Morgunblaðið - 03.03.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 03.03.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 „Þingmenn á löggjafarþingi eru full- trúar fyrir fólk, ekki fyrir tré eða akra“ segir Hæstiréttur Bandaríkjanna — eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Nú hefur verið lagt fram á Al- þingi frumvarp um breytingu á því ákvæði stjórnarskrárinnar, sem varðar kosningareglur í Al- þingiskosningum. Því frumvarpi fylgja til kynningar drög að frum- varpi að kosningalögum. Kosn- ingareglurnar, sem í frumvörpum þessum birtast, komu ekki fram opinberlega fyrr en fyrir nokkrum dögum og hafa þær því ekki verið kynntar ítarlega. Mun samt sem áður standa til að afgreiða stjórn- arskrárbreytinguna með hraði, enda lítill tími til stefnu, þar sem þingstörfum á að ljúka innan fárra daga. Sá, sem þetta ritar, hefur unnið nokkuð að lögfræðilegum undir- búningi frumvarpa þessara á veg- um Sjálfstæðisflokksins. Persónu- lega er ég þó mjög andvígur þeim tillögum, sem þar birtast. Sú and- staða er ekki á því byggð að á til- lögunum séu „lagatæknilegir" gallar. Aðrar ástæður koma þar til. Hefi ég kynnt þingflokki sjálfstæðismanna rökin fyrir þeirri afstöðu. Ég tel, að þau eigi einnig erindi til almennings og birti þau því hér. Skal þess getið, að Finnur Torfi Stefánsson hdl., sem unnið hefur að hinni lög- fræðilegu hlið málsins fyrir þing- flokk Alþýðuflokksins, gerði þeim flokki samskonar grein fyrir and- stöðu sinni. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna í tillögunum er gert ráð fyrir verulegu misvægi atkvæða lands- manna, eftir því hvar þeir eru bú- settir á landinu. Ekki næst meiri árangur í jafnréttisátt en þegar hafði náðst 1959, þannig að mis- munur milli vægis atkvæða fer allt upp í V2,5 og enn verður sú skipan höfð að um 60% kjósenda á landinu, þ.e. kjósendur í Reykja- víkur- og Reykjaneskjördæmum eiga aðeins að kjósa 29—30 þing- menn af 63, eða nokkuð innan við helming þeirra. Er ætlunin að halda áfram að stjórnarskrár- binda þetta misvægi atkvæðanna? í 21. gr. 3. tl. í mannréttindayf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var á Allsherjar- þinginu 1948, segir svo: „Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglubundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar að frjáls- ræði.“ Þessi yfirlýsing hefur að vísu ekki lagagildi á Islandi. Hún var hins vegar samþykkt með vísan til stofnskrár Sameinuðu þjóðanna og til hennar er einnig vísað í inn- gangi mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem fullgiltur var af fslands hálfu 29. júní 1953. íslenzka ríkinu er því siðferðilega skylt að laga löggjöf sína að yfirlýsingunni. Ekki er heil brú í röksemdafærslunni Ekki er ástæða til að eyða löngu máli í að rökstyðja, hvers vegna það er viðurkennd lýðræðisleg krafa og mannréttindamál, að at- kvæðin skuli vega jafnt. Með mis- jöfnum atkvæðisrétti erum við að flokka borgarana. Við erum að segja að einhverjir verðleikar manna eigi að valda því að þeir teljist giidari borgarar en aðrir. Þetta hefur verið gert áður. Þá höfðu menn ekki atkvæðisrétt nema að þeir ættu nokkuð undir sér. Og ekki þótti þá ástæða til þess að konur mættu kjósa. Við höfum fyrir löngu horfið frá þess- um hugmyndum. Það sem nú er fært fram sem réttlæting fyrir misvægi atkvæða eru e.t.v. öfgarn- ar í hina