Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 36

Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 * Attræður: Sr. Helgi Tryggvason fyrrv. yfirkennari Áberandi er, hve árin fara um okkur mismunadi mjúkum hönd- um. Sumir eru orðnir gamlir löngu fyrir aldur fram, en á aðra virðist Elli kerling ekki koma neinum brögðum, áratugi yfir hið venju- lega. Einn þessara hamingjunnar pamfíla er Helgi Tryggvason. Hann er kvikur og léttur á fæti, með ósjalfráða hneigð til að hlaupa, sagði hann mér fyrir þrem árum. Og ég hygg að svo sé enn. Allir, sem ekki vita aldur Helga, munu telja hann nær sextugu en áttræðu. Hvað veldur því, að hann er svo ungur áttræður? Sjálfsagt bæði arfur frá ætt og hollir lifnaðar- hættir, sem skila honum nú ríku- legum vöxtum í góðri heilsu, lík- amlegri mýkt og stælingu. Ekki má gleyma mikilvægum þáttum, sem sjaldan eru tengdir aldri og heilsu: Hugðarefni og skaphöfn. Það var ekki út í bláinn, er Russel, breski heimspekingurinn sagði, að margir góðvinir hans hefðu dáið úr „leiðindum", skömmu eftir að þeir létu af emb- ætti, þá skorti áhugamál að sýsla við. Lífið varð þeim svo inni- haldslítið, að þeir risu ekki undir því. — Hliðstæð dæmi þekkja flestir. En Helgi á gnægð áhuga- efna. Og í skapferli hans finnst ekki uppgjafatónn. Námsferill hans og störf vitna líka um meira en meðaleinbeitni. Kennarapróf tekur hann 26 ára, og stúdentspróf, utan skóla 32 ára. 1938—1939 les hann uppeldis- og sálarfræði við Edinborgarháskóla. Guðfræðipróf tók hann 1950, 47 ára, og hafði þá kennt 10 ár við Kennaraskólann. Þingskrifari var hann rúman aidarfjórðung. Hrað- ritun kenndi hann lengi. Náms- ferðir fór hann margar. Uppeldis- þing og ráðstefnur hefur hann set- ið vestan hans og austan, verið í stjórn ýmissa félaga, þýtt bækur og samið bækur. Og enn er ýmis- legt ótalið, sem ég kann á góð skil: lifandi áhuga hans fyrir heilsu- rækt. Báðir höfum við lengi verið í NLF-samtökunum, og báðir voru lengi í ritnefnd Heilsuverndar. Um vítamín og steinefni vissum við samt harla lítið, minnsta kosti ég, þau áttu að vera í fæðunni, eins og æskilegast er. Er þar kom, að hafinn var inn- flutningur vítamína til dreifingar utan apóteka, risu deilur um það, hvort vítamín væru lyf eða nær- ing. Apótekarinn sagði lyf og taldi sig hafa einkarétt á sölu þeirra. Innflytjandinn sagði næring, þau ættu því heima í matvörubúðinni, eins og önnur næringarefni. Þetta viðurkenndu sumir lyfsalar og brostu að einkaréttarkröfum, þótt þeir snerust ekki gegn þeim. En 1967 átti að ganga af frjáls- um vítamínum dauðum. Með reglugerð voru þau bönnuð utan apóteka. Og að sjálfsögðu var ekki gert ráð fyrir að innflytjandinn, leikmaður og lítill karl, hreyfði mótmælum. Leiknum átti að vera lokið með einkarétti lyfsala og lækna á þessum mikilvægu nær- ingarþáttum. Fyrrverandi landlæknir, Vil- mundur Jónsson, hafði þekkingu og næman skilning á næringar- gildi og nauðsyn vítamína og steinefna. Hann færði inn I lyfja- lögin 1963, skilgreiningu á lyfja- hugtakinu: Lyf eru efni, sem ætluð eru til lækninga o.s.frv. Skilgrein- ingin er svo skýr, að hún verður ekki misskilin, nema með sérstæð- um misskilningsvilja. Og í reglu- gerðinni var hann í brennipunkti, sem sneri öfugt við lyfjahugtak- inu, og var því mótmælt, eins og flestir hefðu gert. Síðan var Fróð- afriður um sinn — nema sakmála- kærur, sem urðu ekki og verða aldrei bannvaldinu heiðursfjaðrir í hatti. Nýir menn, ósáttir við stað- reyndir, komu — og komu í kring afgreiðslubanni á vítamínum í tolli, nema pappírar væru stimpl- aðir í lyfjaeftirlitinu, sem senni- lega er algjört einsdæmi. Leitað var hliðstæðu meðal höfuðfjenda frjálsra vítamína. En spurningin vakti alls staðar óskipta undrun. Afgreiðslubann á vítamín, án stimpils lyfjaeftirlits, þekktist hvergi. Deilur hörðnuðu og vöktu vax- andi athygli. Það sem hér var reynt að banna, var frjálst í Danmörku og Svíþjóð. Þó hafði víðmenntaður læknir jafnað lyfja- valdi þeirra við galdraofsóknir miðalda. Öll hafði þessi leiðinlega þrönga bannafstaða áhrif til andstöðu. Og það kom eins og af sjálfu sér, að lítill áhugahópur, frú Elsa Vil- mundardóttir, jarðfræðingur, Helgi Tryggvason, Kristinn Sigur- jónsson, prentsmiðjustjóri, Loftur Guðmundsson, rithöfundur, og undirritaður, fóru að ræða mögu- leika á stofnun félags og blaðs til baráttu og fræðslu. 