Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 17 Formenn og trúnaðarmenn verkalýðsfélaga í samningum við ÍSAL: Mótmæla fýrirhugaðri fækkun starfsmanna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá for- mönnum og trúnaðarmönnum verka- lýðsfélaga, sem hafa samningsaðild við ÍSAL: Sl. föstudag tilkynnti fram- kvæmdastjórn ISAL að starfs- mönnum yrði fækkað á næstunni um rúmlega 70 og yrði þeirri fækk- un lokið 15. september nk. Sem ástæður fyrir fækkun eru nefndir erfiðleikar í áliðnaði og að hjá ÍSAL séu nú notuð of mörg dagsverk við framleiðslu á hverju tonni af áli og því verði að auka framleiðni, sparnað og hagræð- ingu. Af þessu er ljóst að halda á uppi fullri framleiðslu þrátt fyrir fækk- un starfsmanna. Allt síðastliðið ár hefur starfs- mönnum ÍSAL fækkað verulega. Að hluta til er sú fækkun tilkomin vegna tæknibreytinga og breytinga á vinnufyrirkomulagi. I nóvember '81 voru 743 starfsmenn hjá ÍSAL, þar af rúmlega 20 í verkefnum vegna tæknibreytinga. Nú starfa 643 hjá ÍSAL. Fækkun félags- manna verkalýðsfélaganna við framleiðslu og þjónustustörf er því um 75 starfsmenn á 15 mánúðum. Á árinu 1982 voru yfirvinnustundir hjá fyrirtækinu sem svarar árs- vinnu 70—80 manna. I desember '81 lá fyrir áætlun ÍSAL um fjölda starfsmanna eftir að tæknibreytingar væru um garð gengnar. Sú áætlun fól í sér fækk- un starfsmanna í öllum deildum nema í framkvæmdastjórn og á skrifstofum. Óskatalan var 626 starfsmenn. Fulltrúar verkalýðsfélaganna lýstu því strax yfir að þeir teldu þá starfsmannatölu of lága og eins þó vel myndi til takast með tækni- breytingar. Nú á að fækka starfs- mönnum niður i 570 í stað 626. Fækkun umfram óskatöluna er því 56 starfsmenn án þess að dregið verði úr framleiðslu. Þetta mun hafa í för með sér aukið álag á starfsmenn sem margir vinna við erfiðar aðstæður og hluti yfirvinnu í heildarvinnutíma mun aukast. Slíkar ráðstafanir auka ekki sparn- að. Hver vinnustund í yfirvinnu er dýrari en dagvinnustundin og mikil yfirvinna eykur slysatíðni. Okkur er ljóst að undanfarið hef- ur áliðnaður átt í erfiðleikum. Það er því eðlilegt að hugað sé að sparnaði á sem flestum sviðum og þá sérstaklega á dýrustu rekstrar- þáttunum. Launakostnaður hjá ÍSAL er lít- ill hluti framleiðslukostnaðar (inn- an við 10%) og enginn sparnaður fólginn í því að fækka höfðatölunni ef heildarvinnustundir verða álíka margar en dýrari. Nú er hins vegar, sem betur fer, bjartara útlit í áliðnaði en verið hefur um nokkurt skeið. Verð á áli hefur hækkað talsvert og eftir- spurn fer vaxandi. Áður en til þess kemur að fækka starfsmönnum hljóta eftirfarandi atriði að koma til framkvæmda. 1. Sparnaður í rekstrarþáttum sem eru stærri hluti í framleiðslu- kostnaði en launaþáttur. 2. Draga verulega úr yfirvinnu sem m.a. er of mikil vegna of fárra manna í nokkrum deild- um. 3. Starfsemi verktaka í þjónustu og framleiðslustörfum verði al- farið í höndum starfsmanna ÍSAL. Nú í vikunni munu verkalýðsfé- lögin boða til funda með starfs- mönnum til þess að ræða: 1. Ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSAL um fækkun starfsmanna. 2. Tilkynningu framkvæmda- stjórnar þess efnis að orlofs- lenging samkvæmt lögum gildi ekki fyrir þá starfsmenn ÍSAL sem áunnið hafa sér starfsald- ursorlof. 3. Tilkynningu þeirra um einhliða breytingar á töku orlofs auk fleiri mála. SKRII FSTOFUVÉLAR H.F. % ____ Hverfisgötu 33 Simi 20560 Philips Þú getur reitt þig á Philips frystikistur.. Þegar þú kaupir frystikistu er þaö til geymslu á matvælum um lengri tíma Hun veröur því að vera traust og endingargóð. Þar kemur Philips til móts við þig með frystikistur.sem hægt er aö reiða sig á. Philips frystikistur eru klæddar hömruðu áli. Phílips frystikistur gefa til kynna með sérstöku aðvörunarljósi, ef frostið fer niður fyrir 15°. Philips frystikistur hafa lykillæsingu. Philips frystikistum fylgja 2—3 lausar grindur. Philips frystikistur hafa Ijós í loki. Philips frystikistur fást í stærðunum 260 I. — 400 I. Philips viðgerðarþjónustu getur þú treyst. Þú kaupir Philips fyrir framtíðina. heimilistæki hf HAFNAP^TR/ETI 3 - 20455 - SÆTUN 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.