Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983
Frumvarp að lánsfjárlögum án fjárfestingaráætlunar:
Vantar einn milljarð
yfir í raunveruleikann
— sagöi Matthías Á. Mathiesen
Frumvarp art lánsfjárlögum fyrir árið 1983 er fimm mánuðum of seint á ferA,
sagAi Matthías Á. Mathiesen (S), í umræAu á Alþingi í gær. Því fylgir ekki
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun, sem vera á lögum samkvæmt. I»ar af leiAir aA
þetta frumvarp er gjörsamlega stefnulaust, sem einu gildir, því öllum efnahagsleg-
um markmiAum ríkisstjórnarinnar hcfur fyrir löngu verið kastað fyrir róða.
Áætlun um erlendar lántökur er óraunhæf, enda hvorki tekið tillit til gerðra
v'Tksamninga né fyrri samþykkta ríkisstjórnarinnar. Sama gildir um innlenda
lánsfjáröflun, sem er óraunhæf í þessari áætlun, miAað við reynslu liðins árs, bæði
að því er varðar sölu sparifjárskírteina og skuldabréfakaup lífcyrissjóða. Þar að
auki eru allar tölur frumvarpsins grundvallaðar á reiknitölu fjárlaga, 42%, sem
þýðir 30% til 35% verðbólgu frá upphafi til loka árs 1983, í stað a.m.k. 70%
verðbólgu sem stefni í. Hér eru því óraunhæfar sýndartölur á ferð, til þess eins
fram settar, að ná fram einhverjum lánsfjárheimildum til að láta kerfi ríkisstjórn-
arinnar snúast í fáar vikur í viðbót.
50% hækkun mllli ára
Kagnar Arnalds, fjármálaráðherra,
sagði m.a. efnislega:
Frumvarpið felur í sér lántöku-
heimild fyrir ríkissjóð á árinu 1983
auk heimildar Framkvæmdasjóðs
Islands, fyrirtækja með eignaraðild
ríkissjóðs og sveitarfélaga. í frum-
varpinu eru breytingar á lögum um
fjárfestingarsjóði og ákvæði um há-
marksframlög til nokkurra verkefna
í samræmi við markaða stefnu í
fjárlögum fyrir árið 1983. Þá er leit-
að heimildar til viðbótarlántöku
vegna ársins 1982.
Fjármunamyndun í landinu er nú
þrengri stakkur skorinn en oft áður.
Að mati Þjóðhagsstofnunar gæti
fjármunamyndun 1983 numið um
25—26% af vergri þjóðarfram-
leiðslu, en það er svipaður hundraðs-
hluti og 1982. Hins ber að gæta, að
allar hundraðshlutatölur sem ganga
út frá spám um þjóðarframleiðslu og
útflutningstekjur 1983 verða hærri
vegna samdráttarins en ella væri.
Gleggsta dæmið um áhrif sveiflna í
þjóðhagsstærðum eru hundraðs-
hlutatölur um skuldabyrði og
greiðslubyrði þjóðarbúsins út á við.
Samkvæmt þessu frumvarpi til
lánsfjárlaga er gert ráð fyrir að
heildarfjárhæð erlends lánsfjár
nemi 3.388,6 m.kr., sbr. fylgiskjal 7.1
lánsfjárlögum fyrir árið 1982 var
hliðstæð tala 2.255,7 m.kr. og er
hækkunin milli ára 50,2%.
Erlendar lántökur miðast við að
skuldir aukist ekki að raungildi á
árinu 1983. Föst erlend lán voru á
meðalgengi 13.630 m.kr. á árinu 1982
og sé gert ráð fyrir 6% verðbólgu í
viðskiptalöndum okkar væri sam-
svarandi upphæð 14.448 m.kr. f for-
sendum Seðlabankans er gert ráð
fyrir 39,3% hækkun meðalgengis
milli áranna 1982 og 1983 miðað við
reikniforsendur fjárlaga um 42%
verðbreytingu. Fyrrgreindar fjár-
hæðir, færðar til meðalgengis 1983,
nema því 20.126 m.kr. Ef lántökum
er hagað á þann veg að erlendar
lántökur yrðu innan þessa ramma
verða þær að raungildi þær sömu og
árið áður. Þetta hámark felur því í
sér að erlendar lántökur fari ekki
yfir 3.439 m.kr. miðað við 6% verð-
bólgu að meðaltali í viðskiptalöndum
okkar. Eins og áður segir er að því
stefnt með þessu frumvarpi að er-
lendar lántökur verði innan þessara
marka eða um 3.390 m.kr.
