Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 15 Frá vinstri: Stefán Jóhannsson, forstjóri Vélsm. Seyðisfjaróar, Sverrir Guð- laugsson, skipstjóri, og Pétur Olgeirsson, framkvstj. Kolbeinstanga hf. MorgunblaAid Kjartan Adalsteinsson. Vélsmiðja Seyðisfjarðar var stofnuð árið 1907 af Jóhanni heitn- um Hanssyni, miklum atorku- og dugnaðarmanni, sem byggði fyrir- tæki sitt upp af myndarskap í byrj- un aldarinnar, og hófst þegar handa við að setja niður vélar í báta þegar „mótorbátaöldin" svonefnda gekk í garð. Allar götur síðan hafa aðalverkefni Vélsmiðjunnar tengst viðgerðum og þjónustu við fiski- skipaflotann, þó aðalverkefni seinni ára hafi verið nýsmíði fiskiskipa. Það var árið 1968 sem Vélsmiðja Seyðisfjarðar hleypti af stokkunum sinni fyrstu nýsmíði en síðan eru skipin orðin 17 að tölu, öll smíðuð úr stáli. Að sögn Stefáns Jóhannssonar, forstjóra Vélsmiðju Seyðisfjarðar, hefur fyrirtæki hans nú í höndun- um samning um nýsmíði skips fyrir útgerðaraðila í Grindavík, en allt er í óvissu hvort af þessari smfði verð- ur þar sem Fiskveiðasjóður og aðr- ar lánastofnanir hafa ekki veitt samþykki sitt fyrir því verkefni. Stefán kvaðst kvíða framtíðinni hvað verkefni varðaði ef ekki fengj- ust tilskilin leyfi áðurnefndra stofnana til skipasmíðanna. Hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar starfa nú um 30 manns auk annarra heimamanna sem tengjast skipa- smíðum, en allt tréverk og raflagnir er unnið af seyðfirskum iðnaðar- mönnum. Að sögn Kristjáns Magnússonar, sveitarstjóra á Vopnafirði, binda þeir miklar vonir við hið nýja skip. Fyrir voru á Vopnafirði skuttogar- inn Brettingur og einn 50 rúmlesta fiskibátur, auk nokkurra smærri báta. Kristján kvað brýna þörf fyrir aukið hráefni til fiskvinnslustöðva staðarins en til að fullnýta afkasta- möguleika þeirra þurfum við að fá 6 til 7 þúsund tonn á ári. Kristján tók það fram að samskipti þeirra Vopn- firðinga við Vélsmiðju Seyðisfjarð- ar hafi verið mjög góð og smíðin á hinu nýja skipi tekist mjög vel. Hann tók það fram að fyrir- sjáanlegt væri að með óbreyttum lánakjörum Fiskveiðasjóðs myndi verða mjög erfitt að láta enda ná saman gagnvart greiðsluskuldbind- ingum. „Mér finnst það óeðlilegt að útgerðin skuli vera látin borga hærri vexti af fullverðtryggðum lánum en aðrir atvinnuvegir í þessu landi," sagði Kristján Magnússon að lokum. Húsbyggjendur Arkitektar - Húsasmíðameistarar Kynnum EKEFORS-einingarhús úr timbri í Byggingaþjónustunni Hallveigarstíg 1 kl. 17.00-19.00 í dag fimmtudaginn3. marz. * Sérfræðingur frá verksmiðjunni mætir á staðinn. VERIÐ VELKOMIN Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S 1 8430 / SKEIFAN 1 9 S. 85244 <B> CIVIC 3ja dyra. Verð kr. 210.000 sjálfskiptur QUINTET Verð kr. 248.000 CIVIC SEDAN Verö frá kr. 212.000 ACCORD 3ia dyra EX-gerð. Verð frá 248.000 ACCORD SEDAN Verð frá 258.000 5 gíra m. fleiru. Verð gilda til 7. marz 1983 HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMI 38772

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.