áttina. Nú virðast borg- arar eiga að fá áhrifameiri at- kvæðisrétt ef þjóðfélagsleg að- staða þeirra er verri en annarra. Að vísu er svo sem ekki heil brú í þeirri röksemdafærslu, þar sem misvægið sem menn vilja hafa á atkvæðavægi er ekki í neinu sam- ræmi við þann mælikvarða sem notaður er í orðum. Má sem dæmi nefna að aðstöðumunur manna er mikill innan sömu kjördæmanna án þess að við því sé séð með mis- væginu og svo hitt að ýmislegt annað en búseta hefur áhrif á að- stöðu manna og efnahagslegt gengi. Ef taka ætti þessar rök- semdir alvarlega yrði að fylgja þeim aðferð við að vega einstaka menn og meta til að finna út at- kvæðisþunga þeirra. Þessu til viðbótar skal svo bent á það, sem e.t.v. skiptir mestu máli um þessi „rök“, að þingmenn eru skv. stjórnskipan ríkisins kosnir til að setja landinu almenn lagafyrirmæli. Þeir eru ekki skv. reglum stjórnskipunarinnar kosn- ir til að bæta aðstöðu manna með fyrirgreiðslu. Þegar af þessari ástæðu getur því misjöfn aðstaða aldrei réttlætt misjafnan atkvæð- isrétt. Bandarískur hæsta- réttardómur Allar lýðræðisþjóðir, sem við teljum okkur skyldar að menningu Jón Steinar Gunnlaugsson og lögum, hafa í reynd viðurkennt meginregluna um jafnan atkvæð- isrétt, sem kveðið er á um í mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Sumar þeirra hafa reyndar tekið í stjórnarskrár sín- ar bein ákvæði um þetta. Má þar af ríkjum Vestur-Evrópu nefna Austurríki, V-Þýzkaland, írland, Liechtenstein, Möltu og Sviss. önnur ríki Vestur-Evrópu hafa regluna í heiðri, þó hún sé ekki berum orðum bundin í stjórn- arskrám þeirra. Og Hæstiréttur Bandaríkja N-Ameríku hefur fjallað um, hvort misvægi atkvæða eftir bú- setu fengi staðizt. í dómi frá 1964 var fjallað um, hvort búsetumis- vægi atkvæða við kosningu á lög- gjafarþing Alabama-ríkis stæðist. Dæmt var að svo væri ekki. 1 dómforsendum segir m.a. svo: „Þingmenn á löggjafarþingi eru fulltrúar fyrir fólk, ekki fyrir tré eða akra. Þingmenn eru kosnir af kjósendum, ekki bóndabæjum, borgum eða efnahagslegum hags- munurn." Og ennfremur: „Eigi þátttaka allra borgara í stjórn ríkisins að bera fullan árangur, hlýtur þess að verða krafizt að rödd sérhvers þeirra hljómi jafnsterkt við val fulltrúa á löggjafarþing ríkisins. Þetta og ekkert minna er forsenda fyrir ný- tískulegum og lífvænlegum stjórn- arháttum og þessa og einskis minna krefst stjórnarskráin." Að mínu mati er annað ekki sæmandi íslenzku þjóðinni en nú sé komið á þeirri skipan, sem aðr- ar þjóðir hafa viðurkennt í þessu efni. í rauninni ætti að setja í stjórnarskrána meginreglu um jafnan rétt. A.m.k. ber okkur að koma þeirri skipan á í reynd. Minnihlutinn ákveður sjálfur að hann skuli vera í meirihluta á Alþingi En stjórnmálaflokkarnir eru á öðru máli. Ekki er nóg með að þeir hafi nú komið sér saman um framhald misréttisins, heldur hafa þeir komið sér saman um að áfram skuli binda misréttið í stjórnarskránni. Og það sem verra er: sá meirihluti þingmanna, sem ákveður að svona skuli þetta vera, samanstendur af þingmönnum, sem minnihluti þjóðarinnar hefur kosið. Telja verður miklum vafa bund- ið, hvort það fær staðizt í ríki, sem viðhefur lýðræðislega meirihluta- stjórn sem meginreglu, að meiri- hlutinn geti ákveðið leikreglur sem fela það í sér að framvegis skuli minnihlutinn ráða. Slík ákvörðun meirihiuta þjóðarinnar, ef tekin