011 vissum við, að vart mun nokkurt heimili á landinu laust við kvilla eða sjúk- dóma. Öll vissum við, að fenginni eigin reynslu og annarra, að gnægð vítamína og steinefna eflir heilsu, starfsþrek og ónæmi fyrir sjúkdómum, þótt þau séu ekki allra meina bót. — öll vissum við að stofnun félags og blaðs, sem rísa ætti undir heilsurækt í víðum skilningi, myndi krefjast mikillar vinnu, því að heilsurækt spannar mjög vítt svið. Og á flestum svið- um eru boðorð hennar brotin. Við fáum vart ómengaða fæðu á daglegt matborð. Tilbúinn áburð- ur hefur að kalla útrýmt lífrænni ræktun. Afleiðingin er menguð mjólk, mengaður garðmatur o.s.frv. Það er ekki út i bláinn, að Eden-firmað þýska kaupir ekki hráefni af bændum: ber, ávexti, grænmeti, gulrætur o.s.frv., nema þeir hafi stundað lífræna ræktun í 10 ár. Það er trygging fyrir ómenguðu úrvalshráefni. En mengun láðs, lofts og lagar er víða orðið alvarlegt vandamál, og er ekki ástæða til að skoða þessi mál, einnig hér, af gaumgæfni? Okkur voru ljós ótal ljón á veg- inum, er við undirbjuggum stofn- un Heilsuhringsins. En þörfin var augljós, og áhuginn ómengaður. Sunnudaginn 6. nóv. 1977 var fé- lagið svo stofnað með nokkrum tugum áhugamanna. Og blað þess „Hollefni og heilsurækt" ýtti úr vör tæpu ári seinna. — Allt rifjast þetta upp, þegar litið er til baka við þessi tímamót í lífi Helga. í lifandi áhuga hans og baráttuvilja hefur aldrei komið brestur. Meðal þess sem Heilsuhringurinn á Helga að þakka, er fjölritun þús- unda eintaka. Ángægjulegt er það og örvandi, að við höfum nú áhugafólk um allt land, og á annað þúsund áskrif- endur að blaðinu, og mjög vaxandi lausasölu. Kannski er ekki síður ánægjulegt, hve áhuginn utan fé- lagsins fyrir frjálsum vítamínum, hér sem annars staðar, er vaxandi. Bannstefnan gegn vítamínum og steinefnum er í raun rauna- saga, þar sem ábyrgir menn í heil- brigðiskerfinu eru ábyrgðarmenn hennar. Þegar litið er á bannstefnuna og skoðuð gögn hennar: Bannlistar, bannaðgerðir og aðferðir, hljóta að vakna spurningar um: vitræn- an — siðrænan — lögrænan grundvöll hennar. Fróðlegt væri að taka, t.d. 10—20 tegundir, sem bannaðar eru íslendingum, og bera þær saman við lyfjahugtakið og 69. gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður skýrt á um, að bannendum beri skýlaus skylda til að færa rök fyrir, að bann varði „almenn- ingsheill". Rök þeirra fyrir því, birt í erlendum fagritum, myndu vekja heimsathygli vísindamanna og heilbrigðisstjórna. En slík rök hafa aldrei fengist. Hvers vegna? Þeir hafa tekið sér vald til að ákveða fyrir þjóðina hverra víta- mína og steinefna hún megi neyta, og hverra ekki, þótt ljóst virðist, að þeim komi ekki fremur við, hvers við neytum en okkur, hvers þeir neyta, það er einkamál hvers og eins. Enda berum við sjálf ábyrgð á heilsu okkar. Hér ber aðeins að drepa á þessi baráttumál, þau verður reynt að leysa á friðsamlegan hátt. Reynist það ekki unnt, hlýtur baráttan að harðna. — Okkur og öðrum til íhugunar, vil ég svo birta orð framkvæmdastjór WHO, æðsta manns heilbrigðisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, sem hann við- hafði í danska útvarpinu og víðar: „Lægekredse forhindrer sundhed pá grund af særinteresser, og sundhed er et politisk spörgsmál." Það er þungur dómur af munni þessa manns, að læknar vinni gegn heilbrigði af sérhagsmuna- ástæðum, og að heilbrigði sé póli- tískt mál. — Sem betur fer á þetta ekki við læknastéttina í heild. I henni er fjöldi ágætismanna. Og meðal ágætismanna, sem ég hef kynnst, eru 15—20 læknar. En vegna þeirrar félagslegu og fjár- hagslegu stöðu sem læknar hafa, er hætt við að inn í stéttina slæð- ist menn — án þeirrar læknis- lundar, sem mörgum sjúklingi er engu minna virði en lyfin, og um- komulitlum mikilvæg. Verði þeir sem fæstir. Tíminn gefur engin grið. Helgi Tryggvason áttræður. Persónu- lega þakka ég þér ánægjulega samvinnu og ódrepandi áhuga. Eg og fjölskylda óskum þér og fjöl- skyldu heilla og heilsu á þessum tímamótum, og megir þú — and- lega og líkamlega, stikla léttum skrefum yfir 9. áratuginn, eins og hinn 8. Til hamingju ungur áttræður. M.Sk. FRA RENAULT, ,MEÐ TITIL II Vid ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla- blaða til að velja rótt. þeir gáfu RENAULT 9 titilinn BÍLL ÁRSINS 1982 Besta trygging sem þú getur fengið fyrir vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu á tímum sparnaðar. Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það mál lengi til að finna svarið.... Renault 9 er bíllinn fyrir þig. RENAULT „BÍLL MEÐ TITIL“ KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.