Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 5

Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 53 Vogar Vatnsleysuströnd: Borgarafundur um fjárhagsáætlunina í LOK febrúarmánaðar boðaði hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps til borgarafundar um fjár- hagsáætlun sveitarsjóðs fyrir 1983, og önnur hreppsmál. Fundurinn var mjög fjölmennur og fjörugar umræð- ur. Fundurinn stóð langt fram yfir miðnætti, en hófst klukkan hálf níu. í forsendum um fjárhagsáætlun sveitarsjóðs segir að lausafjár- staða sé mjög slæm í árslok 1982, og við það miðað í uppbyggingu fjárhagsáætlunar sem er þannig; eftir fyrri umræðu í hreppsnefnd: tekjur 8.870.000 gjöld 8.471.000 eignabreytingar 2.030.000 lántökur 1.630.000 samtals 10.501.000 Helstu tekjustofnar eru útsvar sem er kr. 4.575 þúsund, framlag úr jöfnunarsjóð og aukaframlag kr. 2.307 þúsund, fasteignagjöld kr. 614 þúsund, aðstöðugjald 563 þúsund og dráttarvextir 508 þús- und. Varðandi útsvar og aðstöðu- gjöld er stefnt að 81% innheimtu, en var 73,9% á síðastliðnu ári. Stefnt er að 90% innheimtu fast- eignagjalda. Helstu gjaldaliðir eru fræðslu- mál kr. 1.755 þúsund, yfirstjórn sveitarfélagsins 1.307 þúsund, al- mannatryggingar og félagshjálp 1.204 þúsund, afborganir lána 1.107 þúsund og fjármagnskostn- aður 1.069 þúsund. Til eignabreytinga er varið alls kr. 3.280 þúsund, en hluti af því eru framlög ríkisins til sameigin- legra verkefna, svo sem í hafnar- vog, skóla og sundlaugarbyggingu. Lundúnum, 18. mars. AP. MYNDASYRPUR sem frænkurn- ar Frances Griffiths og Elsie Wright tóku fyrir 66 árum, og vöktu stórkostlega athygli, eru falsaðar, að því er frú Griffiths sagði í gær. Þær tóku myndirnar í Cottingleydalnum nærri Bingley í Yorkshire og mátti sjá á þeim blómálfa dansandi fram og til baka, með fiðrildavængi. Myndirnar vöktu feikna at- hygli, einkum í norðurhluta Englands, þar sem trú manna á slíka hluti var óvenjulega mikil, einkum eftir fyrri heimsstyrj- öldina. Stúlkurnar urðu frægar og skömmu síðar tefldu þær Einnig gatnagerðargjöld og fleira. Samtals kr. 1.250 þúsund. Helstu eignabreytingar eru: hafnarvog og aðstaða 920 þúsund, þar af koma 370 þúsund frá ríki, nýbygging gatna og holræsa 800 þúsund, á móti koma gatnagerðargjöld 450 þúsund, þá er endurnýjun á trakt- orsgröfu 800 þúsund, en á móti kemur andvirði þeirrar gömlu 150 þúsund. Einnig eru áætluð fram- lög í sundlaugarbyggingu, Stóru- Vogaskóla og stofnbúnað rafveitu. Á borgarafundinum voru mikl- ar umræður um fjárhagsáætlun- ina, greiðslustöðu sveitarsjóðs, lántökur og fleira. Greindi menn fram nýrri myndasyrpu. Ekki vakti sú minni athygli og hið virta blað „The Times" birti eina af myndunum. Þar mátti sjá unga stúlku með draumkennt augnaráð. í kring um hana mátti sjá fjórar smáar verur, svipaðar mönnum, en með vængi. Fyrir fimm árum gerði BBC sjón- varpsmynd um myndirnar, sem stúlkurnar sögðust hafa tekið sem sönnunargögn. Þannig var nefnilega mál með vexti, að þær voru eitt sinn skammaðar fyrir að koma of seint heim til kvöld- verðar, en þær gáfu þá skýringu að þær hafi verið að leika sér við helst á varðandi ráðstöfun til eignabreytinga og um lántökur. Hreppsnefnd var mest gagnrýnd fyrir kjarkleysi við lántökur, ann- arsvegar, og hins vegar um miklar lántökur. Hlu.tfall afborgana lána og fjármagnskostnaðar af áætluð- um tekjum sveitarfélagsins er yfir 25%. Af öðrum hreppsmálum var mest rætt um hundahald og eftir- lit með því, rekstur Sorpeyð- ingarstöðvar Suðurnesja, viðhald gatna, viðræður við landeigendur um byggingalóðir, atvinnumál og fleira. Fréttaritari. blómálfa. Þá fengu þær mynda- vél að láni og tóku myndirnar. „Við klipptum verurnar út úr blöðum og stilltum þeim svo upp,“ sagði hin 76 ára Griffiths. Einn hinna mörgu sem létu blekkjast var Sir Arthur Gonan Doyle. Hann var læknir að mennt, síðan rithöfundur. Hann var einnig varaforseti Maryle- bone andatrúarsamtakanna, en þau stækkuðu síðan verulega og heita nú Andartrúarsamtök Bretlandseyja. Doyle var fyrst og fremst frægur fyrir að skapa Sherlock Holmes, Doyle rann- sakaði myndirnar og lýsti yfir að þær væru án nokkurs vafa ósviknar. Hann gekk meira að segja svo langt að segja blómálf- ana fjölga sér með sama hætti og mennina. Hann byggði það á því að á myndunum mátti glöggt greina að álfarnir væru með nafla. Að maður á borð við Doyle skyldi sannfærast ruddi braut- ina fyrir fleiri. Einn var Edward L. Gardiner, aðalritari Guð- spekifélagsins. Hann lét frá sér fara opinberlega að blómálfar störfuðu inn í stöngum jurta, gæfu krónublöðunum lit og einn- ig stönglunum sinn „hlýja græna lit“. Gardiner fullyrti einnig að blómálfar sæust aldrei nema þeir væru fullkomlega afslapp- aðir. Konurnar urðu ekki ríkari fyrir myndir sínar, en frú Griff- iths sagði í gær að hún væri að vinna að bók um atburðina. Hún fullyrti auk þess að ein mynd- anna hefði í raun verið ósvikin og frá henni hefðu þær stöllur fengið hugmyndir sínar um útlit álfanna. Blómálfamyndirnar reyndust falsaðar af þessum geysivinsaelu fermingarfötum kemur síðasta sending á morgun EINNIG: ★ Kjólar ★ Pilstoppar ★ Blússur ★ Slaufur ★ Bindi ★ Leöurbindi o.m.fl. FORELDRAR!! Við gefum ykkur 10% afslátt ef þið kaupið föt um leið! Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.