Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
Veröld
SVÍÞJÓÐ.
Þegar
ríkis-
valdið
gengur
af
göflunum
Karl Lilja, 21 árs gömul eiginkona hans, Bozena, og
tveggja ára gamall sonur þeirra, Alan, eru á flótta
undan sænsku velferðinni. Það átti að taka barnið
þeirra frá þeim og til að koma í veg fyrir það flúðu þau
til Brooklyn í Bandaríkjunum þar sem þau búa nú í
eins herbergis íbúð fullri af kakkalökkum og öðrum
óþrifnaði.
Ákvörðunin um að Alan skyldi tekinn af foreldrum
sínum var byggð á skýrslu um hegðun hans á barna-
heimilinu. Þar sagði, að Alan væri „ekki ánægður" og
að framkoma föður hans væri „undarleg". Um Alan,
sem þá var 11 mánaða gamall, var sagt, að hann væri
„enn ungabarn". „Hann er rólyndur, en það sem fyrir
hann er gert virðist engan árangur bera. Það er ómögu-
legt að fá föður hans til að skilja hvernig við vinnum,"
sagði í skýrslunni, en þar var Karl, faðir Alans, einnig
sakaður um að hafa ekkert „augnasamband" við son
sinn.
Á grundvelli þessarar skýrslu skipuðu yfirvöld svo
fyrir, að Alan skyldi tekinn í opinbera umsjá eftir að
hafa verið látinn gangast undir geðrannsókn.
Þeim, sem ekki þekkja afstöðu sænskra yfirvalda til
foreldraréttarins, kann að finnast þetta undarlegar að-
farir. Alan er þó bara einn í hópi 24.000 barna, sem
yfirvöldin hafa ákveðið að taka í sína umsjá og þar af
11.800 gegn vilja foreldra þeirra. 1 Noregi eru þessi
börn hins vegar aðeins 163, IDanmörku 710 og í Finn-
landi 552. I Bretlandi, sem er sex sinnum fjölmennara
en Svíþjóð, eru þau 15.100.
Lilja-hjónin bjuggu í Bromma, einu úthverfa Stokk-
hólms, þar sem þau eiga rúmgóða þriggja herbergja
íbúð, miðstöðvarkynta, en samt sem áður ákváðu þau
að flýja land þegar allar tilraunir þeirra til að halda
Alan höfðu reynst árangurslausar. Karl, sem er 43 ára
gamall, veit líka við hvað hann er að fást. Hann vann
nefnilega sjálfur sem félagsfræðingur á vegum ríkisins
áður fyrr, en nú er hann að læra til prests. Hann á 13
ára gamlan son frá fyrra hjónabandi, Charlie, sem
hann ól upp sjálfur.
Tuffa Birch-Jensen, sem er í forsvari fyrir samtökum
sem kallast „Verndum fjölskylduna", heldur því fram,
að þessi fósturbörn rfkisins séu fórnarlömb „skrif-
finnsku, sem orðin er ríki í ríkinu“. „Útlendingar halda
gjarnan að allt sé svo gott í Svíþjóð," segir hún, „en
þeir vita ekki hve ástandið er orðið slæmt. Skriffinnsk-
an er orðin brjálæði. Ef þau Lilja-hjónin verða neydd
til að snúa heim, verður drengurinn tekinn af þeim á
flugvellinum og Ifklega munu þau aldrei sjá hann aft-
ur.“
Anna Wahlgren, sænsk skáldkona, sem tekið hefur
þetta mál upp á sfna arma, segir, að það sé „mjög
líklegt", að Alan hafi ekki verið ánægður á dagheimil-
inu, en um það megi örugglega kenna starfsfólkinu
sjálfu. Lennart Hane, lögfræðingur Karls Lilja, segir
líka, að sænsk lög svipti f raun foreldra og börn þeirra
grundvallarmannréttindum. „Ég veit ekki um neitt
annað land á Vesturlöndum þar sem svona er farið að.
