Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 7 Augnlæknir Hef opnaö stofu aö Fannborg 7, Kópavogi. Tíma- pantanir daglega kl. 8—18 í síma 40440 Vésteinn Jónsson, læknir. Sérgrein augnsjúkdómar. Hjartans þakkir til ykkar sem heiðruðu mig á 80 ára afmæli mínu þ. 25. febr. sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Margrét Sigurðardóttir, Reykjalundi. Sjávarrétta- kvöld FREEPORT KLÚBBURINN veröur haldiö í Bústaöakirkju t kvöld, fimmtudaginn 3. marz kl. 19.30. Bingó og þekkt skemmtiatriöi. Miöapantanir í Bonaparte, Austurstræti 22, Bílaleigu Akureyrar, Víkurbæ Keflavík. Nefndin Rætur íslenskrar menningar eftir Einar Pálsson. Allt ritsafnið, 6 bindi, fæst nú aftur á skrifstofu Mímis Þetta ritsafn hefur gjörbreytt viöhorfum í rannsókn íslenskrar menningarsögu. Á aöeins einum og hálfum áratug hafa allar megintilgátur ritsafnsins veriö staö- festar. Enginn getur lengur rökrætt uppruna íslenskr- ar menningar sem ekki hefur kynnt sér þessi rit. Útgáfa ritanna er mjög vönduö. Atriöa- og tilvitnana- skrá fylgja. Semja má um greiðslu í tvennu lagi. Mímir, sími 10004, kl. 1—5 síðdegis. Gengi 7/2 '83. Wallas 1200 Eldavél m/miðstöö. Verö til báta kr. 9.420. Eyðsla aðeins 0.15 I per klst. CTX1200 VHF bátastöö. Verö til báta kr. 4.814. 25 wött, 12 rásir. Sílva Áttavitar í úrvali fyrir báta og til fjallgöngu. Verö frá kr. 747. Polaris 7100 Tölvuleitarinn meö stefnuvitanum. Verö til skipa kr. 18.800. BENCO Bolholti 4. S. 91-21945 og 84077. 4300 Hagstæðir greiðsluskilmálar Útsölunni lýkur laug- ardaginn 5/3. /A KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF m LAUGAVEGl 13. REVKJAVIK SIMI 25870 Hugsað um eigin hag Mennlnganniðstöð í áróðursherferð Um vikulega fréttatíma Menningar- || stofnunar Bandarfkjanna í ríkisfjöl- miðlunum Ovenjuleg gagnrýni Þaö er mjög óvenjulegt aö Þjóðviljinn gagnrýni fréttir ríkis- fjölmiöla af erlendum atburöum. Þögn blaösins um slíkar fréttir kemur líklega fáum á óvart, þess vegna er í Stakstein- um í dag skýrt frá gagnrýni Þjóðviljans á ríkisfjölmiðlana og skýrist þá kannski betur hvers vegna blaðið þegir yfirleitt. Jafnframt er rætt um síðasta og helsta baráttumál Dag- blaðsins-Vísis, sem ekki kemur á óvart. Athyjjli hefur vakið hve Dagblaðið—Vísir hefur lagt mikið rými undir bar- áttuna fyrir afnámi ríkis- einokunar á útvarpsrekstri undanfarna daga. Ihlssí barátta er góðra gjalda verð, því að málstaður jteirra sem vilja afnema ríkiseinokunina er mun betri en hinna sem vilja ríghalda í það kerfi, að rík- ið ráði öllu á þessu sviði upplýsingamiðlunar með því að hafa einkarétt á öld- um Ijósvakans. Sú skipan er orðin úrelt og þarf markvisst að vinna að af- námi hennar. Áhugi Dagblaðsins-Vísis á þessu máli nú á þó lítið skylt við þessa hugsjóna- baráttu þótt hann hafi ver- ið færður í þann búning og hugmyndaríkur baráttu- maður blaðsins og tengi- liður við fjöldann hafi tekið að sér að skipuleggja fjöldafund á Broadway hugsjóninni til styrktar. Áhuginn á rætur að rekja til þess að rekstur Video- son og Daghlaðsins-Vísis er samtvinnaður og nú hef- ur ríkissaksóknari höfðað opinbert sakamál á hendur þeim sem rekið hafa Vid- eoson. Vörn eigendanna sýnist eiga að verða með þeim hætti að stofna til fjöldahreyfingar sjálfum sér til stuðnings og er sú sjálfsbjargarviðleitni góðra gjalda verð, en má þó ekki verða til þess að rugla hinn almenna borgara í ríminu og telja honum trú um að hugmyndirnar um afnám ríkiseinokunar á útvarps- rekstri standi og falli með