Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 33 Sextugur: Sr. Arngrímur Jónsson Séra Arngrímur Jónsson, sókn- arprestur í Háteigsprestakalli, er sextugur í dag. Vil ég eigi láta hjá líða að senda honum heillaóskir í tilefni dagsins og þakkir fyrir góð- an hlut hans að félagsmálum presta. Hann átti lengi sæti í stjórn Prestafélags íslands, var í ritnefnd Kirkjuritsins og annaðist afgreiðslu þess um árabil. Víst er, að hér munaði um verk hans, enda er séra Arngrímur at- kvæðamaður, mikilvirkur og fylg- ir því fast fram, er hann telur ein- hverju varða og lætur sig skipta. Kunnastur er hann e.t.v. fyrir áhuga sinn á messunni og fast- heldni við sígild form hennar. Þar hafa skoðanir okkar að vísu ekki fallið saman að öllu leyti, en um það erum við sammála, að messan var og er og hlýtur að verða burð- arásinn í starfi kirkjunnar. Orðið er farvegur Andans inn í mann- legt líf, án notkunar náðarmeðal- anna stendur kristnihald höllum fæti. Þetta hefir séra Arngrímur verið óþreytandi að árétta og hann er vandlætingasamur vegna húss Drottins, gerir sér þess fulla grein, að það er byggt yfir Orðið, einfaldlega frátekið fyrir helga þjónustu. Það er alkunna og óþarft um að ræða, að við lifum á margbreyt- inni öld. Ófátt það er áður þótti óyggjandi er nú álitamál og á upp- lausnaröld er mikils virði að eiga varðstöðumenn um helga dóma. En jafnframt því sem séra Arngrímur hefir ákveðnar skoð- anir um, hvað sígilt sé og ekki megi missast, er hann þess al- búinn að endurmeta margt, og veitist auðvelt að vinna með ung- um mönnum, er eðlilega eiga ný viðhorf og vilja ýmsu breyta. Hér var annars ekki ætlunin að gera úttekt á störfum séra Arn- gríms eða rekja sögu hans. Þetta átti aðeins að vera stutt afmæl- iskveðja, en upp skal rifjað, að hann er Eyfirðingur að uppruna, vígðist ungur að Odda, sómdi sér vel á þeim fornhelga hefðarstað og hefir nú um árabil átt sinn vett- vang í einum fegursta helgidómi höfuðborgarinnar. Hann dvelst nú erlendis ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Hafliða- dóttur frá Hergilsey. Er þeim blessunar beðið og góðra stunda. Séra Arngrímur hefir allar götur haft áhuga á fræðistörfum. Skal honum samfagnað með að fá nú tækifæri til að sinna þeim um hríð. Þorbergur Kristjánsson Þjóðhátfðargjöf Norðmanna: 250 þúsund krónum úthlutað á þessu ári ÚTHLIJTAÐ hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norð- manna á þessu ári. Norska stórþing- ið samþykkti í tilefni ellefu alda af- mælis Islandsbyggðar 1974 að færa íslendingum 1 milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins, skal ráðstöfunarfénu, sem eru vaxtatekjur af höfuðstólnum, en hann er varðveittur i Noregi, varið til að styrkja hópferðir íslendinga til Noregs. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum 1976 og fór nú fram sjöunda úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 250 þúsund krónur. 24 umsóknir bár- ust um styrki en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Undirbúningsfélag Rafeinda- iðnaðar, Samtök um kvennaat- hvarf, íslenskir ungtemplarar, Fé- lag ísl. línumanna, Norskunemar, Styrktarfélag vangefinna, Félag jarð- og landfræðinema við Há- skóla fslands. SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRU SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 RAWLPLUG Allar skrúfur, múrfestingar, draghnoð og skotnaglar MeÖ Jane Fonda til betri heilsu Ný bók með æfingum fyrir ★ Frábærar æfingar fyrir konur á öllum aldri, jafnt verðandi mæður byrjendur sem lengra komnar. ★ Hundruð skýringamynda auövelda heimanám. ★ Þúsundir kvenna hér á landi hafa slegist í hóp- inn og æfa reglulega JANE FONDA leikfimi. ★ Viöeigandi tónlist væntanleg á plötum og kassettum. — Hagstætt verö. ★ Sendum í póstkröfu um allt land. Bókabúð Máls Bókaverslun Bókaverslun og menningar Sigfúsar Eymundssonar Snæbjarnar Sími 24242. Sími 13135. Sími 11936. Yfir ein milljón eintaka seld í heiminum. Verð 575.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.