Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 5 Hvað kosta fermingarmyndir? MÉMSSSnunar Bam»- og f)ðiskytdul|ösmyndir, Austurstræk 6, R Hraémyndér, Hverlisgotu 59, R L)Osmynd«nnn. Hryggjarseii 16. R Ljósmyndastofa GarðatM»)ar. iðnbuð 4 Garðabæ Lfosmyndastofa Gunnars Ingimarss., Stigablið 45 R Lfosmyndastofa Hannasar PSiss , M|Ouhhð 4. R , Tpmargoiu 10 b. R Ljósmyndastofa Kopavogs, Hamraborg 11. Kóp Ljósmyndastofa KristjAns, Skerseyrarvegi 7. Hafnarf LjOsmyndastofa Póris, Rauðarárstig 16. R Ljósmyndastofan Irts. Lmnetstig 1. Halnarl Ljosmyndastofan Loftur, Ingodsstræti 6. R Ljósmyndaþjónustan Mats Wlba Lund, Laugav 178. R Minútumyndir, Halnarstræti 20. R Nyja myndastofan, Laugavegi T6.R. Studió Guðmundsr, Emhoiti 2. R Svipmyndir, Hverfisgotu 18. R Ekkarl aukagj. 420 165 175 170 180 200 17»1 _ 1750 1250*’ Ekkart aukagj. 290 Ekkartaukagj. 350 Ekkart aukagj. 456 Ekkartaukagj. 316 165 385 450 470 165 180 220 Ekkartaukagj. 322 120 380 l.ja 535 615** 1.' 1. januar 1. janúar 1. januar l.mars 1, 1 I Ekki gaftð upp 25. mars t.aprtl_______ Ekklgafiðupp l.aprtf^______ l.mai 15. mars l.mai t.júni l.aprfl 1-júni Athugasamdir: " Inmtalið i verðinu eru 2 stækkamr 18x24 i stað 13x18 og postulinsdiskur með mnbrenndri mynd og er ekki hægt aö fá þessa þfónustu án þessa *> 20x25 istað 18x24 » Petta verð miðast við myndatoku á fermmgardagmn. aðra daga kostar þessi þfónusta 1500 kr ** Verð á fermmgarmyndum gitdir tH 1 mai Verðkynning Verðlagsstofnunar: Verulegur verðmunur er á fermingarmyndatökum Verðmismunur á hæsta og lægsta verði í bilinu 67—78,5% eftir stærð í TÍUNDU Verðkynningu Verð- lafisstofnunar er kannað verð á myndatöku á 17 Ijósmyndastofum á höfuðborgarsviedinu. Þar af eru 13 þeirra í Reykjavík, tvær í Hafnar- firði, ein í Kópavogi og ein í Garða- bæ. Lögð er áhersla á fermingar- myndir í þessari könnun, enda ferm- ingar framundan. Niðurstöður könn- unarinnar sýna, að verðmunur getur verið verulegur milli einstakra stofa og því ástæða fyrir þá sem hyggjast kaupa slíka þjónustu, að skoða könnunina áður. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að gera þessa könnun, er m.a. sú að neytandi hafði samband við Verðlagsstofnun vegna mikillar hækkunar þessar þjónustu á einni ljósmyndastofu. Þar sem þessi þjónusta er utan verðlagsákvæða, þótti tilvalið að gera neytendum grein fyrir þeim verðmun, sem er á þjónustu ljósmyndastofa og jafnframt að hvetja til enn frekari verðsamkeppni milli stofanna. Eins og áður var nefnt, er verð- munur milli ljósmyndastofa veru- legur. Þannig kosta fermingar- myndir 1.250 kr. á þeirri stofu sem reyndist ódýrust, en 3.000 kr. þar sem þær reyndust dýrastar, eða 140% hærra verð. Taka ber fram að í seinna tilvikinu eru innifaldar tvær stækkanir 18x24 sm i stað tveggja 13x18 sm mynda. Auk þess fylgir postulínsdiskur með inn- brenndri mynd í hærra verðinu, og er ekki hægt að fá þessa þjónustu keypta á viðkomandi stofu án disksins. Á myndastækkunum munar annars vegar 67% á hæsta og lægsta verði á myndum af stærð- inni 13x18 og hins vegar 78,5% af stærðinni 18x24. Minnstur munur reyndist vera á skyndimyndatöku í ökuskírteini, eða 38,4.1 öllum til- vikum er miðað við litmyndir og er ekki lagt mat á gæði og þjón- ustu, heldur er eingöngu um bein- an verðsamanburð að ræða. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli neytenda á þrennu: 1. Verðið sem hér er birt gildir í mislangan tíma á ljósmyndastof- 2. Breytilegt er, hvort tekið er sérstakt gjald vegna myndatöku utan venjulegs vinnutíma (þ.e. um helgar). 