Staða þjóðarbúsins út á við 1970—1982
(meðalgengi hvers árs)
í m. kr. Löng crlend lán Stutt vöru* kaupalán o. fl. Ógreiddur Gjaldeyris- útflutningur stada Nettóstaöa við útlönd Vcrg þjódar- framleiösla Staöa í hlutfalli viö VÞF (%) Greiðslu- byrði í % af útfl - tckjum
Löng erlcnd lán Nettó- staöa
(i) (2) (3) (4) (5) (6) (7) (8) (9)
1970 -115,1 -17.2 7,6 32.6 -92.0 431,8 26.6 21,3 11,2
1971 -145.0 -19.0 7.0 47,8 -109,1 549,6 26,4 19.9 10,0
1972 -172.5 -20.1 10.6 55.3 -126.7 684,2 25,2 18,5 11,4
1973 -226,1 -34,2 21.8 67.0 -171,5 966.3 23,4 17,8 9,1
1974 -337.9 -49,8 25.7 16,2 -345,9 1 410,8 23,9 24,5 11,2
1975 -672.8 -66,4 42,6 -30,4 -727.1 1 928,2 34.9 37,7 14,2
1976 -898,5 -97,5 59,9 -3,9 -940,0 2 659,6 33,8 35,3 13,8
1977 -1 205,5 -146.1 89.2 56.7 -1 205.8 3 814,8 31,6 31,6 13,7
1978 -1 944,3 -237,5 160,4 173,2 -1 848,2 5 776,0 33,7 32,0 13,1
1979 -2 909.5 -435,9 246,2 396.0 -2 703,2 8 460.0 34.4 32,0 12,8
1980 -4 617,1 -768.9 395.0 759.0 -4 232,0 13 288,0 34,7 31,8 14.1
1981 -7 527,0 -1 065.0 627.0 1 517.0 -6 448,0 20 534.0 36,7 31.4 16,4
1982') -14 700,0 -2 100.0 960.0 1 260,0 -14 580,0 31 000,0 47.4 47,0 24.5
1) Bráðabirgðatölur
Hcimild: Seðlabanki fslands.
Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi til lánsfjárlaga 1983, að
stefnt væri að því að erlendar lántökur fari ekki yfir 3.439 m.kr. í ár, miðað við 6% verðbólgu í viðskiptalöndum
okkar. — Þá er ekki gert ráð fyrir neinni lántöku vegna væntanlegrar kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og áætluð
iánsfjárþörf Landsvirkjunar skorin niður að helftinni til eða því sem næst. — Sjá má í aftasta dálki að greiðslubyrði
erlendra lána hækkar úr 16.4% af útflutningstekjum 1981 í 24,5% 1982 — og hefur aldrei verið nálægt því svo há.
Þrjár þingsályktunar
tillögur samþykktar
ÞRJÁR þingsályktunartillögur voru
samþykktar í sameinuðu þingi sl.
þriðjudag. Þetta eru ályktanir um
Framsóknarmenn, flokksbræður
Ingvars (líslasonar menntamálaráð-
herra, hafa hingað til komið í veg fyrir
að hann flytti frumvarp til útvarpslaga,
en það er byggt á áliti útvarpslaga-
nefndar, sem lauk störfum á síðasta
ári. Þetta kom fram í svari ráðherrans
við fyrirspurn frá Friðrik Sophussyni,
þingmanni Sjálfstæðisnokksins, en
hann spurðist fyrir um af hverju frum-
varpið hefði ekki verið flutt á þingi.
Það kom ennfremur fram í máli
Ingvars Gíslasonar, að ekki væri
kerfisbundna röðun jarða til hagnýt-
ingar við samræmda tölvuvinnslu og
upplýsingamiðlun, ályktun um stað-
samstaða innan ríkisstjórnarinnar
um flutning málsins, þannig að hann
hefði hvorki heimild flokks né ríkis-
stjórnar til þess að flytja frumvarp-
ið sem stjórnarfrumvarp.
