Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 pltrgíiiiriMalill* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö. Dýrkeypt ríkisforsjá Mýmörg dæmi verðlags- þróunar hér á landi, sem reynslan hefur fært á fjörur almennings, hafa sann- að svart á hvítu, að miðstýrð verðlagsþróun stjórnvalda er þyngsti útgjaldaauki heimil- anna í landinu. Halldór Jóna- tansson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Landsvirkjun- ar, tíundar enn eitt dæmið um þetta, verðlagningu Landsvirkjunar til almenningsveitna. Höfuðatriðin í dæmi fram- kvæmdastjórans eru þessi: • 1) Hefði rafmagnsverð Landsvirkjunar fylgt bygg- ingarvísitölu 1971—1982 hefðu skuldir Landsvirkjunar um sl. áramót verið rúmlega hundrað milljónum Banda- ríkjadala minni en þær vóru í raun, eða 30% lægri. Skuldir Landsvirkjunar námu 341 milljón dollara á þessum tíma. • 2) Jafnframt hefðu vaxta- útgjöld verið 12,4 milljónum dollara lægri og afborganir 4,1 milljón dollara minni en raun er á. Greiðslubyrðin 1983 hefði orðið 16,5 milljón- um dala lægri en fyrirsjáan- legt er. • 3) Þetta hefur að sjálf- sögðu haft sín áhrif á hækk- unarþörf orkuverðsins. Hefði rafmagnsverðið verið byggt á byggingarvísitölu umrædd ár hefði verðið til almennings- veitna aðeins þurft að hækka um 9,1% á líðandi ári, til að tryggja rekstrarjöfnuð miðað við 50% verðbólgu og 50% gengissig. Hækkunarþörfin er hinsvegar ekki 9,1%, eins og hún hefði verið miðað við framangreindar forsendur, heldur 47,2%! • 4) f fyrra tilvikinu yrði meðalverð ársins 55,20 aurar á KWst en í síðara dæminu 74,48 aurar. „Þá er einnig fróðlegt að gera sér ljóst að hefði verið fylgt byggingar- vísitölu og haldið áfram að gera það út þetta ár, miðað við fyrrnefndar verðlagsfor- sendur," sagði Halldór Jóna- tansson, „væri meðalverð í ár 60,58 aurar á KWst og yrði hagnaður þá 61,6 m.kr. og greiðsluafgangur 155,5 m.kr., sem þýddi m.a. að draga mætti úr lántökum á árinu vegna framkvæmda. Slík þróun myndi fyrr eða síðar verða almenningi til hagsbóta í lægra rafmagnsverði en ella.“ Þessi reynslusaga er ekkert einsdæmi fyrir Landsvirkjun. Hún kemur og heim og saman við framvindu mála hjá Hita- veitu Reykjavíkur og Stræt- isvögnum Reykjavíkur og hliðstæðum fyrirtækjum. I öllum tilfellum hefur hin miðstýrða verðlagsþróun leitt til versnandi rekstrar- og fjárhagsstöðu viðkomandi stofnana, aukinnar skulda- söfnunar og hærri fjár- magnskostnaðar þeirra. Niðurstaðan er síðan verulega meiri verðhækkunarþörf en ella. Almenningur borgar brúsann endanlega. Hönnuðir pólitískrar ríkisforsjár hafa reynzt almenningi dýrkeypt- ir. Ríkisútgerð á erlendar skuldir Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, svaraði nýlega á Alþingi fyrirspurn um rekstrarafkomu nokkurra ríkisfyrirtækja, sem hann hefur hönd í bagga með. Járn- blendiverksmiðjan, Kísiliðj- an, Áburðarverksmiðja ríkis- ins og Sementsverksmiðja ríkisins skiluðu öll verulegum rekstrarhalla. Ljóst er að sameiginlegt rekstrartap þessara ríkisfyrirtækja 1982 nemur hundruðum milljóna króna, þó endanleg reikn- ingsniðurstaða liggi ekki fyrir. Hvernig var svo taprekstur þessara ríkisfyrirtækja fjár- magnaður? „Rekstrarhalla var að stærstum hluta mætt með erlendum lánum,“segir ráð- herrann, er Áburðarverk- smiðja ríkisins á í hlut. Söm var raunin hjá hinum ríkisút- gerðunum. Þær vóru allar með vörpuna úti á erlendum skuldamiðum. „Reddarinn" í iðnaðarráðuneytinu var iðinn við skuldakolann. Það eru ekki einungis hinir almennu atvinnuvegir, sem eru undirstaða lífskjara og fjárhagslegs sjálfstæðis þjóð- arinnar, sem sæta taprekstri og skuldasöfnun úr hendi pólitískrar stjórnunar efna- hagsmála í þjóðarbúskapn- um. Þeir hljóta að vísu skattalega blóðmjólkun til að auka á herlegheitin. En ríkis- útgerðin lýtur sömu megin- reglunni. Hún gerir einnig út á erlendar skuldir. Það er svo auðvelt að ávísa á framtíðina og fæðingardeildir heilbrigð- iskerfisins. Og í þeirri kúnst eru engir fremri ráðherrum Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.