væri, væri í sjálfri sér ólýðræðisleg og fengi því vart staðizt, ef menn vilja viðhafa þessa meginreglu um meirihluta- stjórn. Hitt er svo alveg ljóst, að sé ákvörðun um þetta efni tekin af minnihluta þjóðarinnar verður sá háttur aldrei samrýmdur þeirrri grundvallarhugmynd, sem í lýð- ræðinu felst. Það er því a.m.k. lág- markskrafa, ef ákveða á að minni- hluti þjóðarinnar sé í meirihluta á þjóðþingi hennar, að meirihluti þjóðarinnar taki ákvörðun um að svo skuli það vera. Niðurstaðan af þessu er þá sú að það sé siðferðileg skylda alþing- ismanna að bera það a.m.k. undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort menn vilji hér á landi taka upp meginregluna um jafnt vægi atkvæða. Ef meirihluti þjóðarinn- ar samþykkir þá skipan, er ljóst að taka ber hana upp. Ef meiri- hlutinn hins vegar vill hafa mis- vægi, getur komið til greina að viðhafa það um sinn, en þá verður að gefa þjóðinni kost á að endur- skoða þá afstöðu með reglulegu millibili í framtíðinni. Og einfald- ast væri að þingmenn hefðu sjálfir siðferðilegt þrek til að koma á jöfnum atkvæðisrétti lands- manna. Forkastanleg adferð Um þá kosningaskipan, sem nú er gert ráð fyrir að lögtaka, vil ég segja, að ég tel vera á henni veru- lega galla. Fyrst skal að því vikið að að- ferðin, sem beitt hefur verið við ákvarðanatökuna, er forkastanleg. Ástæða breytinganna er sú, að stjómmálamönnum þótti ekki hægt annað en að lagfæra eitt- hvað hrópandi misvægi atkvæða. Einnig þótti þarft að lagfæra ójöfnuð milli flokka sem aukizt hafði frá 1959. Þegar þetta lá fyrir var byrjað á að taka ákvörðun um þrjú meginatriði, sem öll voru „fest“, þannig að allt annað var við þau miðað. Kjördæmamörkin skyldu vera óbreytt, ekki mátti fjölga þingmönnum nema um 3 og a.m.k. 5 þingmenn skyldu koma úr hverju kjördæmi. Innan þessara þröngu marka voru síðan breyt- ingar leyfðar. Mestur hluti umræðnanna um mismunandi útfærslu á hugsan- legum kosningaaðferðum hefur síðan miðazt við, hvernig þessi eða hinn flokkurinn og e.t.v. sérstak- lega þessi eða hinn þingmaðurinn (sem hver hefur V60 atkvæða við afgreiðslu tillagnanna á þingi), myndi „koma út“. Þetta eru yfir- leitt þingmenn, sem sitja í ákveðn- um sætum á listum flokka sinna I kjördæmum. Á þessum grundvelli eru svo „leikreglur lýðræðisins" ákveðnar. { þessu samhengi vil ég láta þess getið, að ég tel Þorkel Helgason dósent við verkfræði- og raunvís- indadeild Háskóla íslands, sem verið hefur aðalráðgjafi þing- flokkanna í málinu, hafa leyst frábært starf af hendi, þegar höfð er hliðsjón af þeim þrönga stakki, sem honum hefur verið sniðinn. Hitt er svo ljóst að jafnvel þó menn njóti ráða hinna beztu manna, getur það ekki gengið að haga ákvarðanatöku á fyrrgreind- an hátt. í rauninni er lítil von til að fjallað verði skynsamlega um þetta málefni, nema til þess sé kosið sérstakt ráðgefandi stjórn- lagaþing. Fella ber tillögurnar Um tillögur þær, sem út úr þessu starfi hafa komið, þarf ekki að ræða ítarlega. Þær hafa sína kosti og sína galla. Einn megin- gallinn er sá, að tillögurnar bera þess merki að vera smíðaðar utan um niðurstöður fyrir stjórnmála- flokka, sem búið var að ákveða fyrirfram. Einnig vantar mikið á að komið sé á reglum um raunhæf áhrif kjósenda á val frambjóðenda af listum. Stærsti ókosturinn er svo sá, að gera hefur orðið regl- urnar óþarflega flóknar