Morgunblaðið - 20.03.1983, Side 37

Morgunblaðið - 20.03.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 85 Guðfinna Ragnarsdóttir skrifar frá Stokkhólmi: Sænskur bankaútibús- stjóri stal 5,5 millj. kr. Tengdamömmu fannst ég ekki nógu fínn. Ég vildi sýna henni að ég væri nógu góður fyrir dóttur hennar. Það var sú skýring sem Erik Johansson, 34 ára gamall banka- starfsmaður í Stokkhólmi, gaf á því að hann hefði stolið 5,5 millj- ónum á níu árum. Það byrjaði árið 1974. Erik Jo- hansson var þá nýgiftur ungri aðalsdömu af fínni skánskri ætt. Þótt Erik væri sjálfur af fínu fólki kominn var hann ekki nógu góður. Hann var þar að auki ekki ríkur. Tengdamamma sýndi að hún var ekki ánægð með val dóttur- innar á tengdasyni. Helst hefði hún nú viljað að dóttir hennar hefði orðið drottn- ing, segir Erik. En Erik Johansson ákvað að sýna tengdamömmu að hann væri nú ekki eins lélegur og hún vildi vera láta. Hann var þá 26 ára og nýorð- inn útibússtjóri hjá Skandinav- iska Enskilda banken í Stokk- hólmi — sá yngsti í sögu bank- ans. Veitti sjálfur lánin Ég vildi sýna tengdamömmu að við værum í góðum efnum. Mig langaði að kaupa fínan bíl. Ég sótti um lán á nafni konu minnar — því nafni sem hún bar áður en við giftum okkur. Ég skrifaði nafnið hennar undir. Hún vissi auðvitað ekkert. Það voru engin vandræði með það, ég veitti sjálfur lánið, ég var úti- bússtjóri. En svo kom að skuldadögun- um. Vexti og afborganir þurfti að greiða. Þá tók Erik annað lán — nú á nafni systur sinnar. En það þurfti líka að greiða og kaupið hrökk skammt til slíkra hluta. Þá tók Erik ný lán á nöfn- um ýmissa ættingja. Áður en varði var hann kominn upp í hálfa milljón. „Einfaldari“ aöferö En þetta var erfitt kerfi til lengdar. Erik Johansson fann þess vegna upp mun betri og „einfaldari" aðferð. „Höfnin f Stokkhólmi" var einn stærsti viðskiptavinur bankans, og á hverju ári komu um 100 milljón- ir inn á reikning hafnarinnar. Þar var af nógu að taka. Að vísu áttu peningarnir að færast áfram til Svenska Handelsbank- en, en Erik tókst alltaf að bjarga málunum þótt stundum munaði mjóu. Einu sinni vantaði 1,5 milljón- ir, og Handelsbankinn beið eftir yfirfærslunni. Þá snéri Erik Jo- hansson sér að næsta fyrirtæki, Bananafélaginu og nældi sér f 1,5 milljónir. Hringdi svo í þá og sagði að tölvan hefði gert ein- hver mistök. Nokkrum dögum seinna gat hann leiðrétt „mis- tökin“. En skuldasúpan óx og yfir- Tengdamamma varð honum að falli. Til þess að sýna henni að hann væri nógu fínn fékk bankaúti- bússtjórinn lánaðar 5,5 milljónir á níu ár- um, keypti sér íbúð á besta stað í bænum, ferðaðist um heiminn með fjölskylduna, setti börnin í einka- skóla og naut lífsins með rússneskum kaví- ar ásamt helsta fyrir- fólki borgarinnar. En svo kom að skulda- dögunum... færslurnar urðu æ fleiri og flóknari. Fínni staða Á sama tfma óx virðing Eriks, útibúið blómstraði og hann naut vaxandi trausts og trúnaðar. 1981 var Erik svo boðin staða sem bankastjóri ffnasta útibús- bankans í Stokkhólmi. Fínt tilboð, en Erik átti ekki beint „heimangengt". Lána- og skuldanetið var- farið að herða að. En það hefði vakið grun- semdir ef hann hefði ekki þegið boðið. Á síðustu stundu tókst honum að redda þrem milljónum — auðvitað stolnum — til þess að bjarga málunum í bili. En á nýja staðnum hafði hann ekki aðgang að sömu reikningum og áður. En Erik Johansson dó ekki ráðalaus. Hann bjó til ný fyrir- tæki — bjó til nöfn og veitti lán. Alls lánaði hann þessum fölsku fyrirtækjum — þ.e.a.s. sjálfum sér, 5,5 milljónir. Rússneskur kavíar Um þessar mundir flutti fjöl- skyldan inn í stóra, fína íbúð á besta stað í Stokkhólmi. Verð 1,6 milljónir sænskra króna. Fyrir hendi voru 400.000 í lán- um. Þá þurfti að útvega 1,2 milljónir í viðbót. Auk þess endurbyggði Erik Jo- hansson sumarbútaðinn og ferð- aðist um heiminn með fjölskyld- una. „Svo eru fötin mín öll sér- hönnuð og saumuð og um hálfrar milljón króna virði," sagði Erik Johansson við yfirheyrslurnar. Það dugðu engin venjuleg föt þar sem fjölskyldan umgegst eingöngu fyrirfólk og aðal. { matinn valdi hann helst rússneskan kavíar, gæsalifur og vín af bestu tegund. Þá kom allt í ljós Börnin voru í einkaskólum, þeim dýrustu í Stokkhólmi, svo það þurfti mikla peninga til þess að halda slíkum „standard". En Erik tók bara ný lán ... Svo var það haustið 1982. Þá lenti Erik í umferðarslysi og varð að liggja á spítala um tíma. Þá rákust endurskoðendurnir af tilviljun á undarlega yfirfærslu, og þar sem Erik var ekki til stað- ar til að skýra málin, fóru þeir að athuga þetta nánar. Og þá kom allt í ljós. 5,5 milljónir hafði Erik tekið „að láni“ á þessum níu árum. I dag skilur enginn hvernig Erik tókst að leyna slíku svindli í níu ár. — Kannski var það staða hans og hið ótakmarkaða traust sem yfirmenn hans báru til hans sem auðvelduðu honum leikinn. En auk sinna eigin „lána“ lán- aði Erik Johansson fjölda fyrir- tækja lán án nokkurrar ábyrgð- ar. Og oft mun hærri lán en hann hafði leyfi til að veita. Forstjóri eins þessara fyrir- tækja er nú stunginn af til Am- eríku með 5 milljónir frá bank- anum. Mjög opinskár — Ég gerði þetta til þess að útvega bankanum nýja við- skiptavini, segir Erik. Góðar hugmyndir eru besta ábyrgðin. „Þetta er stórkostlegasti og umfangsmesti þjófnaður af þessu tagi sem ég hef kynnst á 30 ára starfsferli mínum,“ segir ákærandinn, Bertil Jarl. Öll rannsókn málsins hefur gengið mjög greiðlega því Erik játaði allt afdráttarlaust og hef- ur verið með eindæmum opin- skár og samvinnuþýður við allar yfirheyrslur. Erik mun nú verða settur í geðrannsókn, en hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangels- isvist. Og það er ekki trúlegt að tengdamamma heimsæki hann í fangelsið... 17 cfaga RÁSKAFERD • Brottför27. mars Lítiö vinnutap og auövitaö allir bestu gististaöirnir Beint dagflug • Frá Kefíavík ki. 03.00 • Frá Mallorca / Ibiza kl. 17.10 • J-ent íKefíavík kl. 19.20 HELMINGSAFSLÁTTUFl FYFtlFt BÖRN AD 17 ÁRA ALORI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.