Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 48
^skriftar- síminn er 830 33 4WgtutM&feifr muniri triilofunarhringa litmvndalistann fTD) #ull Sc á£>ílfur Laugavegi 35 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 Stór hluti Breiðholts heitavatnslaus: Búast má vid fyrir- varalaus- um lokunum — vegna gamalla og veikburöa leiðslna, að sögn Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra „ÞAÐ hafa verið mjög tíðar bilan- ir þarna undanfarin tvö ár, en á köflum eru þarna gamlar leiðslur og veikburða sem þyrfti að skipta um, en það er nú eitt af því sem við höfum ekki haft efni á. Þetta er ákaflega bagalegt og má jafnvel eiga von á því fyrirvaralaust að leiðslurnar springi og vatnslaust verði um lengri eða skemmri tírna," sagði Jóhannes Zoega hita- veitustjóri í Reykjavík, er hann var spurður um ástæðu þess að stór hluti Breiðholtshverfis í Reykjavík var heitavatnslaus í all- an fyrradag. Jóhannes sagði ástæðu þess að vatnið var tekið af í fyrradag, að hagstætt veðurfar hefði verið n. tað til ao gera við lögn þá er þj >nar Breiðholti II, en lögnin liggur í ge num Breiðholt I og er þar verst farin og þarfnast endurnýjunar, eins og fram kemur í máli Jóhannesar. Lok- unin var þá tilkynnt en ekki var hægt að hleypa vatninu á aftur fyrr en seint um kvöldið. Sagði Jóhannes að auðvitað væri þetta bagalegt, en eins og ástandið væri mætti búast við fyrirvara- lausum óhöppum og í hvaða tíðarfari sem væri. Þá sagði Jóhannes að heita- vatnsleiðslur í borginni væru víða illa farnar og þörfnuðust endurnýjunar, svo sem á Lauf- ásvegi og í Fossvogshverfi. Benzín hækkar vegna vega- gjalds Fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, hefur ákveðið að hækka vegasjóðsgjald, sem hefur áhrif til hækkunar á benzínverði. Málið var tekið fyrir í Verðlagsráði í gærdag og var þar gengið frá 2,6% hækkun á benzíni frá og með deginum í dag. Hver lítri benzíns hækk- ar úr 15,50 krónum í 15,90 krónur. Benzín hækkaði síðast 12. janúar sl. um 12,3%. RÁN, þyrla landhelgisgæzlunnar hífir einn af skipsbrotsmönnum á Hafrúnu um borð, en þyrlan var kyrr í um 10 metra hæð þrátt fyrir ofsarok. Hvítfyssandi brimið er í forgrunni. Ljósmynd Mbi Ragnar Axeisson 11 skipverjar björguðust á strandstað við Isafjarðardjúp: „Tróð fór þá - sagði Bjarni Þór fótunum inn á bringu og að fá tilfinninguna aftur“ háseti sem komst fyrstur ásamt I. stýrimanni á gúmmíbjörgunarbát í land LIÐLEGA fjögurhundruð tonna fiskiskip, Hafrún ÍS 400, strandaði í gær á landleið við utanverða Stigahlíð við ísafjarðardjúp, nálægt Deildarhorni. 11 menn voru á skipinu og björguðust þeir allir í land, en nokkru síðar tóku tvær björgunarþyrlur skipbrotsmennina um borð, þyrla Landhelgisgæzlunn- ar og önnur franska björgunarþyrlan sem er nú hér á landi við störf. Þungur sjór var og dimmviðri þegar skipið strandaði, en þarna er mjög grýtt strönd. Skipið strandaði um kl. 14.30, en allir skipverjar voru komnir í land kl. 4. Hálfri klukkustund síðar voru björgunarþyrlurnar komnar á vettvang og gekk greiðlega að hífa skipbrotsmennina um borð, en ekki var unnt að lenda í stórgrýttri fjörunni undir snarbrattri fjallshlíð. Fluttu þyrlurnar skipbrots- mennina til sinna heimahaga á ísafirði og í Bolungarvík, en þyrla Landhelg- isgæzlunnar sótti einnig 10 manna björgunarflokk frá Bolungarvík sem var kominn langleiðina á strandstað þegar þyrlan sótti þá. Hafrún strandaði uppi í harða landi, en þegar skipstjórarnir yfirgáfu skipið var mikill sjór kominn í það. Hugað verður að björgunaraðgerðum í dag. Morgunblaðið ræddi við þrjá skipbrotsmenn í gær og fer viðtalið við Bjarna Þór Sverrisson háseta hcr