Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 44

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 _________________________________ 1982 Unmrm Pr..i SnndmH v Grtur'bu skor'iZ fyr'ir mig stjömulaga glerbot Sern passar í þetta gat ?" ást er... ... að fara saman í kvöldskóla. TM Reo U.S Pat Off — aU rights resarved •1982 Los Angeíes Tlmes Syndlcate 1‘es.si segir mér hvað klukkan er í London, hinar í New York, Tókýó og Moskvu. Þeir eru að tala um að þú þurfír að komast í frí til að fara til augn- læknis? HÖGNI HREKKVlSI )} HÉR KEMOR SAMIÍJEL. RlKI FföeMO/. SJÁ&U . ■ ■ ALPEILIS VEL SOKkAfJUK ■ ' „Mikilvægasta mál í heimi“ Kjartan Jónsson, Vestmannaeyj- um, skrifar: „Helgi Vigfússon lætur okkur vita, að spíritismi sé að hans áliti mikilvægasta mál í heimi. Hann lét þessa skoðun sína í ljósi í grein í Velvakanda laugardaginn 5. mars. Greinin er skrifuð til að svara „G.M.“, og þar er hann eitthvað ósáttur við það að „G.M“. skuli ekki „þora“ að láta uppi nafn sitt. Ég tel það ekki skipta öllu máli hvort upphafsstafir manna eru settir undir greinar eða hvort menn rita undir fullu nafni, kjarni málsins sé það að menn gefi þeim, sem ábyrgir eru fyrir birtingunni, fullt nafn. Ég get til dæmis sagt Helga Vigfússyni það að ég er engu nær hver hann er; mér er jú reyndar nokkuð sama um það. En snúum okkur þá að mikil- vægasta máli í heimi. Eg er ansi hræddur um það að H.V. sé ekki alveg eins kunnugur Heilagri Ritningu og hann vill vera láta. Ég lýsi jafnframt furðu minni á því að hann skuli voga sér að nota Biblíuna spíritismanum til framdráttar. Ritningin segir, að þeir sem deyja, þeir geti ekki haft samband við lifandi fólk eftir dauða sinn. Job. 7:9—10 segir: „Eins og skýið eyðist og hverfur, svo kemur og sá eigi aftur, er niður stígur til Heljar. Hann hverfur aldrei aftur til húss síns, og heimili hans þekkir hann eigi framar.“ Job. 14:10-12, 18-22 segir: „En deyi maðurinn, þá ligg- ur hann flatur, og gefi manneskj- an upp andann — hvar er hún þá? Eins og vatnið hverfur úr stöðu- vatninu og fljótið grynnist og þornar upp, þannig leggst maður- inn til hvíldar og rís eigi aftur á fætur. Hann rumskar ekki, meðan himnarnir standa og vaknar ekki af svefninum. En eins og fjallið molnar sundur, er það hrynur, og kletturinn færist úr stað sínum, eins og vatnið holar steinana og vatnsflóðin skola burt jarðarleirn- um, svo hefir þú gjört von manns- ins að engu. Þú ber hann ofurliði að eilífu, og hann fer burt. Þú af- myndar ásjónu hans og rekur hann á brott. Komist börn hans til virðingar, þá veit hann það ekki; séu þau lítilsvirt, verður hann þess ekki var. Aðeins kennir lík- ami hans eigin sársauka, og sál hans hryggist yfir sjálfum hon- um.“ Sálm. 146:3—4: „Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt. Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu.“ Préd. 9:4—10 seg- ir: „Því að meðan maður er sam- einaður öllum sem lifa, á meðan er von, því að lifandi hundur er betri en dautt ljón. Því að þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því sem við ber undir sólinni. Far því og et brauð þitt með ánægju og drekk vín þitt með glöðu hjarta, því að Guð hefir þegar lengi haft vel- þóknun á verkum þínum. Klæði þín séu ætíð hvít og höfuð þitt skorti aldrei ilmsmyrsl. Njót þú lífsins með þeirri konu, sem þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs, sem Hann hefir gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga, því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú fær fyrir strit þitt, sem þú streitist við undir sólinni. Allt sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þang- að sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ Jes. 26:14: „Dauðir lifna ekki, vof- ur rísa ekki upp. Þú vitjaðir þeirra og eyddir þeim og afmáðir minn- ingu um þá.