Morgunblaðið - 20.03.1983, Side 2

Morgunblaðið - 20.03.1983, Side 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Reynir Hugason spilar tölvuleik á Atari 800 en Atari 400 talva er framar á myndinni. Ljósmynd Mbl./ Krístján Örn Elíasson. Full ástæða er til að vera ánægður með sjálfan sig og til- veruna hafí tölvukaupin lukk- ast vel — og ef nóg er af hug- búnaði að moða úr. Það er með tölvuæði eins og berserksgang, það rennur af fíestura í fyllingu tímans. — Og þó þeir gefí tölvunni enn þá hýrt auga er brosið drýgindalegt, því nú skilja þeir þetta allt. og hversu merkileg þau eru. Það eru fjölmargir aðilar úti um allan heim sem lifa á því að búa til alls konar forrit og þeir skrifa þau auðvitað fyrir vinsælustu tölvurn- ar. Hinar koma til með að detta alveg út úr myndinni og þá erekki gott að hafa glapist á að kaupa þær. Tölva er í rauninni ekki tölva fyrr en þú hefur hugbúnaðinn því ef hann er ekki fyrir hendi hef- urðu ekkert með hana að gera. Þessu má líkja við það hve mennt- aður íslendingur er mun betur settur en t.d. fátækur Indverji, enda þótt báðir hafi sömu greind, — það er ekki margt sem Indverj- inn fær að gera. Með því að líta í nokkur tölvu- tímarita s.s. Byte, Personal com- puter world, Creative computing eða Compute, er ekki mikill vandi að sjá hversu mikið framboð er af forritum fyrir þær heimilistölvur sem eru á markaðinum, og það er ómaksins vert að gera það áður en tekin er ákvörðun um tölvukaup- in.“ — Hvaða gagn getur fólk haft af heimilistölvum? Kennslu- og leikforrit „Eins og er eru heimilistölvur fyrst og fremst kennslutæki og leiktæki. Forrit fyrir allskonar tölvuleiki skipta hundruðum fyrir sumar tölvur og er það allt frá venjulegri skák til vinsælla ungl- inga- og barnaleikja s.s. „Pac Man“ og „Space Inwaders". Þó hér sé auðvitað ekki um annað en af- þreyingu að ræða þá bjóða þessir leikir samt upp á mun meiri virkni heldur en ef viðkomandi myndi verja tíma sínum í að horfa á eitthvert myndefni, sem aðrir matreiða fyrir hann. Fyrir heimilistölvur er hægt að fá fjöldan allan af einföldum for- ritum sem gaman er að skoða og fikta við. Þá er og til töluvert af kennsluforritum. Einhver gagn- legustu kennsluforritin eru þau sem kenna tölvumálin s.s. BASIC, Pascal, Logo og Pilot, en þau tvö síðastnefndu eru einkum fyrir börn. Það er afar þýðingarmikið í tölvunámi að kunna skil á helztu tölvumálum vegna þess að með þeim eru tölvurnar forritaðar og þeim gefnar fyrirskipanir. Við val á heimilistölvum ætti fólk því að setja það skilyrði að hægt sé að forrita þær á a.m.k. nokkrum tölvutungumálum. Flest kennsluforrit eru fremur veigalítil ennþá og miðast flest við kennslu barna og unglinga. Þó eru til kennsluforrit fyrir heimilis- tölvur nú þegar sem kenna stærð- fræði upp að lokaprófi í grunn- skóla og einnig hliðstæð forrit fyrir eðlisfræði, efnafræði o.fl. greinar. Tungumálaforritin sem fást nú orðið fyrir mörg tungumál, miðast fyrst og fremst við byrj- endur, þó lengra komnir geti vissulega haft gagn af þeim. Hagnýtur tilgangur Ég tel hins vegar ekki nokkurn vafa á að kennsluforrit eigi eftir að batna verulega og verða gagn- legri innan skamms tíma. Það eru geysimiklir möguleikar fyrir tölv- ur á þessu sviði sem því miður eru nær alveg ónýttir. Auðvelt er að tengja margar litlar tölvur saman í net eða við eina móðurtölvu sem gæti veitt nemandanum aðgang að geysiflóknum og fjölbreyttum for- ritum. Málin stranda einfaldlega á því að kennarar kunna sjálfir ekki á tölvur ennþá og það kemur til með að standa í vegi fyrir þessari þróun um sinn. Þegar þeir hafa lært á tölvur munu þeir geta skrif- að forrit í sínum greinum sem koma að miklu gagni við kennslu. Það hjálpar okkur lítið á þessu sviði, þó að útlendingar geri góð kennsluforrit, því forrit eru illþýð- anleg milli tungumála og flókin forrit er stundum alveg ómögulegt að þýða.