á eftir en á miðsíðu blaðsins í dag er rætt við Róbert Róbcrtsson I. stýrimann og Lárus Grímsson háseta. „Þetta er þriðja strandið sem ég lendi í, en ég hef aldrei áður þurft að yfirgefa skip,“ sagði Bjarni Þór Sverrisson háseti í samtali við Morgunblaðið á heimili sínu á ísa- firði síðdegis í gær, skömmu eftir að hann kom af strandstað með frönsku þyrlunni. „Við vorum búnir að sigla dágóða stund, eftir að skipstjórinn hafði sagt okkur að ekki yrðu dregnar nema þessar þrjár trossur sem bú- ið var að draga, þar sem fréttst hafði af mjög vondu veðri á þeim slóðum sem hinar trossurnar voru,“ sagði Bjarni Þór, „þegar allt í einu var slegið af og byrjað að bakka, spurði einhver hvort að við værum komnir til Bolungar- víkur, en ég sagði að það gæti ekki verið, við værum ábyggilega að keyra einhversstaðar upp í fjöru. Um leið byrjuðu skruðningarnir og skipið var strandað. Þegar skipstjórarnir höfðu kall- að okkur alla saman var óskað eft- ir tveimur sjálfboðaliðum til að fara í land á gúmmíbjörgunarbáti til að undirbúa að koma öðrum skipverjum í land. Róbert stýri- maður gaf sig strax fram og ég sagðist vera tilbúinn að fara með honum,“ sagði Bjarni Þór. „Síðan var sett taug milli gúmmíbátsins og Hafrúnar og við fórum í bátinn, en ætluðum aldrei að komast frá skipinu vegna straums og vinds. En eftir 15—20 mínútna barning komumst við loks að landi og þá orðnir rennandi blautir, en 30—40 metrar voru þá á milli skips og lands. Við komum síðan fyrir líf- línu í landi og síðan var tildrátt- artaug fest í gúmmíbátinn og menn dregnir þrír í einu í land. Þegar allir voru komnir í land og menn fóru í ullarföt sem skip- stjórarnir komu með í land, var ég orðinn svo dofinn á fótunum og tilfinningalaus að ég fann ekkert til, en skipsfélagar mínir nudduðu á mér fæturna og þegar það dugði ekki tók einn skipsfélagi minn sig til og tróð löppunum á mér inn á bringu á sér og þá fyrst fór ég að fá tilfinningu í fæturna aftur. Það var erfitt að labba í fjörunni, sleipt og stórgrýtt og því gott að fá þyrlurnar. Ég var rétt að setj- ast á einhvern gúmmíhring sem hékk neðan úr þyrlunni, með sjó- pokann undir hendinni, þegar ég var allt í einu hífður upp í þyrl- una. Auðvitað eru allir hálf smeykir þegar svona hendir, en allir voru rólegir og þess vegna gekk þetta vel. Ég vil að lokum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra að svo giftusamlega tókst til.“ 6 blárefír veiddir í fyrra: Vörnum ábótavant á sumum loðdýrabúanna HINIK nýinnfluttu blárefir eru þegar farnir að sleppa úr vörslu á refabú- unum. Síðastliðið sumar og haust voru 6 fullorðnir alirefir veiddir. Tvær blá- refslæður fundust í grenjum með ís- lenskum refum og náðust dýrin ásamt 16 yrðlingum, 11 yrðlingum í öðru greninu en 5 í hinu, en talið var að yrðlingarnir hafi verið fleiri þó þeir hafi ekki náðst. Þorvaldur Björnsson aðstoðar- maður veiðistjóra sagði að í öðru tilvikinu, að minnsta kosti, hefðu yrðlingarnir verið undan íslenska refnum, þeir hefðu verið greinilega ljósari á feldinn en venjulegir blá- refsyrðlingar. Þorvaldur sagði einn- ig að þessir alirefir hefðu verið áberandi spakir og auðunnir fyrir veiðimennina og í sumum tilfellum hefðu þeir hreinlega gengið á móti veiðimanninum þegar íslenski ref- urinn hafði verið skotinn. Aðspurður um varnir á loðdýra- búunum sagði Þorvaldur að þær væru ekki í öllum tilvikum nægilega góðar og hefðu þeim aðila, sem talið er að hafi misst flest þessara dýra, verið gefnar viðvaranir og frestur til úrbóta og ef ekki yrði bætt úr því væri ekki hægt að komast hjá því að grípa til róttækari aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.