Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 nuiQifiDnri Wllldlmli 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Dollaraverð hækkaði um 1,76% í sl. viku — Pundið hækkaði um 1,01% — Danska krónan hækkaði um 1,0% — Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,76% DOLLARAVERÐ hækkaði um 1,76% í síðustu viku, en sölugengi Banda- ríkjadollars var skráð 19,320 krónur í upphafi viku, en 19,660 krónur sl. Tóstudag. Frá áramótum hefur dollaraverð því hækkað um 18,08%, en í upphafi ársins var sölugengið 16,650 krónur PIINDIÐ Söluverð brezka pundsins hækk- aði um 1,01% í síðustu viku, en í upphafi hennar var sölugengi brezka pundsins skráð 29,690 krón- ur, en sl. föstudag 29,991 króna. Frá áramótum hefur brezka pundið hækkað um 11,78% í verði, en í upphafi ársins var sölugengi þess skráð 26,831 króna. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði um 1,0% í verði í síðustu viku, en í upphafi vikunnar var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,2844 krónur, en sl. föstudag hins vegar 2,2826 krónur. Frá áramótum hefur danska krónan hækkað um 14,99% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,71% í verði í síðustu viku, en í upphafi hennar var sölugengi vestur-þýzka marksins skráð 8,0786 krónur, en sl. föstudag hins vegar 8,1357 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið hækkað um 16,15% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. GfNGISÞROUNIN VIKURNAR 14 18 0G 2125 FE8RÚAR 1983 29JS 29.8 245 28,0 27,5, , má )>r RMV, lim to« 4W. 8,20. 8,10. 1t>M. 188, . '.»/ , má þr mmv, fvmMrt má. þt mibv fim foft yr- y má. þr mtjv Sm.fört Nýr markaðsfulltrúi Hafskips á Akureyri l*OKARI.\.N Jónsson tók nýlega við starfi markaðsfulltrúa Hafskips hf. á Akureyri, að sögn Páls Braga Krist- jónssonar, fjármálastjóra félagsins, sem sagði verkefni Imrarins verða fyrst og fremst á markaðs- og þjón- ustusviði fyrirtækisins. „Þar sem viðskiptavinir félagsins á Akureyri eru orðnir svo margir, sem raun ber vitni, þótti eðlilegt að færa þjónustu félagsins í ríkari mæli þangað, enda í samræmi við þá stefnu, sem verið er að fram- kvæma á erlendum vettvangi. Við vonum að þetta nýja fyrirkomulag muni reynast sem bezt og komi viðskiptavinum félagsins norðan- lands til góða á sem flestum svið- um,“ sagði Páll Bragi ennfremur. Aðsetur markaðsfulltrúa Haf- skips á Akureyri verður að Glerár- götu 20. Eins og áður mun Kaupfé- lag Eyfirðinga annast afgreiðslu á Þórarinn Jónsson vörum, sem fluttar eru til Akureyr- ar á vegum félagsins. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands, til vinstri og Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri, við Hús verzlunarinnar. Kaupmenn flytja í Hús verzlunarinnar Aðalfundur KÍ verður haldinn 17. marz nk. AÐALFUNDUR Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn 17. marz nk. að sögn Magnúsar E. Finnssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, sem enn- fremur sagði aö fyrir aðalfundinn yrðu haldnir aðalfundir hinna ýmsu sér- greinafélaga samtakanna. Fyrir skömmu fluttu Kaup- mannasamtökin skrifstofu sína frá Marargötu 2 í Hús verzlunar- innar, þar sem samtökin eiga 6. hæðina, sem er liðlega 520 fer- metrar. Magnús sagði alla starfs- aðstöðu batna verulega við flutn- inginn. „Skrifstofuaðstaða er mjög góð, auk þess sem við erum með tvo góða fundarsali," sagði Magnús ennfremur. „Verðlagsmál eru auðvitað þau mál, sem efst hafa verið á baugi, eins og endranær. Við höfum á liðnu ári unnið að því að fá breytt reglugerð um meðferð á inni- stæðulausum ávísunum, sem við teljum vera mjög mikið mál fyrir okkur," sagði Magnús er hann var inntur eftir því hver hefðu verið helztu verkefni samtakanna á liðnu ári. Atvinnuleysi eykst í Sví- þjóð ATVINNULEYSI jókst í Svíþjóð í janúarmánuði samkvæmt upplýs- ingum sænska atvinnumálaráðu- nevtisins. I janúar sl. voru 3,4% mannafl- ans án vinnu, en til samanburðar var þetta