vegna þess að fyrirfram er gengið út frá misvægi atkvæða. Yrði flest miklu einfaldara í reglunum ef vægi at- kvæðanna væri jafnt. Niðurstaðan af þeim hugleiðing- um, sem hér hafa birzt, er sú, að alls ekki beri að gera nú þær breytingar, sem í frumvörpum þessum felast. Verði það gert, er hætt við að langur tími eigi eftir að líða, þar til unnt reynist að koma á raunverulegum úrbótum í þessu þýðingarmikla máli. Gausdal 1983 2. pistill „Ódauðlega skákin“ FÍ t=1 1 Guðmundur Sigurjónsson „Odauðlega skákin" Árið 1851 tefldu Anderssen og Kieseritzky fræga skák, sem hlotið hefur hið stóra nafn ódauölcga skákin. Anderssen tefldi þessa skák með feikilegum tilþrifum og hamaðist við að fórna eins og hann ætti lífið að leysa. Að svo búnu lauk hann meistaraverkinu með stílhreinu máti. Þetta var vissulega sigur mannsandans. Öðru hverju finnum við hinir dauðlegu smjörþefinn af stóru snilldinni, og þá fer þægilegur titringur um taugakerfið. En stundum kemur það líka fyrir, að snilldin er engin snilld, þegar betur er að gáð. HvítL' Guðmundur Sigurjónsson Svart: Sergei Kudrin Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Kxd4 - Rf6, 5. Rc3 - g6, 6. Be3 — Bg7, 7. f3 — Rc6, 8. Dd2 — 0-0, 9. 0-0-0. Svartur teflir Drekaafbrigðið svonefnda, en á því fyrirbæri hefur Kudrin mik- ið dálæti. 9. — d5, 10. exd5 — Rxd5,11. Rxc6 — bxc6, 12. Bd4 — e5, 13. Bc5 — Be6, 14. Re4. Nú eða síðar kæmi það hvítum í koll að drepa hrókinn á f8, því að þá yrði Kudrin alls ráðandi á svörtu reitunum. 14. — Hb8, 15. Bc4. „Þessi leikur er nýjung," sagði andstæðingur minn eftir skák- ina, en hvað sem því líður hefur hann samt verið lengi í vopna- búri mínu. 15. — Kh8!? Ögrandi leikur. Svartur rýmir fyrir bisk- upnum á e6, en gallinn er sá, að nú stendur kóngurinn andspænis hróknum á hl. 16. h4 — f5, 17. Rg5 — Bg8, 18. h5!? Hér gerðist ég alltof veiðibráður, en ég stóðst ekki freistinguna. Þess má geta, að Sergei Kudrin hafði farið hroðalega með félaga mína, Margeir, Sævar og Karl, í þess- ari Noregsferð, en þeim tókst ekki að marka á hann, — en fimm sinnum vann Kudrin. Mig langaði því óskaplega til að jafna um sveininn og það snar- legá. 18. - Bf6, 19. Rxh7! Þetta var hugmyndin, sem bjó að baki 18. h5. Svartur verður að drepa þennan riddara með kóng, því að ekki er hollt að leika 19. — Bxh7, 20. hxg6 - Bg5?, 21. Hxh7+ - Kg8, 23. Be3. 19. — Kxh7, 20. hxg6+ — Kxg6, 21. Dh6+ — KI7, 22. Hh5. Nú hótar hvítur 23. Hxf5. Ekki er fýsilegt að valda peðið með 22. — Ke6 vegna 23. g4 — fxg4, 24. Hxe5+!! og vinnur. Eðlilegast virðist að leika 22. — Dd7. En sem ég sit og bíð eftir leik andstæðings míns, fæ ég skyndilega stórkostlega hug- ljómun. Ég reikna hikandi út nokkur afbrigði og þau eru hvert öðru fallegra. Mér er ómögulegt að sitja áfram við borðið, því að nú hefur æsingurinn náð tökum á mér og ég óska þess heitt og innilega að svartur leiki fljótt 22. — Dd7. Og það gerir hann. 22. — Dd7 23. Hxf5!! Kudrin þurfti ekki að bíða lengi eftir þessum „snilld- arleik". 23. — Dxf5, 24. Hxd5H Og enn skemur eftir þessum. Ég skemmti mér við að fara yfir hugsanleg afbrigði: A) 24. — Bg5+, 25. Hd2+! - Ke8, 26. Dxc6+ og mátar. B) 24. — Dg5+, 25. Hd2+! - Ke8, 26. Dxf8 mát. C) 24. — cxd5, 25. Bxd5+ — Ke8, 26. Dxf8+ — Kd7, 27. Dxb8 — Bxd5, 28. Dd6+ - Kc8, 29. Dxd5 og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.