Morgunblaðið - 03.03.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.03.1983, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 Jón Gauti Jónsson, framkvstj. Náttúruverndarráðs um keppnina „Rallye d’Islande: Keppni af þessu tagi hlýtur að teljast slæm landkynning Þann 23. febrúar sl. var birt í Morgunblaðinu viðtal við Frakka nokkurn, Jean Claude Bertrand að nafni, sem nú er búinn að eyða úr eigin vasa 6—700.000 kr. á undan- förnum tveimur mánuðum í að skipuleggja fyrir okkur íslendinga aiþjóðarallkeppni um hálendi landsins. Virðist þetta gert af góð- mennsku einni saman, enda er honum e.t.v. kunnugt um það, að okkur íslendingum virðist margt betur gefið en skipulagning ferða- mála. í viðtalinu kemur fram að hann hefur nú sent út bréf með upplýsingum um keppnina til 2500 aðila víðs vegar um heiminn. í allri kynningu um þetta rall af hálfu þeirra, sem að því standa, er því mjög haldið á lofti, að allt muni fara vel fram, ekkert verði skemmt, engu verði spillt, og hér sé jafnvel á ferðinni sá „túrismi" sem koma skal. En lítum nánar á þessar staðhæfingar. Bara það hvernig staðið hefur verið að öll- um undirbúningi gefur tilefni til efasemda. í kynningarbæklingi sem undirritaður hefur undir höndum kemur m.a. fram að full- trúar frá Náttúruverndarráði muni fylgjast með keppninni allan tímann og geti vísað mönnum frá keppni. Fram á slíkt hefur ekki verið farið við Náttúruverndarráð og er hér því um bein ósannindi að ræða. Þá kemur fram í bæklingn- um að hámarksfjöldi keppnisbíla séu 100 en ekki 50 eins og kemur fram í viðtalinu, og engin takmörk eru á gerð þeirra utan það að þeir mega ekki hafa fleiri en 10 hjól. Hámarksfjöldi vélhjóla er 50, þó í viðtalinu komi fram að þau verði 15. Þar við bætist svo, að þegar hefur verið ákveðið að hafa 40 bíla til eftirlits og fyrir fréttamenn. Á þá eftir að telja viðgerðarbíla og aðra áhangendur. Samkvæmt þessari upptalningu má lauslega áætla hersinguna eitthvað á þriðja hundrað ökutækja, er kæmi til með að mynda bílalest sem væri eitthvað á annan km að lengd. Hvað varðar sjálfar leiðirnar sem fara á um þá er þess að geta, að tvisvar á að aka í gegnum gróð- urvinina, Herðubreiðarlindir, og leggja skal báðar Fjalla- baksleiðirnar að baki, en þær eru víða mjög skemmdar af völdum aksturs, enda er hér um að ræða eitt viðkvæmasta svæði landsins fyrir gróðurspjöllum. Má geta þess hér, að á undanförnum árum hefur verið reynt að græða þar upp gömul sár eftir bíla. Þá á að fara um afréttarvegi á Austur- landi og Arnarvatnsheiði, Kjöl og Sprengisand auk ýmissa þjóðvega á láglendi. En hér með er ekki öll sagan sögð, því fyrirhugað er að halda svokallað „Ljómarall" næstu dagana á undan og eru menn hvattir til að taka þátt i því líka. Gæti því svo farið að öll hers- ingin fari jafnvel tvisvar um garð hjá sumum. Ekki virðist Frakkanum bera alveg saman við sjálfan sig, hvað varðar leyfisveitingu til að halda keppnina. í bæklingnum kemur fram að öll leyfi séu þegar fengin, en erfitt hafi verið að afla þeirra. f viðtalinu er annað uppi á teningn- um, sem raunar er staðfest í Morgunblaðinu daginn eftir, að ekkert slíkt liggi fyrir af hendi Dómsmálaráðuneytisins. Enda er viðtalið greinilega biðlun til ís- lendinga um að vera sér nú góðir, því hann sé búinn að leggja svo hart að sér að undanförnu. Eins og fram hefur komið er mikið gert úr því að aldrei verði ekið utan vega. Leiðarlýsingar segja þó annað, því stór hluti keppninnar á að fara fram á okkar bágbornu slóðum, og hver treystir sér yfirleitt til að kveða upp úr um það hvað er slóð. Ekki er þetta heldur tekið alltof bókstaflega þegar nánar er að gætt. T.d. kem- ur fram að þar sem hindrun