Hins vegar gat Ingvar þess að
hugsanlegt væri að hann flytti frum-
varpið sjálfur f nafni menntamála-
ráðherra, en það mál væri í athugun.
Hann ítrekaði að pólitískar ástæður
lægju því að baki að frumvarp þetta
hefði enn ekki verið flutt á þingi.
festingu alþjóðasamnings um varnir
gegn mengun frá skipum og ályktun
um fullgildingu samnings um loft-
mengun.
Flutningsmenn fyrst nefndu
þingsályktunartillögunnar eru
þeir Steinþór Gestsson og Egill
Jónsson og er efni tillögunnar það,
að nefnd sjö manna verði falið að
gera tillögur um samræmt núm-
erakerfi yfir bújarðir í landinu,
með það að markmiði að gera
tölvuvinnslu fljótvirkari og örugg-
ari. í ályktuninni segir að nefndin
skuli skila tillögum í málinu til
landbúnaðarráðherra fyrir 1.
janúar 1984.
Þingsályktunin um loftmengun
fjallar um heimild til ríkisstjórn-
arinnar til að fullgilda fyrir fs-
lands hönd, samning um loft-
mengun, sem berst langar leiðir
milli landa, en samningurinn var
gerður í Genf árið 1979. Ályktunin
um mengun frá skipum kveður á
um heimild til staðfestingar al-
þjóðasamnings um þetta efni, en
hann var gerður í Lundúnum árið
1978.
Menntamálaráðherra:
Fær ekki heimild til
að flytja útvarps-
lagafrumvarp
Ragnar Arnalds
Lántökur opinberra aðila, ríkis,
fyrirtækja með eignaraðild ríkis-
sjóðs og sveitarfélaga, nema nú
2.987,6 m.kr. Innlend fjáröflun er
áætluð 821 m.kr. og erlendar lántök-
ur opinberra aðila verða því 2.166,6
m.kr. Samsvarandi fjárhæð erlendra
lána var í lánsfjárlögum fyrir árið
1982 1.420,5 m.kr.
Miðað er við að erlendar lántökur
atvinnufyrirtækja fari ekki yfir 590
m.kr. á árinu 1983 en í lánsfjárlögum
fyrir árið 1982 var samsvarandi tala
535 m.kr. Óhjákvæmilegt er að beitt
verði ströngu aðhaldi varðandi er-
lendar lántökur atvinnufyrirtækja
og banka.
Pappírsgagn fullt
af villum
Matthías Á. Mathiesen (S) beindi
þeirri fyrirspurn til fjármálaráð-
herra, hvort vænta mætti þess, að
fram yrði lögð fjárfestingar- og
lánsfjáráætlun, eins og lög stæðu
til, en þar settu ríkisstjórnir fram
stefnumörkun í þessum þýðingar-
mikla þætti efnahagsmála.
Matthías sagði frumvarp þetta
pappírsgagn, fuilt af villum. Sem
dæmi mætti benda á, að í greinar-
gerð væru föst erlend lán 1982 tal-
in 13,6 milljarðar á meðalgengi, en
í skýringartöflu Seðlabanka
nokkrum blaðsíðum aftar væri
sama skuldatala tilgreind 14,7
milljarðar kr. Þetta frumvarp ger-
ir og ráð fyrir því að erlend lán
1983 verði tæplega 3,4 milljarðar
króna. Samkvæmt töflu á bls. 7 er
þeirri tölu deilt niður á hina ýmsu
framkvæmdaaðila, án þess að inn í
dæmið sé tekin niðurgreiðsla á
eldri erlendum lánum. Mér sýnist
því að hér hljóti að vera um þessa
tilgreindu tölu að ræða — og auk
Matthías Á. Mathiesen
þess það, sem til þarf til að borga
vextí og afborganir eldri skulda.
Ég spyr því fjármálaráðherra: Er
hér verið að tala um nettólán á
árinu 1983?
Matthías sagði sýnt, að stefndi í
mun hærri erlendar lántökur 1983
en frumvarpið gerði ráð fyrir,
enda væru þar tölur úr öllu sam-
hengi við þegar gerða verksamn-
inga og fyrri stjórnarsamþykktir,
eingöngu til að geta flaggað með
hagstæðara lánahlutfalli og
greiðsluhlutfalli miðað við þjóðar-
framleiðslu og útflutningstekjur.