því hvort kapalkerfi séu starfrækL Miklu meira er í húfi. Meðferð ríkissaksókn- ara á þessu máli er ekki til fyrirmyndar vegna þess hve lengi hefur tekið að komast að niðurstöðu um það hvort höfða skuli mál eða ekki gegn þeim sem kapalkerfin reka. Kaunar er út í hött að standa að málum (á þessu viðkvæma sviði þar sem ný tækni er að ryðja sér rúms með þessum hætti) með því að vísa þeim til lögreglunnar. Hins vegar var þess ekki að vænta af Ingvari Gísla- syni, menntamálaráðherra, að hann léti að sér kveða á þessu sviði frekar en öðr- um. Ekki í . fyrsta sinn ywv/ Afstaða Dagblaösins- Vísis til kapalkerfanna, sem leitast er við að gera að baráttumáli „fjöldans", er ekki eina dæmið um það, að blaðið tekur af- stöðu til mála á næsta inn- hverfum forsendum. Áður hefur verið minnst á það hér, að Dagblaðið-Vísir hefur komið sér upp því kerfi til að staðfesta, að það sé „frjálst og óháð", að vega og meta stjórnmála- þróunina út frá skoðana- könnunum sem það sjálft framkvæmir. llndanfarin ár hafa „stjórnmálaskrif" blaðsins snúist um það eft- ir kosningar hvort úrslitin í þeim séu í samræmi við niðurstöður skoðanakann- ana. Með því að endurtaka þetta nógu oft er enn verið að rugla almenning í rím- inu og telja fólki trú um, að það skipti einhverju máli fyrir landsstjórnina hvort fylgni sé á milli úrslita í kosningum og niðurstöðu í skoðanakönnunum. Auð- vitað er þetta aukaatriði en með því að auglýsa skoð- anakannanirnar er kannski unnt að selja fleiri eintök af Dagblaðinu-Vísi. Hér á höfuðborgarsvæð- inu hefur nú farið fram skoðanakönnun um jöfnun atkvæðisréttar, kannski sú eina sem er verulega marktæk. Ekki hefur enn verið skrifuð forystugrein um niðurstöður henniar í Dagblaðið-Vísi. Hvað veld- ur? Þá tók Þjóð- viljinn við sér Hvað eftir annað hefur verið á það bent hve ein- kennilegum aðferðum sov- éska sendiráðiö beitir við miölun upplýsinga til ís- lenskra fjölmiðla. Hér á landi er starfrækt sovésk skrifstofa, APN-Novosti, sem hefur engu öðru hlut- verki að gegna en senda fjölmiðlum sovéskan áróð- ur. Jafnframt gefur hún út blaöið Fréttir frá Sovétríkj- unum og starfsmenn henn- ar beita öllum tiltækum ráðum til að koma efni inn í fjölmiðlana. Nálgast ágengni þeirra á stundum dónaskap. Á undanfórnum vikum hefur það borið við, að á vegum Menningarstofnun- ar Bandaríkjanna hefur verið efnt til funda með blaðamönnum í því skyni aö kynna þeim sjónarmiö Bandaríkjastjórnar, sem mjög eru til umræðu nú eins og endranær, og veita þeim tækifæri til að spyrja sérfróða menn og háttsetta embættismenn um sér- greind mál. Ber þessi starf- semi auðvitað allt annan blæ en sú einhliða mötun sem Sovétmenn stunda og ágengni starfsmanna þeirra. I'jóðviljinn hefur aldrei fundið að neinu í fari hinna sovésku útsendara hér á landi. Hins vegar finnst blaðinu ámælisvert að Menningarstofnun Banda- ríkjanna efni til funda með blaöamönnum og þó sér- staklega að sagt sé frá þessum fundum í ríkis- fjölmiölunum. í Þjóðviljan- um á þriðjudag mátti lesa eftirfarandi: „Til þess að slíkar fjár- veitingar (til hermála innsk. Stkst.) nái fram að ganga þarf Reagan-stjómin stuðning — innan lands og utan. Við Neshagann í Keykjavík er unniö mark- visst að því að sá stuðning- ur verði að minnsta kosti fyrir hendi hér á fslandi. Spurningin er, hvort hið nána samstarf sem nú er orðið á milli Menningar- stofnunarinnar og ríkisfjöl- miðla þýði aö þeir hafi tek- ið upp sömu stefnu líka?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.