Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 Kosningabaráttan í Vestur-I>ýzkalandi stendur nú sem hæst fyrir þingkosningar þær sem þar eiga að fara fram á sunnudaginn kemur. Kjarnorkueldflaugar og atvinnuleysi eru helztu hitamál kosninga- baráttunnar og ganga klögumálin þar á víxl. Helmut Kohl, kanslari og leiðtogi kristilegra demókrata, sakar Hans-Jochen Vogel, leið- toga jafnaðarmanna, um að stefna að því að leiða Vestur-Þýzkaland burt frá NATO og Vogel varar við hættunni af „alþjóðlegri efna- hagskreppu", sem kristilegir demókratar eigi eftir að kikna undir og skorar á iðnaðarþjóðir heims að berjast gegn atvinnuleysinu í heim- inum með unfangsmiklum, sameiginlegum og samræmdum aðgerð- um, sem einar dugi til þess að vinna bug á atvinnuleysinu, ekki bara í Vestur-Þýzkalandi heldur einnig annars staðar. Hans-Jochen Vogel, kanslaraefni jafnaðarmanna (til hægri). Þessu svarar Kohl á þann veg, að stjórn sín sé þegar á góðri leið með að lyfta landinu upp úr kreppunni og að flokkur sinn megni einn að rétta við efnahag landsins og blása í kulnaðar glæð- ur atvinnulífsins. Það séu jafnað- armenn, sem beri ábyrgð á því með 13 ára stjórn sinni, að at- vinnuleysingjar í landinu eru nú um 2,5 millj. en ekki kristilegir demókratar, sem aðeins hafa verið við stjórn frá því í október sl. Skoðanakannanir benda líka ein- dregið til þess, að hin almenni kjósandi treysti kristilegum demókrötum mun betur en jafnað- armönnum til þess að leysa úr efnahagsörðugleikunum. Nokkur tortryggni hefur hins vegar skapazt hjá kjósendum vegna þeirra meðaldrægu eld- flauga, um 200 að tölu, sem fyrir- hugað er að koma fyrir í Vestur- Þýzkalandi á þessu ári, ef Banda- ríkjamönnum og Rússum tekst ekki að komast að samkomulagi um takmörkun á þeim vopnum yf- irleitt, en viðræður um það fara nú fram í Genf. í fyrri hluta kosn- ingabaráttunnar vöktu jafnað- armenn mikinn hljómgrunn hjá kjósendum vegna stefnu sinnar í eldflaugamálinu, sem þó hefur reynzt býsna óræð og óákveðin. Síðustu daga hafa eldflaugarnar horfið að nokkru í skuggann fyrir atvinnuleysi og efnahagskreppu, sem aðalmálum kosningabarátt- og því geta minnstu sveiflur á meðal kjósenda síðustu dagana fyrir kosningarnar ráðið úrslitum í þessu efni. Skoðanakannanirnar að undanförnu hafa birst hver á fætur annarri, en engin þeirra spáir nákvæmlega sömu úrslitum. Frjálsir demókratar voru í mik- illi lægð sl. haust, er þeir slitu stjórnarsamstarfi við jafnaðar- menn en tóku höndum saman við kristilega demókrata. Sú ákvörðun vakti upp miklar deilur á meðal stuðningsmanna flokksins með þeim afleiðingum að margir þeirra sögðu sig úr honum. Glundroði og upplausn virtist ein- kenna flokkinn og fylgið hrundi af honum. Þannig naut FDP aðeins stuðnings 3,5 kjósenda í október sl. En síðan hafa frjálsir demó- kratar óspart sótt í sig veðrið og eru nú mjög nærri 5% markinu. Sumar skoðanakannanir síðustu vikurnar hafa meira að segja gefið til kynna að þeir væru komnir vel upp fyrir 5% mörkin. Græningjarnir á niðurleið Græningjarnir aftur á móti höfðu í október sl. stuðning um 9% kjósenda, en fylgi þeirra hefur minnkað verulega síðan. Því veld- ur sá glundroði, sem áberandi hef- ur verið í stefnu græningjanna. Þeir eru miklu betur þekktir af því, á móti hverju þeir eru en hinu fyrir hverju þeir berjast. Þeir komust í oddaaðstöðu í Hamborg sl. sumar, er hvorki jafnaðarmenn né kristilegir demókratar fengu þar hreinan meirihluta í fylkis- þingkosningum. Jafnaðarmenn reyndu síðan að stjórna með að- stoð græningjanna, en það fór allt í handaskolum sökum afstöðu græningjanna til margra mála og þó ekki sízt til vinnubragða þeirra. Þeir gátu snúizt öndverðir gegn samstarfsmönnum sínum, jafnað- armönnum, þegar minnst varði. Loks fór svo að kjósa varð aftur til fylkisþingsins í Hamborg. Þar guldu græningjarnir mikið afhroð en jafnaðarmenn fengu hreinan meirihluta. Græningjarnir