Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 Pannig líta nýju hljómplöturnar út. AAeins 12 sm í þvermál. Á hægrí myndinni sést hin nýja tegund plötuspilara. Nýr laser-plötuspilari fær fádæma lof hjá gagnrýnendum Lundúnum, 2. mars. AP. NÝR PLÖTUSPILARI, sem byggir á laser-tækni, var kynntur í Lundún- um í síðustu viku og hlaut fádæma lof allra þeirra sérfræðinga, sem um hann fjölluðu í dagblöðum um helgina. Plötuspilara þessum, sem notar laser-geisla í stað venjulegrar nálar til þess að nema tónlistina af hljóm- plötunni, var lýst af blaðamanni Guardian, sem „merkustu uppfinningu á sviði tóntækni frá því á dögum Edison." Það voru fyrirtækin Sony og Philips, sem upprunalega þróuðu þessa nýju tækni, en á meðal þeirra verksmiðja, sem þegar hafa hafið framleiðslu þessa nýja plötuspilara má nefna Mar- antz, Toshiba og Hitachi, auk ýmissa annarra. Hljómplöturnar fyrir þennan nýja plötuspilara eru meira en helmingi minni í þvermál en venjulegar breiðskífur, eða að- eins 12 sm í stað 30. Tónlistin er aðeins á annarri hlið þessarar nýju plötu og í stað rása eru not- uð þúsundir örsmárra merkja. Yfir þeim er síðan þunn plasthúð til verndar. Þessi nýja tækni gerir það að verkum, að snerting á milli nálar og plötu er úr sögunni og þar með allt yfirborðssuð. Geislinn les merkin og sérhannaður út- búnaður sér síðan um að breyta þeim yfir í tónlist. Gagnrýnendum ber saman um, að hljómurinn af plötum með þessari nýju tækni sé ekki í líkingu við neitt, sem áður hafi heyrst á þessum vettvangi. Tær- leikinn sé slíkur, að öll önnur tækni, sem til þessa hefur verið notuð, komist hvergi með tærnar þar sem laser-geislinn hefur hælana. Verð á þessum nýja plötuspil- ara er um 450 sterlingspund á markaði í Englandi. Plöturnar kosta um 10 sterlingspund. Gagnrýnendur töldu, að þetta háa verð kæmi til með að standa útbreiðslu þessarar nýju tækni fyrir þrifum, en talsmenn verk- smiðjanna segja að verðið muni fara lækkandi með endurbætt- um framleiðsluaðferðum. Talsmenn Sony telja, að þeir geti selt 20.000 plötuspilara með þessari nýju tækni í Bretlandi í ár. Á fyrstu þremur mánuðunum eftir að spilarar þessir voru sett- ir á markað í Japan seldust 30.000 stykki og um 300.000 plöt- ur af nýju gerðinni. Nú munu um 300 titlar vera til á þessum nýju tegundum platna. Talandi bifreið á markað frá Leyland-verksmiðjunum Lundúnum, 2. mars. Al\ BÍLL, sem talar og minnir ökumann- inn m.a. á það, að hann hefur gleymt að spenna sætisbeltið, að athuga þurfi hemlana og að gengið sé veru- lega á eldsneytisbirgðirnar, er nýj- asta uppfinning bresku Leyland- bílaverksmiðjanna og var kynntur með mikilli viðhöfn í dag. Kynningin vakti svo mikla at- hygli, að jafnvel Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, lét sig hafa það að reynsluaka bif- reiðinni, sem er af gerðinni Austin Maestro, fram og til baka eftir Downing-stræti. Bar ekki á öðru en Thatcher væri hæstánægð með þetta nýjasta afsprengi bresks bílaiðnaðar, sem hefur átt í geysi- legum fjárhagskröggum. Henni fannst hins vegar, að tölvunni lægi heldur hátt rómur. Thatcher hvatti bresku þjóðina eindregið til að kaupa þennan nýja bíl, ekki eingöngu vegna þess að hann væri breskur, heldur einnig vegna þess að hér væri um Skakkur turn í Lundúnum: Big Ben hallast Lundúnum, 2. mars. Al\ frábæra framleiðslu að