hlutfall 3,2% í desem- ber, eða hefur aukizt um liðlega 6%. Hins vegar er atvinnuleysið nú heldur minna, en það var í janúar 1982, þegar 3,6% vinnufærra voru án vinnu. Bílafram- leiðsla jókst um 0,8% í Japan í janúar Heildarbílaframleiðsla jókst um 0,8% í Japan í janúarmánuði sl., þegar samtals voru fram- leiddir 800.444 fólksbílar, vöru- bílar og langferðabílar, sam- kvæmt upplýsingum talsmanns samtaka bflaframleiðenda þar í landi. Aukningin kom fyrst og fremst fram í minni fólksbílum og minni vörubílum, en hins vegar var sam- dráttur á öllum öðrum sviðum. Framleiðsla á minni fólksbílum jókst um 6,1% í janúar og fram- leiðsla á minni vörubílum jókst um liðlega 4,5%. Framleiðsla á meðalstórum og stórum fólksbílum dróst hins veg- ar saman um liðlega 15% og sömu sögu er að segja af vörubílafram- leiðslunni. Langferðabílafram- leiðsla dróst hins vegar saman um 24%. „Gæðahringirnir hafa gefið mjög góða raun“ — segir Ingólfur Skúlason, skrifstofustjóri Plastprents „OKKUR FANNST sjálfsagt að taka þátt í þessari tilraun Félags ís- lenzkra iðnrekenda, enda hefur komið á daginn, að starfræksla gæða- hringa hefur gefið mjög góða raun hjá okkur,“ sagði Ingólfur Skúlason, skrifstofustjóri Plastprents hf., í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvernig tilraun fyrirtækisins með gæðahringi hefði gengið. „Það komu menn frá banda- rísku ráðgjafafyrirtæki á vegum FÍI síðla sumars í fyrra og héldu námskeið um gæðahringi, sem við tókum þátt í. Síðan var hald- ið námskeið fyrir hópstjóra inni í fyrirtækinu og í kjölfar þess stofnaðir þrír hópar úr filmu- deild, prentdeild og pokadeild," sagði Ingólfur. „Hugmyndin að gæðahringum á uppruna sinn í Bandaríkjun- um, en hins vegar urðu Japanir fyrstir til að hagnýta sér hana í einhverjum mæli. Gæðahringa- starf hefur gefizt mjög vel í Jap- an og er það talið hafa átt veru- legan þátt í velgengni japanskra fyrirtækja. Það má segja, að starf gæðahringanna sé byggt upp með það fyrir augum að breyta viðhorfum hverrar persónu sem tengist því. Þessar breytingar verða á sviði stjórnunar, verk- stjórnunar, forystu, upplýs- ingamiðlunar, hvatningar, lausnar vandamála, hugmynda- auðgi og innbyrðis tengsla fólks. Annars er gæðahringur hópur manna, sem vinna tengd störf á sama vinnusvæði. Hópurinn kemur reglulega saman í vinnu- tíma til að koma auga á, greina og leysa úr vandamálum, sem tengjast starfi þeirra. Öllum er heimil þátttaka og einnig er frjálst að hafna þátt- töku, en stærð hringsins er að jafnaði 4—10 manns," sagði Ing- ólfur. Ingólfur sagði aðspurður hvers vegna rétt væri að taka upp gæðahringi í fyrirtækjum, að ýmsir þættir yrðu þess oft valdandi að störf hinna hæfustu starfskrafta skiluðu ekki þeim árangri, sem ætla mætti. „Fjöl- margir þættir geta valdið þessu s.s. ófullnægjandi umhverfi, ófullnægjandi boðskipti, tafir og skortur. Þrátt fyrir góða við- leitni starfsmanna geta þeir ekki unnið störf sín á fullnægjandi hátt og því leiðir þetta til áhuga- leysis, tíðra fjarvista og seinlæt- is, vörugalla, sóunar og slysa. Það má hins vegar segja um gæðahringinn, að hann sé vett- vangur starfsmanna til að láta gott af sér leiða. Meginhugsunin að baki gæðahringanna er að fólk vilji gera vel, að menn vilji leggja sig fram, að menn vilji hafa áhrif. Gæðahringir hafa því marg- háttaðan ávinning í för með sér. Betri starfsanda, betri vörugæði, minni sóun, ánægðara fólk og mörg önnur dæmi koma ekki einungis starfsmanninum og fyrirtækinu til góða heldur einn- ig þjóðfélaginu," sagði Ingólfur. Að síðustu kom fram í spjall- inu við Ingólf að starfið í Plastprenti hafi gefið mjög góða raun og því væri ákveðið að halda því áfram og fjölga hópun- um í framtíðinni. Þá voru þeir Kristján Krist- jánsson og Bjarni Karlsson, sem báðir taka þátt í gæðahringa- starfi í Plastprenti inntir álits á þeim og fara svör þeirra hér á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.