er á vegi/slóð er heimilt að taka á sig króka (stystu leið). Þá hefur kom- ið fram í umræðum við aðstand- endur keppninnar að mismunandi merking er lögð í akstur utan vega eða slóða. Það kom t.d. fram hjá Frakkanum að algengt væri að menn féllu úr keppni sem þessari, færu þeir 10 m út fyrir slóð. Þetta köllum við að taka utan vega/- slóða. Hvar eiga síðan aðrir að vera, t.d. hinn almenni ferðamað- ur sem verður svo óheppinn að verða á vegi þeirra. Nei, vissulega verður aldrei farið út af slóð, en hins vegar staðhæft. Hvað er það þá sem raunveru- lega mun gerast og hvaða afleið- ingar kemur keppni sem þessi til með að hafa í för með sér. Að mínu áliti er það einkum eftirfar- andi fjögur atriði: 1. Gróðurspjöll: Enginn fær mig til þess að trúa því, að 200 bílar eða þar um bil skilji ekki eftir sig nein spjöll þegar upp er staðið eft- ir 10 daga yfirreið og „Ljómaralls" þar á undan, ekki síst ef hún fer fram í rigningatíð. í hita leiksins verður litlum vörnum eða aðvör- unum við komið og hver treystir sér til að bæta það tjón, sem ekki er einu sinni hægt að meta til fjár, sem eru gróðurspjöll, sem tugi ára eru að ná sér. 2. Ástand slóða: Þeir sem kunn- ugir eru hálendinu þekkja vel til okkar bágbornu slóða. Hvernig munu þær koma til með að líta út eftir þeysireið um 200 ökutækja á allt að 70 km hraða á klst. og hverjir koma til með að greiða það tjón sem á þeim verður aðrir en skattgreiðendur. Auk þess mun þetta að öllum líkindum hafa það í för með sér að mun meira verður um akstur utan slóða hjá þeim i sem á eftir koma, meðan viðgerð hefur ekki farið fram. 3. Truflun og ónæði: Keppni þessi stendur frá 20.—30. ágúst auk „Ljómarallsins" þar á undan. Á þessum tíma er ferðatímabilinu síður en svo lokið og mun þetta koma til með að hafa mikla trufl- un í för með sér. í fyrri keppnum, sem þó hafa verið mun smærri í sniðum hefur leiðum hreinlega verið lokað. Má því ætla að öllum almenningi verði veittur mjög takmarkaður réttur til að ferðast um hálendið meðan á keppnunum stendur. 4. Slæm landkynning: Keppni af þessu tagi hlýtur að teljast slæm landkynning. Hún gengur í ber- högg við þá stefnu að reynt hefur verið að afla fylgis á síðustu ára- tugum en hún er sú að íslendingar sjálfir skuli annast alla skipulagn- ingu ferðamála hér á landi, að öll- um sé gert jafnt undir höfði með að ferðast um landið og að ekki sé gengið á höfuðstólinn þ.e. að ekki sé gengið á þá auðlind sem ósnort- in, ómenguð og friðsæl náttúra er. Fyrirhuguð rallkeppni gengur í berhögg við alla þessa þætti og kemur til með að gera okkur fram- haldið mun erfiðara. Nú heyrast t.d. þær raddir að óvenju mikið sé um pantanir með hinu nýja ferju- skipi fyrir stóra „Safari trukka" sem hafa verið gerðir útlægir í flestum Evrópulöndum. Má e.t.v. rekja þetta að einhverju leyti til fyrirhugaðrar keppni og að í framtíðinni verði Island auglýst sem land hins óhefta ökuníðings. Nei, ég held það sé kominn tími til að standa nú einu sinni upp- réttur gagnvart því sem útlent er og neita að taka við ófögnuði sem þessum, þrátt fyrir það að aum- ingja maðurinn sé búinn að eyða stórfé í undirbúning. Hvað átt er við með því að standa uppréttur leyfi ég mér að vitna í athyglis- verða grein eftir Magnús Bjarn- freðsson, sem birtist í DV 30. sept- ember 1982 og geri ég hluta úr henni að mínum lokaorðum: „íslensk náttúra er ákaflega viðkvæm og það getur tekið hana áratugi og aldir að bæta fyrir það, sem fyrirhyggjuleysi eina dag- stund getur valdið. Því er ekki að neita að í þessum efnum eimir enn eftir af barnaskap okkar í garð útlendinga. Það þykir „ófínt" eða jafnvel skaðlegt að setja ferða- mönnum skorður. Sjálfsagt þykir