Lögin gefa yfirvðldunum hættulega mikið vald. I þessu
máli hefur það valdið þvf að lftill drengur og foreldrar
hans hafa orðið fyrir móðursýkislegum ofsóknum,"
sagði Hane.
— CHRIS MOSEY
■Áfengisbölið ■
Skugga-
legri
skýrslu
stungið
undir stól
Fast er nú lagt að Evrópuráðinu
að gera samræmdar ráðstafan-
ir til að berjast gegn vaxandi
áfengissýki í aðildarríkjum ráðs-
ins. En á þessu máli eru tvær hlið-
ar, eins og oftast, og sannleikurinn
er sá að áfengisframleiðendur í
Evrópu sjá börnum þessa heims
fyrir 70% af því víni, sem neytt er,
og 50% af bjórnum, og fáir
stjórnmálamenn eru undir það
búnir að takast á við slfkan fjand-
vin.
Fyrir skömmu var birt í Sví-
þjóð brezk skýrsla um ástandið í
áfengismálum í Evrópu, en
henni hafði verið stungið undir
stól vegna hagsmuna áfengis-
framleiðenda að ætlað er. Þær
upplýsingar, sem hún veitir,
hafa rennt enn fleiri stoðum
undir þær skoðanir, að eitthvað
þurfi að aðhafast hið skjótasta.
Skýrslan er í tveimur bindum
og unnin af Stefnumálanefnd
brezku stjórnarinnar. Hún hefur
nú verið kynnt dyggilega við
Þjóðfræðistofnun Stokkhólms-
háskóla og er ómetanleg atviks-
rannsókn í augum þrýstihóps
um áfengisvarnir, sem ráðherrar
á Evrópuþinginu eiga m.a. aðild
að.
Höfundar skýrslunnar voru
steinhissa og skelfingu lostnir er
þeir höfðu komist að raun um,
hversu tröllaukið áfengisvanda-
málið er og hve hratt það breið-
ist út. Þrýstihópurinn, sem hér
er getið að framan, hefur farið
fram á að læknisfræðilegar og
þjóðfélagslegar rannsóknir á
orsökum áfengissýki og áhrifum
hennar verði auknar verulega.
Óttast menn að atvinnuleysi í
Evrópu hafi haft mikil áhrif til
hins verra.
í skýrslunni er m.a. skýrt frá
því að um 10% af karlmönnum á
Vestur-Skotlandi eigi við ýmiss
konar fötlun að stríða, sem eigi
rætur að rekja til áfengisneyzlu.
Um hálf önnur milljón Þjóðverja
er háð áfengi á einhvern hátt.
Þrettán prósent af því fé, sem
rennur til kaupa á neyzluvarn-
ingi á írlandi fer til áfengis-
kaupa. Tíðni dauðsfalla af völd-
um lifrarbólgu á Ítalíu hefur ná-
lega tvöfaldast á síðasta aldar-
fjórðungi.
Neyzla á hreinum vínanda
miðað við höfðatölu í eftirtöld-
um löndum hefur aukizt sem hér
segir á undanförnum 30 árum:
300% í Hollandi, 200% í Vestur-
Þýskalandi og rösklega 100% í
Danmörku.
- THOMAS LAND
ÓVINIR RÍKISINS
Kvöldstu
med tékkj
andófsmc
Þeim, sem áhuga hafa á og fylgj-
ast með fréttum af starfsemi
andófsmanna í ríkjum Austur-
Evrópu er ekki með öllu ókunnugt
um tékknesku hjónin Zdena og Juli-
us Tomin. Dr. Tomin er heimspek-
ingur, sem neitað var um háskóla-
starf vegna baráttu hans fyrir mann-
réttindum, og tók þá til við að flytja
á heimili sínu heimspekilega fyrir-
lestra, sem frægir urðu f heimalandi
hans og erlendis.