svonefndu eru hins vegar aðeins hluti af miklu víðtækari hreyfingu, sem á síð- ustu árum hefur vaxið fiskur um hrygg í Vestur-Þýzkalandi. Það eru hinir valfrjálsu (Die Altern- ativen). Talið er, að innan vébanda þessarar hreyfingar séu ekki færri en 4—5 millj. manna eða miklu fleiri en þær 1,5 millj. manna, sem styðja stjórnmálaflokk græningj- anna. í hópi hinna valfrjálsu eru ekki aðeins leifar hippakynslóðar- innar heldur einnig læknar og lögfræðingar. Þetta fólk hefur komið á fót hundruðum af „komm- únurn", þar sem reynt hefur verið að vekja upp annars konar menn- ingar- og þjóðlíf en hið hefð- bundna og borgaralega líf vel- flestra Vestur-Þjóðverja. Sem Hans Dietrich Genscher, utanrí isráðherra og leiðtogi frjálsra dem krata. Skoðanakannanir benda þess að FDP hafi aukið fylgi s verulega að umlanfiirmi. Petra Kelly, einn helzti forystu- maður græningjanna. unnar, og hefur sú þróun vafalítið orðið kristilegum demókrötum í hag. Athygli umheimsins beinist þó fyrst og fremst að þessum kosn- ingum sökum þess, hve úrslit þeirra kunna að ráða miklu um framtíðarþróunina í afvopnun- armálum og staðsetningu kjarn- orkuvopnanna. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn hafa reynt að hafa áhrif á almenningsálitið í Vestur-Þýzkalandi með tilliti til þingkosninganna. Þannig kom Gromyko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna í opinbera heimsókn til Vestur-Þýzkalands, er kosninga- baráttan þar var að hefjast fyrir alvöru, nú eftir áramót. Notaði hann þá óspart tækifærið til þess að segja Vestur-Þjóðverjum, hve miklu „raunsærri" jafnaðarmenn væru í afstöðu sinni til kjarnorku- vopna en bæði kristilegir demó- kratar og frjálsir demókratar. En jafnframt hefur það ekki dulizt neinum, að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti og frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, kysu helzt að sjá Vestur- Þýzkaland undir stjórn Helmuts Kohls og kristilegra demókrata að kosningunum afstöðnum. kosningu í 248 kjördæmum en til viðbótar er kosið um önnur 248 þingsæti samkvæmt landslista. Þannig hefur hver kjósandi tvö at- kvæði, annað til þess að kjósa ein- hvern frambjóðandann í kjör- dæmi sínu, en hitt til þess að kjósa landslista einhvers flokksins og þarf kjósandinn alls ekki að greiða sama flokknum bæði atkvæði sin. Hann getur til dæmis greitt fram- bjóðanda kristilegra demókrata atkvæði sitt og samtímis kosið landslista frjálsra demókrata með hinu atkvæðinu. Þegar þingsætum landslistans er útdeilt, koma að- eins þeir flokkar til greina, sem hlotið hafa að minnsta kosti 5% allra landslistaatkvæðanna eða hafa fengið að minnsta kosti þrjú þingsæti í beinu kosningunum. Kosningarétt hafa allir, sem orðn- ir eru 18 ára og eldri. Enginn getur sagt fyrir um það með neinni vissu, hvort það verða tveir, þrír eða jafnvel fjórir þing- flokkar á Sambandsþinginu eftir kosningarnar. Bæði frjálsir demó- kratar (FDP) annars vegar og græningjarnir og valfrjálsir (GAL) hins vegar eru nálægt. því að fá þau 5% atkvæða, sem þarf til þess að tryggja þeim þingsetu 35 millj. á kjörskrá í kosningunum á sunnudag eru um 35 millj. manns á kjörskrá. Kosið verður um 496 þingsæti á Sambandsþinginu í Bonn, sem er löggjafarsamkunda Vestur- Þýzkalands. Sambandsráðið (Bundesrat) sem er eins konar efri deild þingsins og jafnframt þó nokkur völd, en til þess er kosið af stjórnun hinna einstöku fylkja landsins (Lánder). f kosningunum nú eru þingmenn kosnir beinni Helraut Kohl, kanslari (fyrir miðju), á kosningafundi. Fyrir ofan hann að baki stendur eitt vinsælasta vígorð kristilegra demókrata í kosningabaráttunni nú: „Með okkur út úr kreppunni.“ Franz Josef Strauss, leiðtogi CSU í Bayern. Hann ætlar sér mikinn hlut í næstu ríkisstjórn. Kosningarnar í V-Þýzka- landi á sunnudag Atvinnuleysi og eld- flaugar eru mikil- vægustu hitamálin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.