“ — Hafa heimilistölvur engan beinan hagnýtan tilgang? „Það er fremur lítið um að þær séu notaðar þannig núna en það er vissulega hægt að hafa af þeim bein not. Með nokkrum aukahlut- um er t.d. hægt að tengja þær við heimilistæki s.s. síma, eldavél og rafkerfi heimilisins og fleira. Það er hægt að láta þær vekja sig með tónlist á morgnana, skrúfa frá baðvatninu og opna fyrir hundin- um. Þá er hægt að láta þær svara í símann og taka við skilaboðum með einföldum hætti- Kannski er einhver hagkvæm- asti kosturinn að nota heimilis- tölvuna við þjófa- og brunavarnir — það þarf aðeins fáa og ódýra hluti til að gera hana að full- komnu þjófa- og brunavarnakerfi. Þá getur fólk yfirgefið íbúðina sína áhyggjulaust og farið í sumarfrí, en tölvan hringir í lög- reglu eða slökkvilið ef eitthvað ber útaf heima. Nú og svo fara margir út í hreina atvinnustarfsemi með þessar tölvur. Það er hægt að vinna heima við að búa til alls konar forrit og tölvuleiki, reikna stjörnuspár eða biorythma og selja fólki. Þetta er að sjálfsögðu hagnýtt ef manni tekst að fá pen- inga fyrir það.“ Teiknimöguleikar og hljóð — Nú sagðir þú áðan að það væri nauðsynlegt að tölva hefði góða teiknimöguleika og góðan tóngjafa — hvaða notagildi hafa teiknimöguleikar og hljóð fyrir venjulegar heimilistölvur? „Þetta er kannski ekki megin- atriði við val á tölvu en skiptir þó nokkru máli. Nú er t.d. „Pac Man“ mjög vinsæll tölvuleikur, en hann er ekki hægt að fá fyrir aðrar heimilistölvur en þær sem hafa góða teiknimöguleika fyrir tölvur. Þú getur teiknað hvaða mynd sem er á sjónvarpskjáinn með venju- legri heimilistölvu og látið hana hreyfast innbyrðis að vild. Þú get- ur til dæmis teiknað belju og látið hana ganga um á skerminum. Þú getur látið sólina síga til viðar og mjaltakonu koma og mjólka belj- una. Þú getur látið beljuna baula og forritað öll möguleg hljóð og tónlist eftir sjálfan þig eða aðra. Þannig getur þú skapað þinn eigin heim á skerminum og það fer auð- vitað eftir teiknimöguleikunum, litunum, og hljóðinu hversu raunverulegur hann verður. Það er mikil fróun fyrir ein- staklinginn að finna sig hafa þetta vald og er alls ólíkt því að vera óvirkur áhorfandi sem engu ræður um framvindu hlutanna eins og sá sem horfir á sjónvarp. Þó þetta sé aðeins leikur kallar framkvæmdin á töluverða þekkingu og hæfni sem nýtist til annars eftir að menn eru orðnir leiðir á að leika sér, en það verða flestir eftir að þeir hafa náð fullu valdi á forrit- unarmálinu. Möguleikarnir á að búa til forrit eru hins vegar nán- ast ótæmandi, þó maður sé aðeins með venjulega ódýra heimilis- tölvu.“ — Ef maður lærir á venjulega heimilistölvu — hefur maður þá eitthvert gagn af þeim lærdómi varðandi störf við tölvur í atvinnulífinu? Tölvustörf „Eftir að hafa lært á venjulega heimilistölvu geturðu farið að vinna við tölvur hjá hvaða fyrir- tæki sem er. Fyrirtækjatölvur starfa nákvæmlega eins og heimil- istölvur starfa nákvæmlega eins og heimilistölvur — þær eru bara öflugri, það er eini munurinn. Þessu má líkja við það að ef þú getur keyrt Austin Mini þá get- urðu líka keyrt Mercedes Benz. Fólk ætti að athuga þetta, því það er mikil eftirspurn eftir starfs- fólki með þessa þekkingu núna. Ég veit t.d. að í Frakklandi er talið að vanti í um 100 þúsund stöður á tölvusviðinu, en þó er verulegt at- vinnuleysi þar á öðrum sviðum. Við höfum lítið orðið varir við þessa þróun enn sem komið er en eflaust munu skapast mörg ný störf á þessu sviði hér í náinni framtíð." — En eru ekki