ræða. Forráðamenn Leyland-verk- smiðjanna eru himnilifandi með móttökurnar, sem bílinn hefur fengið, og þegar hafa verið pant- aðir bílar fyrir 50 milljónir punda. Hægt er að fá bílinn í 7 mismun- andi útgáfum, en sú algengasta kostar 6.300 pund. Það er breska leikkonan Nicol- ette McKenzie, sem á röddina, sem tölvan notar til þess að tjá sig með. Verður hún í útgáfum bíls- ins, sem ætlaðar eru á breskan og þýskan markað, en karlmanns- rödd verður að líkindum notuð fyrir Spánar- og ftalíumarkað. Samstöðukona leidd fyrir rétt Varsjá, 2. marz. AP. ANNA Walentynowicz, sem átti mikinn þátt í því að koma á fót „Samstöðu", samtökum frjálsu verkalýðsfélaganna í Póllandi, verður dreginn fyrir rétt í afskekktum bæ í næstu viku fyrir að halda áfram að vinna fyrir Samstöðu eftir að herlög voru sett í Póllandi. Það var brottrekstur Önnu frá Lenin- skipasmíðastöðinni í Gdansk á sínum tíma, sem varð kveikjan að stofnun Samstöðu. Tilgangur stjórnvaldanna nú með því að láta réttarhöldin yfir Önnu fara fram í afskekktum bæ er talinn sá að koma í veg fyrir óeirðir í Varsjá og Gdansk, á meðan réttarhöldin standa yfir. Réttarhöldin yfir Önnu Walent- ágúst sl. til þess að gangast undir ynowicz eiga að hefjast 9. marz, en hún var fyrst handtekin, er herlög voru sett í Póllandi 13. desember 1981. Hún var látin laus 24. júlí í fyrra en síðan handtekin aftur 30. „sálpróf". Réttarhöldin eiga að fara fram í bænum Grudziadz, sem stendur langt upp með fljót- inu Vislu. Solzhenitsyn hlýtur Templeton-verðíaun Waghington, 2. mars. AP. SOVÉSKI rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn mun hljóta Templeton- verðlaunin að þessu sinni, að því er segir í tilkynningu dómnefndar. Verðlaunin eru veitt fyrir eflingu trúar í heiminum. sínu í febrúar 1974 og býr nú í Bandaríkjunum. Ástrah'a: Dómnefndin kallaði Solzhenits- yn „frumkvöðul í endurreisn trúar meðal lítt trúaðra þjóða". Verð- launin nema að þessu sinni 170.000 dollurum og eru þau hæstu sem um getur í heiminum, að því er segir í skýrslu dómnefndar. Solzhenitsyn er höfundur bók- anna „Dagur í lífi Yvan Deniso- vich“, „Gulag eyjaklasinn" og fleiri skáldsagna sem gagnrýna sovéskt samfélag. Hann er ellefti handhafi þessara verðlauna og munu þau verða afhent við hátíð- lega athöfn í Lundúnum 10. maí nk. Sonzhenitsyn, sem er 64 ára gamall, er fyrrverandi stórskota- liðsforingi sem hlaut orður fyrir frábæra frammistöðu í síðari heimsstyrjöldinni, en var síðan sendur í nauðungarvinnu og út- legð til Síberíu. Hann var loks gerður brottrækur frá föðurlandi ERLENT Hawke spáð miklum sigri Sydney, 2. mars. AP. BOB Hawke, sem hefur verið leið- togi ástralska verkamannaflokksins í tæpan mánuð, var í dag spáð sigri yfir Malcolm Fraser forsætisráð- herra í almennu þingkosningunum sem fram fara í landinu á laugardag. Niðurstöður tveggja skoðana- kannana sem birtar voru í dag spá því að Verkamannaflokkurinn vinni stórsigur yfir stjórn frjáls- lynda flokksins. Tveir Pól- verjar gripn- ir á flótta Varsjá, 2. mars. AP. PÓLSKA strandgæslan greip tvo Pólverja glóðvolga, þar sem þeir reyndu að flýja yfir Eystrasaltið á gúmmíbáti. Það voru fiskimenn, sem sáu til ferða mannanna og létu strand- gæsluna vita. Þetta er önnur flóttatilraunin á gúmmíbáti, sem vitað er til, að reynd hafi verið frá Póllandi frá því í desember 1981. Lögregla og