3. Misjafnt er eftir ljósmynda- stofum hvað er innifalið í verði á fermingarmyndum. f sumum til- vikum er það myndatakan og 12 lappar (myndasýnishorn), en í öðrum stækkun á tveimur mynd- um að auki. Þá er val kaupandans að nokkru skert, þar sem hann hefur sjaldnast möguleika að velja aðra stækkun en þá, sem er inni- falin í verðinu, óski hann þess frekar. í könnuninni er alltaf bor- in saman eins þjónusta, þ.e. mynd- ataka, 12 lappar og stækkun á tveimur myndum. Sjö þúsund titlar á bókamarkaðinum HINN árlegi bókamarkaður Fé- lags íslenzkra bókaútgefenda er hafinn og stcndur frá 3. marz til 12. marz og er hann til húsa í sýningarsal Húsgagnahallarinnar, Bfldshöfða 20, Ártúnshöfða. Bóka- titiar eru ekki færri en 7.000 segir í frétt frá bókaútgefendum. Mest ber á íslenzkum og þýdd- um erlendum skáldsögum, Söfnun til stuðnings flóttafólkinu í Ghana UM ÞEHSAR mundir stendur yflr söfnun í vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins í ís- landi til stuðnings flóttafólkinu frá Nígeríu til Ghana. Neyðarástand hefur ríkt í Ghana vegna komu flóttafólksins. Ghana er ein fátæk- asta þjóð í Afríku og því ekki í stakk búin til að veita viðtöku miklum fjölda flóttamanna, en þeir eni tald- ir vera yfír ein milljón talsins. Eins og kunnugt er af fréttum gripu stjórnvöld í Nígeríu til þess ráðs að vísa útlendu vinnuafli úr landi þegar efnahagsástandið i Nígeríu fór versnandi m.a. vegna lækkunar á olíuverði. Þessi stjórn- valdsaðgerð kom mjög harkalega niður á Ghanamönnum, sem hafa fjölmennt í atvinnuleit til Nígeríu undanfarin ár vegna atvinnuleysis og bágra lífskjara heima fyrir. Kirkjan, Rauði krossinn ásamt ýmsum stofnunum SÞ hafa skipu- lagt hjálparstarf vegna flótta- fólksins í Ghana og hafa sent út beiðni um neyðarhjálp til aðildar- félaga sinna. Búist er við að neyð- arhjálpinni ljúki ekki fyrr en í september þegar uppskerutíminn hefst. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn á íslandi brugðust við neyðarkalli með því að taka höndum saman og stofna til skyndisöfnunar til stuðníngs flóttafólkinu. Fyrirhugað er að senda íslensk matvæli fyrir söfnunarfé en helst er skortur á mat og lyfjum í Ghana. Hjálparstofnun Kirkjunn- ar og Rauði krossinn á íslandi vilja skora á íslendinga að taka þátt í söfnuninni og rétta bág- stöddu flóttafólki hjálparhönd. Bankar, sparisjóðir og póstaf- greiðslur taka við framlögum inn á gíróreikning 46000-1 ásamt skrifstofum Rauða kross og Hjálparstofnunar. æviminningum, þjóðlegum fróð- leik af ýmsu tagi, landafræði og ferðasögum, ritum um trúmál og dulræn efni og barna- og unglingabókum. Sem dæmi um fágætar bækur eru nefndar í fréttatilkynningunni; Þjóðhátíð- in 1874, eftir Brynleif Tobíasson, Keldur Vigfúsar frá Engey, Ný- ála Helga Pjeturs, Ferðabók Helga Pjeturs, Ferðabækur Olavíusar, Stokkseyringasaga Guðna Jónssonar, Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar, Fornólfskver Jóns Þorkelssonar, Ævisaga Lárusar á Klaustri og Bókaskrá Gunnars Hall. Forstöðumenn Bókamarkað- arins eru, nú sem fyrr, bóksal- arnir Jónas Eggertsson og Lár- us Blöndal. esió reglulega af öllum fjöldanum! "HEYRIRÐU HVFffi E& SE6I, ELSKRNf KflUP® HJft MÉR HÆKKROI UM NÆSTUM 15 PRÓSENT" Uént-Axia VAI50 Glugga og vegg- viftur sindala PIFCO Borð- viftur FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8 FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.