Þá væri sýnilega um ofáætlun að
ræða varðandi innlenda fjáröflun
og reynslu liðins árs í því efni.
Gilti það bæði um sölu spariskír-
teina og skuldabréfakaup ríkis-
sjóðs. Vísað er í 27. grein frum-
varpsins varðandi skuldabréfa-
kaup lífeyrissjóða en þar er hins
vegar ekki orð um efnið að finna
(fjármálaráðherra kallar fram í:
Þetta er prentvilla þarna).
Síðan vék Matthías að því efni,
sem tíundað er í inngangsorðum
þessarar fréttafrásagnar. Hann
taldi þetta lánsfjárlagafrumvarp
það óraunhæfasta, sem fram hefði
verið lagt á Alþingi, vegna van-
áætlunar á erlendum lántökum,
vegna ofáætlunar á innlendri
lánsfjáröflun og vegna þess að all-
ar tölur þess væru grundvallaðar
á röngum forsendum, þ.e. reikni-
tölu fjárlaga, sem væri úr sam-
hengi við raunverulega verðlags-
þróun milli áranna 1982 og 1983;
verðbólgan væri í raun helmingi
hærri en reiknitalan speglaði. Éf
alls er gætt, of- og vanáætlana,
kæmi mér ekki á óvart, að á skorti
um einn milljarð króna til að
byggj a brú yfir í raunveruleikann.
Fjáraukalög — ríkisreikningur:
Frumvarp um endalok
Framkvæmdastofnunar
Far vel —
Framkvæmdastofnun
Jón Baldvin Hannibalsson (A) og
Jóhanna Sigurðardóttir (A) hafa
lagt fram frumvarp til breytinga á
lögum um Framkvæmdastofnun
ríkisins. Frumvarpið er aðeins fá-
ein orð, þ.e. að við 39. grein lag-
anna bætast þessi orð:
„Lög þessi falla úr gildi 31. des-
ember 1983.“
Löng greinargerð fylgir hinsveg-
ar frumvarpinu.
Tveir koma í stað eins
Sem kunnugt er sagði Vilmund-
ur Gylfason sig úr tveimur þing-
nefndum í fyrradag, sem þing-
flokkur Alþýðuflokksins hafði
kjörið hann í meðan hann var þar
enn innan dyra. I gær var Árni
Gunnarsson kjörinn í mennta-
málanefnd neðri deildar í stað Vil-
mundar og Magnús H. Magnússon
í stað hans í allsherjarnefnd sömu
þingdeildar.
„Gullskipið“ lánshæft
Fjárhags- og viðskiptanefnd
neðri deildar hefur samhljóða
mælt með því að frumvarp sem
heimilar ríkisstjórn að ábyrgjast
lán, allt að 50 m.kr., gegn trygg-
ingu sem fjármálaráðuneytið telur
fullnægjandi, vegna björgunar
skipsins Het Wapen, sem rak á
fjörur Skeiðarársands annó 1667
og hefur þar beðið bjargvætts síð-
an. Samþykki fjárveitinganefndar
er áskilið fyrir ábyrgðinni.
Fjáraukalög fyrir árið 1979
Fram hefur verið lagt á Alþingi
frumvarp að fjáraukalögum fyrir
árið 1979, vegna umframútgjalda
miðað við fjáríög þess árs. Samtals
spannar frumvarpið aukafjárveit-
ingu upp á kr. 46.532.700,-
Hæsta umframfjárhæðin heyrir til
heilbrigðis- og tryggingarráðu-
neytis kr. 21.000.000,-
Ríkisreikningur
fyrir árið 1979
Þá hefur verið lagt fram frum-
varp til samþykktar á ríkisreikn-
ingum fyrir árið 1979. Frumvarpið
spannar heildarútgjöld upp á kr.
249.146,024 (áætlun kr.
208.950.789.-). Skatttekjur ríkis-
sjóðs þetta ár reyndust kr.
242.796.436.- (áætlun kr.
205.591.745.-).
Happdrætti DAS
Fram er komið frumvarp til laga
um heimild til handa Dvalarheim-
ili aldraðra sjómanna til að reka
happdrætti til ársloka 1994 (fram-
lenging fyrra leyfis).