her úr við- bragðsstöðu \)>enu, 2. mars. AP. LÖGREGLA og her í Aþenu em nú ekki lengur í viðbragðsstöðu eftir þriggja sólarhringa spennutímabil í borginni í kjölfar orðróms um að bylting hægrisinnaðra foringja innan hersins stæði fyrir dyrum. Þrátt fyrir að stjórn landsins neiti því ítrekað, að orðrómurinn um byltinguna geti hafa átt við rök að styðjast, halda heimildir innan grísku lögreglunnar því stöðugt fram að fótur hafi verið fyrir honum. Dagblöð, jafnt stuðningsmenn sem andstæðingar stjórnarinnar, héldu því fram í gær, að leyniþjón- ustu landsins hefðu borist fregnir af því, að ekki væri allt með felldu innan ákveðins arms gríska hers- ins. Talsmenn leyniþjónustunnar hafa borið þessar staðhæfingar til baka. EFTIRLITSMENN stjórnarinn- ar hafa komist að þeirri niður- stöðu, að Big Ben-klukkuturn- inn, sem er á breska þinghúsinu, hallist. Sir George Young, aðstoðar- umhverfismálaráðherra, til- kynnti í Neðri deild breska þingsins í gær að turninn hall- ist sem nemur 22.86 sentimetr- um við efstu brún hans. Þessi sannleikur kom í Ijós í umræðum á þinginu þegar Harold Walker, þingmaður Verkamannaflokksins, spurði Young hvort gerðar hefðu ver- ið rannsóknir á því hvort um skemmdir hefði verið að ræða á þinghúsinu þegar gerð voru bílastæði undir Westminster- höllinni. Sir George svaraði því til, að ekki hefði verið um neinar „greinanlegar hreyfingar" á turninum að ræða vegna þess- ara framkvæmda og svo hefði ekki verið undanfarin fimmtán ár. En hann benti á að eftir- litsmenn hefðu fyrir mörgum árum komið auga á halla á turninum. Sérstæðum réttarhöldum lokið í V-Þýskalandi: Bachmeier dæmd í 6 ára fangelsi fyrir manndráp l,Ubeck, 2. mars. AP. MARIANNE Bachmeier, v-þýska móðirin sem í réttarsal skaut mann, sem sakaður var um að hafa beitt sjö ára dóttur hennar kynferðislegu ofbeldi og kyrkt hana síðan, var í dag dæmd í 6 ára fangelsi fyrir manndráp. Mildaði dómurinn fyrri úrskurð sinn um morð af yfirlögðu ráði. Dómarinn, Peter Bassenge, hafnaði tillögu saksóknara um að Bachmeier yrði handtekin og lögfræðingum hennar gefinn tími til að áfrýja dómnum. Réttarhöldin yfir hinni 32 ára gömlu Bachmeier hófust í nóv- ember. Hún var þá ákærð fyrir að hafa tekið skammbyssu upp úr handtösku sinni þann 6. mars 1981 og skotið sjö kúium í Klaus Grabr- owski, þar sem hann var fyrir rétti. Grabrowski átti að baki langan afbrotaferil og hafði m.a. verið kærður sex sinnum fyrir kynferð- isafbrot gagnvart litlum telpum. Grabrowski var látinn laus 1973 eftir að hann hafði reynt að kyrkja sex ára gamla stúlku. Lögfræðingar Bachmeier mót- mæltu niðurstöðu réttarins og sögðu hana hafa verið undir miklu andlegu álagi er atburðurinn átti sér stað og væri þar af leiðandi ekki ábyrg gerða sinna. Að auki hefði þetta gerst af hefndarhug og í augnabliksgeðshræringu. Þá báru þeir því við, að líf hennar hafi verið erfitt og hún hafi orðið að gefa frá sér tvær fyrri dætur sínar, sem hún eignaðist í lausa- leik. Réttarhöld þessi voru að því leyti sérstök, að þau vöktu fá- dæma athygli um gervallt V-Þýskaland og reyndar víðar í Evrópu. I mörgum fjölmiðlum var Bachmeier stillt upp sem dæmi- gerðum einstaklingi fullum von- leysis í baráttunni við réttarkerf- ið. Bachmeier naut samúðar svo að segja allrar v-þýsku þjóðarinnar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.