Morgunblaðið - 20.03.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
87
Að fengnum rit-
höfundalaunum
— rætt við Viktor Arnar Ingólfsson
„ÞESSI úthlutun gerir mér kleift að
helga mig skriftum f vonandi mun
lengri tíma en tvo mánuði. Mikilvæg-
asti þátturinn, og það sem ég er
þakklátastur fyrir, er sú hvatning
sem hún veitir." Viðmælandi okkar
er Viktor Arnar Ingólfsson rithöfund-
ur og tilefnið er að við sfðustu úthlut-
un úr launasjóði rithöfunda, hlaut
hann í fyrsta sinn starfslaun.
Viktor er 28 ára gamall og út-
skrifast í vor sem byggingatækni-
fræðingur úr Tækniskólanum.
Hann hefur skrifað tvær bækur,
Dauðasök, sem kom út ’78, og Heit-
an snjó, sem kom út um sfðustu jól
og vakti mikla athygli.
„Þessar tvær bækur mfnar til-
heyra liðinni tíð og lft ég á þær
sem æfingar. Ég var 23 ára þegar
ég skrifaði Dauðasök. Að baki lá
aðeins mánaðar vinna og lítill
þroski, sannkallað bernskubrek og
var ég óánægður með að hún skildi
ekkert vera gagnrýnd. Heitur
snjór tók við skömmu síðar, án
þess að ég gæfi mér tíma til að afla
mér reynslu og þekkingar varðandi
bókmenntir og uppbyggingu sögu.
Má teljast heppni hversu vel tókst.
Ég er þakklátur fyrir viðtökurnar
og fyrir þá umfjöllun sem hún fékk
af hendi gagnrýnenda, en hún var í
öllu sanngjörn og með fjölda
þarfra ábendinga. Má nefna sem
dæmi gagnrýni Ólafs Jónssonar
þar sem hann segir persónur bók-
arinnar léttvægar og einfaldar, og
aðeins kallaðar fram til að þjóna
söguþræðinum.
Þar hitti hann naglann á höfuð-
ið, mér hefur alltaf þótt mest gam-
an að búa til plottið og yfirleitt
þaulhugsað það, en persónulýs-
ingar hafa alltaf verið mín veika
hlið.
Það er kannski einmitt þess
vegna sem mig hefur langað að
fást við kvikmyndahandrit. Þar
gæti ég lagt fram hugmyndirnar
en leikstjórinn slðan séö um per-
sónusköpunina."
En hvernig verða hugmyndirnar
til?
„Það er mjög misjafnt. Þegar
maður er að safna hugmyndum til
að byggja sögu á, notar maður allt
sem maður sér og heyrir. — En ef
ég tek eitt dæmi úr Heitum snjó,
þá var ég búinn að vera að hugsa
fram og aftur hvað ég gæti notað
til að leysa hnútinn á söguþræðin-
um svo allt gengi upp. Eg var þá
með söguna tilbúna í huganum,
vantaði bara þetta atriði. Svo var
það eitt sinn seint um kvöld að
sfminn vakti mig, mér reyndist
ómögulegt að sofna aftur og undir
I starfs-
kynningu hjá
Slysavarna-
félaginu
Stöllurnar Helga og Agnes
frá Fjölbrautaskólanum á
Selfossi brugðu nýlega undir
sig betri fætinum og fóru til
Reykjavíkur í starfskynningu
hjá Slysavarnafélaginu. Var
þeim þá m.a. gefinn kostur á
að reyna flotbjörgunarbúninga
í sjónum út af Gróttu undir
leiðsögn erindreka félagsins.
ólafur K. Magnússon, ljós-
myndari Morgunblaðsins, tók
þessa mynd af stúlkunum áður
en þær renndu sér á flot.
morgun var lausnin komin ... Það
var þetta með sykurmolana ... “
— Nú, ef þessar bækur tilheyra
liðinni tíð, hver verður stefnan 1
framtíðinni?
„Ég er með margar hugmyndir
tilbúnar, en að þessu sinni ætla ég
að liggja lengur yfir þeim. Al-
mennt mun verða unnið út frá öðr-
um grundvelli framvegis, meiri
reynslu, þekkingu og sjálfsgagn-
rýni. Ég er þess fullviss að ég get
betur og ekki bara það heldur
miklu betur.
Þegar ég fór að huga að næstu
bók stóð ég frammi fyrir tveim
valkostum. Annars vegar langaði
mig að byrja á sakamálabóka-
flokki, í svipuðum dúr og Simenan„
McBain og Sjöwall-Wahlöö hafa
fengist við, og hinsvegar langri
skáldsögu sem hefur flókna upp-
byggingu og spannar yfir hálfa öld
í tíma.
Sakamálasögur bjóða upp á
skemmtilega möguleika, til að
mynda er hægt að byggja upp
persónur sem jafnvel gætu verið að
þróast í mörgum bókum. En þær
eru erfiðar viðfangs, efnið verður
alltaf að vera áhugavert og höf-
undur verður að gæta þess að
endurtaka sig ekki.
En það var langa skáldsagan
sem fyrir valinu varð og þá sem
lokaæfing fyrir bókaflokkinn. Efn-
ið sem ég valdi er mjög vandmeð-
farið, en ég mun leitast við að
halda uppi spennu hinum almenna
lesanda til skemmtunar, en jafn-
framt reyna að trufla fagurkera á
sviði bókmennta minna en í fyrri
bókum mfnum. Það má allt eins
búast við að langt verði í næstu
bók.“ m.e.
