fremst. AP. rLifandi . tonustarhelgi á vegum SATT í veitingahúsum í Reykjavík C,_J í kvöld 19. febrúar 1983. Fram koma á eftirtöldum veitingahúsum á vegum SATT fyrir utan önnur skemmtiatriöi á vegum húsanna. Broadway — Hljómsveitin Grýlurnar kr. 95.- Hótel Borg — hljómsveitn Pass kr. 75.- Hótel Esja — Magnús og Jóhann kr. 75.- Hótel Saga — Jóhann G. Jóhannsson, píanóleikari (leikur ragtime tónlist á píanó) kr. 75.- Klúbburinn — Magnús og Jóhann kr. 75.- Veitingahúsið Glæsibær — Hljómsveitin Kikk kr. 75.- Veitingahúsið Óðal — Hljómsveitin Sonus Future kr. 75.- Þjóðleikhúskjallarinn — Hálft í hvoru kr. 75.- Þórskaffi — hljómsveitin Hrím kr. 75.- Miðar í Byggingahappdrætti SATT verða til sölu í húsunum. Aðgöngumiðaverð í Broadway þessi kvöld kr. 95.- á aðra staði kr. 75.- Eflum lifandi tónlist — Styðjum SATT pl ð ib A SKÍÐUM 1983 1. JANÚAR — 30. APRÍL Skráningarspjald Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á tímabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er talinn með í keppn- inni. Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru tveggja. Nafn Heimilisfang Héraö Hve oft Skilið skráningarspjaldinu til skíðafélags, á skíðastað eða til annarra aðilja sem verða auglýstir síðar. SENDA MÁ SPJALDIÐ MERKT SKÍÐASAMBANDI ÍSLANDS, ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK. NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI A SKlÐUM 1983 |K»!0tttiM§ib

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.