Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 Frá fárviðrinu í Suður-Kaliforníu. Eigandi bfls á Long Beach, Jeff Lieber, hefur klifrað upp á þakið og hellir vatni úr skónum. Hann kom aö bfl sínum hálfum á kafi á bflastæði eftir úrhellisrigningu. Þak sviptist af í fellibyl Los Angeles, 2. mars. Al\ ÞRIÐJÚNGUR þaks ráðstefnuhallar í Los Angeles sviptist af þegar fellibyl- ur gekk yflr borgina í gær. Geysilegt tjón varð af völdum hans og stífla við uppistöðulón brast einnig í þessu versta veðri um langt skeið á þessum slóðum. Víða urðu miklar aurskriður og vörubifreiðar- sem og önnur öku- tæki voru eins og plastleikföng í höndum fellibylsins. Talið er að um 100 hús hafi orðið fyrir skemmdum af völdum óveðursins. Sjö manns voru flutt á sjúkrahús og Elísabet II Bretadrottning, sem nú er á ferðalagi á þessum slóðum, varð að fresta fyrirhugaðri sigl- ingu sinni meðfram ströndinni. Að minnsta kosti 7 manns hafa látið lífið í röð storma, sem geisað hafa í Kaliforníu frá því um helg- ina. • Þessa einstæðu samstæöu er nú hægt að eignast með aðeins 4.000 kr. útborgun og afganginn á næstu 6 mán. Verö kr. 19.500 . stgr. Kanadamenn fhuga hefndaraðgerðir Ilalifax, Nova Scotia, 2. mars. AP. PIKRRE de Bane, sjávarútvegsráð- herra Kanada, staðfesti í dag þær fregnir að hann sé að íhuga að skera niður flskveiðileyfl til handa Evrópu- þjóðum sem hefndaraðgerð gegn tveggja ára innflutningsbanni á kópaskinnum í löndum EBE. De Bane var með þessari stað- festingu að vísa til skeytis sem Brian Peckford forsætisráðherra Nýfundnalands sendi Pierre Trud- eau í gær, þar sem hann fór fram á aðgerðir þær sem áður eru nefndar. Forsætisnefnd EBE sam- þykkti tveggja ára bann við inn- flutningi á kópaskinnum á mánu- dag, en áður hafði slíku banni ver- ið komið á um stundarsakir. „Ég hef skyldum að gegna gagn- vart kanadískum sjómönnum og veiðimönnum en ekki gagnvart erlendum flota. Þess vegna mun ég íhuga gaumgæfilega tillögur Pickfords forsætisráðherra," sagði de Bane í viðtali í dag. Tveir yfirmenn ísraela hætta Tel Aviv, 2. mars. AP. YEHOSHUA Saguy, yflrmaður ísra- elsku leyniþjónustunnar og Amos Yaron, stjórnandi herliðs ísraela í Líbanon þegar fjöldamorðin voru framin í Beirút, hafa báðir sagt af sér embætti. í skýrslu rannsóknarnefndar fjöldamorðanna var talið eðlilegt, að þeir segðu báðir af sér vegna vanrækslu í starfi. Arieh Ben-Tov tekur við stöðu Saguy til bráða- birgða. Mynd frá upphafl réttarhaldanna í nóvember. Þá var Marianne Bachmeier full sjálfstrausts, en vopnin snerust í höndum hennar síðar. en vopnin tóku að snúast í hönd- um hennar í desember þegar dóm- arinn sagðist hafa heyrt hana lýsa yfir ánægju sinni með dauða Grabrowskis. „Ég vildi skjóta hann í andlitið, en gat ekki skotið hann nema í bakið," var haft eftir henni. HLJOMBÆR HUOM'HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SlMI 25999 ÚTSÖLUSTAÐIR: Portið, Akranesi — KF Borgf. Borgarnesi — Verls. Inga. Hellissandi — Patróna. Patreksfirði — Sería. ísafiröi — Sig. Pálmason, Hvarfimstanga — Alfhóll, Siglufiröi — Cesar. Akureyri — Radíóver. Húsavík — Paloma. Vopnafiröi — Ennco. Neskaupsstaö — Stálbúöin. Seyöisfiröi — Skógar. Egilsstööum — Djúpiö, Djúpavogi - Hornbar. Hornafiröi — KF. Rang Hvolsvelli — MM, Selfossi — Ey)ab»r. Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn. Qrindavík — Fataval. Keflavfk. Kabarett-Kabaret í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00. P ‘lir — .'CV'S' FRISENETTE sem flestum íslendingum er kunnur fyrir snilli sína skemmtir. — Dáleiðsla eins og hún gerist best. Hinir landskunnu skemmtikraftar Laddi og Jörundur fara á kostum Þórður húsvörður og Eiríkur Fjalar koma í heimsókn o.fl. o.fl. FJölskylduskemmtun laugardag kl. 5. Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.