flestir „oper- atorar" eitthvað sérmenntaðir eða jafnvel háskólamenntaðir? „Nei, fæstir þeirra hafa sér- menntun. Það eru um þúsund manns sem hafa atvinnu af tölv- um hér á landi og fæstir þeirra hafa mikla sérmenntun eða há- skólamenntun. Mest af þessu fólki hefur farið á nokkur námskeið — það eru t.d. fjölmargir sem sótt hafa námskeið hér í Tölvuskólan- um hjá mér sem hafa lagt fyrir sig tölvustörf." — Nú segja sumir sem svo að það borgi sig ekki að kaupa heim- ilistölvur núna — eftir tiltölulega skamman tíma verði komnar miklu fullkomnari heimilistölvur á markaðinn og þá sitji maður uppi með úreltan tölvubúnað uppá fleiri þúsundir. „Þetta sjónarmið hefur lengi verið fyrir hendi — og það getur svo sem verið rétt svo langt sem það nær. Nú er hægt að fá gjald- gengar heimilistölvur ásamt nauðsynlegum fylgibúnaði (fyrir utan sjónvarp) fyrir allt frá 10 þúsund kr. Fyrir fjórum árum kostaði forveri slíkrar tölvu um 50 þúsund krónur, að núgildandi verðlagi. En hefur biðin þá borgað sig?“ Að missa af þróuninni „Ég held ekki. Með því að bíða í fjögur ár hefur maður misst alveg af þróuninni og ekki lært neitt. Tækin verða kannski úrelt, það er gömul saga sem sífellt endurtekur sig, en þekkingin á því hvernig á að stjórna þeim úreltist ekki. Eftir því sem menn bíða lengur dragast þeir lengra afturúr og sífellt verð- ur erfiðara að byrja. Tölvubúnað- urinn er stöðugt að verða flóknari, bæði vélbúnaðurinn og hugbúnað- urinn — það var miklu auðveldara að komast inn í þessa tækni fyrir fjórum árum en það er nú og það verður orðið miklu erfiðara eftir fjögur ár en nú er. Að vísu verður stöðugt auðveldara að vinna með hugbúnaðinn og vélbúnaðinn, en það verður sífellt erfiðara að skilja það sem á bakvið liggur. Ég er hræddur um að sú þróun haldi einmitt áfram sem þegar er farið að bera á, að sá hópur fólks sem kann skil á þessum hlutum haldi áfram að þrengjast meir og meir, og það er bæði neikvæð og hættu- leg þróun. En þú spurðir um hvort þær tölvur sem nú eru á markaðinum yrðu ekki úreltar eftir nokkur ár. Þær verða það kannsi, en þær verða nothæfar engu að síður, og sjálfsagt verður hægt að hafa miklu meiri not af þeim þá heldur en nú þótt úreltar verði. Það er búið að selja hundruð þúsundir stykkja af vinsælustu heimilis- tölvunum og fraíílteiðesdur hljóta að reyna að hanna tengihluti við þær sem gera eigendum fært að njóta góðs af framþróuninni. Framtíðarmöguleikar Þau not sem við hér á Islandi höfum af heimilistölvum eru næsta smá miðað við það sem ger- ist í nágrannalöndum okkar. Þar getur fólk sett tölvurnar í sam- band við símann á heimilinu og náð sambandi við stórar tölvur sem geyma alls kyns forrit og kynstrin öll af upplýsingum. Þannig getur maður t.d. fengið járnbrautaáætlanir eða flugáætl- anir á skerminn hjá sér með venjulegri heimilistölvu, pantað leikhúsmiða, skoðað verðlista, fengið nær hvaða forrit sem er, lagt inn skilaboð til nágranna síns o.fl. o.fl. Þannig er líka hægt að velja sér mynd í bíó og jafnvel keypt miða með tölvunni sinni og einnig geta menn fengið nýjar fréttir uppá skerminn — þannig að þú sérð að heimilistölva skapar ýmsa möguleika þótt hún sé ekki stór.“ — En nú verður sjálfsagt langt þangað til við fáum stöð af þessu tagi hér á landi? „Það er alls ekki víst að þess verði svo langt að bíða — þetta er komið alls staðar í kringum okkur, og hvers vegna skyldum við ekki taka það upp eins og nágranna- þjóðirnar? Það voru engin mynd- bandakerfi hér á landi fyrir nokkrum árum og margur hefur sjálfsagt talið að það yrði bið á því að þau kæmu hingað. En svo skall flóðbylgjan yfir fyrr en nokkurn varði." — bó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.