Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. ^ Laugardaginn 5. mars veröa til viðtals Magnús ^ L. Sveinsson og Margrét S. Einarsdóttir. 26. leikvika — leikir 26. febrúar 1983 Vinningsröö: X21 — X11 — 1XX — X1X 1. vínningur: 12 réttir — kr. 77.310.- 45053 (4/11)+ 72814(4/11)+ 62505 (4/11) 100870(6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.819.- 15578 61528 71980+ 92549 98448 101111 16447 62507 72813+ 94202+ 100849 101181 23375 66139 75463+ 94210+ 100852 Úr 25. viku: 45054+ 67031 91132 94218+ 100856 9581 45055+ 67277+ 91144 94643 101009 Kærufrestur er til 21. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrif- stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Alltaf á fóstudögum í LISTMUNAHÚSI Litið inn á sýningu Margrétar Guðmundsdóttur listfræðings sem heldur fyrstu sýningu sína. HUGLÆKNINGAR Rætt við Unni Guðjónsdóttur huglækni hjá Sálarrannsóknarfélagi íslands. TEIKNIMYNDABLAÐA- SÖFNUN Nokkrir fróðleikspunktar fyrir þá sem áhuga hafa á söfnun teiknimynda- blaða. Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina Seyðisfjörður: Vélsmiðjan sjósetur 188 rúmlesta togara SeyðisfirAi, 28. febrúar. VÉLSMIÐJA Seyðisfjarðar sjósetti á laugardag nýtt 188 rúmlesta físki- skip og hlaut það nafnið Eyvindur vopni NS 70. Eigandi hins nýja skips er Kolbeinstangi hf. á Vopna- fírði, en að því fyrirtæki standa út- gerðarfyrirtækið Tangi, Vopnafjarð- arhreppur og Kaupfélag Vopna- fjarðar. Þetta nýja og glæsilega skip er nýsmíði nr. 17 hjá Vélsmiðju Seyð- isfjarðar og hin stærsta sem hún hefur sent frá sér. Skipið er teiknað og hannað af Stefáni Jóhannssyni, forstjóra Vélsmiðju Seyðisfjarðar, og er 29,3 metrar að lengd, 7 metrar að breidd og 3,55 metrar að dýpt. Það er skutbyggt og fyrst og fremst ætlað til togveiða en hefur einnig möguleika til allra almennra veiða annarra. Aðalvél skipsins er finnsk af gerðinni Vártsilá, 800 hestafla, sem er sérstaklega byggð fyrir brennslu á svartolíu og er þetta í fyrsta skipti sem þannig smíðuð vél er sett í íslenskt fiskiskip. Ljósavél er af Caterpillar-gerð, spilkerfið er drifið með háþrvstibúnaði og er með autotrolli. I skipinu eru öll fullkomnustu siglinga- og fiskileit- artæki og má nefna að þar er einnig að finna veðurkortaritara sem get- ur skráð veðurspár, sem sendar eru frá gervitunglum í himingeimnum. Þá eru í skipinu íbúðir fyrir 11 skipverja og eru þær hitaðar upp með kælivatni frá aðal- og ljósavél skipsins. Það var Hrafnhildur Steindórs- dóttir, eiginkona Sverris Guð- laugssonar skipstjóra á hinu nýja skipi, sem gaf því nafnið Eyvindur vopni, en það er samnefni fyrsta landnámsmanns Vopnafjarðar. Eyvindur vopni NS 70, nýsmíði nr. 17 frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Morgunblaðið/KjarUn Aðalstein.sson. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis: Reglur um söluvarning í söluturnum eru óþolandi STJÓRN Neytendafélags Reykjavík- ur og nágrennis vekur athygli á því f ályktun frá fundi sínum 21. febrúar sl., að með núverandi afgreiðslutíma verslana í Reykjavík, einkum mat- vöruverslana, hafí skapast verulegt ósamræmi afgreiðslutíma verslana höfuðborgarsvæðisins og að loknum almennum afgreiðslutíma þurfi íbúar fjölmennasta sveitarfélags landsins að leita í nágrannabyggðarlögin eftir nauðþurftum. Segir síðan í ályktuninni: „Það er skoðun NRON að stjórnir sveitar- félaga eigi ekki að hafa önnur af- skipti af afgreiðslutíma verslana en þau, er varðar gerð ramma- reglna. Að öðru leyti skal við það miðað, að afgreiðslutíminn sé sem frjálsastur. Nú eru í gildi úreltar reglur um söluvarning í söluturnum (sjopp- um). Skiptir í því sambandi engu þótt matvöruverslun reki sölulúgu. Henni er bannað að versla með matvöru um lúguna, eftir að al- mennum afgreiðslutíma verslana lýkur. Virðist við það miðað að helst skuli ekki selja aðrar vörur í söluturnum en þær sem kenna má við óhollustu. Þetta er með öllu óþolandi og greinilega sniðið að hagsmunum annarra en neytenda. Svo fremi sem söluturn fullnægir öllum skilyrðum sem heilbrigðis- yfirvöld setja, á hann að hafa leyfi til þess að selja hvers konar mat- vörur." I& M A IHl I N TT Sér permanentherbergi Tímapantanir í síma 12725 Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.