Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 ÍBK 3. flokkur kvenna. íslandsmeistarar í körfuknattleik. Efri röð frá vinstri: Guðbjörg Jónsdóttir, Bryndís Jóns- dóttir, Fjóla Þorkelsdóttir, Gunnhildur Hilmarsdóttir. Neðri röð: Anna Stefánsdóttir, Björg Hafsteinsdóttir, íris Ástþórsdóttir, Anna María Sveinsdóttir. Stúlkurnar í ÍBK uröu íslandsmeistarar íslandsmótinu í þriója flokki kvenna í körfuknattleik er nýlok- ið. Þrjú lið tóku þátt í mótinu, ÍBK, sem bar sigur úr býtum, liö Hauka og UMFS. Lokastaðan varð þessi: ÍBK 6 5 1 10 Haukar 6 4 2 8 UMFS 6060 Liö ÍBK er vel að sigrinum komiö, stúlkurnar hafa sýnt mik- inn áhuga í vetur og æft af kappi. Evrópukeppni bikarhafa: Aberdeen náði jölnu á móti Bayern Miinchen ÚRSLIT í Evrópukeppni hafa uröu þessi: bikar- Paris Saint Germain — Waterschei 2:0 (1:0) Fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir á Parc De Prince- leikvöllinn í París í gær er leikur- inn fór fram. Luis Fernandes skoraði fyrsta markiö á 43. mín- útu leiksins. Þaö síöara skoraöi Jean Marc Pilorget á 55. mínútu. Parísarliöiö hafði nokkra yfir- burði í leiknum en leikmenn Wat- erschei þóttu verjast vel og náöu nokkrum vel útfæröum skyndi- sóknum. Austria Vín — F.C. Barcelona 0:0 Jafn leikur en engin marktæki- færi. Áhorfendur voru 25.000. Bayern — Aberdeen 0:0 Leikmenn Bayern áttu þrjú gullin tækifæri til þess aö gera út um leikinn en þaö tókst ekki. Ab- erdeen þótti leika góöa knatt- spyrnu og átti mörg góö tækifæri og gaf Bayern-liöinu ekkert eftir. Viö eigum greinilega erfiðan úti- leik fyrir höndum sagöi Uli Hoen- ess eftir leikinn. Inter Milan — Real Madrid 1:1 (1:0) Inter var mjög óheppiö aö sigra ekki í leiknum. Liöið náði forystu 1—0, en fékk svo á sig mikið klaufamark. Gabriele skor- aði fyrsta markiö á 16. mínútu meö glæsiskoti. Gallego jafnaöi á 60. mínútu fyrir Real Madrid. Áhorfendur voru 80.000. Góð byrjun hjá Þorvaldi í grind B-keppnin: Svíar unnu stórsigur á Spánverjum Úrslit leikja í B-keppninni í gærkvöldi uröu þessi: Svíþjóö — Spánn 26—19 V-Þýskal. — Sviss 16—16 Tékkar—Ungverjar 23:20 Neðri riöill: ísrael — Holland 9—16 ísland — Búlgaría 26—24 Frakkland — Belgía 23—18 Stjörnuhlaup FH Þriðja stjörnuhlaup FH verö- ur háð næstkomandi laug- ardag, 5. marz, og hefst klukkan 14. í karlaflokki veröa hlaupnir átta kílómetr- ar, fimm í kvennaflokki, þrír í drengjaflokki og tveir kíló- metrar í flokkum pilta og telpna. íslandsmótið í Judó næsta laugardag FYRSTI hluti islandsmótsins í judó verður næstkomandi laugardag 5. mars í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. Keppnin hefst kl. 15. A laugardaginn verður keppt í öllu þyngdarflokkum karla, sjö að tölu. Allir bestu júdómenn landsins keppa. Annar hluti íslandsmótsins veröur svo laugardaginn 19. mars, einnig í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Borðtennis Borðtennissamband ís- lands heldur hina árlegu fyrirtækja- og stofnana- keppni sína 8.