í merkri heimildarmynd, sem
tékkneska konan Eva Kolouchova
stjórnaði, segir Zdena frá lífi og
reynslu Hölskyldu sinnar. Myndin
heitir „Ovinir ríkisins" og var
sýnd hjá Granada-sjónvarpsstöð-
inni bresku í síðasta mánuði.
Saga Tomin-hjónanna, í senn
einstök og dæmigerð, sýnir okkur
(með orðum Zdena) „hver hún er,
þessi skrýtna skepna, sem kallast
andófsmaður. Hann er enginn
vandræðamaður, engin hetja eða
ofsóttur píslarvottur," segir hún.
„Hann er þú og ég.“
Julius Tomin var einn af þeim
250 tékknesku menntamönnum,
sem undirrituðu „mannréttinda-
skjalið "77“, en þar hvetja þeir til,
að á ákvæði Helsinki-sáttmálans,
sem Austur- og Vesturveldin
gerðu með sér árið 1975, verði ekki
bara litið sem orðin tóm heldur
verði þau í raun látin ná til fólks-
ins. Þessi hópur varð seinna
kjarninn í tékknesku mannrétt-
indahreyfingunni.
Vegna þessa missti dr. Tomin
strax vinnuna eins og við mátti
búast og yfirvöld meinuðu tveimur
sonum þeirra hjóna um frekari
menntun. Pósturinn til þeirra var
opnaður, símanum lokað og dr.
Tomin var sviptur ökuskírteininu.
Þau hjónin voru heldur ekki á eitt
sátt og sambúð þeirra einkenndist
æ meir af háværu rifrildi og
Tékkneskir leiðtogar veifa til almúgans I. maí — og lögreglan lítur eftir honum.
óánægju. Zdena benti á, að frjáls-
lyndar skoðanir Juliusar hefðu
engu fengið breytt í mannrétt-
indamálum en væru hins vegar á
góðri leið með að steypa fjölskyld-
unni í glötun.
Zdena Tomin skipti þó um skoð-
un. Hún varð sannfærð um, að það
væri skaðlegra fyrir hana sem
manneskju að sætta sig við kúg-
unina en að berjast á móti henni.
„Dýr í búri verða að hafa visst
athafnafrelsi, sem verðirnir mega
ekki skerða, jafnvel ekki þegar
þeir færa þeim matinn. Ef þeir
gera það bíta dýrin frá sér eða
hætta ella að éta og deyja.“
í Tékkóslóvakíu kjósa flestir að
afsala sér einstaklingsvitundinni
og láta sem sannleikurinn sé ekki
til í því skyni einu að komast af.
Tomin-hjónin snerust hins vegar
til varnar. „í fyrsta skipti sem þú
segir skoðun þína, þá ertu orðinn
andófsmaður.“
Zdena Tomin bætti nafni sínu á
„mannréttindaskjalið ’77“
snemma árs 1979 og varð fljótt
einn af þremur talsmönnum sam-
takanna. Hún þurfti heldur ekki
að bíða þess lengi, að öryggislög-
reglan kynnti sig fyrir henni.
Zdena, sem var mjög virtur þýð-
andi í landi sínu, missti vinnuna
og einu sinni var hún lamin af ör-
yggislögreglumönnum. Lðgreglu-
menn voru á vappi fyrir utan íbúð-
ina dag og nótt og henni, manni
hennar og nemendum hans var
stöðugt fylgt eftir. Þau voru marg-
sinnis handtekin og færð til yfir-
heyrslu og synir þeirra voru
ofsóttir líka. Þótt þeim væri hótað
fangelsi og vist á geðsjúkrahúsi
létu þau það ekkert á sig fá, en
þegar sonur þeirra, sem vann sem
múrari í afskekktu þorpi, sagði
þeim, að jafnvel þar hefði einn af
þessum svörtu bílum öryggislög-
reglunnar birst, þá þótti þeim nóg
komið. Þau báðu um leyfi til að
flytjast úr landi og fengu það
strax.
Þegar þau komu til Bretlands í
september 1980 var þeim sagt, að
þau hefðu verið svipt ríkisborg-'