“ Á þessu ætti að vera orðið ljóst að það er vægast sagt hræsni að spíritistar skuli dirfast að nota Heilaga Ritningu máli sínu til framdráttar, því að hún gerir ekki aðeins að segja að það sé ekki hægt að leita til iátinna manna. heldur leggur hún líka blátt bann við því að það sé reynt. Viðvaranir Biblíunnar eru svo alvarlegar, að það má furðulegt teljast, að starf- andi prestar innan þjóðkirkjunnar skuli vera meðal áköfustu fylg- ismanna spíritismans, að maður minnist nú ekki á að þeir skuli beita sér fyrir því að miðilsfundir séu haldnir í kirkjum þeirra. í 3. Mós. 19:31 segir: „Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn Guð yðar.“ í næsta kafla og 6. versi, segir: „Sá sem leitar til særingaranda og spásagnaranda til þess að taka fram hjá með þeim, gegn honum vil ég snúa augliti mínu og uppræta hann úr þjóð sinni.“ í 27. versi f sama kafla segir hvaða refsingu Guð ætlar þvi fólki sem hefir slíkan anda. 5. Mós. 18:10—14 segir: „Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töfra- maður eða gjörningamaður eða særingamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá er slíkt gjörir, er drottni and- styggilegur, og fyrir slíkar svívirð- ingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagn- armenn og galdramenn, en þér hefir Drottinn Guð þinn eigi leyft slíkt.“ Sjá einnig Jes. 8:19—20. En hvers vegna er þetta bann- að? Er ekki mótsögn í Biblíunni, þegar á einum staðnum er sagt að við megum ekki leita frétta af framliðnum, en á öðrum stað er fullyrt að það sé ekki hægt að ná sambandi við þá? En svarið er ein- mitt fólgið í banninu. Ég er þeirr- ar skoðunar að það sé alls ekki hægt að ná sambandi við látna meðbræður okkar. Ég er þó ekki að segja þar með að miðlar ljúgi því að þeir nái sambandi; þeir ná Nokkrar spurningar til ferðamálayfirvalda 5026-7725 skrifar: „Velvakandi. Að fenginni reynslu af tilvist Smyrils hljóta að vakna ýmsar spurningar, einkum þar sem frést hefur um stóraukna flutninga út- lendinga hingað til lands með bíla sína. Þó að margir vilji landbún- aðinn feigan, er það áreiðanlega ekki ósk meiri hluta þjóðarinnar að illa fari. Því mætti byrja á að spyrja: Hvernig er háttað eftirliti með matvælum, sem útlendingar flytja með sér til landsins? í orði kveðnu að minnsta kosti er það okkur íslendingum kappsmál að farið sé með gát í umgengni við landið og því spyr ég: Hverjir fylgjast með aksturs- leiðum sem útlendingar fara, t.d. á hálendinu? Eru þessar leiðir nógu vel merktar? Er þessum leiðum lokað, þegar þær verða ófærar? Er tilkynnt um það í útvarpi á er- lendum málum, svo að útlendingar viti einnig hvað um er að vera? Gilda sömu þungatakmarkanir fyrir bíla útlendinga og lands- manna? Er haft eftirlit með ferð- um stórra bíla áður en fjallvegir verða færir? Að lokum tvær samviskuspurn- ingar: Eftir hverju erum við að sækjast með auknum ferða- mannaáróðri erlendis? Höfum við beint móttöku þeirra í jákvæðan farveg? í þessu sem öðru er kapp best með forsjá. Við, sem virðum þessi mál fyrir okkur úr ákveðnum fjarska, veltum þvi fyrir okkur, hvort allt sé með felldu hjá mót- tökunefndinni. Ég vona að ferðamálayfirvöld sjái sér fært að svara þessum spurningum mínurn."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.