—11. mars næstkomandi í borðtennis- sal O. Johnson og Kaaber, Sætúni 8, og hefst keppnin kl. 18.00. Nánari tilhögun keppninnar er á þá leið aö í hverju liöi eru tveir leikmenn og skal annar þeirra hafa unnið hjá fyrir- tækinu í a.m.k. einn mánuö fyrir keppnina. Hverju fyrir- tæki er heimilt aö senda eins mörg liö og þaö óskar. Firmakeppni KR í innanhúss- knattspyrnu Vegna fjölda áskorana hefur Knattspyrnudeild KR ákveðið að halda firma- og félagshópakeppni í innan- hússknattspyrnu. Til þessa hafa aöeins starfsmenn fyrirtækja veriö löglegir í slíkum keppnum, en nú er komiö til móts viö hina fjöimörgu féiagshópa, sem æfa knattspyrnu reglulega sér til gamans, en hafa ekki átt kost á aó keppa í móti. Keppnin fer fram í íþrótta- húsi KR, stærri sal, dagana 14., 17., 21., 24., 25. og 28. mars næstkomandi. í hverju liði skulu vera 4 leikmenn og allt aö 3 skiptimenn. Leik- maöur má þó einungis leika meö einu liöi í keppninni. Þátttökutilkynningar þurfa að berast eigi síöar en miö- vikudaginn 9. mars til fram- kvæmdastjóra Knattspyrnu- deitdar KR: Steinþórs Guö- bjartssonar, sem veitir allar nánari upplýsingar um keppnina. ÞORVALDUR Þórsson sprett- hlaupari úr ÍR náöi ágætum ár- angri í 400 metra grindahlaupi á háskólamóti í San Jose um helg- ina, hljóp á 53,3 sekúndum og varð þriöji af níu keppendum. Þetta er fyrsta utanhússkeppni Þorvaldar á þessu ári. „Aöstæöur voru slæmar, út- synningur og kalt á okkar mæli- kvarða, en ég er sáttur við þessa byrjun, því ég er undir miklu æf- ingaálagi og langt frá þvt aö vera í keppnisformi Mióa allt viö aö ná góöum árangri þegar líöur á voriö og í sumar. Var á toppnum á þess- um árstíma í fyrra, og gat því frek- ar lítiö í fyrrasumar. Nú ætla ég aö snúa þessu viö, enda mörg stór- mót sem íslenzkir frjálsíþrótta- menn fá aö spreyta sig á í sumar," sagöi Þorvaldur í samtali viö Morgunblaöið. Þorvaldur kvaö æfingar hafa gengiö vel hjá sér í vetur. Hann kvaöst æfa miklu meira og betur en í fyrra og kvaöst vona aö erfiðiö skilaði sér í sumar í meiri framför- um en í fyrra, en þá stórbætti hann sig í 400 metra grindahlaupi og margbætti íslandsmetiö í 110 metra grindahlaupi. ágás. Juventus sigraði Evrópumeistara Aston Villa 2—1 Fra Baldvini Jónaayni é Villa Park i Birmingham: ÞAD var stórkostlegt að upplifa leik Aston Villa og Juventus hér á Villa Park er liðin mættust í Evr- ópukeppni meistaraliöa. Juvent- us fór með sigur af hólmi (leikn- um, 2—1, mjög verðskuldað. Enda valinn maður ( hverri stöðu hjá liðinu og sýndi liðið slíka knattspyrnu aö henni er varla hægt aö lýsa með nægilega sterkum orðum. Gifurlegur hraöi var í leiknum allan tímann, en leikurinn var opinn og mikiö um marktækifæri. Juventus sótti mun meira en Aston Villa tókst aö verjast nokkuö vel þrátt fyrir aö nokkurrar tauga- spennu virtist gæta hjá leik- mönnum liðsins í upphafi. Tveir hættulegustu sóknarmenn Villa voru alveg teknir úr umferö í leikn- um og sáust ekki. Miövöröur Juventus Sergio Brio jaröaöi Peter Withe svo bókstaf- lega aö hann gat ekkert. Ekki einu sinni í skallaboltunum, sem er hans sterka hlið. Járnkarlinn Gentile sá svo um Garry Shaw og fór létt meö hann. Fyrsta mark leiksins kom á 1. mínútu, þaö var enginn annar er Paolo Rossi sem skoraði meö skalla. Staöan í hálfleik var 1—0.1 síöari hálfleiknum náöi Gordan Covans aö jafna metin, 1 —1, á 50. mínútu meö þrumuskalla og ætlaöi þá allt aö ganga af göflunum hér á vellinum. En stemmningin var ólýs- anleg enda uppselt. Fjöldinn allur af