Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 3 Um sum baráttumál geta allir staðiö saman. Eitt þeirra er baráttan gegn of- neyslu áfengis og annarra fíkniefna. Þjóðin hefur fyrr sýnt hvers hún er megnug þegar sameinast er um átak á sviði heilbrigðismála. Við væntum þess að enn birtist sá samtakamáttur í verki og ný sjúkrastöð SÁÁ rísi sem tákn þess. Þar með væri mikilvægum áfanga náð í baráttu íslendinga við eitt alvarlegasta vandamálið í heilbrigðis- og félagsmálum þjóðarinnar. Við þökkum ötult og árangursríkt starf SÁÁ á undanförnum árum og almennan stuðning félagssamtaka og einstaklinga við það. Við hvetjum sem flesta til þátttöku í því átaki sem samtökin beita sér nú fyrir. Reisum saman sjukrastðð V estmannaeyjar: Óvenjuvel aflað- ist í febrúarmánuði Þrír í gæzlu- varðhaldi ÞRÍR menn sitja í gæzluvaröhaldi vegna innbrots í skrifstofur Sláturfé- lags Suðurlands við Skúlagötu í Reykjavík í fyrrinótt, þar sem þeir ollu miklu tjóni, en náðu engum pen- ingum. Skömmu áður höfðu þeir veitzt að manni á Lindargötu og ætluðu að ná af honum skjalatösku, en maðurinn veitti mótspyrnu og tókst að sleppa frá þeim með tösku sína. Það var öryggisvörður, sem stóð mennina að verki og kvaddi lögregluna til, sem hand- tók mennina á þaki hússins. Þessir þrír menn hafa allir gerzt sekir um innbrot áður og einn þeirra réðst á aldraða konu I haust. Svfnakjötið hækkar um 19,5% FÉLAGSRÁÐ Svínaræktarfélags fslands kom saman til fundar 18. febrúar sl. Þar var samþykkt að hækka verð á svínaafurðum um 19,5%. Fyrir svín í besta flokki eiga framleiðendur að fá kr. 84,25 á kg. Verðið miðast við að kaup- andi greiði flutningskostnað á sláturgripum frá framleiðanda að sláturhúsi, svo og flutning á kjöti frá sláturhúsi til kaupanda. Kaup- andi greiði ennfremur slátur- kostnað. Þetta nýja verð á að gilda frá 1. mars. Dollarinn kominn yfir 20 krónur VERÐ á hverjum Bandaríkjadollar komst yfir 20 krónur ■ fyrsta sinn í gærdag, þegar sölugengi hans var skráð 20,030 krónur. Frá áramótum hefur dollaraverð hækkað um 20,30%, en í ársbyrjun var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 16,650 krónur. Frá gengisfellingu krónunnar 5. janúar sl. hefur dollaraverð hækk- að um 10,24%, en í kjölfar hennar var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 18,170 krónur. Dollaraverð hefur hækkað um tæplega 400% frá því að núver- andi ríkisstjórn tók við völdum í febrúar 1980, en þá var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 4,017 krónur. Vestmannaeyjum, 2. mars. AFLI Vestmannaeyjabáta í febrúar var þokkalega góður, en bátaflotinn, allt frá stærstu loðnuskipum á net- um niður í smæstu trillur á handfær- um, Iagði á land í mánuðinum alls 3.756 lestir og gott 400 kílóum betur. Vertíðarflotinn samanstendur af 62 bátum, 20 eru á netum, 25 á trolli, 9 stunda línuveiðar og 8 eru á handfæraskaki. í febrúar var meðalafli í löndun, bæði hjá neta- og trollbátum, rúmlega 9 lestir. Togarar lönduðu 664 lestum í mánuðinum. Vertíðaraflinn frá áramótum er þá kominn í 6.225 lestir, bátarnir eru með 4.690 og togarar með 1.535 lestir. Þetta er nær sami afli og 1981 og betri en 1980, en aflinn á sama tíma í fyrra var mun betri, en þá aflaðist óvenjuvel í febrúar. Það lítur því ekki svo ilia út með vertíðina, þó svo hún hafi farið rólega af stað og þrátt fyrir langvarandi ótíð. Suðurey er hæst netabáta með 310 lestir, skipstjóri Sigurður Georgsson. Hörður Jónsson á Heimaey fylgir fast á eftir með 297 lestir. Huginn er aflahæstur trollbáta með 180 lestir, skipstjóri Guðmundur Ingi Guðmundsson. Breki er langhæstur togaranna með 553 lestir, skipstjórar á Breka eru Sævar Brynjólfsson og Her- mann Kristjánsson. Breki selur á morgun um 185 lestir í Þýzka- landi, Vestmannaey landaði í gær 125 lestum og í dag komu inn til löndunar Klakkur með 100 lestir og Sindri með 80 lestir. hkj. Meðlimir leikhópsins Bread and puppet Tjeater fóru um miðborgina í gær, en í kvöld og annað kvöld sýnir leikhópurinn í Þjóðleikhúsinu verkið; „Þrumuveður yngsta barnsins". Morgunbiaðið/Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.