SPUNNIÐ UM STALfN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
Stalín sezt og segir: Þú ert ekki huglaus, það getur enginn
sagt. Ég mun íhuga orð þín. Þeir eru allir orðnir kóf-
drukknir nema Kíroff og Túkhachevsky, Krúsjeff þó
mest. Hann ætlar að standa upp, en dettur fram á borðið.
Þá hrópar Bería með fyrirlitningu og ýtir við honum:
Ætlar þú að brjóta hér allt og bramla? Það endar með því
að þú skvettir víni í augun á félaga Stalín. Og þá sér
þjóðin ekki glóru. Túkhachevsky segir rólegur: Nelson
var eineygður. Og það nægði honum! Þú ert gamansamur,
marskálkur! segir Stalín og bætir við, önugur: Af öllu
mótlæti er það þyngst að þurfa að umbera þig, og hjálpar
Krúsjeff á fætur. Kveikir sér svo í pípu. Kaganovich
kallar vandræðalega: Við skálum fyrir hernum! Stalín
svarar og hreytir út úr sér: Þarft þú að endurtaka það?
Kaganovich, sem lætur sér hvorki bregða við blóð né
dauða, ætlar að segja eitthvað, en Stalín grípur fram í
fyrir honum, eins og hann heyri ekki það, sem Kagano-
vich er að reyna að segja: Það blæs oft kalt um þann, sem
situr efst á tindinum. Kaganovich reynir að bæta um fyrir
sér og segir fjálglega: Herinn er tindurinn, þú situr á
tindinum. Stalín lítur á þá hina með fyrirlitningu. Það er
vandræðaleg þögn, það er eins og hann sé utan við sig.
Svo segir hann eins og við sjálfan sig: Herinn er tindur-
inn! Það voru djörf orð, félagi. Ég hélt, að menn væru
farnir að skilja, að ég ætlast til þess, að enginn taki
ákvörðun í svo viðkvæmu máli, nema ég. Kaganovich
segir enn, vandræðalega: Þetta voru þín orð. En Stalín
svarar honum hryssineslega: Ekki mín orð, ég sagði þetta
öðruvísi, það nægði. Eg hélt, að um það væri samkomu-
lag, að ég segði hlutina eins og á að segja þá. Annars get
ég sagt af mér aðalritarastarfinu, ef þið viljið. Þeir hinir
mótmæla allir í einum kór. Stalín brosir ánægður. Ég
sagði, að herinn væri lurkur, það hefur ekki verið sagt
betur. Túkhachevsky segir: Herinn hugsar ekki um það,
hvernig hlutirnir eru sagðir, heldur hvernig þeir eru
framkvæmdir. Það verður löng, vandræðaleg þögn. En nú
rís Stalín aftur á fætur, réttir fram glasið og skálar
glaðlega við marskálkinn: Þú ert hugrakkur, félagi, eins
og gömlum hermanni sæmir. Enda munaði litlu að þú
tækir allt Pólland í borgarastyrjöldinni. Herinn, sögðuð
þið, er tindurinn. Herinn, sögðuð þið, er andlit fólksins.
Og ég er herinn. Ergo: Ég er tindurinn, ég er andlit
fólksins. Þannig gengur þetta erfiða dæmi upp. En nú
grípur Kíroff inn í samtalið og segir hiklaust: Okkur
hefur verið kennt, að herinn sé sjálfstæð stofnun. Stalín
rýkur upp, ber í borðið og hrópar: Er einhver hér að
mótmæla því, að ég sé herinn. Þeir hinir þegja allir. Þeir
eru eins og lúbarðir hundar, allir nema Kíroff og Túkha-
chevsky. Stalín er orðinn ofsareiður. Hann segir: Og ég,
sem hélt, að hér yrði mannval í kvöld. Svo brosir hann:
Við skulum taka upp léttara hjal, segir hann. Ég hef
gaman af tónlist. Það er hvíld í því að hlusta á góða
tónlist. Maður þarf ekki að hugsa um tónlist. Hún er eina
listin, sem ætti að leyfa. Tónskáld og dansmeyjar eru mér
að skapi. Allir listamenn eru ræflar og aumingjar. List-
málarar vilja mála eintóma vitleysu og helzt vilja þeir
afskræma alla hluti. Og rithöfundar heimta að segja það,
sem þeim dettur í hug. En þeim dettur aldrei neitt í hug.
f hæsta lagi, að þeim detti í hug að níða þjóðina. Hefur
nokkur gert meira fyrir þjóðina en þegar ég hreinsaði
eigin hendi þessi sníkjudýr af dýrðlegri ásjónu okkar
mikla föðurlands? Þeir hrópa allir í kór: Nei, enginn! Og
Bería segir: Þú heldur þessum sníkjudýrum í skefjum.
Kaganovich bætir við: Flokkurinn er holdgaður í þér.
Krúsjeff hrópar: Flokkurinn og stefnan, Lenín, Marx —
allur þessi yfirmannlegi arfur lifir í þér. Stalín brýnir
röddina og segir: Þú hefur ekki ráðið við þá í Leningrað,
félagi Kíroff. Þið eruð of linir. Þú ert of veikur fyrir
Önnu Akhmatova. Ég hef ofnæmi fyrir þessum ástaljóð-
um hennar. Það væri nóg að gefa út tvö eintök af þeim,
annað handa mér, hitt fyrir hana. Þær bræða hjarta þitt,
þessar skáldkonur! Við höldum þó Pasternak og Mand-
elstam í skcfjum. Við lifum, heyrum ekki landið undir
fótum okkar ...! En hann lendir í túndrunum. Og þar
FRAMHALD