Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 23 Ameríski drengja- kórinn í heimsókn AMERÍSKl drengjakórinn, The Amer- ican Boychoir, verður á söngferðalagi hér á landi dagana 18. til 30. maí nk. Kórinn mun auk tónleikahalds heim- sækja sjúkrahús og vistheimili. Drengjakórinn mun halda tón- leika í Gamla Bíói fimmtudaginn 19. maí, Selfosskirkju 21. maí, Lang- holtskirkju 23. maí, á Akureyri 25. maí, Gamla Bíói 27. maí og Borgar- firði 28. maí. Auk þess kemur kórinn fram á vortónleikum kórs Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði 21. maí og Fundur Varðbergs og SVS: Efnahags- bandalag Evrópu og Sovétríkin FÉLÖGIN Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameiginlegan kvöldfund í Hliðarsal Hótels Sögu, miðvikudaginn 18. maí, og hefst fundurinn kl. 20.30. Gestir fundarins verða tveir embættismenn Efnahagsbanda- lags Evrópu, EBE. Þeir eru Folm- er Bang-Hansen úr utanríkisdeild EBE í Brussel og Niels J. Thor- gersen, forstjóri EBE-skrifstof- unnar í Kaupmannahöfn. Folmer Bang-Hansen mun flytja erindi um samskipti Efnahagsbandalags Evrópu og Sovétríkjanna, bæði á sviði efnahags- og stjórnmála. Að því loknu sitja þeir báðir fyrir svörum og svara ekki aðeins spurningum um innihald erindis- ins heldur og öllum spurningum um bandalagið sjálft. EBE er ekki aðeins voldug viðskiptasamstæða flestra Vestur-Evrópuríkja, held- ur einnig valdamikil pólitísk stofnun, sem hefur veruleg áhrif á þróun heimsmálanna. Á þessum fundi fá félagsmenn einstakt tækifæri til að ræða við umrædda fulltrúa EBE um mik- ilvæg málefni, eins og t.d. EBE og NATO eða EBE og Varsjárbanda- lagið, og ætti fundurinn því að geta orðið mjög fróðlegur. Einnig situr fundinn Hörður Bjarnason, sendiráðunautur Is- lands í Brússel, en það fer með hagsmunamál íslands og EBE. Erindið og umræður fara fram á ensku. Skorað er á félagsmenn að fjöl- menna og taka með sér gesti. (Frétutilkynning) Málvísinda- fyrirlestur DR. STIG Kliasson, dósent í málvís- indum við Uppsalaháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands og ís- lenska málfræðifélagsins mánudag- inn 16. maí 1983 kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um breyt- ingar á sænska sérhljóðakerfinu og verður fluttur á sænsku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Hfakóla fslmnds.) Wterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! einnig syngur hann við guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni á hvítasunnu- dag kl. 11. Ameríski drengjakórinn var stofnaður árið 1937 í Columbus í Ohio, og hét þá Columbus Boychoir. Kórinn starfar við skóla, sem rekinn er fyrir hann. Nemendur eru á aldr- inum 9—15 ára og tekur skólinn að- eins 50 nemendur, svo inntöku- skilyrði eru ströng og byggjast fyrst og fremst á tónnæmi umsækjend- anna. Allt frá upphafi hefur Vínar- drengjakórinn verið fyrirmynd, en hann starfar á aldagömlum grunni. Haft er á orði að Ameríski drengja- kórinn sé orðinn jafn góður. Árlega heldur kórinn milli 50 og 70 tónleika i Bandaríkjunum og utan þeirra. Frá upphafi hefur hann sungið í meira en 1500 borgum í 49 ríkjum Bandaríkjanna. Þá hefur hann sungið í Kanada, Japan, Kóreu, Suður-Ameríku og Evrópu. Frá stofnun hafa 18 hljómplötur verið gefnar út með söng kórsins. Karlakórinn Fóstbræður hefur haft umsjón með skipulagningu heimsóknar kórsins. Ameríski drengjakórinn vel kheddur. OMFRuTERÐ 1. júní 1983 LAGT FRA BRYGGJU í SUNDAHÖFN KL. 24 KOMIÐ TIL NEWCASTLE-UPON-TYNE LAUGARDAG KL. 10 KOMIÐ TIL BREMERHAVEN SUNNUDAG KL. 10 KOMIÐ HEIM TIL REYKJAVÍKUR MIÐVIKUDAG KL. 20 Mikið um dýrðir Hljómsveit skipsins leikur íyrir dansi hvert kvöld, - í jómírúíerð sem endrcmœr. Hinir ýmsu skemmti- og samkomustaðir verða vígóir. Diskotekið og nœturklubbur verða d fullu íram d rauða nótt. Skemmtanastjóri skipsins heíur ráðið þá: Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson m að troða uPP a hverju kvoidi Á daginn veróa þeir með sérstakt barna- og unglingaPrógram. HlÍngferð kOStar aðeÚlS kr. 7.885 íyrir hvorn í tveggja manna kleía Ath.: í hringíerð þarí engan erlendan gjaldeyri. íslenskir Peningar gilda um borð. Ætlið þið í jómfrúferðina ? Þá er rdðlegt að Panta sem íyrst. Góðir greiósluskilmdlar. FARSKIP Aðalstræti 7, 101 Reykjavík. Símanúmer: 91-25166.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.