ítölskum áhorfendum var mætt- ur. Sigurmark leiksins kom ekki fyrr en á 85. mínútu en hvílíkt mark. Boniek átti þrumuskot alveg upp í vinkilinn, óverjandi fyrir Spinks markvörö Villa. Þaö er mjög erfitt aö gera upp á milli leikmanna Ju- ventus, þeir eru allir frábærir. En ef ég ætti aö taka einhvern út þá myndi Platini hinn franski vera því næstur. Hann sýndi mikla knatt- leikni og yfirsýn í samleik sínum. Þá lék hann leikmenn Villa oft grátt er hann plataði þá. Þaö er skoöun mín aö róöur Aston Villa veröi erf- iöur á Ítalíu er liöin mætast aftur. Og þaö má mikiö vera ef nokkurt liö stöövar Juventus-liöiö af í meistarakeppni Evrópu í ár. — ÞR/BJ Liverpool tapaði í Póllandi 0—2 Dinamo Kiev— Hamborg S.V. 0:3 Hamborg vann öruggan sigur á rússneska liöinu Dinamo í gær 3—0 og þaö í Rússlandi. Þaö var Daninn Lars Bastrup sem skoraöi öll þrjú mörkin fyrir Hamborg og hefur hann nú skoraö 21 mark í Evrópukeppninni. Widzew Lodz—Liverpool 2:0 Liverpool sótti ekki gull í greipar pólska liösins og mátti sætta sig við aö tapa 0—2. Þrátt fyrir þetta tap var leikur liöanna nokkuö jafn og bæði liðin fóru illa meö góð marktækifæri. 35.000 áhorfendur voru á leiknum þrátt fyrir aö hon- um væri sjónvarpað beint um allt Pólland. Markaskorarar pólska liðsins voru ekki gefnir upp í frótta- skeytinu. Real Sociedad—San Sebastian 1:0 Manuel Fernandes skoraöi eina mark leiksins á 89. mínútu. Áhorf- endur að leiknum voru 50.000. Síöari leikur liöanna fer fram 16. marz í San Sebastinan á Spáni. UEFA-keppnin: Benfica sigraði Roma Roma—Benfica 1:2 (0:1) Portúgalska liöiö Benfica sigraöi ítalska liðið Roma í Rómaborg í gær, 2—1, í UEFA-keppninni í knattspyrnu. Sigur Benfica kom nokkuö á óvart. Benfica haföi yfir 1—0 í hálfleik. Þaö var júgó- slavneskur leikmaöur í liði Benfica sem skoraöi bæöi mörkin, þaö fyrra á 40. mínútu en þaö síöara á 60. mínútu. Eina mark Roma kom úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Di Bartolemi skoraöi. Liö Benfica hef- ur enn ekki tapaö leik í UEFA- keppninni í ár. Bohemians Prag— Dundee United 1:0 (1:0) Tékkneska liöiö Bohemians Prag sigraði Dundee United 1—0 i UEFA-keppninni í gærkvöldi. Leik- ur liöanna fór fram í Prag. Pavel Chaloupka, 23 ára gamall fram- herji, skoraöi eina mark leiksins á 11. mínútu leiksins. Leikurinn fór fram viö erfiðar aöstæöur, kulda, og var völlurinn mjög þungur. Leikurinn var frekar jafn. Áhorf- endur voru 15.000. Kaiserslautern—Craiova 3:2 (2:0) Kaiserslautern sigraöi Craiovia 3—2 í UEFA-keppninni í gær. Markaskorar voru ekki gefnir upp á fréttaskeytum sem komu í gær. Valencia—Anderlecht 1:2 (1:1) Anderlecht vann Valencia 2—1 á útivelli í gær. Hofkens og Coeck skoruöu mörkin. Þaö fyrra kom á 4. mín. en þaö síðara á 54. mín. Áhorfendur voru 40.000. Ander- lecht var mun betra og átti margar stórgóöar sóknarlotur. Kæra leikinn Fré Skapta Hallgrímaayni í Hollandi: Hugsanlegt er að Búlgaríu- menn kærl leikinn gegn fslandi sem fram fór hér í kvöld. Það kom einu sinni fyrir í leiknum aö sjö útileikmenn voru inni é vellin- um hjá islandi. Þaö er ólöglegt og því hyggjast Búlgarir kæra. Ef kæran veröur tekin til greina leika liðin aftur á föstudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.