að „blessaðir mennirnir" fái að valsa um eins og þeim sýnist, ann- að væri talið dónaskapur við út- lendinginn. Sannleikurinn er þó sá að hér þurfum við að athuga okkar gang, ef við eigum ekki bæði að verða að athlægi í augum útlendinga og jafnframt að blóðmjólka þá mjólkurkú, sem ferðamálin gætu orðið okkur. Það er staðreynd, hvort sem fólki líkar betur eða verr, að ísland er þegar orðið að athlægi í augum ýmiss konar er- lendra braskara, sem koma hingað og ræna náttúrugersemum og selja við dýru verði erlendis. Þess- ir menn þverbrjóta öll tollalög, bæði þegar þeir koma hingað og fara héðan, og segja gamansögur erlendis af viðskiptum sínum við innfædda, þótt þeir spili á hégómagirndina og smjaðrið, á meðan þeir eru hér.“ Reykjavík 24.02. 1982. Jón Gauti Jónsson. Áttræðisafmæli: Jón Isleifsson kenn ari og söngstjóri Undarlegur ertu, tími. Stundum sniglastu áfram, en stundum hleypurðu. Og ávallt öfugt við óskir þolenda. Það er erfitt að trúa að liðin sé xh öld síðan drifhvít tjaldborg skrýddi flötina við foss Varmár í Hveragerði og glæddi hana glöðu sumarlífi tjaldborgarinnar, sem konur og börn settu svipmót á. Tvö tjöld skáru sig úr: Herra- garðurinn vegna stærðar sinnar og íbúafjölda, og „Prestssetrið", 8 manna tjald með nægri rishæð og rými til allra útileguþæginda fyrir okkur tvo, undirritaðan og Jón ís- leifsson. í sumarleyfum kynnist fólk fljótt. Öll „borgin" var komin sama erindis: að njóta hreina Ioftsins og heilsusamlegrar hreyf- ingar. Sameiginlegur áhugi tengdi fólk því fljótt saman. Og Jón varð vinsæll, hrókur alls fagnaðar, þeg- ar á fyrstu viku. Kvöldbjartir dagar héldu flest- um vakandi fram á miðnótt. En þægilegt var að sofna við dul- magnaðan söng fossins og undir- spil árinnar og vakna svo snemma að morgni glaður og endurnærður við sama söng og undirleik, sem smitaði svo söngglaða „árgala prestssetursins", að þeir hófu „tíðasöng" árla hvern dag. Og af „söngkonstum, þeirra kom „prestssetursnafnið". Oft var tekið undir sönginn, svo að úr varð margradda kór morgunglaðrar „borgar", sem oft kvaddi daginn á sama hátt. Sund iðkuðu „prestarnir", og raunar fleiri, í ánni fyrir ofan stíflu. Þá var ekki komin hin glæsilega sundlaug, sem sund- kappinn, leikfimikennarinn og eldhuginn, Lárus Rist, mun hafa átt mestan þátt í, það ætti því vel við að honum væri reistur minn- isvarði við laugina, bernsku og æsku Hveragerðis tíl eilífrar hvatningar. Lárus var góð og holl fyrirmynd. Á góðviðridögum gengum við Jón á Ingólfsfjall og jukum lungna-, hjarta og vöðvaþol okkar til muna — nutum útsýnisins og tilverunnar, spjölluðum um heima og geima. Og hefði vilji okkar komist í framkvæmd, væri fyrir löngu búið að útrýma þeirri sví- virðu, að fólk deyi úr hungri, yfir- gangur og ofbeldi væri úr sögunni, og hvarvetna friður. En okkur voru ekki boðnir stjórnartaum- arnir, og því fór sem fór. Fjandinn hefur leikið lausum hala um lönd og lýð. Og allir sjá afleiðingarnar. Heimsplön okkar komast því ekki í framkvæmd fyrir áttræðisaf- mæli Jóns. En það er ekki honum að kenna, og raunar mér ekki heldur. Sólbjartar áætlanir okkar í sólbjörtum hlíðum Ingólfsfjalls, hafa ekki verið viðurkenndar. Þær heyra því framtíðinni til. En áætl- un okkar um að fá sæti við mat- borð kvennaskólameyjanna var samþykkt. Árný, hin fjölgáfaða og skemmtilega skólastýra, sá enga hættu í okkur, enda reyndist held- ur ekki svo. Við snæddum því síð- an aðalmáltíð dagsins þar. Og þar með hófst nýr þáttur góðrar til- breytingar. Ég hafði hlerað, að Árný væri mjög músíkelsk, og læddi því að henni, að Jón væri rómaður söngkennari. Hann var því leiddur að orgeli skólans, sem tók höndum hans öllum nótum og hljómaði