Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 að hverju stefndi þá tímdi ég ekki að hann Jón væri að deyja. En Jón var rólegur og sáttur við alla og með því síðasta sem hann sagði við mig voru þessi orð: „Dísa, ég er að fara heim.“ Jón átti glæsilega og trygga eig- inkonu, Þórunni Sigurðardóttur, ættaða frá Hörgslandi á Síðu, en foreldrar hennar fluttu búferlum að Árnanesi, Höfn í Hornafirði. Þórunn lifir mann sinn. Jón og Þórunn eignuðust 3 börn: Páll, elstur, útskr. úr Verslunar- skóla íslands og er afgreiðslumað- ur. Sigurður, en hann lést af slys- förum fyrir nokkrum árum, og Amalía Svala, hjúkrunarfræðing- ur, og er hún gift Sigurði Sigur- karlssyni, fjármálastjóra hjá Al- mennum tryggingum. Jón og Þór- unn voru heppin með tengdason- inn, en hann reyndist þeim sem besti sonur. Svala og Sigurður eiga 3 börn, Sindra Karl 12 ára, Þórunni 11 ára og Önnu Sigríði 4 ára, öðru nafni „körfublómið" hans afa. Jón var einstakur í við- móti við börn, nógur tími, enginn asi til að fá frið. Afabörnin hans missa mikið. Á samverustundun- um með afa flaut allt í fróðleik og sögum, umhverfið gert forvitni- legt og spurningar og svör á reið- um höndum. Elsku Þórunn og fjölskylda. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð, og ég enda þessar línur með vísunni sem Jón kenndi mér eftir föðurbróður sinn, Þor- stein Erlingsson, skáld. ..I*egar sólin nálgast æginn þá er gott að hvíla sig. Vakna ungur einhvern daginn með eilífð glaða í kringum sig.“ I)ísa Erlings Jón Pálsson sundkennari, heið- ursfélagi Sundfélagsins Ægis er fallinn. Með honum er genginn einn helsti og besti brautryðjandi fsl. sundmenntar. Kynning mín af honum hófst er Jón var á besta aldri og er mér minnistætt hve glæsilegur og friður þessi ungi kennari minn og síðari þjálfari og ævilangi vinur var. Jón Pálsson var ekki einungis glæsilegur á velli heldur einnig mjög góðum gáfum gæddur, fróð- leiksfús og fróðleiksveitandi. Las hann sér og til um ólíkustu hluti af mikilli kostgæfni og kom oft á óvart hve vel hann var heima í þvi sem hann á annað borð gaf sig að, en það var bæði margt og víðtækt. Hann var vel hagmæltur og kast- aði oft fram smellnum stökum og brögum. Hann sagði betur frá en aðrir menn og gæddi frásögnina lífi með mjög sláandi eftirherm- um. Kímnigáfa hans var næm og lifandi. I stuttu máli: Jón var ein- hver allra skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst og veit ég að félagar mínir úr Ægi nutu þess oft og hlökkuðu til funda þegar þeir voru. Jón var með allra bestu sund- mönnum fyrr og síðar og í augum okkar lék jafnan frægðarljómi frá keppnum hans í Nýárssundinu og fleiri keppnum. En auk þess reynd- ist Jón vera hinn besti sundþjálf- ari á alþjóða mælikvarða. Má segja að sundfólk hans hafi verið auðþekkt frá öðru á óvenjulega glæsilegu sundlagi og sjaldgæfu jafnvægi á sundinu. Æfingaað- ferðir hans voru grundvallaðar á öruggu mati á hæfileikum hvers einstaklings, sem hann hafði með höndum. — Og Jón var á undan sínum tíma í skilningi á því hvert samstarf þarf að vera þess líkam- lega og andlega í keppni og þjálf- un. Eitt af því sem Jóni var mest umhugað um var reisn sundíþrótt- arinnar, skilningur á gildi hennar og fegurð og varð þessi þáttur í skapgerð hans til þess að Jón stóð fyrir stofnun Sundfélagsins Ægis á sínum tíma ásamt nokkrum ung- um mönnum og Eiríki Magnússyni bókbindara, sem nú er látinn. Með stofnun og starfsemi þessa félags hófst nýr vaxtarbroddur og fram- farir á því sviði ísl. sundmennta og hefur það haldist fram á þennan dag. Jón Pálsson var í mörg ár ein aðaldriffjöður þessa félags og stóð það nær hjarta hans, að ég held, en flest annað. Reykvískar kynslóðir, mjög margar, muna eftir Jóni þar sem hann stóð í kennslu og starfi fyrst í Sundlaugunum gömlu og síðan í Sundhöll Reykjavíkur. Eru Reyk- víkingar í mikilli þakkarskuld við hann og föður hans, Páll Erlings- son, og bræður hans Erling og Ólaf, en þessir menn unnu öllum tímum að framgangi sundsins hér í bæ. Mikil blessun fylgdi starfi þeirra, eins og sjá má í dag er lit- ast er um í hinum glæsilegu sundstöðum Reykjavíkurborgar og því hve margir sækja þá á ári hverju. Aldavini mínum, Jóni Pálssyni, þakka ég samstarf og órofa vináttu og störf hans fyrir Sundfélagið Ægi og sundíþróttina í Reykjavík. Aðstandendum hans votta ég virðingu og þökk fyrir allt. Ulfar Þórðarson, formaður íþróttabandalags Reykjavíkur. HJÁ OKKUR NÁ GÆÐIN IGEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. I sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. *NURMES* I. FLOKKUR NUR*MES 2. FLOKKUR NURMES 3. FLOKKUR MRIM » íuiðaverksmiðja NJARÐVIK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945 t Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNS MAGNÚSSONAR, Tunguvegi 100, R«yk]av(k. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Vífilsstaöaspítala. Guörún Maríaadóttir, Magnús Jónsson, Halga Gísladóttir, Jóhanna G. Jónsdóttir, Erling Pétursson, Matthildur Sif Jónsdóttir, Jóhann S. Gunnarsson, Fraydís Jónsdóttir, Vigfús Andrésson, Davfó Hélfdénarson barnabörn og brnabarnabörn. t Einlægar þakkir fyrir samúö og vináttu viö andlát og útför BENEDIKTS GUTTORMSSONAR, fyrrv. bankaútibússtjóra. Frfóa Austmann, Guóiaug Benediktsdóttir, Siguröur Jónsson, Hreinn Benadiktsson, Egill B. Hreinsson, Erna G. Árnadóttir, Fríóa Siguröardóttir, Axel Gunnlaugsson, Jón Svan Sigurösson og barnabarnabörn. Bóka mark aðurim Góöar bækur Gamalt verö Fimmtudaginn 3. mars kl. 9-22 Föstudaginn 4. mars kl. 9-19 Laugardaginn 5. mars kl. 9-18 Mánudaginn 7. mars kl. 9—18 Þriðjudaginn 8. mars kl. 9-18 Miðvikudaginn 9. mars kl. 9-18 Fimmtudaginn 10. mars kl. 9-22 Föstudaginn 11. mars kl. 9-19 Laugardaginn 12. mars kl. 9-18 Bokamarkaóunnn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁRTÚNSHÖFÐA targtmÞIiiMfe Askrifuusiniinn cr $3033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.