Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 21
Frá æfingu á Illgresinu víðforla. Látbragðsleikararnir eru fremst, en kórinn að baki þeirra. Langst til hægri er sögumaðurinn Brynja Tomer. Morgunblaðið/Emilia Trommur, gítar og bassi. Það er tríóið sem sinnir undirleiknum í Illgresinu. Einar Sigurðsson bassaleikari er lengst til hægri á myndinni. Listahátíð í Versló: Söngleikur eftir ans frumsýndur nemendur skól- annað kvöld ÞESSA dagana stendur yfir listahá- tíð í Verzlunarskóla íslands. Það er listafélag skólans sem stendur fyrir hátíðinni, sem er hin fjölbreyttasta. Á raánudaginn var kynning á ís- lenskum kvikmyndum, og sýndi Hrafn Gunnlaugsson þá valda kafla úr eigin myndum og sat fyrir svör- um. A þriðjudagskvöldið var bók- mcnntakynning og fleira, Pétur Gunnarsson rithöfundur og fleiri góðir menn komu í heimsókn og lásu úr verkum sínum. Og í gær- kvöldi fengu rokkáhugamenn eitt- hvað fyrir sig, þegar Grýlurnar mættu á svæðið og spurðu hvað væri svona merkilegt við það. Kvöldið í kvöld er helgað myndböndum, og verða þá sýndar svipmyndir úr fé- lagslífi Verzlinga og ýmislegt annað góðgæti úr sjónminjasafninu. En annað kvöld verður hápunkt- ur hátíðarinnar. Þá verður frum- fluttur söngleikurinn Illgresið víðförla, en hann er að mestu leyti saminn af nemendum skólans og eingöngu leikinn og sunginn af þeim. Brynja Tomer, formaður listafélagsins, og Einar Sigurðs- son bassaleikari, sömdu textann í sameiningu, en tónlistin er eftir Einar og tvo félaga hans, þá Jó- hannes Snorrason og Gísla Skúla- son. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þau Brynju og Einar að máli til að forvitnast lítið eitt um 111- gresið víðförla. Sveitastrákur í Verzló „Það er kannski vissara að taka það fram í upphafi að þetta er ekki söngleikur um gróður jarðar. Illgresið sem gerir það svona víð- reist, og við erum að fjalla um, er hræsni og hégómi, en ekki plöntu- tegund. Annars er þetta saga um hálfgert olnbogabarn, strák utan af landi sem kemur inn í Verzló og fellur ekki í kramið hjá skólafé- lögum sínum. í skólanum er klíka sem lítur niður á strákinn, finnst hann vera sveitó og manna ólík- legastur til afreka. En svo gerist það að strákur kemst í lauslegt samband við aðalstelpuna í hópn- um, og eins og nærri má geta kann klíkan því illa og reynir að spilla því sambandi. Þetta er efnisþráð- urinn á yfirborðinu að minnsta kosti." Óvenjuleg uppsetning „Uppsetningin á verkinu er svolítið óvenjuleg. Við notum látbragðsleikara til að túlka hverja persónu, en söngvararnir standa alltaf kyrrir. Þessi hug- mynd er fengin að láni úr útfærslu á óperu Atla Heimis Sveinssonar, Silkitrommunni, sem sýnd var á Listahátíð Reykjavíkur sl. vor. Alls koma fram í söngleiknum rúmlega 20 manns, um 10 söngv- arar og 10 látbragðsleikarar. Þá verður sérstakur sögumaður og þriggja manna hljómsveit." Grípandi tónlist „Um tónlistina í söngleiknum er það að segja að hún er frekar létt og því grípandi, en kannski undir nokkrum fusion-áhrifum, jafnvel djössuð á köflum, segja sumir. Mörg lögin voru samin í fyrravor, en ýmislegt hefur bæst við síðan og heildarsvipurinn er nokkuð heilsteyptur núna, vonum við.“ Gífurleg vinna „Þótt þetta sé ekki nema um klukkutíma löng sýning liggur gíf- FLEX-O-LET Tróklossar Vinsælu tréklossarnir meö beyjanlegu sól- unum komnir aftur. GEíSiB H urlega mikil vinna að baki. Við hefðum ekki trúað því fyrirfram að þetta væri svona mikið mál. En það er góður andi í hópnum sem að þessu stendur og þetta hefur smámjakast. Og nú er allt klappað og klárt." Sýningin annað kvöld hefst klukkan hálf níu og er fyrst og fremst ætluð nemendum úr Verzl- unarskólanum. En engum verður vísað frá á meðan húsrúm endist. Á laugardaginn klukkan fjögur verður svo önnur sýning á Illgres- inu og er hún opin öllum almenn- ingi. Þau Brynja og Einar sögðu að fleiri sýningar væru ekki fyrir- hugaðar í bili,“ en ef vel tekst til er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Kannski gerir sýningin stormandi lukku og við förum með hana út um allar triss- ur. Hver veit nema allar gáttir opnist og við verðum fræg og rík, og hver veit nema Hollywood sé ekki svo langt í burtu ..., “ sögðu þau Brynja og Einar að lokum, og horfðu dreymandi, óræðu augna- ráði á eftir blaðamanni hverfa út um gættina á Nemendakjallaran- um. Hver veit. Nú býður enginn betur! Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið takmarkað magn af hinum landsþekktu Superia reiðhjólum á einstaklega hagstæðu verði.Til dæmis: Gerð „Touring" 10 gíra 28"...Kr. Gerð „Minerva“ gíralaust 28" Kr Gerð „Diana“ 5 gíra 28" .....Kr Gerð „Bristol“ gíralaust 26".Kr. Gerð „Voyager“ 10 gíra 28" ..Kr Stelpu eða strákahjól gíralaust24"Kr. Stelpu eða strákahjól 4 gíra 24" Gerð „Viví" barnahjól gíralaust 16" Kr Góðir greiðsluskilmálar. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Athugið að við höfum flutt sýningarsal okkar og versliin í nýtt og rúmgott húsnæði á l.hæð Háteigsvegi 3. Kr. 3.095 Kr. 3.095 Kr. 3.750 Kr. 3.800 Kr. 4.100 Kr. 2.250 Kr. 2.800 Kr. 2.140 Hjól & Vagnar Háteigsvegi 3, 105 Reykjavik, Simi 21511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.