sem aldrei fyrr, sagði Árný. Þetta varð til þess, að við urðum sem heimagangar í Kvennó. Söng- ur fyllti skólann og andrúmsloftið ilmaði af músík. En „Prestssetrið" reis áfram undir nafni. Og oft endaði morgunsöngurinn, hvað mig snerti í hressandi steypibaði undir fossinum. — Á þennan hátt liðu tvö dýrlega sumur. Og við komum hlaðnir lífsorku til starfa að hausti. Fossinn er enn hinn sami, áin og Ingólfsfjall. En horfinn er „Herra- garður" og „Prestssetur", horfnar námsmeyjar og kvennaskóli, horf- in Árný. Og flötin við fossinn nú gróðurlaus, syrgir að horfin er borgin hvíta með sitt ilmandi sumarlíf og söng. Horfin með ör- lagaríkri hálfri öld. Og þó er þetta svo nærri, þegar litið er til baka. Jón þekkti ég vel áður. En þarna kynntist ég honum frá fleiri hlið- um: örri listamannslund hans, gneistandi og geislandi lífsgleði, sem á góðum stundum hreif alla með sér, depurð hans og hatremi gegn kúgun og ofbeldi, heitu skapi hans til sóknar og varnar því, sem hann taldi jákvætt. Þetta var sá Jón ísleifsson, sem ég kynntist austur í Hveragerði í borginni hvítu við fossinn. Og hann er enn hinn sami. Nei, hinn sami er hann nú ekki. Elli kerling hefur þjarmað nokkuð að skrokkskjóðu hans. Hann mun aldrei framar ganga á Ingólfsfjall til að stæla þrek og þol og horfa yfir heiminn björtum eða hneyksl- uðum augum. En skapið er hið sama, og fingrum fatast ekki á nótnaborðinu, fætur dansa á ped- ölum, og söng stjórnar hann eins og sá, sem valdið hefur. Enda mörgum kórum stjórnað. Er hringvegurinn var opnaður, var honum falin aðalsöngstjórn. Form. í félagi kirkjukóra var hann um skeið. Barnakórar hans vöktu athygli. Jón hefur því víða komið við sem virkur þátttakandi í sögu söngmála. Og enn hefur hann ekki lagt árar í bát, og gerir ekki með- an „fleytan" flýtur. Jón ólst upp með sauðum, kúm og hestum austur í Álftaveri. Og að öllu felldu, hefði hann átt að verða bóndi. En fyrir einhverja duttlunga tilverunnar var hann gæddur meiri áhuga fyrir músík og söng. Hvort sá áhugi og gáfa er arfur úr ættinni eða eins konar stökkbreyting, veit ég ekki. Konu sína, Gunnþórunni Páls- dóttur, hafði hann skotið Amors- örvum og hæft í hjartastað, er hann forðum gisti hina hvítu borg við foss og varma á, er liðaðist gegnum einn af Edenslundum ís- lands, og vera ætti heilsumiðstöð þjóðarinnar í samvinnu hugsjóna og fjármagns. Þar sá ég Gunnu hans Jóns fyrst, unga og glæsilega, er hún kom í heimsókn í „Prestssetrið". Hann var sem bergnuminn og leit ekki við glæstum, freistandi meyj- um Árnýjar, sem seinna hafa sagt börnum sínum frá manninum með mikla, úfna „faxið", sem töfraði þær til að fylla skólann söngva- gleði, strax á fyrsta degi, er hann — fremur hlédrægur en sjarmer- andi, settist að matborðinu með meyjahópnum — og síðan leiddur að orgelinu. Lög og ljóð fengu nýtt líf undir fingrum hans. Enda sagði Sigfús Einarsson, tónskáld, að Jón væri meðal bestu organleikara okkar. Hann hafði próf bæði frá kennara- og tónlistarskóla, þar var orgelið aðalgrein hans. Síðar kynnti hann sér kirkju- og skóla- tónlist í Danmörku og Svíþjóð. Söng kenndi Jón í mörgum skólum og stjórnaði mörgum kórum, eins og áður er getið. Hann var meðal þeirra, sem settu svip sinn á sönglíf borgarinnar og nágrennis. Þröstum Hafnfirðinga stjórnaði hann lengi. En hratt flýgur stund. Jón er að kveðja 80. árið. Ég þakka honum fjölda músíkstunda og önnur kynni. Ekki síst í „sumarborginni" við á og foss. Ég og fjölskylda óskum honum og fjölskyldu til hamingju. Og megi heimili þeirra ilma af músík húsbóndans og meðfæddum sjarma húsmóðurinnar — 9. ára- tuginn. Til hamingju. M.Sk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.